Helgarpósturinn - 08.03.1984, Síða 23

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Síða 23
HRINGBORÐIÐ Mannsæmandi líf sf. Til marks um breytiþróun tím- ans er fjölskyldan ágætt viðmið. Ferðalag okkar í tímanum líkist oft dvöi í þotu. Við vitum að hún geysist áfram en virðist samt standa kjur af því að við höfum ekki jörðina til að miða við. Öðru hverju þyrlast fram hjá ský og englar og veita okkur hugboð um hraðann; á endanum höfnum við kannski í annarri heimsálfu. Með því að skoða fjölskylduna nemum við hve ferð okkar er hröð. Ótrúlegt að bara fyrir 15 árum hafi verið ríkjandi svonefnd kjarnafjölskylda: maður, kona, tvö börn. Maðurinn vann úti, konan hugsaði um heimilið.... þetta hljómar eins og byrjun á gömlu ævintýri. Ástcind í svipaðri fjarlægð og orf og ljár sem enn eru höfð um hönd í skurðum og kargaþýfi en hafa vikið fyrir nýj- um búskaparháttum. Hið algenga í gær verður cúbínói á morgun. Jafnvel þótt menn kysu að taka upp fyrri hætti, gætu þeir það ekki frekar en nútímabóndi kaem- ist af með orf og ljá. Sá möguleiki að ein fyrirvinna dugi meðal- heimili til framfærslu heyrir til undantekninga. Fyrir bragðið hefur maðurinn færst nær kon- unni í umsýslu bama og heimilis- haldi, en konan þokast í átt til karlmannsins i sköffun og þjóð- lífsþátttöku. Menn greinir á um eggið og hænuna í þessu bí-lífi: var það af því að framfærslan hafði hækkað í verði að tvo þurfti til eða varð heimilisreksturinn svona dýr af því tveir fóru út að vinna? Eins og fyrridaginn var það bissnisinn sem fyrstur hætti að klóra sér í hausnum og stökk á köttinn: bókað að tvær fyrirvinn- ur virkuðu neysluhvetjandi í öll- um þeim þjónustu- og vélakosti sem leysti húsmóðurina af hólmi. Á endanum var bara ein stofnun sem virtist ekki hafa merkt neina breytingu, þar hélt kjamafjöl- skyldan áfram að tróna í öndvegi líkt og danska krúnan sem prýðir gafl Alþingishússins 40 árum eftir að sambandinu við Dani hefur verið sagt upp. Alþingi hélt áfram að skoða barnagæslu sem hverja aðra lúxusdillu, ansaði ekki fæð- ingarorlofi og þótt kvenfólk stæði áfram í bameignum vom menn ekkert að brjóta um það heilann hvernig scunræmdist 9 - 5 útivinnu að vera með bam á brjósti og annast hvítvoðung. Ekki frekar en menn em sífellt að grufla út í meyfæðingu Krists. AfleiðingcUTicir vom ámóta og ef íbúar Hringbrautar hefðu í samskiptum sínum við götuna tekið mið af umferðinni árið sem 10 bílar fóm um hana á dag. Bömin hefðu gert hana að leik- velli og fólkið hcift hana fyrir göngugötu. Enda má segja að umskiptatímabilið frá einni fyrir- vinnu til tveggja hafi líkst stór- slysi ef við höfum í huga sálar- og sambúðarkreppur sem fólk fór í gegn um. I síðustu kosningum urðu svo gagnger umskipti á kynferði og aldri cilþingismanna að svo virð- ist sem stjómunarapparatið sé byrjað að fá á tilfinninguna þá lifnaðcirhætti sem em ríkjandi í landinu. Og mega ugglaust hcifa sig alla við því nú er ekki einasta vegið að kjcirncifjölskyldunni heldur sjálfu hjónabandinu. Mörgum kemur þetta í opna skjöldu af því þeir töldu að hjónabandið væri homsteinn borgaralegra samfélagshátta. Þó ætti að vera sýnt að þá fyrst fer neysluhítin í gang þegar hver fer að búa með sjálfum sér. Auk þess hefur bameignum stórfækk- að á Vesturlöndum og bamgóð ástæða fyrir ævisambandi á und- anhaldi. Sjálfvirkni í kjölfar tölvu- væðslu virðist mæla með mann- fækkun og loks er nútímamaður- inn fyrst og fremst mótaður af hugmyndafræði neyslunnar: raunsær nautnaseggur sem er öldungis framandi að leggja á sig eitthvað sem færir honum engan efnahagslegan ávinning. Einlífi getur einfcddlega verið útfærsla nútímamanns á þægilegu lífi. Ekki þar með sagt að hjónaband- ið verði skoðað sem aflóga góss aftan úr fomeskju líkt og berklcir og saggafull húsakynni. Það hef- ur bara þróast frá því að vera formið sem öllu mcinnlífi var troðið í yfir í að vera einn cif mörgum jafnréttháum sambýlis- háttum. Það er svo annar handleggur að þessu breytingatímabili fylgír hraðferð ákveðins þjóðfélags- hóps inn í örbirgð sem fæsta grunaði að öldin okkcir ætti eftir að skrásetja. Einstæðar mæður standa uppi eins og ekkjur eftir styrjöld eða fárviðri. Á íslandi er áttunda hvert bam á framfæri einstæðrar móður. Og úr því að meðaltalskarlmaður dugði hvergi nærri til að framfleyta meðalfjölskyldu er hægur einn að reikna út hvemig konu reiðir af í sama dæmi. Að vonum bar þetta fólk á góma við gerð síðustu kjara- samninga. Þá kom í ljós að at- vinnurekendur em ekki til viðtals um að greiða þessu fólki lífvæn- leg laun. Þá vantcir vinnucifl á 10 - 15 þúsund stykkið og varðar ekk- ert um hvernig þessari vöm reið- ir cif heima hjá sér. Ekki frekar en viðskiptavinur skyndikonu getur farið að bía baminu hennar, hlaupa út í búð eða hlusta á sög- ur af heilsufarinu. Málið er að það geta ekki nema tiltölulega fáir verið á mánaðarlaunum sem nema 50 til 100 þúsund krónum. Þar af leiðir af fjöldinn verður að láta sér nægja 10 - 15 þúsund. Ef fólk getur ekki klárað sig á þess- um launum verður það bcira að flytja heim til foreldra sinna, eins og talsmaður vinnuveitenda benti á. Eða segja sig til sveitar eins og samkomulag varð um. Fjármálaráðherrann útskýrði nefnilega í þinginu að þessi rikis- stjóm væri fyrst og fremst fyrir fyrirtækin þótt almenningur nyti að sjálfsögðu molanna sem hrytu af veisluborðinu. Fólk verður bara að skilja að áður en það get- ur gómað molana verður veislan að hcifa átt sér stað. Það dugir ekki að bregða fæti fyrir þjóncina þegar þeir em að bera inn krás- irnar eða hleypa upp veislunni í miðju borðhaldi. Eða eins og for- maður Versluncirráðs lslands benti á í ræðu sinni á aðalfundi félagsins 29. febrúar: Fullkomin heilsugæsla, al- mannatryggingar, fjölbreytt mennta- og menningarstarf- semi og lengri frístundir byggjast á þeim afrakstri, sem atvinnulífið skapar." í því sambandi var fróðleg grein eftir Jóhönnu Sigurðcir- dóttur alþingismann í Dagblað- inu 24. febrúar sl. þcir sem hún leiddi að því getum að árið 1983 hefðu fyrirtæki og einstaklingar svikið rúma fimm miiljarða und- an skatti eða 33% af áætluðum tekjum ríkissjóðs árið 1984. Og þá vom söluskattssvik ekki meðtalin. (Af augljósum ástæð- um hefur hinn almenni launþegi ekki svigrúm til að stela undan skatti frekar en nakinn maður að smygla úlfalda í gegn um toli). Ef einhverjum þykir hctrt undir að búa, má benda honum á að fyrir þinginu liggur ríkisstjórnar- fmmvcup um að fjárfestingar í at- vinnurekstri komi til frádráttcir skattskyldum tekjum manna. Stundum finnst manni ríkis- stjórnin vera eins og yfirsetu- maður í prófi sem af einskærri samúð með tossunum reynir að hvísla til þe' rétta svcirinu: stofniði fyrirtæki! Þar með kæmust þið á blað og fengjuð frá- dreginn frá skatti þann kostnað sem fylgir því að lifa: síma, bíl, grænmeti.... Fyrirtækið gæti heitið Mann- sæmandi líf sf. Hlutverk starf- seminnar fæiist í ncifngiftinni. Þjóðnýtt fyrirtæki sem þjóðin og ríkið rækju í Scimeiningu. Þcir myndi ríkisstjómin ekki taka um- beðið fjármagn Námsgagna- stofnunar og skera það niður um helming en henda útþvældum, úreltum, margnota kennslubók- um í nemendur gmnnskólastigs. Eða búa þannig að skólabóka- söfnum að ef svo heldur fram sem horfir verða þau stórkost- lega aflögufær um bókahillur. Hvað þá taka hús á heilbrigðis- kerfinu eða sauma að gamal- mennum, öryrkjum og ungling- um. Fullkomin heilsugæsla, al- mannatryggingar, fjölbreytt mennta- og menningau'starfsemi, fleiri frístundir, sex mánaða fæð- ingarorlof - mannsæmandi líf yrði skoðað sem sjálfsagður und- anfari gróskumikillar fram- leiðslu. erum flutt að LAUGAVEGI 27 i’iiRMAxun • srnírnt Sími 26850 OLAXSSHOL * LiTAXIR MÁLNINGAR tilboð NU geta allir farið að mála Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna Ath.: Sama verð er í versluninni og málningarverksmiðjum. OPIÐ: mánud. — fimmtud. kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Laugard kl. 9—12. r HRINGBRAUT 120. Byggingavörur Gólfteppadeild . Simar: Timburdeild................. 28-604 .28-600 Malningarvörur og verktaeri. 28-605 .' 28-603 Flisar og nreinlaetistæki.... 28-430 7Ef þú kaupir málningu fyrir 1.500 kr. meir færðu 5% afslátt. 2Ef þú kaupir málningu fyrir 2.200 kr. eða meir færðu 10% afslátt. O Ef þu kaupir málningu fyrir 3.600 kr. eða meir færðu 15% afslátt. £ Efþú kaupir málningu i heilum tunnum, * þ.e. lOOIitra, færðu 20% afslátt og i kaupbæti frian heimakstur hvar sem er á Stór-fíeykjavikursvæðinu. Auk þess ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. HVER BÝÐUR BETUR? BYGGINGAVORUR HRlNGBRAUT 120 (Aðkevrsla frá Sólvahaqö

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.