Helgarpósturinn - 19.01.1984, Side 15
svaf ekkert síðustu þrjá sólarhringana —
fékk ég hjálpsamt fólk til að vélrita hana upp
og skilaði henni síðan upp í Háskóla og það-
an fór ég beint út á Keflavíkurflugvöll og út
til Ítalíu. Nú skyldi söngurinn taka við á fullu.
Minn aðalsöngkennari síðustu árin áður en
ég fór út var Magnús Jónsson.
Þar var ég svo heppinn að ég hitti Þuríði
Pálsdóttur, sem stödd var þar ásamt tveimur
nemendum sínum í fríi. Ég slóst í hópinn og
dvaldist með þeim í smáhúsi hjá söngkonu
sem hét Lina Pagliughi. Pagliughi er mörg-
um íslenskum söngvurum góðkur.n. Hún
kenndi m.a. Niní (Þuríði Pálsdóttur), Ólöfu
Harðardóttur og Garðari Cortés. Eiginmað-
ur hennar, Primo Montanari, hafði einnig
komið til Islands og kennt þar söng einn vet-
ur. Þessi heiðurskona lést árið 1980. Núna
muna hana flestir af því hve feit hún var. Það
er synd. Hún var pínulítil og alveg hnöttótt
og vakti mikla kátínu þegar hún gekk inn á
sviðið sem gerði það að verkum að hún vildi
á seinni árum aðeins syngja inn á plötur eða
í útvarp. Lina Pagliughi var með gullrödd og
mjög þekkt og dáð söngkona. Eg bjó sem
sagt þarna hjá henni í tvo mánuði og tók
leiðbeiningum hennar. Þar aó auki grennsl-
aðist ég fyrir um söngnám á Ítalíu. Niður-
staðan varð sú að ég fékk augastað á söng-
skóla í Bologníu, þar sem m.a. Rossini hafði
lært. Það háði mér hins vegar að ég hafði
ekki þreytt inntökupróf á tilskildum tíma og
því vafasamt að ég fengi innritun. Bologna
tónlistarskólinn er mjög strangur og fastur á
formalitetum. Þá datt mér snjallræði í hug:
Ef ég innritaði mig annars staðar, gæti ég
sótt um fiutning og komist þannig klakklaust
inn í skólann í Bologníu. Ég þreytti því inn-
tökupróf inn í Verdi-skólann í Mílanó og
svona til öryggis þreytti ég inntökupróf líka
í tónlistarskólann í Piacenza. Ég náði báðum
prófunum en innritaði mig í Piacenza. Um
leið og ég hafði fyllt út innritunareyðublað-
ið, sótti ég um flutning til Bologníu-skólans.
Sá flutningur var samþykktur."
Júlíus Vífill segir mér nú frá hinum ýmsu
ævintýrum sem hann lenti í meðal blóð
heitra ítala, útlistar verkfallssögur, hóru-
hótel sem hann lenti á í misgripum og aðrar
frásagnir af hremmingum en loks komum
við aftur að söngnáminu og skólanum í
Bologníu.
„Þar dvaldist ég í tvö og hálft ár. Kennari
minn var Arrigo Pola, tenór. Hann er fyrrum
óperusöngvari, maður með þennan ítalska
stíl — bel canto —. Ég verð að fá að skjóta því
hér inn í að karlmaður sem ætlar að syngja
tenór í óperu, hann verður að læra hjá karl-
manni. Maður heyrir alltaf á tenór hvort
hann hefur lært hjá konu eða karli. Sérstak-
lega á þetta við háu tónana, bara ítalski skól-
inn kennir þá rétta og kennarinn verður að
vera karlkyns. Nú, ég tók einnig einkatíma
hjá Pola, það gera reyndar allir ítalskir nem-
endur. Ég var ennfremur tíður gestur hjá
Gianni Ramondi, heimsfrægum söngvara
hér áður fyrr; fyrir fimmtán — tuttugu árum
var hann í hópi fimm bestu tenóra heims. Ég
kynntist honum ágætlega og við sungum á
tónleikum saman. Hann leiðbeindi mér og
við ræddum mikið og oft um sönglistina.
Pavarotti segir í ævisögu sinni að Ramondi
sé besti kennari í heimi. Síðasta árið í tón-
listaskólanum var ég einnig í námi hjá Mario
Del Monaco."
Tenórar og aörir órar
— Ertu núna kominn med þá reynslu og
menntun sem þú ert ánœgður með?
„Þegar sá dagur rennur upp, þá loka ég
nótnabókunum og hætti. Um leið og ég
hætti að sækja á brattann, sest ég við
grammófóninn og hlusta í stað þess að
syngja. Það skiptii i rauninni engu máli hve
langur námsferill þinn er — þinn síðasti
kennari er og verður alltaf sviðið. í dag er ég
betri en þegar ég kom frá Ítalíu. íslenska
sviðið hefur verið mér dýrmætur skóli, sér-
staklega að fá að starfa með sviðsvönum,
reyndum mönnum og söngvurum og leita
álits þeirra."
— Hefurðu nokkurn tímann séð eftir
þessu?
„Hverju? Söngnum?
— Já.
„Aldrei. Aldrei. Það er alveg pottþétt, að
þótt ég hætti í dag, mundi ég ekki sjá eftir
neinu. Ég hef öðlast dýrmætt innsæi í tónlist
og kynnst fjöldanum öllum af yndislegu
fólki."
— Við uorum áðan að tala um heimsfrœga
kennafa og heimsins bestu tenóra. Hver er
uppáhaldstenór þinn?
„Þeir á DV hringdu í mig í morgun og
spurðu sömu spurningar. Á ég nokkuð að
vera að svara þessu helvíti, ha?“
— Ekki frekar en þú uilt...
„Eigum við bara ekki að sleppa þessari
spurningu..?"
— Jú, jú.
„Við getum heldur rabbað um frábæra ís-
lenska tenóra; Stefán íslandi, Einar
Kristjánsson og Pétur Jónsson. Veistu að
Pétur er sennilega sá tenór sem þekktastur
hefur orðið erlendis? Ef þú svo spyrð íslend-
ing í dag hver Pétur Jónsson var, þá hrista
þeir bara hausinn, alla vega þeir sem eru
undir þrítugu.
— Segðu mér, Júlíus, tenórar — eru þeir
ekki rúmfrekir menn, prímadonnur og eigin-
gjarnir senuþjófar?
Júlíus stynur lágt og hugsar sig vel um. Vill
greinilega ekki særa neinn.
„Tenórar eru ekki svo rúmfrekir," segir
Júlíus loks,“ það er alla vega pláss fyrir tvo
tenóra í hverju landi. Nei, í alvöru, það má
segja að það sé fyrst núna að koma upp
kynslóð söngvara frá því að Mílanó-kynslóð-
in kom heim á árunum 1950-55. Vonandi
höfum við sömu reisn og það fólk hafði og
hefur. Ég verð að segja að ég þekki auðvitað
marga tenóra, sumir eru miklir vinir mínir,
og get ég með engu móti fundið að þeir séu
haldnir prímadonnukomplexum eða senu-
stuldi. Jú, nei, auðvitað eru sumir með
prímadonnuna í maganum, en það gildir um
allar raddir og allar listgreinar.
Við getum sagt sem svo: Sum hlutverk
henta ákveðnum söngvurum best. Ég get
alveg sagt blákalt: það eru viss hlutverk sem
ég geri betur en nokkur annar söngvari á ís-
landi. En það eru einnig mörg hlutverk sem
aðrir gera miklu betur en ég. Við verðum að
eiga ýmsar raddir tenóra til að gott óperulíf
geti þrifist."
— Um huaða tenóra ertu að tala?
„Hahahaha! Þú færð mig ekki til að telja
þá upp...“
— Sönguari og lögfrœðingur. Þú sagðir
áðan að sönguari yrði að gefa sig listinni
óskiptur. Ertu ennþá með öryggislínuna í
bakið?
„Ég er ekki latur. Ég vil vinna, og ég vinn
með ánægju utan söngsins. Mér finnst ekki
slæmt að skilja þarna á milli, í sjálfu sér. Það
er rétt — í söngnámi verður maður alfarið að
vera í söngnámi. Ég var það ekki á mínum
námsárum en var þó heill í mínum huga. Það
er engin launung að aðstæðurnar á íslandi
eru þannig að enginn getur lifað á óperu-
söng einum saman. Ef óperusöngvarar yrðu
fastráðnir, myndi ég leyfa mér að sækja um
fastráðningu. Ef maður á að eflast og reynd-
ar eldast einnig sem söngvari verður maður
að syngja allan tímann — gera sönginn að
aðalstarfi. En við verðum að lifa. Ég er þakk-
látur fyrir að takast á við þau hlutverk sem
mér bjóðast en gjarnan vildi ég helga mig
sönglistinni einvörðungu. Það koma tímabil
sem hreinlega er ekki hægt að syngja og
vinna aðra vinnu samhliða.“
— Hvernig líður þér að ganga um götur
borgarinnar og vera tenór?
„Það er ekki alltaf auðvelt, stundum er
það hreinasta prísund að vera tenór. Sér-
staklega fyrir sýningar, maður er skítnervös
við að fá kvef eða einhvern kverkaskít.
Margir söngvarar verða svo hræddir við
kvefbakteríur að þeir verða hreint og beint
hysterískir, loka sig inni á hótelberbergjum,
og svo framvegis. Nei, ég er ekki svo slæm-
ur. En í svona veðri, stinningskalda, snjó-
komu og frosti, fer ég oft í tvær, þrjár peysur
og skella í mig c-vítamíni. Maður verður
haldinn kvefórum.
Nú — þar fyrir utan líður mér bara vel að
vera tenór.“
— Svona eins og aflraunamanni sem býr
yfir þjálfun, sjálfsöryggi og fullkomleika
listar sinnar?
„Nei, iss, ertu vitlaus... en það veitir mér
ánægju að geta litað röddina þegar ég vil og
fraserað þegar ég vil.“
— Huað þýðir að frasera?
„Veistu það ekki? Æ, hvað á maður að
segja? Það er alltaf talað um að frasera...
altsó byggja upp tónsetningu.
En þetta með tenórinn og rómantíkina:
Áður fyrr sá ég tenórinn í hillingum, ég
öfundaði þessar flottu raddir, þessir náungar
voru með eitthvað spes í hálsinum. Síðar
meir þegar ég fór sjálfur að standa á sen-
unni, breyttist þetta og ljóminn hvarf. En
maður er samt ennþá með hugann við söng-
inn, bara með önnur markmið í huga og for-
sendurnar breyttar: Nú syng ég einvörð-
ungu af þvi það er svo gaman að syngja.“
— Af huerju er svo gaman að syngja?
„Söngurinn verður bara algjörlega
manískur hlutur. Þessu er eins varið með
aðrar listgreinar; spurðu listmálara eða
ballettdansara, þarna er sami hluturinn á
ferðinni. Maður Iendir í sífelldri samkeppni
við sjálfan sig. Maður tjáir sig og nýtur sæl-
unnar að tjá sig — að koma þessari tjáningu
frá sér. Ég er t.d. afskaplega meðvitaður um
áhorfendur. Ég syng allt öðruvísi á æfingum
en þegar húsið er fullt af áhorfendum. Ég
finn strauma frá fólkinu í salnum: ég kemst
bara ekki í sama stuð ef salurinn er tómur.
Oft finnst mér gott að finna andlit í mergð-
inni, ósjaldan beini ég sjálfum mér að þessu
tiltekna andliti og syng til persónunnar.
Stundum verður fólk feimið eða felmtri sleg-
ið þegar það lendir á svona óundirbúnum
einkatónleikum undir fjögur augu — en
hvað um það, mér líður bara verr ef ég er á
flakki með augun um allan salinn meðan ég
syng. Ég vil gefa mig allan þegar ég syng, og
þá oft bara til eins áhorfanda. Kannski er það
stærsta takmarkið: Að gefa af sér. Ég nýt
þess að hlusta á söngvara sem gefa allt af sér,
jafnvel þótt þeir séu ekkert sérstakir söng-
varar, tæknilega eða raddlega."
Um helgina gerir íslenska óperan þriðju
tilraun til frumsýningar á Rakaranum í
Sevilla. Kannski verður þú, lesandi góður,
meðal frumsýningargesta. Eða kannski áttu
eftir að sjá aðrar sýningar á sömu óperu. Þá
muntu heyra Júlíus Vífil gefa sig allan. Og
kannski verður þú svo heppinn að hann
syngur fyrir þig, einan.