Helgarpósturinn - 19.01.1984, Síða 3
hellisbúar, steinaldarfólk og
hvatirnar eru frumstæðar:
Karlarnir eru að vlsu ekki
með kylfuna á lofti en þeir
taka stelpurnar
hálstaki og þær
sparka ( þá.“ Úff! Dans-
ararnir heita Jon Elías Jóns-
son, Karóllna Porter (já,
dóttir Coles), Rúrik Vatna-
son og Þórunn Dögg Árna-
dóttir.
Kolla og Hebba reka
Dans-Nýjung, einn þessara
nýju dansskóla, sem hafa
stokkiö inn á auglýsingaslð-
ur dagblaöanna slðustu
mánuöi. „Fönkí, diskó og
djass, það er l(nan,“ segir
Kolla.
Þær Kolla og Hebba voru
danskennarar hjá Heiðari
Ásvaldssyni, en svo kastað-
ist I kekki með þeim og
Heiðari. Þær sögðu upp og
stofnuðu Dans-Nýjung I
haust. Heiðar hefur átt bágt
með sig I samkeppninni og
reynt að skjóta á þær stöll-
ur I auglýsingum. „Þetta er
nánast atvinnurógur hjá
honum,“ segir Kolla.
Það eru ný verk I smfðum
hjá sýningarhópnum, segir
hún. „Við reynum að gera
öðruvfsi hluti en aðrir og
gera betur en aðrir," segir
Kolbrún Aðalsteinsdóttir. ★
XmæMz&ííiZ
Smartmynd
Djassað diskófönk
„Við höfum enga þörf fyr-
ir erlenda krafta I þessu —
við getum gert þetta sjá!f,“
segir Kolbrún Aðalsteins-
dóttir,annar höfundur
Cobra-dansins, sem nú er
sýndur flestar helgar á
skemmtistaðnum Holly-
wood.
„Við Hebba sömdum
Cobra upphaflega fyrir 13
dansara og þannig var
dansinn upphaflega sýndur
á Broadway, en við þurftum
að minnka hópinn niður I
fjóra til að geta sýnt I Holly-
wood. Þessir krakkar hafa
æft I mörg ár og hafa feng-
ið brjálæðislega góðar við-
tökur. í dansinum eru þau
Hvað er sjálfstyrking?
Q Ýmisskonar námskeið
hafa verið mikið auglýst I
dagblöðunum þessa fyrstu
daga ársins og greinilegt að
þörfin er óskapleg og fram-
boðið ekki minna. Ein aug-
lýsing I Mogganum vakti
forvitni okkar — þar var
auglýst námskeið I svokall-
aðri sjálfstyrkingu (assert-
iveness training) og skrifuð
fyrir því Anna Valdimars-
dóttir sálfræðingur, mennt-
uð frá Osló og Seattle I
Bandaríkjunum.
„Markmið þessara nám-
skeiða er að efla sjálfs-
traust og draga úr kvíða
sem margir finna fyrir I
samskiptum sínum við ann-
að fólk,“ segir Anna. „Enn-
fremur er reynt að þjálfa
upp ákveðna leikni I um-
gengni við annað fólk. Það
er fjallað um ýmsa þætti
mannlegra samskipta og
dagleg vandamál sem hver
maður kannast sjálfsagt
meira eða minna við úr eig-
in lífi, til dæmis hvað valdi
kvíða I mannlegum sam-
skiptum og hvernig hafa
megi hemil á kvíða. Við
ræðum um tilfinningar eins
og sektarkennd og reiði,
hvernig megi tjá reiði án
þess að hafa eyðileggjandi
áhrif á sambandið við aðra.
Við förum líka I ýmis atriði
sem gera fólki auðveldara
að halda uppi samræöum
og svo má lengi telja.“
„Nei, hér á landi hefur
ekki verið mikið um að sál-
fræðingar störfuöu svona á
eigin vegurn," segir Anna.
„En það er mikil eftirsókn
eftir þessu og greinilega
þörf fyrir svona rekstur." ★
AÐ BLÓTA ÞORRA
PANTIÐ NÚ
TÍMANLEGA
í SÍMA 17758
Naustið endurvakti fyrir um það bil 28 árum þann fá-
gæta, gamla og góða sið að bjóða íslendingum sannan
þorramat á þorranum.
Við höf um alla tíð lagt metnað okkar (að hafa þorramat-
inn sem allra bestan, enda er hann orðinn heimsfræg-
ur — að minnsta kosti á íslandi.
Nú enn einu sinni gengur þorrinn I garð og við förum að
gera allt klárt í húsinu fyrir okkar árvissu matargesti í
Naustinu. Ennfremur höfum við nú ákveðið að bjóða
öllum tækifæri til að njóta þorrabakkanna okkar.
NYTT- NYTT- NYTT
Já, nú geta allir pantaö þorrabakka Naustsins og feng-
ið þá senda heim í eigin boð og veislur stærri og
smærri. Fyrir sérveislur er jafnvel hægt að fá matinn i
trogunum okkar vinsælu. I bökkunum okkar eru allir
þorraréttirnir svo sem: hvalur, hákarl, hangikjöt, rófu-
stappa, sviðasulta, harðfiskur, lundabaggar, bringu-
kollar og hrútspungar o.fl. o. fl.
Verðið fyrir manninn á Nausts-þorrabakkanum,
þessum líka gæða bakka — orn
hinum eina sanna, er aðeins kr.OOU. *
ekki mikið
miðað við gæði.
Hefurðu skellt þér í
Leikhúskjallarann á
nýja árinu?
Nei, ég hef nú ekki farið, ekki enn sem komið er, en
kannski ég drífi mig einhvern daginn.
— Hvernig viðtökum áttu von á þar?
Bara góðum, held ég. Staðurinn hefur fengið heil-
mikla auglýsingu út á þessa episóðu alla saman.
— Varla er það neitt sérstaklega góð auglýsing.
Nei, kannski ekki. En segja menn ekki líka að allt
umtal sé auglýsing?
— Hvernig hefur þetta mál allt og eftirleikurinn
lagst í þig?
Þetta hefur vægast sagt verið mjög óskemmtileg
reynsla, sem ég vildi helst gleyma sem fyrst. Helst vildi
ég geta visað þessu öllu út i hafsauga. Það er ekkert
grín að fara í mál við lögregluna.
— Sérðu eftir að hafa farið með þetta mál í blöðin?
Nei, það er svo langt frá þvl að ég sjái eftir því. Þessi
umræðasem þaðskapaði hefurbæði verið nauðsynleg
og holl. Þó verður það að segjast, að mér finnst stund-
um eins og þetta sé of mikiö til að leggja á einn mann,
að standa í þessu. Allt umtalið; maður er að heyra ótrú-
legustu kjaftasögur um sjálfan sig, og það er allt annað
en gaman, get ég sagt þér.
— Hvers konar kjaftasögur eru þetta?
Þetta er alls konar drulla. Ég hef til dæmis heyrt að
ég sé orölagöur ofbeldismaður hér I bænum! Ég veit
ekki hvort þessum sögum er dreift skipulega, en það
viröast greinilega vera einhverjir sem vilja sverta nafn
mitt sem mest þeir mega slðan málið kom upp. Auðvit-
að vildi ég vera laus við svona lagað og það sem meira
er: Mín persóna er algjört aukaatriði I þessu máli. Það
skiptir ekki máli hver á I hlut, löggan hefur ekkert leyfi
til að berja fólk, hvorki ofbeldismenn né aðra.
— Hvernig fannst þér umræöuþátturinn um málið i
sjónvarpinu?
Mér fannst lögreglan bíta þar hausinn af skömminni
meö þvf að halda áfram að verja þessa menn. Mér dett-
ur ekki I hug að I lögreglunni séu starfandi fúlmenni
upp til hópaen það eru til óvandaðir menn þarna innan
um. Þaðerklárt mál. Lögreglan hefurtalað mikiðum að
þetta sé ójafn leikur I fjölmiðlunum, þvl að lögreglu-
mennirnir mega ekki tjá sig. Ég skil þetta nú ekki
almennilega. Hvers vegna var lögreglumönnunum sem
áttu I hlut ekki einfaldlegaleyft að tjásig?Gat lögreglu-
stjóri ekki heimilað þeim það?
— Finnst þér fjölmiðlar hafa fylgt þessu máli nógu
vel eftir?
Mér finnst umfjöllunin hafa verið helst til mikil ef
eitthvað er, of mikiö um sparðatíning um ekki neitt, síð-
andómsrannsókninvarákveðin. En þettaernú kannski
ósanngjarnt af mér. Hlutlausu vitnin I þessu máli hefðu
kannski aldrei komið fram ef þetta hefði ekki oröið
blaðamál. Og upplýsingar I fjölmiðlum um það hvernig
RLR stóð að rannsókninni urðu til þess að krafan um
hlutlausa rannsókn var gerð og tekin til greina. Það var
raunar grein Helgarpóstsins að þakka. En ég er mest
hissa á þvl hvernig rannsóknarlögreglustjóri hefur
sloppið með fréttatilkynningu sína. Það er full ástæða
fyrir hann að biðjast afsökunar á henni. Hún var ótrú-
lega hlutdræg. Það hefði verið gaman að sjá hvers kon-
ar tilkynningu hlutlaus aðili hefði sett saman úr þeim
gögnum sem rannsóknarlögreglustjóri vann úr.
— Hvenær heldurðu að þú farir svo aftur í Kjallar-
ann?
Ætli ég fari ekki bara næst að sumarlagi. Frakkalaus.
________-H.T
Skafta Jónsson þarf vart að kynna. Fjölmiðlar hafa gert hand-
töku hans í Leikhúskjallaranum aðfaranótt 27. nóvember sl. ítar-
leg skil, svo og kæru hans ó hendur þremur lögreglumönnum fyrir
barsmíðar og annað harðræði við handtökuna. Mólið var fyrst
rannsakað hjó Rannsóknarlögreglu ríkisins, en sú rannsókn hefur
þótt orka tvímælis. Sakadómur Reykjavíkur byrjaði að rannsaka
mólið upp ó nýtt í vikunni, að beiðni ríkissaksóknara. Skafti er 28
óra, blaðamaður hjó Tímanum og býr í Reykjavík.
HELGARPOSTURINN 3