Helgarpósturinn - 19.01.1984, Síða 28

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Síða 28
anum: Líkur eru á því að einveldi íslenskra Aðalverktaka á Kefla- víkurflugvelli sé að ljúka. Aðalverk- takar hafa einir séð um allar verk- takaframkvæmdir á Vellinum síð- ustu áratugi. Eftirfarandi aðilar eiga 1 í Aðalverktökum: Sameinaðir verk- takar hf. 50%, Reginn 25% og ís- lenska ríkið 25%. Sameinaðir verk- takar hf. voru eiginlega Verktaka- samband þeirra tíma og upphaflega var dæmið hugsað þannig að S.V. byðu ýmis verkefni Bandaríkja- manna út. Hins vegar hafa íslenskir Aðalverktakar lokast eftir að eignir þess jukust og vilja sitja einir að Kananum. Verktakasamband Is- lands hefur reynt á undanförnum árum að sprengja einræði Aðal- verktaka. Allar verktakafram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli eru háðar samþykki utanríkisráðherra og hefur hann endurnýjað leyfi ís- lenskra Aðalverktaka árlega allt frá stofnun þeirra. Verktakasambandið boðaði fyrst fund í ársbyrjun 1978 með Einari Ágústssyni um aðild fleiri verktaka að framkvæmdum á Vellinum og hefur síðan þrýst á um málið hjá öðrum utanríkisráðherr- um. Verktakasambandið bindur nú sterkar vonir við að Geir Hall- grímsson bindi enda á einræði Aðalverktaka og samnmgar verði gerðir við fleiri verktaka eða verkin boðin út. Verktakasambandið skír- skotar í þessu sambandi m.a. til ályktunar SUS í haust um að fram- kvæmdir á Vellinum yrðu opnar öðrum verktökum en íslenskum Aðalverktökum . .. N ■ ýtt fjölmiðlunarveldi er í uppsiglingu hérlendis — svo mikið veldi reyndar að það virðist nánast ósigrandi. Með þetta mál er farið sem mannsmorð og ekki að ófyrir- synju. Það liggur nú fyrir borgarráði Reykjavíkur sem algjört trúnaðar- mái. Hvers vegna borgarráði? Von að spurt sé. Tillaga um stofnun nýs fjölmiðlunarveldis á sviði mynd- banda, sjónvarps og útvarps er komið fyrir borgarráð að undirlagi meirihluta sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Hugmyndin er sú að aðild að þessu nýja fyrirtæki eigi ekki veik- FOSSAR þeir finna ávallt hagkvæmustu leiðina Reynsla Eimskips og stöðug endurnýjun í flutningstækni tryggir viðskiptavinum okkar fullkomið öryggi í hvers kyns flutningum. Sérhæfður skipakostur Eimskips annast einingaflutning, gámaflutning, frystiflutning, kæliflutning og stórflutning á skjótan og hagkvæman hátt. Traustir starfsmenn móttökuhafnanna ásamt vönduðum flutningstækjum í landi sjá til þess að varan kemur heil heim í hlað - á réttum tíma. Fossarnir-farsællflutningurum allan heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 * 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.