Helgarpósturinn - 30.03.1983, Page 3
3
ýi irinn MiövikudsQur 30. msrs 1983
,,Bissnisskeimur af hugsjónastarfi“
Helgai-----
posturinn
Blað um þjóðmál, listir og menn-
ingarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrímsson.
Blaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson,
Ömar Valdimarsson, lllugi
Jökulsson
Útlit:
Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auður Haralds, Birgir Sigurðs-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónasson,
Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur
Gunnarsson, Sigríöur Halldórs-
dóttir, Sigurður A. Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Sigurður1
Svavarsson (bókmenntir &
leiklist), Sigurður Pálsson
(leiklist), Árni Björnsson (tón-
list,) Sólrún B. Jensdóttir
(bókmenntir & sagnfræði),
Guðbergur Bergsson (mynd-
list), Gunnlaugur Sigfússon
(popptónlist), Vernharður
Linnet (jazz), Árni Þórarins-
son, Björn Vignir Sigur-
pálsson, Guðjón Arngríms-
son, Guðlaugur Berg-
mundsson, Jón Axel Egilsson
(kvikmyndir).
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Danmörku,
Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga
Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun-
um, Helgi Skúli Kjartansson,
Bretlandi, Ólafur Engilbertsson,
Spáni.
"Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friðrik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Helga Haraldsdóttir
og Páll Pálsson.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
■Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna Gunn-
arsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Sigurður Steinarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Lausasöluverð kr. 20
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Ármúla 38, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Ármúla 38. Símar 81866
og 81741.
Prentun: Blaðaprent hf.
Enginn dregur í efa að Samtök
áhugamanna um áfengisvandamál-
ið hafi unnið bæði gott og fórnfúst
starf frá því þau voru stofnuð fyrir
nokkrum árum. Samtökin hafa
komið á fót meðferðarstofnunum
fyrir áfengissjúklinga, sem virðast
hafa skilað miklum árangri, en ef til
vill er mesta afrek þeirra það að þau
hafa átt verulegan þátt í að breyta
viðhorfum almennings til drykkju-
sýki. Þetta böl sem svo margir
íslendingar eiga við að stríða er
ekki lengur feimnismál i þjóðfélag-
inu.
En öllu má ofgera. í inniendri
yfirsýn Helgarpóstsins í dag er
fjallað um landssöfnun SÁÁ sem
miðar að því að safna fé til að reisa
sjúkrastöð fyrir alkóhóUsta, en
þessi söfnun hefur sætt mikilli
gagnrýni að undanförnu. Það er
sem kúnnugt er fyrirtækið Frjálst
framtak sem annast hefur fram-
kvæmd söfnunarinnar, og eins og
einn viðmælenda Helgarpóstsins
orðar það, þá hefur þátttaka fyrir-
tækisins leitt til þess að á söf nunina
hefur komið „ bissniskeimur“, sem
stingur i stúf við það hugsjónastarf
sem í raun er verið að vinna.
Kostnaður hefur einnig farið upp
úr öllu valdi að mati sama manns,
sem er stjórnarmaður i SÁÁ, þó
framkvæmdastjóri söfnunarinnar
haldi því fram að kostnaðurinn sé
alls ekki óeðlilega mikill.
Þessi hiutir eru matsatriði. Það
sem aftur á móti er nokkuð Ijóst er
að aðferðirnar við söfnunina hafa
valdið því að SÁÁ mæta nú í fyrsta
sinn andbyr meðal almennings. Það
sem einkum hefur farið fyrir
brjóstið á þeim sem gagnrýna
söfnunina er að samtökin virðast
beinlínis ætlast til þess að þeim sé
lagt lið, en hingað til hafa líknar-
samtök verið öllu hógværari í fjár-
öflunarherferðum sínum. Enda
þótt málefnið sem SÁÁ berjast fyr-
ir sé vissulega brýnt, þá geta sam-
tökin ekki krafist þess að allir hafi
sama áhuga á því og þau, og fjár-
upphæðin sem farið er fram á má
ekki hærri vera.Afleiðingarnar eru
nú að koma í Ijós - mörgum finnst
sem SÁÁ og Frjáist framtak hafi
rekið þessa söfnun með frekju og
yfirgangi, og þó ekki verði lagður
dómur á það hér er sýnt að úr því að
svo margir verða til að gagnrýna
hlýtur eitthvað að vera bogið við
framkvæmdina.
í innlendri yfirsýn Helgarpósts-
ins er einnig vakin athygli á því að
satt að segja er ástand áfengismála
í töluvert betra horfi hér á íslandi en
annars staðar í heiminum. Þetta
þýðir auðvitað ekki að ekki beri að
gera ennþá betur, en hins vegar leið-
ir þessi staðreynd hugann að því
hvort hamagangurinn í SÁÁ undan-
farið hafa ekki orðið til að skyggja
á önnur mikilvæg mál sem enn
frekar þarfnast úrlausnar. Það má
ekki gerast, og hvað sem öðru líður
verða SÁÁ-menn að vara sig á því
að áróður þeirra fari ekki að verka
öfugt. Helgarpósturinn hefur frétt
að nú hafi verið stofnuð óformleg
samtök, Vamarsamtök drykkju-
manna, sem beita muni sér fyrir
aukinni drykkju í landinu, og þó
ekki beri að taka þá félagsstofnun
mjög hátiðlega segir hún þó sína
sögu. SÁÁ mega vara sig á því að
kollkeyra sig ekki á dugnaði og
áhuga.
Attu prógramm?
Alkunna að einstakling-
ar drabbast niður undir of
miklu álagi. Fitugt úrsér-
sprottið hár, augu úr
fókus, fylling dottin úr
tönn. Niðurdrabbið smit-
ast í hús og muni: ekki
skipt um gangperu misser-
um saman, útiljósið búið
að vera ónýtt síðan á við-
reisnarárunum, sprungið
rör í kjallara. Undir of
miklu álagi koðnar ein-
staklingurinn niður í
skammtímamarkmiðum,
hringboróió
í dag skrifar Pótur Gunnarsson
tærnar verða hans fram-
tíðarsýn.
Hvað um þjóðir?
Hvernig standa perur og
útiljós íslendinga? í vik-
unni las ég í viðtali við
náttúrufræðing að ísland
væri á góðri leið með að
fara í vaskinn. Af þeim
60—70 þúsund ferkíló-
metrum af grónu Iandi sem
landnámsmenn hrepptu
við landnám, hafi 35 til 45
þúsund km2 breyst í
gróðurlausa auðn. Eftir
1100 ára byggð í landinu
sitjum við uppi með minna
en 20% þeirra landgæða
sem hér voru við upphaf
landnáms. Ef allt væri í
orðu ætti mikill hluti
íslensks láglendis að vera
skógi og kjarri vaxið. Jáfn-
skjótt og land er girt og.
hlíft við ágangi búfjár, tek-
ur gróðurinn þessa stefnu.
Þetta uppblásna íslenska
melarokk sem blasir við út
um gluggann í dag er af-
bökun og alls ekki í sam-
ræmi við gróðurmögu-
leika. Með markvissri
beitarstjórnun, sáningu,
áburðardreifingu og skóg-
rækt væri á undraskjótum
tíma hægt að snúa vörn í
sókn. ,AHt og sumt sem
þarf er að líta upp og
hefjast handa.
Stjórnmálaflokkar eru
nú óðir að senda út pró-
grömm sín og uppskriftir,
innan skamms ganga hæst-
virtir kjósendur í kjörbúð-
ir og velja sér pólitík til
næstu fjögurra ára. Okkur
skilst að leiðin út úr ógöng-
unum sé línudans yfir
hengiflugi, mikið liggi við
að lóðin á vogarstönginni
verði stillt af nákvæmni ef
ekki eigi að sjá í iljar línu-
dansaranum í hyldýpið
niður. Einn vill setja þak á
erlendar skuldir, annar
gólf á niðurgreiðslur og.
þriðja innrétta kvist í vísi-
töluna. í fljótu bragði sýn-
ast mér prógrömmin eink-
um snúast um tvennt: fulla
vinnu og arðbæran at-
vinnurekstur. Ég get ekki
að þvi gert, alltaf þegar ég
heyri minnst á fulla at-
vinnu dettur mér í hug ævi-
langt fangelsi. Eru helgis-
pjöll að spurja: fulla at-
vinnu til hvers? Margir
prógrammsemjendur
virðast ekki eiga aðra ósk
heitari en sjá núverandi
róluvallalið marséra inn í
álbræðslur framtíðarinn-
ar. Þótt ekki liggi í augum
uppi hvers vegna verið er
að reka með bullandi tapi
álfabrikku sem slokrar í sig
helminginn af rafmagni
landsmanna undir
kostnaðarverði, er við-
kvæðið jafnan: hún veitir
atvinnu. Heldur uppi
mannskap sem aftur borg-
ar skatta til ríkis og bæja. í
síðustu viku gat að heyra
eftirfarandi frá starfs-
mönnum álversins í
Straumsvík:
„Menn eru hræddir
hérna, við erum beittir
heraga eins og í Póllandi.
Menn eru farnir að mæta
veikir í vinnuna..“ „Okkur
er hótað brottrekstri hér á
staðnum ef við opnum
munninn". „Yfirmennirnir
hafa algjörlega hundsað
hina mannlegu og félags-
legu þætti, þá skiptir engu
hvort við erum daúðir eða
lifandi“. Ker voru látin
ganga opin og óvarin, ryk-
mökk lagði um kerskál-
ann, grár ryksalli yfir öllu
og í þessu andrúmslofti
höfðu starfsmenn unnið
að meðaltali 60 klst. á viku
síðustu mánuði.
Er það þetta sem átt er
við með fullri atvinnu?
Eða eru það frystihúsin
þar sem fólkið stendur í
slabbi upp í klobba og lítur
ekki upp nema á þorrablót-
um og þegar frambjóðend-
ur ganga í salinn og láta svo
lítið að lyfta upp einum
þorski: Voruð þið að fá á
hann?
Kunningi minn, sem fór í
viðskiptafræði, réði sig að
frystihúsi úti á landi. Mig
minnir það hafi verið á
Langafirði. Allt í rúst og
átti að koma rekstrinum
aftur á rekspöl, hann hafði
próf upp á það. Fjöldi
manns rambaði á barmi at-
vinnuleysis, ríkisstjórnin
blakkmeiluð og bankinn
veitti lán. Þegar vinurinn
svo ætláði að fara að
annast reksturinn, greiða
laun og skuldir, komu
eigendur og sögðu:
Heyrðu vinur, þú ert
ekki hér til að ráðstafa
peningum... og skiptu síð-
an fénu bróðurlega á milli
sín (þetta voru systkini) og
veittu hvert í sín hliðar-
fyrirtæki og heimilishald.
Þegar allt var komið í
strand á nýjan leik var
bankinn víst eitthvað sár
og hingað en ekki lengra og
síðast voru allir þingmenn
kjördæmisins komnir í
spilið og: „Á að eyðileggja
atvinnuuppbyggingu á
Langafirði?".
r
Anægjulegustu tíðindi
sem undirritaður rakst á í
dagblöðum síðustu viku
var viðtal við forstöðu-
mann fyrirtækis sem sér-
hæfir sig í örtölvubúnaði
fyrir frystihús. Þar er lýst
byltingu sem innleiðsla
tölvuvoga hefur haft í för
með sér: betri nýtingu hrá-
efnis og aukin afköst
verkafólks. Hafin er fram-
leiðsla flokkunarvéla sem
tákna fyrstu skrefin í átt til
tölvustýrðra iðnróbóta sem
að endingu munu leysa
mannshöndina af hólmi.
Við núverandi fyrir-
komulag boða þessi
lausnarorð upplausn og
atvinnuleysi, ekki einasta
fyrir frambjóðendur sem
hefðu ekki lengur frysti-
húsaliðið til að taka í spað-
ann á, heldur heilu
byggðarlögin sem byggja
afkomu sína á frystihúsa-
vinnu. Spurningin er hvort
yfirvofandi tæknibylting á
að skapa frítíma eða at-
vinnuleysi. Verðugt verk-
efni íslenskra stjórnmála
ætti aö vera að búa í hag-
inn fyrir sjálfstýringu
vinnunnar með því að setja
allar helstu framleiðslu-
greinar undir félagslega
stjórn. Það væri pólitík! í
stað þess að færa til sömu
kúlur á sama teini, spurja:
hvernig getur framleiðslan'
gert okkur kleift að eiga
frí, liggja í kelerí, annast
börnin, stoppa i vanþekk-
inguna, útvíkka skynjun-
ina og hlakka til ellinnar?