Helgarpósturinn - 08.03.1984, Side 6

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Side 6
INNLEND YFIRSY Greiðsluhalli fjárlaga eða „götin” svo- nefndu hafa verið á dagskrá undanfama daga. AJbert Guðmundsson fjármálaráð- herra gerir Alþingi grein fyrir nýjum útreikn- ingum á stöðu fjárlaga í dag. Albert hefur gefið upp töluna 1.845 milljónir sem greiðsluhalla. Þjóðviljinn birti frétt þess efnis í gær, að 900 milljónir króna vantaði í húsnæðislánakerfi ríkisins. Alls er því rætt um 2-3 milljarða króna „stórgöt”. En hverjar eru ástæðurnar fyrir götunum, hvað er til ráða og hvaða pólitíska dilk dregur greiðslu- hallinn á eftir sér? Samkvæmt heimildum HP mun greiðslu- hallinn á fjárlögum vera 2 milljarðæ ef frá er talið „gatið” í húsnæðisláníikerfi ríkisins. Skýringarnar á greiðsluhallanum eru fimm: Vanáætlun við gerð fjárlaga, óþekktir út- gjaldaliðir við fjárlagagerð, misheppnaður sparnaður ríkisstjómarinnar, aukin útgjöld ríkissjóðs og tekjuáætlun sem hefur bmgð- ist. Kíkjum nánar á dæmi fjármálaráðuneyt- isins sem gekk ekki upp: Hálfur milljarður var vanáætlaður. Hann skiptist í eftirfarandi: Kostnaður við almenn- ar tryggingar, þó einkum lyfjakostnaður spítala, reyndist hærri en talinn var. Þá var rekstrarkostnaður við embætti sýslumanna og bæjarfógeta hærri en vonir stóðu til, og sömu sögu er að segja um rekstrarkostnað grunnskóla. í síðara dæminu mun skólaakst- urinn einkum haia verið óhagkvæmur og haft neikvæð áhrif á rekstrartölur gmnn- skóla í heild. Við gerð fjárlaga hvíldu ýmsir útgjaldalið- ir á ríkiskassanum án vitundar fjárlaga- smiða. Þessir ófyrirsjáanlegu útgjaldaliðir nema alls hcilfum milljarði. Hér er einkum um að ræða tvö lán, það fýrra, þriggja ára gamalt, til verðjöfnunarsjóðs en hið síðara lán til Hafnamálastofnunar vegna hafnar- framkvæmda við Straumsvík, nokkuð eldra. Ríkið veitti ábyrgð fyrir lánunum og er þau féllu í eindaga í ár Ienti greiðslubyrðin á eftir Ingólf Margeirsson Ríkisstjórnin hefur um tvennt að velja: Hækka skattana eða taka erlend lán. Báðir kostirnir geta orðið afdrifaríkir fyrirstjórn og þjóð. Þannig urðu götin til ríkiskassanum. Einnig vom ófyrirsjáanlegir mun hærri dráttarvextir en reiknað var með á látnum ríkissjóðs hjá Seðlabankanum. Dráttarvextirnir em nú ein milljón króna á dag, eða 360 milljónir á ári, og er sú upphæð mun hærri en þeir embættismenn gerðu ráð fyrir sem sömdu fjárlögin. Misheppnaður spamaður hefur kostað ríkisstjórnina hálfan milljarð. Áætluð lækk- un á ríkisútgjöldum við almennar tryggingar nam 300 milljónum króna en brást algjör- lega. Sömu sögu er að segja af áætlaðri út- gjalddækkun til námsmanna sem metin var á 100 milljónir. Við þessar 400 milljónir í mínus bætist 80 milljón króna aukning til niðurgreiðslu á raforku og 20 milljón króna aukning í útflutningsbætur. Eða samanlagt hálfur milljæður. , Tekjuáætlun brást ennfremur. Það mis- heppnaða reikningsdæmi kostaði ríkiskass- ann rúmlega 400 milljónir. Það voru einkum óraunhæfcir áætlanir um lánsfjáröflun á inn- iendum lánamarkaði og sala á ríkisskulda- bréfum sem komu ríkisstjóminni í koll. Aætlunin hljóðaði upp á 800 milljónir, en aðeins tæplega helmingur þeirrcir upphæð- ar náðist inn. Eftir stendur ríkisstjómin, með AJbert Guðmundsson fjármálaráðherra í farar- broddi, með misreiknað dæmi upp á 2 millj- arða. Ofan á þessa tölu bætist svo „gat” í húsnæðismálakerfinu upp á tæpar 900 millj- ónir. Hvað tekur ríkisstjómin til bragðs? Sain- kvæmt heimildum HP em aðeins tvær leiðir færar: Hækkun á sköttum eða erlend lán- taka. Fyrri kosturinn, skattlagningin, mun þá væntanlega birtast í hækkun tekjuskatt- stigans og/eða skylduspamaði. Þá er einnig talað um álagningu tryggingargjalds; sem sagt beinar greiðslur, svonefndan nefskatt sem er bundinn tekjum, eða breytingar á sjúkratryggingcirgjaldi. En þetta er hvorki góður né heppilegur valkostur, pólitískt séð. Síðari kosturinn, auknar erlendar lántökur.er enn óheppilegri. Þær erlendu lántökur sem áætlaðar em í ár nema 58% af þj('x5arfram- leiðslunni. Ríkisstjómin hefur lýst því yfir, og hefur þar til viðmiðunar siðmenntaðar þjóðir, að erlendar lántökur megi ekki fara yfir 60% af þjóðarframleiðslu. Hvert 1% í erlendum lántökum, miðað við þjóðartekj- ur, nemur 640 milljónum. 2 milljarða „gat” þýðir samkvæmt því 3% í viðbót. Erlendar lántökur myndu því alls nema 61% af þjóð- arframleiðslu og ríkisstjómin komin í vond mál. Nú er það ekkert nýtt að halli sé á fjárlög- um. Þau „göt” hafayfirleitt verið falin í auka- fjárveitingu; lánum sem tekin hafa verið hjá Seðlabanka íslands og þýða einfaldlega meiri seðlaprentun. Hallinn í fyrra, þegar Ragnar Arnalds sat á stóli fjármálaráðherra, n'am 3 1/2 milljörðum. Aukafjárveitingamar huldu hins vegar það „gat” og ríkisstjóminni tókst að sýna fram á rekstrarafgang af fjár- lögum. Það nýja við stefnu ríkisstjórnarinnar, eða öllu heldur við vinnubrögð Alberts Guð- mundssonar, þegar f járlögin em annars veg- ar, er að leggja spilin á borðið. Frumkvæði Alberts er að láta gera úttekt á horfunum og kynna úttektina fyrir Aþingi. Þetta nýmæli ber að lofa. Hitt er annað mál hvort hin nýju vinnubrögð munu forða ríkisstjóminni og þjóðinni eillri undan aðsteðjandi verðbólgu- gosi, sem „götin” spá óneitanlega fyrir um. ERLEND YFIRSÝN eftir Magnús Torfa Ólafsson í fyrsta skipti síðan fyrir Falklandseyja- stríð er fylgi Verkamannaflokksins komið frcim úr fylgi íhaldsflokksins í skoðanakönn- unum meðal kjósenda á Bretlandi. í fyrstu aukakosningum á kjörtímabilinu komst Tony Benn, fallinn foringi vinstra arms Verkamannaflokksins, aftur inn á þing, en frambjóðandi íhaldsmanna lenti í löku þriðja sæti, langt á eftir frambjóðanda Bandalags frjálslyndra og sósíaldemókrata, með 15% atkvæða. Ástæðan fyrir þessum snöggu veðrabrigð- um í breskum stjómmálum er að glæsilegur sigur í síðustu þingkosningum virðist hafa stigið Margaret Thatcher forsætisráðherra til höfuðs. Hún hefur frá upphafi foringja- ferils síns fyrir íhaldsflokknum verið einráð og illskeytt við hvem sem dirfst hefur að vera á öðm máli en hún, en nú hefur keyrt um þverbak. Afleiðingin er mistök og skyss- ur, sem á skömmum tíma hafa snarsnúið almenningsálitinu gegn íhaldsmönnum. Meginástæðan fyrir álitshnekkinum sem Thatcher og stjórn hennar hafa beðið er árás á rétt manna til að vera í stéttarfélagi og þar með til að hafa samningsrétt um kaup sitt og kjör. Þetta má sannarlega kalla kaldhæðni örlaganna því það sem lengi vel var Thatdier drýgst til vinsælda og álits með Bretum, var að hún reyndist fyrst stjómmálaleiðtoga hafa dirfsku til að draga vígtennumar úr óprúttnum verkalýðsleiðtogum og löglausu kjarakapphlaupi þeirra. Eftir að barátta allra gegn öllum í verkalýðshreyfingunni hafði komið síðustu stjóm Verkamannciflokksins á kaldan klaka, vann Margaret Thatcher sig- ur út á fyrirheit um að koma lögum yfir uppivöðsluseggina í verkalýðsfélögunum. Það hefur hún efnt og hlotið vinsældir fyrir. En nú er komið á daginn, að öðm máli gegnir, þegar um er að ræða að leysa upp stéttarfélag með valdboði. Þá er farið yfir markið og hefðbundnum rétti breskra þegna stefnt í voða. Upphaf málsins er, að í fyrra var dæmt í rétt einu njósnamáli í Bretlandi. Geoffrey Prime var sekur fundinn um að hafa látið sovésku leyniþjónustunni í té vitneskju um starfshætti í fjarskiptahlustunarstöð við borgina Cheltenham. Þar starfa 7000 sér- hæfðir starfsmenn að því að fylgjast með f jarskiptum víða um heim, taka upp sending- ar og ráða dulmálsskeyti. Verður fjáröflun sonarins móðurinni að falli? Járnfrúin tekin aS ryðfalla Svo leynileg er þessi starfsemi, að hlust- unarstöðvarinnar var hvergi getið, fyrr en mál Prime kom upp. Það leiddi í ljós, að í Cheltenham hafði öryggisráðstöfunum og eftiriiti í ýmsu verið áfátt. Bandaríkin greiða mikinn hluta af rekstr- arkostnaði hlustunarstöðvarinnar, gegn því að hafa aðgang að efninu sem þar er safnað, og Bandaríkjamenn létu í ljós óánægju með, hvemig á málum var haldið í Cheltenham. Breska stjórnin greip til margvíslegra ráð- stafana til að bæta úr því sem talið var að gengið hefði úrskeiðis í stöðinni. Thatcher forsætisráðherra ákvað, að meðcil annars skyldu starfsmenn í Chelten- hcim sviptir rétti til að vera í stéttarfélagi með samningsrétt um kaup og kjör. Var Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra látinn bjóða 7000 manna starfsliðinu að undirrita skjal um að þeir afsöluðu sér hver um sig þessum rétti gegn 1000 sterlingspunda greiðslu, ella yrðu þeir að láta af starfi. Stéttarfélög opinberra starfsmanna tóku þessa réttindasviptingu óstinnt upp. Einnig mæltist hún illa fyrir meðál almennings. Þegar málið var rætt kom í ljós, að aldrei hafði komið til neinna truflana á starfsemi í Cheltenhcim vegna verkfalla né umsvifa stéttarfélagsins. Sömuleiðis reyndist Thatcher ekkert samráð hafa haft við ráð- herra verkalýðsmála né yfirstjóm embættis- kerfisins. Yfirstjórn breska verkalýðssambandsins tók málið að sér, og forsvarsmenn stéttar- félaga embættismanna buðu Thatcher að gefin skyldi skuldbinding, iagalega bindcmdi, um að til engra vinnustöðvana skyldi nokkru sinni koma í Cheltenhcim cif hálfu verkalýðs- félaga. íhaldsþingmaður Cheltenhamkjör- dæmis tók svari kjósenda sinna. En Thatc- her vísaði öllum sáttaboðum á bug og fór sínu fram. Niðurstaðan verður að flestir starfsmenn í Cheltenham taka boðinu um að selja rétt sinn fyrir þúsund pund, en nokkrir neita að undirrita og verða látnir fara, þar á meðal ýmsir lykilmenn í starfseminni. Thatcher hefur þar með orðið til að valda þeirri truflun á hlustunarstcufseminni, sem hún segist vera að afstýra. Þegar Bandalag frjálslyndra og sósícil- demókrata knúði fram umræður og at- kvæðagreiðslu um málið á þingi, fór ríkis- stjórnin mjög halloka í umræðum, þótt hún hefði mikinn meirihluta við atkvæða- greiðslu, eftir að Neil Kinnock, foringi Verka- mannaflokksins, skipaði sínum mönnum að sitja hjá af afbrýðissemi út í Bandalagið. En skoðanakannanir sýna, að hátt í tveir þriðju Breta fordæma framkomu Thatcher í máli starfsmanna í Cheltenham, og fulltrúar verkalýðssambandsins neita að sitja fundi samráðsnefndar um viðgang atvinnuveg- anna undir forsæti hennar. Kurr íhaldsmcinna yfir óráðþægni og ein- þykkni forsætisráðherrans hefur enn magn- ast, eftir að hún neitar að gera hreint fyrir sínum dyrum í máli sem varðar fjáröflun sonar hennar og gæti haft vafasama hlið. í hitteðfyrra fór Thatcher í opinbera heim- sókn til soldánsdæmisins Ómcins við Persa- flóa, og var erindið ekki síst að koma því til leiðar, að breskt fyrirtæki fengi stóran samn- ing um háskólabyggingu í landinu. Nú er komið á daginn, að Mark Thatcher var í Óman samtímis foreldrum sínum, og hcinn var umboðsmaður þess breska fýrirtækis, Cementation, sem varð hlutskarpcist í keppninni um að byggja háskóla fyrir 300 milljónir punda. Virtustu helgarblöð Bretlands, Observer og Sunday Times, hafa rakið málavexti, og Peter Shore, talsmaður Verkamannaflokks- ins í málum sem varða embættisfærslu og rétta stjómarhætti, hefur krafið forsætisráð- herra sagna. Enginn hefur staðhæft að Thatcher hafi notað aðstöðu sína til að hygla syninum á ótilhlýðilegan hátt, en Shore hef- ur sýnt fram á það með fjölda dæma, að í Bretlandi ríkir sú regla að í málum sem þessu verða ráðherrar að vera reiðubúnir til að hreinsa sig af öllum grun. Thatcher tók því fagnandi, þegar hún hlaut viðurnefnið Jámfrúin, og virðist halda að því aðeins beri hún það með rentu að hún fari sínu fram í hverju einu og hafi að engu ráð sem stangast á við hennar vilja. Hennar stóra stund var Falklandseyjastríðið. En nú er að koma á daginn, að hún getur ekki óhegnt farið með flokk sinn né stjómarand- stöðuna sem argentínska óvini. Enn eykst þrýstingurinn, því á sunnu- daginn skýrði Sunday Times frá því, að bankareikningurinn sem geymir umboðs- laun Cementation til Marks Thatchers fyrir erindreksturinn í Óman er einnig á nafni Denis föður hans, sem fyigdi konu sinni í Ómanferðinn:.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.