Helgarpósturinn - 08.03.1984, Page 28
ÍELfiðleikar Arnarflugs hafa
mjög vaxið að undanfömu. Flug fé-
lagsins í Lýbíu og Nígeríu er m.a.
hætt og verkHhi ekki komin í stað-
inn. Trúnaðarmenn ríkisstjómar-
innar, sem meta eiga hvort veitt
skuli umbeðin ríkisábyrgð á lán til
félagsins, munu vera mjög á báð-
um áttum, enda ekki séð að félagið
eigi veð fyrir upphæðinni...
A mánudag verður væntan-
lega tilkynnt hver verður eftirmað-
ur Guðrúnar Jónsdóttur í emb-
ætti forstöðumanns Borgarskipu-
lags (sjá Yfirheyrslu). Nafn hins
heppna verður Þorvaldur S. Þor-
valdsson arkitekt...
Y
■ msar hugmyndir em nú
ræddar meðal stjómarflokkanna
um hvernig fylla eigi í stóra gatið í
fjárlögunum (sjá Innlenda yfirsýn)
og munu menn ekki á eitt sáttir um
hvaða leiðir beri að fara. Hafa sjálf-
stæðismenn einkum staðnæmst
við hækkun á söluskatti, eða þá
skyldusparnað, en framsókncir-
menn munu hafa meiri áhuga á að
hækka tekjuskattinn og þá í 54% í
hæsta skattþrepinu í stað 44% eins
og hann er nú. Sú hugmynd mun
einnig eiga nokkum hljómgmnn í
Sjálfstæðisflokknum en einstakir
þingmenn hafa lýst yfir mikilli and-
stöðu sinni og þó einkum Gunnar
G. Schram, sem v£ir ákafur tals-
maður þess fyrir kosningarnar að
tekjuskattarnir yrðu lækkaðir. Al-
bert Guðmundsson fjármálaráð-
herra knýr fast á um að því verði
ekki frestað lengi að finna ríkis-
sjóði nýja tekjustofna og er talið
líklegt að málið komi fyrir Alþingi
þegar í næstu viku, hvort sem
stjórnarflokkamir verða búnir að
koma sér saman um leiðir eða ekki
s
^^Ftjórnarnefnd ríkisspítalanna
tók núna í vikunni afstöðu til um-
sókna um yfirlæknisstöðu krabba-
meinsdeildar Landspítalans. Tveir
krabbameinssérfræðingar sóttu
um stöðuna, þeir Þórarínn
Sveinsson og Snorri Ingimars-
son. Hlaut Þórarinn yfignæfandi
stuðning í stjórnamefndinni en
læknaráð Landspítalans mun hcifa
metið báða umsækjenduma ágæt-
lega hæfa til embættisins...
B
Tiist er við því að ársþing
Hcindknattleiksscimbcuids íslands,
sem haldið verður áður en langt
um líður, verði allstormasamt.
Mikii óánægja mun ríkjandi meðal
handknattleiksmanna með störf
núverandi stjómar sambandsins
og þá einkum framkvæmd móta
sem verið hefur í miklum molum.
Bæði hafa leikir farið fram með
hálfgerðri leynd og eins mun fram-
kvæmd keppni yngri flokkanna
28 HELGARPÓSTURINN
hafa verið með miklum brotcdöm-
um. Talið er líklegt að handknatt-
leiksmenn reyni að finna sér nýjan
formann í stað FriSriks Guð-
mundssonar, en fáir munu fúsir
til þess að taka starfið að sér...
|f
fi! xakvennalistakonur gefa út
fréttabréf sem dreift er í allstóm
upplagi. í nýlegu fréttabréfi var for-
síðumynd af Alþingishúsinu og
vakti það athygli að í stað skjaldar-
merkisins sem þar trjónir var kom-
ið nýtt merki og við nánari skoðun
mátti sjá að þar var um merki
lesbía að ræða! Þegar þetta upp-
götvaðist - of seint - varð uppi
fótur og fit í kvennaframboðinu og
mun hafa komið á daginn að þær
sem hönnuðu forsíðuna tóku tákn
lesbía í misgripum fyrir kvenna-
táknið. Og auðvitað hlakkar í karl-
pungum um allan bæ ...
||
^■^m páskana verur haldin hér
umfcuigsmikil friðarvika, sem að
stendur mikil breiðfyiking ýmissa
félaga og Scimtaka. Meðal þess sem
er á dagskrá friðarvikunnar er pall-
borðsumræða um stöðu friðar-
mála í heiminum, sem halda á í
Norræna húsinu. Þeir sem að vik-
unni standa hafa boðið til þessarar
umræðu fulltrúum stórveldanna
tveggja, Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna, og hefur boðinu verið
komið á frarnfæri við sendiráð ríkj-
anna í Reykjavík. Eftir því er beðið
með eftirvæntingu hvort unnt
verði að koma heimsfriðnum í
heila höfn í Norræna húsinu um
páskana. Til þess að stjóma um-
ræðunni þarf auðvitað vanan
sáttasemjara og óumdeildan. Ekki
veit HP hver verður fyrir Vcilinu, en
nafn Guðlaugs Þorvaldssonar,
sáttcLsemjara ríkisins, hefur verið
nefnt...
■I ótt nú sé sparnaði í ríkis-
rekstrinum óspart haldið fram,
finnst margt matargatið þar og ýms-
ar fjárveitingar sigla þar í gegn án
þess að haft sé hátt um þær. Þann-
ig heyrist nú að sjávarútvegsráðu-
neytið hafi ákveðið að styrkja út-
gáfu blaðsins Fiskifréttir um litlar
100 þúsund krónur á mánuði og
mun Halldór Ásgrímsson hafa
lagt blessun sína yfir það, enda er
sonur samflokksmanns hans,
Tómasar Ámasonar, Eiríkur
Tómasson lögfræðingur; stjóm-
arformaður blaðsins. Jafnframt var
svo ákveðið að blaðið skyldi unnið
og prentað í Prentsmiðjunni Eddu
sem er eins og flestir vita ein af
greinunum á meiði þeirra fram-
sóknarmanna...
Y
■ msir aðilcir í kvikmyndagerð,
einstaklingar og fyrirtæki, stórar
auglýsingastofur og fleiri aðilar
eru um þessar mundir að íhuga að
koma sér upp sameiginiegri eftir-
vinnslustöð fyrir myndefni sitt,
hvort heldur er á filmu eða mynd-
böndum. Yrði þetta fyrirtæki til
mótvægis við „risann” Saga Film,
þar sem fyrrnefndir aðilar hafa áð-
ur haft viðskipti...
Öldin okkar 1971-1975
ÖLDIN OKKAR 1971-1975. Gils
Guðmundsson tók saman. Helstu at-
burðirþessara ára eru raktir í hinu lif-
andiformi nútíma fréttablaðs: Þorska-
stríð, Vestmannaeyjagos, heimsmeist-
araeinvígi í skák, þjóðbátíð, þólitískar
sviþtingar og kvennafrí svo fátt eitt sé
talið. Ekki skal gleyma þeim smáu og
sþaugilegu atvikum sem kryddaþjóðlíf-
ið á hverjum tíma. Allt erþetta sagan í
fjölbreytileika sínum.
ALDIRNAR eru nú í tólfbindum og
gera skil sögu þjóðarinnar samfellt í
475 ár. Enginn íslenskur bókaflokkur
hefur öðlast slíkar vinsœldir. ALDIRN-
AR — LIFANDI SAGA LIÐINNA AT-
BURÐA í MÁLI OG MYNDUM. Sígilt
verk sem ekki má vanta í bókaskáþinn.
Athugið hvort nokkurt fyrri bindanna
vantar. Þau eru:
ÖldJn sextánda I II 1501—1600
Öldin sautjánda 1601—1700
Öldin átjánda I II 1701—1800
Öldin sem leið I-II 1801—1900
Öldin okkar I-IV 1901—1970
AUK hf. Auglýsingastofa Kristinar 83 83
121 Reykjavik Sími 12923-19156