Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 2
FREITAPpSTUR Ríkisstjórnin skerðir byggingarsjóðina Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka þær 200 milljónir króna sem hún hefur lofað til að bjarga vanskilalánum húsbyggj- enda af nýbyggingarlánum og G-lánum Húsnæðismála- stjórnar. í stað þess að hækka framlög til byggingarsjóð- anna verða þau skert sem þessu nemur. Þetta kom fram við aðra umræðu um lánsfjáráætlun stjórnarinnar á Alþingi. í sameiginlegu áliti Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sam- taka um kvennalista segir m.a. að undirstaða núverandi húsnæðislánakerfis sé hrunin. Bandarísk innrás stóð hér til í einu elsta vikuriti í Bandaríkjunum, Wation, birtist í síð- ustu viku grein um hernaðaráform bandarísku stjórnar- innar fyrr og nú. Þar kemur m.a. fram að árið 1949 sam- þykkti Öryggismálaráð Bandaríkjanna skýrslu um innrás í ísland án vitundar islenskra stjórnvalda. Áformað var að fá skandinavíska skæruliðaforingja til hjálpar andkommún- istum til að steypa stjórninni. „Áformin geta breyst,“ segir í umfjöllun Nation um hernaðarmálefni Islands, ,,en hroki áætlanaspekinga í Bandaríkjunum er ávallt hinn sami.“ Erlendar skuldir 64% af þjóðartekjum Ríkisstjórnin hyggst taka tæpa 7 milljarða króna í erlend- um lánum á þessu ári og verður hlutfall erlendra skulda af þjóðartekjum þá komið í 64% um næstu áramót að mati Seðlabankans. í umræðum á Alþingi á mánudag var Albert Guðmundsson minntur á fyrri yfirlýsingar sinar um að ef farið yrði yfir 60% markið myndi rikisstjórnin segja af sér. Enn breytingar á fylgi flokkanna Bæði NT og DV birtu í gær niðurstöður skoðanakannana sinna á fylgi stjórnmálaflokkanna. Niðurstöður blaðanna falla ékki að öllu leyti saman en þær sýna þó í báðum tilfell- um greinilegar sveiflur sem orðið hafa á fylgi flokkanna frá því að t.d. Hagvangskönnunin var gerð í síðasta mánuði. Helst ber að nefna að fylgisaukning hefur orðið nokkur hjá Framsókn, heldur hefur dregið úr fylgisaukningu Samtaka um kvennalista en fylgi Alþýðuflokksins virðist aftur á móti standa í stað. Tveir reiðubúnir í forstjórastól Sambandsins Á stjórnarfundi SÍS á mánudag var rætt við Val Arnþórsson stjórnarformann SÍS, þar sem kannað var hver hugur hans væri til starfs forstjóra Sambandsins, ef stjórnin færi þess á leit við hann að hann tæki að sér starfið. Lýsti Valur sig reiðubúinn til þess, væri hann beðinn um það. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood Corporation, hefur einn- ig oft verið nefndur i þessu sambandi. Sigmundur Guðbjarnarson kjörinn rektor HÍ í gær fór fram rektorskjör viö HÍ. Úrslit urðu þau aö Sig- mundur Guðbjarnarson náði kjöri með 53,8% atkvæða, þar af 181 atkvæði starfsmanna og 615 atkvæðum stúdenta. Páll Skúlason hlaut 39,6% atkvæða, þar af 105 atkvæði starfs- manna og 729 atkvæði stúdenta. Þá hlaut Jónatan Þór- mundsson 2,8% atkvæða og Júlíus Sólnes 2,4%. Á kjörskrá voru 4.694. Björgunaraðgerðir á Vatnajökli Um 150 manns tóku þátt í leit að þremur Akureyringum úr Flugbjörgunarsveitinni þar. Þeir voru á ferð þvert yfir Vatnajökul og á föstudagseftirmiðdag féll einn þeirra, Kristján Hálfdanarson, í jökulsprungu. Leitarflokkur frá Egilsstöðum- kom til mannanna þriggja um kl. 9 á laugar- dagskvöld. Þá hafði Kristján verið i sprungunni i 32 stundir. Haldið var til byggða um kvöldið og til Egilsstaða komu þeir siðdegis á sunnudag. Seðlabankinn stöðvar lán til kennara HÍK Seðlabankinn og viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hafa neitað Hinu islenska kennarafélagi um leyfi til að þiggja lán frá Kennarasamtökum Norðurlanda til að greiða laun þeim kennurum sem áttu í verkfalli á dögunum. Nefnd á vegum Seðlabankans hafnaði umsókn kennara sl. fimmtudag, á þeim forsendum að enginn fengi að taka er- lend lán nema til að kaupa vöru erlendis frá eða til fjárfest- ingar innanlands. Stjórn HÍK athugar nú gaumgæfilega hvernig hægt muni verða að nálgast lánsféð. Árangurslaus leit að skipverjum af Bervík Leitin að skipverjunum fimm af vélbátnum Bervík frá Ólafs- vik, sem sást síðast kl. 20 sl. miðvikudagskvöld skammt undan Rifi, hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir víð- tæka leit á sjó og landi. Skipverjarnir af Bervík sem saknað er heita: Úlfar Kristjónsson, Freyr Hafþór Guðmundsson, Sveinn Hlynur Þórsson, Steinn Jóhann Randversson og Jó- hann Óttar Úlfarsson. Fréttapunktar • Um helgina varð Hanna Lóa Friðjónsdóttir, 13 ára, ís- landsmeistari í fimleikum kvenna, samanlögðum greinum, og er jafnframt yngst þeirra sem hlotið hafa þennan titil. • • Átök-Steindórsbílstjóra og leigubílstjóra hafa magnast á ný. Á mánudag urðu a.m.k. tveir árekstrar á milli bíla þess- ara aðila og á föstudag skakkaði lögreglan einnig leikinn þar sem leigubílstjórar höfðu króað Steindórsbil af. • Um mánaðamótin hófust reglulegar fréttasendingar á rás 2. • Eyjólfur Ámundason, til heimilis að Hamarsbraut 12, maðurinn sem leitað var að um helgina, fannst látinn í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil á mánudag. Virðist svo sem , , 'hann hafi fallið í höfnina þar sem hann var við vinnu sína | í skipi við Ægisgarð. 2 HELGARPÓSTURINN Um tilgang þess að búa á íslandi ★ „Ég get bara ekki séð nema einn tilgang í því að búa hérna á íslandi," sagði danskur félagi skrifara þessara orða er við ókum eitt sinn í fönn og fjúki eftir Miklubraut á leið í partý vestur í bæ. „Og gettu hver hann er," bætti hann við sposkur á svip. Maður sat hugsi við stýrið og útilokaði nokkra möguleika eins og kjörin, veðurfar og áfengis- löggjöf, á meðan sneitt var hjá mestu sköflunum vestureftir. Það var varla annað en hvítt að sjá útum bílrúðuna, svo manni datt ósjálfrátt í hug skyr með rjóma. En Danskurinn hló nú bara að því. „Stelpurnar, maður, stelpurnar," sagði hann og undraðist að ég hefði ekki getið rétt í fyrstu tilraun. „Og hvað með þær?" spurði maður svoldið fúll. „Ég held bók- staflega að það séu ekki til fallegri stúlkur í heimi en þær íslensku. Þetta er allt annað heima á Jótlandi, þar sem þær eru eitthvað svo dauðyflislegar, greyin." Ég stoppaði bílinn á rauðu Ijósunum framan við Grund og sagði: „Grobbgöltur ertu!" Hann útskýrði á sinni bjöguðu íslensku: „Nei, ég held bara að þetta sé tilfellið. Það er ekki hægt að bera ísland og Jótland saman í þessum efnum. .." þegar inn á borð til hans barst myndin sem þessum texta fylgir. Hún er af tveimur íslenskum, þeim Auði Elísa- betu Jóhannsdóttur og Stephanie Sunnu Hockett sem munu taka þátt í alþjóðlegri keppni á vegum Elite-fyrir- tækisins um bestu fyrirsætuefni ársins. Ekki orð meira um það.. .☆ Þetta datt blaðamanni í hug HELGARPÚSTURINN Björgun Aö bjarga fólki er bjarga þarf er býsna mikið nám og starf. En bara að þeir nú bjargi sér, sem bjarga stundum mér og þér. Niðri Páskaegg um sjónhverfingar ★Flestir sjónvarpsáhorfendur muna eftir hinum sögulega Kastljósþætti fyrir rúmri viku er þeir leiddu saman hesta sína Ólafur Sigurgeirsson lögfræð- ingur og formaður Kraftlyftinga- sambandsins og Alfreð Þor- steinsson formaður lyfjanefndar íþróttasambandsins, og deildu ósköpin öll um hugsanlega hormóna- og lyfjanotkun kraft- lyftingamanna. Voru m.a. mál Jóns Páls kraftakarls á dagskrá og mikið rifist. Það sem áhorf- endur sáu ekki, var að þegar þeir kumpánar mættu í sjón- varpssal og settust í förðunar- herbergið, heilsuðust þeir alls ekki frekar en þeir hefðu aldrei sést eða hist. Fyrir sendingu og í sjálfri sendingunni töluðust þeir aldrei við né horfðu hvor á annan, heldur störðu upp í loft- ið, framhjá hvorum öðrum eða niður á gólfið meðan stóryrðin fuku. Eftir að sendingu lauk, mæltu þeir ekki aukatekið orð hvor til annars og kvöddust ekki, heldur héldu sinn í hvora áttina eins og þeir sæju ekki hvorn annan. Þetta var altsó saga um gott samband manna á milli. Gleðilega páska!*

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.