Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.01.1984, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Qupperneq 12
GRASIÐA Við pylsuvagninn: Sö-so-so Þegar Albert hafði komið fram í þættinum Ungir pennar og flutt Strikiö sitt, fór hann rakleitt nið- ur að pylsuvagninum, hlakkandi yfir að Tímarit Máls og menn- ingar mundi biðja hann um efni og Þjóðviljinn héldi að strikið væri visst brot af línunni frá Moskvu. Hann sagði því við sjálfan sig: Ég skal strika út sem styrk- þega Launasjóðs rithöfunda þau Thor, Svövu, Jakobínu og Guð- berg. Ég tek hann allan til mín með Strikinu. Nú hló kappinn með sjálfum sér og gat ekki hugsað á meðan. Því hver getur hugsað meðan hann hlær? En að hlátri loknum sagði hann með sjálfum sér: Mér er sama um Samtök Svarta Beltisins, júdókappanna Thors, Eysteins og Silju sem tryggja Thor góða dóma. Við fndriði bryddum upp á einhverju nýju og frumlegu, eins og því að stofna Samtök Vindlabeltisins. Svo skorar gyllta vindlabeltið á svarta beltið og hirðir gullið. Rit- deilan verður hörð, en við Ind- riði stöndum fastir á Storð í fjöl- breyttum litum. Þá fellur Tímarit Máls og menningar undir okkur. Guð minn góður, sagði Ragn- hildur Helgadóttir þegar hún kom og sá að Albert var í „innri umræðum" og allur sem í með- vitundarflæði máls, vitsmuna, tungu og bókmennta. En auðvit- að gleymdi hann ekki fjárhags- hliðinni á neinu þessa. Mikið hugmyndaflæði hjá Al- bert merkir að gengisfelling er í aðsigi, sagði Ragnhildur með sjálfri sér. Nú vill hann fella. Síðan skal Indriði taka Fær- eyska Nóbelinn frá Þorgeiri Þor- geirssyni, hélt Albert áfram í huganum og hann ætlaði að halda enn lengra í hugsun en þá tók hann eftir Geir Hallgrímssyni sem var að kalla á Svavar Gests- son: Halló, Svavar, komdu! Þér er alveg óhætt að koma hingað að Pylsuvagninum þótt þú sért að falla af pylsuvagni stjórnmál- anna — í bili að minnsta kosti. Þú kemst að honum aftur og á hann, vertu viss, þegar annað hvort við sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn færum okkur yfir á vinstri væng pylsuvagns- ins eða þið alþýðubandalags- menn komið nær hægri kantin- um. A Pylsuvagninum eru ótal hliðar. Svavar brá sér strax á vett- vang, og um leið og hann kom sagði hann: Það er sífellt verið að fjarg- viðrast yfir kreppu í auðvalds- heiminum, bæði í hægri blöðun- um en þó einkum í þeim vinstri, eins og í hinu þríeina ritstýrða blaði Þjóðviljanum, með sinni heilögu kristnu þrenningu: Maríu mey, sem er Kjartan Ólafsson, guði, sem er Einar Karl og hin- um Heilaga anda, sem er Árni Bergmann. En þar er látið eins og hinn sósíalíski heimur sé ekki til, hann sem er þó að minnsta kosti helmingur jarðar og í hon- um býr röskur helmingur jarðar- búa. Þá er honum gleymt. Og ekki minnst á að í heimi sósíal- ismans er ekki bara kreppa held- ur má líkja lífinu þar við algera blóðkreppusótt. Meðan valdhaf- arnir renna út í munnvaðli renn- ur alþýðan út í. . . Andartak, sagði Geir skeifingu lostinn og hræddur við að Svav- ar væri að bola sér inn í Nato, af þeirri ákefð og andlegu upphafn- ingu er grípur kommann þegar hann skiptir um ham. Mér finnst vera ansi hart, ef þú, Geir, ætlar að meina manni í lýðfrjálsu landi að segja skoðun sína á hvernig mannréttindi eru fótum troðin á liðlega hálfri jörð- inni af fótum sem áttu að leiða mannkynið á göngu inn í gull- roðna tíð hins algera endastigs fagnaðar og mettunar, þegar maginn yrði gerður að úreitu líf- færi. Því hvað hefur sannur marxisti við maga að gera? En þið neydduð okkur til að vinna . . . Svavar minn, þú kemst ekki í Nato, sagði Albert. Það eru nóg- ir fyrir. Hver heldur að mig langi í Nato? Mig langar að gagnrýna meira en Nato getur gagnrýnt innrásina í Afganistan. Við í Al- þýðubandalaginu erum í stakk búnir til að hefja miklu harðari árásir á voðaverk Sovétríkjanna en Nato gæti nokkurntíma látið sig dreyma um. Við stöndum fastir á okkar máli, við þurfum ekkert strik frá Albert, við þekkjum línuna frá Moskvu; og hvað er lítið strik borið saman við langa línu? Þess vegna er tómt mál. . . Þá kom Steingrímur og sagði: Við framsóknarmenn erum alltaf við vagninn, ýmist til vinstri eða hægri eða í miðju. Okkur er sama frá hvaða hlið pylsan er að okkur rétt. Og það gerðist ekki aðeins á Gunnars- thoroddsentímabilinu ... So-so-so, sagði Albert. Það er ekkert so-so-so, sagði Steingrímur. Okkur er sama hvort pylsan er að okkur rétt frá Afganistan eða Úganda, meðan pylsan er pylsa. En hún þyrfti helst að vera gildari en sú munnpylsa sem þú ert alltaf með, Albert minn. Hún er varia nema fyrir dömur. MATKRAKAN Gandriðnir snjóskaflar Allt er sem áður: misindistíð og gæftaleysi. I éljunum dugar ekkert minna en að ímynda sér að maður sé wagnerísk valkyrja til að komast yfir himinháa skaflana, að maður sé valkjósandi á leið á nornaþing þar sem örlög óvinanna verða ráðin (og svo hugsar maður um þá sem maður fyrirlítur liggjandi í rauð- um valbjór...) — Gólfkústurinn getur hér komið að góðu gagni sem gandur sem menn annað hvort bregða á milli fóta sér að göml- um og góðum sið — hott, hott, upp og yfir skaflinn, gandur minn — eða nota sem lyfti- stöng að hætti hástökkvara. Þurfið þér að gandríða snjóskafla til að ná fundi elskhuga yðar, er vei við hæfi þegar langþráðum fundinum er náð að stökkva af kústinum, kasta honum út af senunni og fara með replikku Sigrúnar Högnadóttur, val- kyrju með meiru, er hún náði fundum ást- vinar síns, Helga hundingsbana, látins en lif- andi þó, í úrsvölum haugi hans: Nú em ek svo fegin fundi okkrum sem átfrekir Ódins hrafnar er val vitu, (finna) varmar bráðir eða dögglitir dagsbrún sjá. Að sköflunum afgreiddum er rétt að snúa sér að niðursoðnu fiskmeti sem mettað getur átfreka í gæftaleysinu: íslenskum kavíar (grásleppuhrognum), túnfiski, sardínum ogi Þingvallamurtu. Vonandi finnur hérsérhver sjávarfang við sitt hæfi! Kavíarforréttur (handa 4) 100 g grásleppuhrogn (ísl. kavíar) 2 harðsoðin egg, söxuð 'A laukur, saxaður 2 msk Saxað dill (eða u.þ.b. 1 msk þurrkað) 1-2 hráar eggjarauður Blandið saman kavíar, söxuðum eggjum, lauk og dilli, hrærið svo eggjarauðunni sam- an við — hún á rétt að binda hráefnin saman. Berið fram með sítrónubátum, heitu snittu- brauði og smjöri. Kryddleginn túnfiskur (for- réttur h. 4) 400 g niöursoðinn túnfiskur í olíu 1 stór laukur í örþunnum sneiðum 'A sítróna í örþunnum sneiðum kryddlögur: 3 msk vínedik 2 msk vatn 1 lárviðarlauf 6 piparkorn, grófsteytt 6 heil sinnepsfræ Auk þess: 1 dl sýrður rjómi 1. Hellið innihaldi túnfiskdósanna (túnfiski og olíu) í grunna skál eða fat. Skiptið fisk- inum í flögur með gaffli og raðið lauk- og sítrónusneiðum yfir. 2. Setjið hráefnin í kryddlöginn í pott, látið suðuna koma upp og sjóðið í 2 mín. Kælið löginn, t.d. með því að setja pottinn í kalt vatn, og hrærið síðan sýrða rjómanum saman við hann. Bragðbætið, ef vill, með salti og pipar, og hellið yfir túnfisk, lauk- og sítrónusneiðar. 3. Berið fram með brauði og e.t.v. soðnu grænmeti. Rétturinn þarf helst að fá að hvíla í ísskáp í a.m.k. 2 tíma áður en hans er neytt. Sardínupönnukökur (for- réttur h. 4) 8-10 ósætar pönnukökur 1 dós sardínur í olíu, u.þ.b. 125 g sítrónusafi Fjarlægið hrygginn úr sardínunum og stappið þær saman við ögn af olíunni með gaffli, bragðbætið með sítrónusafa. Smyrjið stöppunni yfir pönnukökurnar, rúllið þeim upp, eða brjótið þær saman. Gott er að baka þær í eldföstu fati í 250 gr. heitum ofni í u.þ.b. 5 mín. og bera fram með blaðsalati. Pæi med Þingvallamurtu (handa 4-6) Deigið: 200 g hveiti 100 g smjör/smjörlíki (kalt) saltlús nokkrar msk kalt vatn Fyllingin: 1 dós niðursoðin Þingvallamurta (u.þ.b. 270 g) u.þ.b. 1 dl söxuð paprika 4 egg 3 dl sýrður rjómi og 6 msk mjólk (eða 1 dós sýrður rjómi (200 g) og 12 msk mjólk) 3 msk söxuð ný steinselja (eða u.þ.b. 1 msk þurrkuð) VA tsk þurrkað basil eða marj- oram salt og nýmalaður svartur pipar 1. Byrjið á því að útbúa deigið og setja ofn- inn á 230 gr. Sigtið hveitið á borðið og saltið það ögn. Skerið smjörið/smjörlíkið í litla bita og myljið síðan saman við hveitið með fingrunum. Dreypið þá 4-5 msk af köldu vatni yfir blönduna og hnoðið deigið vel. Látið það standa í ís- skápnum á meðan þið eruð að útbúa fyll- inguna. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur 2. Látið vökvann drjúpa vel af murtunum, fjarlægið úr þeim hrygginn. — Þeytið eggin með gaffli í skál, bætið út í sýrðum rjóma og mjólk, kryddið með salti, pipar og basil og þeytið vel. 3. Smyrjið pæaformið (u.þ.b. 25 cm í þver- mál). Fletjið deigið út og komið fyrir í for- minu. Stingið nokkrum sinnum í botninn með gaffli, raðið murtunni yfir hann í bit- um, þá saxaðri paprikunni og steinselj- unni og hellið að lokum eggjasósunni yf- ir. 4. Bakiðpæanní 15mín. við230gr., minnk- ið hitann þá í 170 gr. og bakið í u.þ.b. 20 mín. til viðbótar eða þar til fyllingin er orðin fagurgyllt. Pæinn bragðast hvort heldur sem er heitur eða kaldur og gjarn- an má bera fram með honum blaðsalat með mildri olíusósu. Þannig nægir pæinn sem aðalréttur handa 4-6. Blini (rússneskar pönnu- kökur) Þessar rússnesku gerpönnukökur eru hreint unaðslegar. Hefðin er að borða þær volgar ásamt sýrðum rjóma og ýmisskonar unnu fiskmeti, s.s. kryddsíld, reyktum laxi og kavíar. Við hér getum t.d. borðað þær með grásleppuhrognum og reyktri síld, og e.t.v. söxuðum, harðsoðnum eggjum. Uppskriftin er handa 4-6. 60 g pressuger (eða 6 tsk perlu- ger) 8 dl volg mjólk (u.þ.b. 37 gr.) 2 tsk bráöið smjör 2 tsk sykur 4 egg 5 dl hveiti u.þ.b. 1 'A tsk salt 1 dl rjómi 1. Leysið gerið upp í 2 dl af volgri mjólkinni (37 gr. ef um pressuger er að ræða, ögn heitari með perluger) og hrærið síðan saman við afgangi mjólkurinnar, bræddu smjöri, sykri, eggjarauðum og hveiti. Þeytið deigið þar til það er létt og kekkja- laust, hrærið þá 1 'A tsk af salti saman við og setjið deigið til hliðar. 2. Þeytið eggjahvíturnar stífar, hrærið rjómanum saman við deigið og þá eggja- hvítunum. Setjið skálina á notalegan stað, t.d. upp við miðstöðvarofn og leyfið deiginu að hefast í algjörum friði í a.m.k. 20 mín. Steikið kökurnar á þykkbotna pönnu þar til þær eru Ijósbrúnar báðum megin. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.