Helgarpósturinn - 08.03.1984, Qupperneq 25
menn SRM auga á fjölda titla af
myndefni sem enginn umboðs-
aðili er ennþá fyrir á íslandi,og
þar cif leiðandi titla sem viðkom-
andi vídeóleigur hafa ekki umboð
til að leigja út.
Því er enn við þetta að bæta að
í ferðum sem þessum ná útsend-
arar samtakanna ekki að hafa
uppi á nema broti af ólöglegu efni
á markaðnum, því með skipu-
lögðum rassíum af þessum toga
hefur óheiðarlegum eigendum
myndbandaleiga iærst að ieyna
því efni sem þeir hafa ekki rétt-
indi til að dreifa.
Ólögmætcu- vídeósp)ólur eru
nú í auknum mæli hafðar bcikatil
á leigunum, rétt eins og tíðkaðist
með „bláu” myndimar á fyrstu
árum myndbandavæðingarinnar
hérlendis. Fastakúnnar þeirra
vídeóleiga sem stunda þetta at-
hæfi, spyrja afgreiðslufólkið nú:
„Máég fá að kíkja í möppuna hjá
þér?” Og skal þetta nýja orðtak
útskýrt hér: Þar sem óheiðarleg-
um eigendum er fullkunnugt um
skipulagðar ferðir SRM til að hafa
uppi á myndböndum sem þeir
hafa einir rétt á til útleigu, hafa
þeir komið sér upp möppum sem
innihalda Iitlar ljósmyndir af
þeim spólum sem þeir em að
dreifa í óleyfi. Kúnninn getur
fengið að fletta í þessari möppu
og jafnframt velja sér þá mynd
sem honum líkar. Að því búnu fer
afgreiðslumaðurinn í bakher-
bergi leigunnar og nær þar í við-
komandi spólu. Með þessu móti
losnar vídeóleigcin við þá áhættu
sem er því samfara að hafa ólög-
mætu myndböndin frammi í hill-
um fyrir augum útsendar-
anna. En engu að síður á kúnninn
kost á að virða fyrir sér úrvalið
frammi í búðinni.
Þessi möppuaðferð, sem svo
má nefna, er allvinsæl nú um
stundir. Heimildamenn HP innan
SRM nefna helst f jórar leigur sem
iðncistcir hafa verið í þessum leik
að undanfömu. Það eru vídeó-
leigan í Esjubergi, Vídeóval á
Laugavegi, Vídeósýn í Breiðholti
„og svo að sjálfsögðu Vídeó-
heimurinn í Tryggvagötu”, eins
og einn heimildamannanna
komst að orði í þessari upptaln-
ingu.
Og fyrst Vídeóheimurinn
kemur hér enn við sögu
er nærtækt að taka dæmi
um starfsemi þeirrar leigu og
sýna þar með jafnframt fram á
hvemig eigendur hennar leika
þann leik að dreifa vídeóspólum
án minnstu réttinda til þess.
Heimildir í því efni em fengnar
frá stjómarmanni hjá SRM sem á
síðustu mánuðum hefur farið of-
an í saumana á starfsháttum
Vídeóheimsins.
Að hans sögn fer annar eigandi
leigunnar, en þeir em tveir, hjón-
in Sergio Pizarro og Elínborg
Kjartcinsdóttir, um það bil tvisvar
sinnum í mánuði til Lundúna, þar
sem hann útvegar sér allt það
efni sem hann hefur á boðstólum
í leigunni. Því má skjóta hér inn
að Vídeóheimurinn kaupir engar
spólur cif innlendum rétthöfum
myndbemda. í Lundúnum verður
eigandinn sér úti um nýjustu
fáanlegu titlana á vídeóspólum
sem ætlaðar em eingöngu til
einkanota og seldaLr með því skil-
yrði að alls ekki megi leigja þær
út, enda varði það brot á
höfundaréttarlögum. Eiganda
Vídeóheimsins er fullkunnugt
um þetta, en þegar heim er kom-
ið með efnið, sem cuinaðhvort fer
í gegnum tollinn, þegar um fáa
titla er að ræða, eða bakdyra-
megin, ef titlafjöldinn er mikill,
verður eigandinn sér úti um
eitthvert magn af óáteknum spól-
um sem hann síðan notar til að
fjölfalda innfluttu titlana í þeim
mæli sem hann áætlar að anni
eftirspum. Að því búnu er spól-
unum, sem einungis mátti hafa til
einkanota, og kópíunum af þeim
stillt upp í bakherberginu, en lítil
ljósmynd af hverjum titli valinn
staður í möppunni góðu svo
kúnninn geti auðveldlega skoðað
nýjasta úrvalið.
Hér er náttúrlega um gróft brot
á höfundalögum að ræða, svo og
lögum um dreifingu myndefnis,
sem eigendur Vídeóheimsins
hafa fengið bágt fyrir oftar en ekki
með fjölmörgum lögbönnum.
Sem þeir hafa svo að engu virt,
sem fyrr segir.
En gróðinn í þessum djarfa leik
er umtalsverður, fyrir utan sjálfa
aðsóknina sem hlýst af því einu
að vera ávallt með á boðstólum
ferskasta efnið hverju sinni. Nýr
myndbandatitill til einkanota
mun kosta út úr búð í Lundúnum
sem svarar 1500 til 2000 krónum.
Þegar að ólöglegri fjölföldun
kemur heima fyrir, bætist við
þetta kostnaður vegna kaupa á
óáteknum vídeóspólum, en hver
slík kostar nú um 250 krónur. Eig-
andi Vídeóheimsins hefur verið
staðinn að prentun eftirlíkinga á
auglýsingamiðum hvers vídeó-
titils og bætist þá sá kostnaður
við fyrri fjárútlát í þessu dæmi.
Á móti þessari starfsemi sem
eigendur Vídeóheimsins eru
þekkir fyrir, kemur sá kostnaður
sem rétthcifcir myndbanda þurfa
að greiða í sínum heiðarlegu við-
skiptum. Samkvæmt upplýsing-
um SRM kosta réttindi frá erlend-
um dreifingaraðila til útleigu
myndbanda frá 2500 til 3300 kr„
cúlt eftir eðli og tilkostnaði við
vinnslu viðkomcindi myndefnis.
Rétthafar skrifa undir samning
Sergio Pizarro fyrir
framan „sjóræn-
ingjaleiguna" sína
sem svo er nefnd af
Samtökum rétthafa
myndbanda á
íslandi.
banda á íslandi hafa ítrekað
reynt að stöðva starfsemi þína.
Hvers vegna heldurðu?
Ja, nú veit ég ekki. Eg hef leyfi
frá mínum viðskiptaaðiium til að
leigja út það efni sem ég hef á
boðstólum. Ég er með klára
pappíra fyrir því. Að vísu er ég
héma með myndir sem ég hef
ekki ennþá fengið rétt til dreifing-
ar á, en þar er þá líka um myndir
að ræða sem enginn cinnar hér-
lendis hefur öðlast leyfi fyrir.”
- Hvað heldurðu þá að sam-
tökunum gangi til með þeim
málssóknum og lögbönnum sem
þau eru að beita þig?
,Ætli það sé ekki fyrst og
fremst snarræði mitt í þess-
um bíssness sem hefur farið í
taugarnar á þeim. Eins og ég
sagði áðan þá er ég hérna með á
leigu myndir, glænýjar myndir
erlendis frá, sem aðilar hér á
landi em ekki famir að huga að
réttindum að. Ég get auðveldlega
sagt það hér að ég græði vel á því
hvað Islendingar em svifaseinir í
þessum efnum. Til dæmis bíóin,
sem em að fmmsýna héma allt
við erlenda dreifingaraðilann um
hámarksfjölföldun á hverju
merki sem þeir kaupa. Þetta
sama gjald þurfa þeir síðan að
greiða erlenda dreifingaraðilan-
um fyrir hvert eintak sem þeir
fjölfalda af spólunni sem þeir fá í
upphafi til útleigu.
Éjölföldun hvers myndbanda-
titils fyrir rétthafendur í fimmtán
eintök, svo sem algengt er í út-
leigu, geta því kostað allt að
f jömtíu þúsund krónum. Hinsveg-
ar er stofnkostnaður við hverja
spólu,fyrir þá sem haga rekstri
sínum líkt og eigendur Vídeó-
heimsins, sjaldnast meiri en um
sex þúsund krónur miðað við
sama fjölda í fjölföldun. Það er
dýrt að vera heiðarlegur í þess-
um bíssness, og gróði hins síðar-
nefnda augljós í þessu dæmi,
enda leigir hann efnið út á sama
verði og hinir.
Það er enda svo að mjög
mikillar gremju er farið að
gæta hjá þeim allmörgu
eigendum vídeóleiga sem hingað
til hafa reynt að stunda heiðarleg
viðskipti á þessum vettvangi.
Miðað við bíræfnustu sjóræn-
ingjaleigurnar em þeir með gcim-
alt efni á boðstólum, áhuginn er
mestur á ferskasta efninu sem
óheiðarlegir vídeóleigueigendur
flytja til landsins í hverri viku;
spólur sem þeir kaupa undir yfir-
skyni einkanotkunar en fjölfalda
hinsvegcir í ríkum mæli þegar
heim er komið. „Menn em nátt-
úrlega svekktir þegar þeir sjá
bullandi traffík hjá þessum sjó-
ræningjaleigum, og ímynda sér
jafnfrcimt gróðann sem af þessu
fæst,” segir einn heimildcuncLnna
HP við vinnslu þessarar greinar.
Og ennfremur: „En það er sem
betur fer bara tímaspursmál hve-
nær tekið verður fyrir þessa sið-
lausu starfsemi. Slýju höfunda-
lögin em jú í uppsiglingu og
munu gera það að verkum að
dreifing á óréttmætu myndefni
mun sæta opinberri ákæm eft-
irleiðis.”
Þegar nýju höfundalögin kom-
ast í gegnum Alþingi, sem verður
von bráðar, hefur verið ákveðið
af hálfu rétthafa myndbcmda á ís-
landi að merkja allar lögmætar
spóiur á sérstakan hátt, bæði
innfluttar spólur og þær sem f jöl-
faldaðar verða hér,eftirleiðis sem
hingað til. Verður með þessu
móti afar auðvelt að gæta að
dreifingarrétti hverrar spólu í
umferð.
Má því ætla að sjóræningja-
starfsemi á myndbandamarkað-
inum verði brátt fyrir bí á íslandi,
nema menn viiji hætta á það að
verða hnepptir í varðhcdd med
det samme ef þeir verða uppvísir
að útleigu á ómarkaðri spólu.
að fimm ára gamlar myndir. Ég
nýti mér sem sagt þetta bil sem
myndast frá því myndir eru full-
gerðar erlendis og þar til íslensk-
ir aðilar hafa fengið rétt á jæim. Á
þeim tíma er ég ekki að fremja
nein lögbrot hérlendis að mínum
dómi.”
- Þú hrœðist sem sagt ekki lög-
bannskröfur lögfrœðinga SRM ?
„Ég hef ekki ástæðu til að
hræðast lögfræðinga þessara
samtaka frekar en þeir mína lög-
fræðinga. Samtökin geta ekki
stoppað mig. Ég rek mína sjoppu
vel.”
- Hvað viltu segja um það orð
sem þú hefur fengið á þig frá öðr-
um í þessum bransa að þú œtlir
að reyna að grœða sem mest á
þessari starfsemi áður en dómur
fellur á þig, og flýja svo á dóms-
daginn úr landi með þinn feng?
„Þetta er hreinasta fjarstæða.
Ég get vel játað það að gróðinn er
talsverður hjá mér, en hann ætla
ég að nota til að byggja upp starf-
semina hjá mér, færa út kvíamar.
Ég er ekkert á leiðinni úr landi. Ég
hræðist alls ekki framtíðina í
þessum bransa.”
HELGARPÓSTURINN 25