Helgarpósturinn - 19.01.1984, Side 27

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Side 27
ari öfl en Árvakur hf., útgáfufyrir- tæki Morgunblaösins, Frjáls fjöl- miðlun hf., útgáfufyrirtæki DV, Samband íslenskra samvinnufé- laga, Almenna bókafélagiö og sjálf Reykjavíkurborg! HP hefur góðar heimildir fyrir því að þetta mál hefur komið ýmsum algjörlega í opna skjöldu og þykir í meira lagi vafasamt, ef ekki siðlaust, að borg- arfélag taki þátt í jafn viðkvæmum bisniss og fjölmiðlun er, með öflum af þessu tagi. Virðist ljóst að með þessu stefnir í sömu hægriblokkar- myndun á sviði elektrónískrar fjöl- miðlunar og orðið hefur á blaða- markaðnum. Davíð borgarstjóri mun rökstyðja þátttöku borgarinn- ar með því að þarna muni henni sparast talsverður kostnaður við gerð kynningarmynda og annars sliks, en ljóst þykir að þetta nýja veldi bíður eftir því að útvarpslögin verði rýmkuð þannig að unnt verði að setja á fót útvarpsstöð og kapal- sjónvarpsstöð. Þetta nýja fjölmiðl- unarbandalag, sem er hlutafélag upp á 12 millj. kr. með 2ja millj. kr. hlut hvers, mun vera í tengslum við Indriða G. Þorsteinsson og heyrir HP að hið gamla fyrirtæki Indriða og Jóns Hermannssonar, ísfilm, muni leggja til nafnið. Litlar líkur eru á öðru en þetta mál verði knúið í gegn í borgarráði á næstu dögum og varla hefur annarri eins sprengju verið varpað inná fjölmiðlunarvíg- völlinn í langan tíma ... D WtB orgarskrifstofurnar með Davíð Oddsson að yfirboðara reiddu út litlar sjö hundi uð þúsund krónur á dögunum. Má rekja þau fjárútlát beint til illfærðar nnar sem verið hefur á götum Reykjavíkur undanfarið. Varan er nefnilega ný- tískulegur jeppi að Mitsubishi gerð og höfum við það eftir borgarritara LAUSNÁ SPILAÞRAUT Suöur spiladi tígli, sem noröur tók meö kóng og lét meiri tígul. Þannig fór spiliö einn niöur, þuí einn slagur tapaöist í huerjum lit. En efuiö hugsum okkur aö spaöa sexiö sé látiö ígosann, þá getursuöur ekki tekiö á ásinn og þá ueröur noröur aö spila aftur át. Þá losnar uestur uiö tígul úr boröi í laufiö og uinnur spiliö. En takiö eftir einu enn. Ef 'noröur lœtur upphaflega út spaöa sjöiö, þá er spiliö óuinnandi. NOACK MFGEYMAR FYRIR ALLA BÍLA OGTÆKI Saansku bilalramjelóendu/nif VOLVO. SAAB og SCANIA nota NOACK latgeyma vegno kosta þema. að ástæða kaupanna sé sú nauðsyn að borgarstjóri komist klakklaust staða á milli ef veður gerir vont. . . Þ ær fréttir berast frá LR að leikfélagið hafi ráðið þá Svein- björn I. Baldvinsson og Sigurð G. Valgeirsson blaðamann hjá DV til að skrifa farsa. Hljóðar starfssamn- ingurinn upp á sex vikna ráðningu hvors um sig ... ótt skammt sé síðan Magn- ús Jónsson bankastjóri Búnaðar- bankans féll frá er þegar farið að ræða um hugsanlegan eftirmann hans í bankastjóraembættinu. Það eina sem telja má fullvíst í því sam- bandi er að það verður sjálfstæðis- maður sem tekur við embættinu. í fyrstu var ekki talið ósennilegt að það yrði Matthías Á. Mathiesen sem léti þá af ráðherraembætti og rýmdi í leiðinni fyrir Þorsteini Pálssyni flokksformanni. Matthías mun hins vegar ekki hafa áhuga á bankastjóraembættinu og vill frem- ur bíða þess að bankastjórastaða losni við Seðlabankann. 'Þá mun þeirri hugmynd einnig hafa skotið upp að Matthías Bjarnason fengi embættið og Þorsteinn þá ráðherra- embætti hans, en eftir síðustu frétt- um að dæma mun þó ekki verða svo. Þykir Friðjón Þóröarson al- þingismaður og bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum lang líklegasti „kandidatinn" í bankastjóra- embættið og mun það ekki vera á móti skapi hans að losna úr stjórn- málaþrasinu og fá svo valdamikið embætti sem bankastjóraembættið er í raun. En líka gæti komið upp nafn bankamanns einsog síðast í Búnaðarbankanum, þar sem er Jón Adolf Guðjónsson, aðstoðar- bankastjóri og gegn sjálfstæðismað- ur. Flestir veðja þó á Friðjón . . . Rakarastofaa Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 cö u> 0 £ Geysir o &> 0 3 s> Borgartúni 24 — 105 Reykjavík lceland — Tel. 11015 Leigjum út nýja Opel Kadett, Mazda 323 og Daihatsu-bíla. Sækjum og sendum. Símsvari allan sólar- hringinn. EUROCARD kreditkortaþjonusta rekari átök innan SH eru sögð yfirvofandi eftir uppsögn Þor- steins Gíslasonar hjá Coldwater. Munu nokkrir aðilar innan SH hafa lagt á það áherslu að fá Þorstein til þess að draga uppsögn sína til baka og halda áfram starfi sínu, en þeir urðu undir. Munu þá sumir hafa haft áhuga á því að ráða Þorstein Þor- steinsson (son Þorsteins Gíslason- ar) í framkvæmdastjórastöðuna, en það fékk ekki hljómgrunn. Er talið líklegt að þeir stjórnendur SH sem urðu undir i þeim átökum muni iila sætta sig við það, og þá einkum Eyj- ólfur Isfeld Eyjólfsson. Herma heimildir að ekki sé ólíklegt að hann sendi stjórninni uppsagnar- bréf áður en langt um líður, en hann hefur lengi haft orð á því að hætta og einu sinni sagt upp formlega, en hætt við. Átök eru nú sögð hörð milli Eyjólfs og ^þeirra ísbjarnar- bræðra, Jóns og Vilhjálms Ing- varssona, sem eru sterkir áhrifa- menn í SH . . . ^^£n þótt Þorsteinn Gíslason hætti hjá Coldwater verður hann vart á flæðiskeri staddur. Ýmsir að- ilar í fiskiðnaði vestra munu hafa áhuga á að notfæra sér starfskrafta hans, og heyrum við að þar séu Ný- fundnalandsmenn fremstir. Ein- hver klásúla í ráðningarsamningi Þorsteins mun þó koma í veg fyrir að hann geti starfað fyrir aðra á þessu sviði fyrr en eftir tiltekinn tíma . . . ryggingaeftirlitið hefur sent fimm tryggingafélögum bréf þar sem félögunum er gert skylt að upp- fylla ákveðnar kröfur ef þau eiga að halda starfsleyfi. HP hefur nöfn fjög- urra þeirra; Trygging hf, Almenn- ar tryggingar, Ábyrgö og And- vaka. Segja menn í „bransanum" að samkeppnin fari vaxandi meðal tryggingafélaga og fyrirsjáanlegt að mörg þeirra rambi á barmi gjald- þrots á árinu .. . u lfar Þormóösson fékk sendan innborgunargíróseðil frá Rithöfundasambandi Islands nýver- ið. Ulfar settist niður og skrifaði sambandinu bréf þar sem hann sagði að stéttarfélag sitt hefði hvorki æmt né skræmt þegar hann sem ritstjóri Spegilsins hefði verið dæmdur fyrir klámog guðlast og þurft að þola mikið efnahagslegt tjón af þeim sökum. Hann ætti því ekki samleið með Rithöfundasam- bandi sem léti sér tjáningarfrelsið í léttu rúmi liggja. Þ. S§. des. barst Úlfari svarbréf frá RitJíöfundasam- bandinu undirritað M formanni þess, Nirði P. Njardvík, þar sem segir að bréf Úlfars hafi verið tekið fyrir á stjórnarfundi og ásökunum bréfritarans vísað á bug. Njörður sagði í bréfinu að aðild félagsmanna Rithöfundasambands íslands væri bundið við bókmenntasköpun en störf Úlfars hefðu verið tengd rit- stjórn og útgáfu. Spegillinn félli því ekki undir bókmenntasköpun og snerti þvi verksvið annarra stéttar- félaga svo sem Blaðamannafélags íslands og samtaka útgefenda. Auk þess kom fram í bréfinu að Úlfar hefði hvorki beðið né óskað eftir stuðningi Rithöfundasambandsins á sínum tíma þegar Spegilsmálið var í deiglunni. Ýmsum rithöfundum þykir nú bréf Njarðar skjóta skökku við, sérstaklega með tilliti til þess að Rithöfundasambandið samþykkti á stjórnarfundi að senda Jaruzelski bréf til Póllands þar sem harmað var að hershöfðinginn hafði lagt niður pólska rithöfundasambandið. Þetta taldi Rithöfundasamband ís- lands skýlaus brot á mannréttind- um og ógnaði listrænni sköpun rit- höfunda. Bréfið til Jaruzelski var birt í fréttabréfi RÍ 12. des. Kurr er kominn í hóp rithöfunda sem telja að það væri nær fyrir stjórn RÍ að verja hagsmuni og tjáningarfrelsi eigin félaga áður en stéttarfélagið færi að berjast fyrir tjáningarfrelsi í Póllandi. . . Nú er hægt að gera góð kaup Okkar árlega búta- og afsláttarsala- stendur yfir. Teppabútar af öllum mögulegum stæröum og gerðum meö miklum afslætti og fjölmargargerðirgólfteppa á ótrúlega góöu veröi. BYGGlNGAVÖRURl HRINGBRAUT120 Ðyggingavörur Gólfteppadeild Símar Timburdeild 28600 Málningarvörur og verkfæri 28603 Flisar og hreinlætistæki 28605 Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) 21 KL Opið FÖSTUDAGA LAUGARDAGA KL;1Q - 1A Hrútspungar ndabaggi hvalur smjör viöasulta ringukollar 'Armúla og hangikjöt blóömör lifrarpylsa harðfiskur hákarl rúgbrauö bAðum búðum : 10 - 16 Á Eiðistorgi ÁRMÚLA 1a EIÐISTORG111 HELGARPOSTURINN 27’

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.