Helgarpósturinn - 08.03.1984, Page 8

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Page 8
lóðin umhverfis húsið er ófrá- gengin. í anddyrinu er móttakan, sem er eins og á öðrum sjúkra- stofnunum, með glerbúri og af- greiðslustúlku. Ég melda mig og er leiddur inn í fataherbergið, þar sem ég fer úr fötunum og í Vogs- gallann: náttfötin merkt SÁÁ og sloppinn. Mér eru kynntar reglur stöðvarinnar og þess er gætt að ég sé ekki með neitt það á mér sem ég gæti farið mér að voða með, svo sem eggjám, ól, svita- lyktareyði(I), eða pillur. Svo er sest niður og tekin af mér skýrsla, eins og öllum sem koma til með- ferðar: Hvað heiti ég, hvað er ég gamall, hvað drekk ég mikið og oft, aðrir vímugjafar og hvert er þá munstrið? Þama er líka skráð niður fyrir lækninn í hvaða ástandi ég kem inn - allar upplýs- ingar sem skipta máli. Mér er sagt að fólk komi í alls konar ástandi, allt frá því að vera við dauðans dyr af gegndarlausu sukki og upp í það að vera tiltölulega hresst eftir nokkurn tíma edrú. Ég og skýrslan um mig lendum næst hjá Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni, sem eftir að hafa skoð- að innkomusjúklinga ákveður líkamlega aðhlynningu fyrstu dagana. Hún felst einkum í lyfja- gjöf til að slá á timburmenn og hugsanlegan krampa og til að laga blóðþrýsting og púls, sem iðulega er úr lagi genginn. Sjúkl- ingcir fcira síðan í mun ítarlegra viðtal hjá öðmm aí tveimur læknum stöðvarinnar á öðrum, þriðja eða f jórða degi meðferðar- innar. í sjúkrastöðinni em rúm fyrir 60 sjúklinga á tveimur hæðum. Á efri ganginum, þeim sem gengið er inn á úr anddyrinu, dvelja þeir sem em nýkomnir og em enn á lyfjum. Þeim þarf að gefa meiri gætur en hinum sem em á neðri ganginum. Opinberlega er stöðin aðeins nýtt til hálfs. Sjúklingar SÁÁ ganga beint inn í daggjalda- kerfi heilbrigðiskerfisins, en sem stendur hefur SÁA aðeins leyfi fyrir 32 rúmum. „Við erum með svona 50 manns héma núna,” segir Þórarinn. „Við sendum bara inn reikninga, það kemur svo í ljós hvað rfkið vill borga, hvað þetta kostar." Ríkið er að spara en það gæti líka kostað sitt - þörfin á plássum er ógnvekjandi. Þessa dagana em næstum 300 manns á biðlista hjá SÁÁ. Þann sólarhring sem ég dvaldi á Vogi komu þrír nýir inn. Suma dagana kemur enginn, aðra daga kannski sex eða sjö. Hraðferðin niður á við Það fyrsta sem ég mæti í er hádegisverður,- ýsa, kartöflur og flot. Eg sest til borðs með þremur sjúklingum í björtum matsalnum á neðstu hæð hússins. Þaðan sér út á Grafarvog og yfir hann, þar sem byr jað er að taka gmnna fyr- ir einbýlishúsum þeirra sem hafa „meikað það“ eins og sagt er á vondu máli. Borðfélögum mínum varð fótaskortur í lífinu. Hér er þeim sagt, að fótakefli þeirra hafi ekki verið eigin aumingjaskapur eða ræfildómur, heludr sjúkdóm- urinn sem þau hafi fengið vegna þess að þau fóm að drekka of mikið áfengi. Þau em með alkó- hólisma, sem er ólæknandi sjúk- dómur. „Hæfileikinn“ til að fá hann er mjög sennilega arfgeng- ur, að því er rannsóknir leiða í Ijós. Eina ieiðin til að losna við einkennin er að hætta að drekka. Einföldustu lausniméir em alltaf sagðar bestar. Þessi er að vísu einföld en hún er erfið. ,JÞað er meira en að segja það“. Tveir sjúklinganna við borðið em karlmenn utan af landi, annar á fertugsaldri, hinn fer að nálgast sextugt. Sá þriðji er þrítug kona. Ég geri henni óþyrmilega bylt við þegar ég segist vera blaðamaður að vinna grein. ,)ætta pirréir mig. Hver leyfði þetta eiginlega?" seg- ir hún og stmnsar frá borðinu. Síðar sama dag tók hún mig í sátt, og sagði mér aðeins frá sjálfri sér, undan og ofan af sorgarsögunni. Hvemig sambandið splundraðist í fyrra og hraðferðina niður á við síðan. Hún var í öllu; víni, dópi, hverju sem var. Yngri maðurinn við hádegis- verðarborðið fer að segia mér frá 8 HELGARPÓSTURINN prógramminu og hvemig honum gangi. Hann er búinn að vera héma í fjóra daga. ,£g er að byrja að átta mig á þessu. Ég er að kyngja þessu smám saman. Þetta er héma núna,“ segir hann og bendir á neðanverðan hálsinn á sér. „En ég er ekki farinn að melta það. Drykkjan er bara smá hluti af þessu hjá mér. Ég drakk ekki svo mikið, stundum ekki nema einu sinni í mánuði, þetta var bsira helgardrykkja. Þetta er allt svo sálrænt. Ég, til dæmis, var allur kominn inní mig, búinn að ein- angra mig frá öllu og öllum. Það geldc ekkert upp hjá mér lengur og ég lokaði mig af. Ég er farinn að sjá hvemig þetta hefur þróast hjá mér og get farið að vinna í sjálfum mér. Þeir brjóta mann ekki niður héma og raða manni aftur samcin eins og pússluspili eftir sínu höfði. Maður brýtur sig sjálfur niður í einingcir og finnur sjálfur rétta munstrið. Eg er að reyna að finna aftur þennan rétta mig, eins og ég var einu sinni. Ég reyni að rekja mig cifturábak en ég er eins og bók þar sem blað- síðutalið er allt komið í rugling. Ég ætla að fletta upp á blaðsíðu 17 en lendi þá á 29. En þetta kemur." Eldri maðurinn við borðið er meira en hálfnaður með pró- grammið og hann er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda áfram yfir í eftirmeðferðina, sem tekur fjórar vikur. Þá fara menn annað hvort á meðferðarheimili SÁÁ á Sogni eða Staðarfelli. Á þessum stöðum er fcirið dýpra í hlutina. í afvötnuninni hér á Vogi er þó nokkuð um einfaldanir á hlutunum og Iæknamir viður- kenna það fúslega. Fólk er hér aðeins í fáa daga í alls konar frá- hvcufsástandi og einfaldanir upp að vissu marki em nauðsynlegar til að eitthvað sitji eftir hjá því. En það er ekkert rangt eða vill- andi við þessar einfaldanir segja læknarnir, þær em bara ekki öll sagan. Eldri maðurinn við borðið er túramaður, búinn að vera það í mörg ár. Þeir em að velta því fyrir sér félagarnir að túramaðurinn fari betur út úr sínum alkóhól- isma en helgardrykkjumaðurinn; sá síðarnefndi drekki kannski 150 daga á ári meðan sá fyrmefndi sé bara fullur í 30 daga á ári. Þetta er hins vegar ekki einhlítt frekar en annað, að sögn læknanna, því að túramenn drekka gjaman miklu verr en hinir, eyðileggja miklu meira í lífi sínu á einum túr en hinir á heilu ári. Túramaður, einn af 12 Akureyringum á Vogi þann daginn, segir mér líka síðar sama dag, að híinn hafi einhverju sinni fyrir myntbreytingu farið með 600 þúsund krónur í H-100 og komið út með 30 þúsund. „Hah, sagði þá ungur brennivínsber- serkur, sem heyrði til okkar þama á ganginum, „þetta er eins og þegar ég keypti 151 bokkur einu sinni og vaknaði næsta morgun með tvær.“ Það eru fleiri alkar enrónar Sjúklingamir halda áfram að heilsa mér og bjóða mig velkom- inn fram eftir öllum degi, og ég verð málkunnugur þeim einum af öðrum. Þetta er alls konar fólk; jafnvel ótrúlegasta fólk, segja mér innbyggðir fordómar. Það er á cddrinum 17 til sjötugs eða meira. Hér eru þeir sem cdmenningur fór að kalla alkóhólista fyrr en suma, sjálfir rónarnir. En hér em líka þeir sem almenningsálitið taldi til skamms tíma að ættu bara við smá drykkjuvandamál að stríða, fína fóikið, sem var kannski aldrei alveg, æ, þetta þú veist, .Alkóhól- istar". Já, þeir em líka hér á Vogi, læknar, lögfræðingar, fram- kvæmdastjórar, verkfræðingar og sálfræðingar. ,3umum finnst jjetta samt ekki nógu fínt,“ segir mér sjúklingur á ganginum. „Snobbliðið, það fer á Freeport, eða sambærilega staði í Bandaríkjunum," segir hann. Og sextugur ráðsettur háskólaborg- ari segir mér: .J^æknirinn minn ráðlagði mér að fara á Freeport. Hann hefur farið tvisvar þangað sjálfur. En ég vildi prófa þetta. Ég er kominn af alþýðufólki." Var hann farinn að drekka svo mikið? ,Já, þetta var orðið ferlegt sull, svona rauðvín mest. Já, og svo var ég orðinn þreyttur bara, hafði ekki tekið mér frí í langan tíma.” En var hann alkóhólisti? „Veistu það, ég varð skelfingu lostinn, ég hefði ekki trúað þessu. Þegair hann teiknaði upp á töfluna munstrið í þróun alkóhólismans var eins og verið væri að teikna mig, mína drykkju." Allir sem ég talaði við um þetta síðasta atriði voru sammála. Sjúkdómslýsingin small eins og flís við tass við það sem cimaði að þeim. Það eru allir með sömu einkennin, sama sjúk- dóminn - en heilbrigðir að öiðru leyti. Meðal helstu einkenna, sem líkast tii eru mörg vel þekkt, eru til dæmis stjórnlaus löngun í áfengi og það að fráhvarf verður Partur af grímunni fellur þegar sjúklingarnir losa sig við persónubundinn klæðaburð. Létturog þægilegurklæðnaðurog sniðinn fyrir samkenndina. Til meðferðar. Það gerist ekkert nema maður vilji það sjálfur. Það er óvenjulegt að sjá menn sitja eina á Vogi. Myndirnar á veggnum eru eftir Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. erfitt og hefur í för með sér handaskjálfta, svita, erfiðleika með svefn og ofskynjanir, til dæmis svokallaða „þynnku- músik", þegar menn heyra heilu tónverldn og höfuðið verður einskoníir tónleikahöll. „Timbur- menn alkans eru ekki þessi venjulega þynnka hinna sem hcifa drukkið kvöldið áður og fá maga- pínu og hausverk og er óglatt, heldur sillt annað ástand sem yf- irskyggir þessa líkamlegu vanlíð- an. Enginn alki kvartar um haus- verk. Það sem gerist er að menn sjá allt svart, allt er kolómögulegt, menn fyllast kvíða og spennu eft- ir drykkju, sektarkennd og van- metakennd, þeir örvænta," segir Brynjólfur Hauksson, annar Vogslækna. Sveiflur og co-alkinn Eftir ,jnóralskan“ mánudag og þriðjudag eftir helgardrykkju fer heilsa alkans að batna og á fimmtudegi er algengt að byrjað sé aftur. Aðaldrykkjan byrjar svo kannski á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudagsmorg- un. Sumir drekka bara á kvöldin þessa daga og sunnudagskvöld flýtur gjarnan með. Kannski mánudagsmorgnar líka til að stöðva skjálftann og hringurinn lokast. Þetta er eitt munstrið sem farið er yfir í fyrirlestrunum á Vogi. Þar er líka farið yfir hina sálrænu hlið, réttlætingamar á drykkjunni, sem eru mestan part blekkingar, hrokann sem er svo mikill að ekki er hægt að snúa við blaðinu, einangrunina þegar alk- inn sér að hann drekkur öðruvísi en hinir, afsakanimar og lygina þegar hann fer að vanta í vinnu, og , persónuleikabreytingamar þegar tilfinningadeyfð fer að gera vart við sig og ástvinir hætta að þekkja alkann fyrir sama mcinn. Fjallað er um fyrirbæri eins og co-cdkana, stuðningsmenn drykkjumanna sem fá öll sömu einkenni og þeir. Þetta em oft makarnir sem taka þátt í sjúk- dómssveiflum alkans, fara að sveiflast með - fara oft að drekka líka, stundum sjúklega. Allt þetta og meira til er dregið fram í dagsljósið á fyrirlestrum og grúppufundum og fólkið í með- ferðinni fer að átta sig á vímugjaf- anum og stöðu sinni. Það kann- ast við þetta allt af eigin reynslu. Það hefur tekið ákvörðun um að fara í meðferð. Það er kvíðið, með stóran hnút í maganum. En í meðferðinni hittir það fólk sem eins er komið fyrir. Það getur farið að tala um þessa hluti, opna sig, og á staðnum skapast áber- andi samkennd, sem prógramm- ið kyndir jcifnfrcunt undir. Fólk er hvatt til þess að skiptast á reynslusögum, og gerir það óspart. AA-deildum snarfjölgar Klukkan tvö eftir hádegi er fólkinu á Vogi skipt í 7 -10 manna hópa sem ioka sig af í svo sem klukkutíma með ráðgjafa. Ráð- gjcifinn stjómar umræðunni, spyr hvem og einn hvemig hann hafi það og hvemig honum gangi að tileinka sér það sem fram fer. Svörin em misjöfn en allir hafa eitthvað til málanna að ieggja. Viðfangsefni þessara hópfunda haldast í hendur við efni fyrir- lestranna, sem em haldnir dag- lega klukkem 10 að morgni og klukkan 4. „Gildi hópvinnunnar felst að- cillega í því að þar fær fólk að koma fram eins og það er. Það fær að komast út úr blekkinga- vefnum. Það nær því að tjá sig og horfast í augu við sjálft sig, sjá sjálft sig í réttu ljósi,“ segir Gunnar Reynarsson, ráðgjafi á Vogi. „Grúppan skapar seim- kenndina. Fyrir utan þessa fundi gerist síðan heilmargt. Fólk lendir á spjalli við einhvem og áttar sig allt í einu á einhverju sem ég var kannski að nefna í grúppunni. Fólk styður hvert annað, og stuðningurinn og traustið byrjar í grúppunum. Þessi stuðningur heldur síðan áfram á AA-fundunum þegar út í lífið er komið. Öll kvöld vikunnar, klukkan hálfníu, em svo AA-samtökin með fund á Vogi. Starf sjúkra-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.