Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 14
Nyja bíó Lokað í dag, 4. apríl FRUMSVNIR PÁSKAMYNDINA 1985 Skammdegi, spennandi og mögnuð ný, islensk kvikmynd frá Nýlt líf s/f, kvikmyndafélaginu sem gerði hinar vinsælu gamanmyndir „Nýtt l«f“ og „Dalalíf". Skammdegi fjallar um dularfulla atburði á afskekktum sveitabæ þegar myrk öfl leysast úr læðingi. Aðalhlutverk: Ragnheiður Arnardóttir. María Sigurðardóttir, Eggert Þorleifsson, hallmar Sigurðsson, Tómas Zoega og Valur Gíslason. Tónlist: Lárus Grímsson. Kvikmyndun: Ari Kristinsson. Framleiðandi: Jón Hermannsson. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Sýnd í 4ra rása □ ni OOLBYSTEPEO] Sýnd: Mánudaginn 8. apr., annan í páskum kl. 3, 5, 7 og 9. Þriðjudaginn 9. apr. kl. 5, 7 og 9. Miðvikudaginn 10. apr. kl. 5, 7 og 9. SYNINGAR Árbæjarsafn er opið samkvæmt samkomulagi eins og verið hefur. Upplýsingar eru veittar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 I Ásgrímssafni er skólasýning á myndum Ásgríms Jónssonar sem lýsa lífi og starfi til sveita. Nánari upplýsingar í síma 621550. Safnið er opið almenningi á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13.30— 16. Sýningin stendur til loka apríl. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á sunnudaginn lýkur sýningu Filips W. Frankssonar í Ásmundarsal á olíu- og akrýl- myndum. Sýningin er opin daglega kl. 14-19. Bæjar- og héraðsbókasafnið Akranesi Á skírdag, 4. apríl opnar Sigfús Halldórsson málverkasýningu í bæjar- og héraðsbóka- safninu á Ákranesi. Sýningin verður opin til sunnudagsins 14. apríl. Opnunartímar verða á helgidögum kl. 14 — 22 og aðra daga kl. 16—22. Lokað verður á föstudaginn langa. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Á morgun, skírdag, fimmtudaginn 4. apríl, opnar Valgerður Hauksdóttir sýningu á graf- íkmyndum og myndum unnum með bland- aðri tækni í Gallerí Borg. Sýning Valgerðar verður opin alla hátíðardagana kl. 14—18 og frá 12—18 virka daga að loknum páskum og stendur til 16. apríl. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Valgerðar. Gallerí Háholt Dalshrauni 9b, Hf. Um sl. helgi opnaði Jón Gunnarsson list- málari málverkasýningu sína í sýningarsaln- um Háholti. Á sýningunni eru 82 verk, unnin með olíu- og vatnslitum. Sýningin er opin kl. 14—22 daglega. Henni lýkur þann 14. apríl. Myndirnar eru málaðar á síðustu 2—3 árum. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Um sl. helgi opnaði Rúna — Sigrún Guð- jónsdóttir — sýningu sína í Langbrók á teikningum. Sýningin er opin virka daga kl. 12—18 en um bænadagana kl. 14—18 (að föstudeginum undanskildum). Sýningin stendur fram til 14. apríl. Gallerí íslensk list Vesturgötu 17 í Gallerfi Vesturgötu 17 sýnir Einar Þorláks- son málverk. Sýningin stendur til 28. apríl og er opin um bænadagana kl. 14—18. Hafnarborg Strandgötu 34 Sýningu systkinanna Jónu og Einars Más Guðvarðarbarna í Hafnarborg, 2. hæð, á leir- list og Ijósmyndum lýkur á laugardagskvöld, 6. apríl. Sýningin er opin daglega kl. 14—18. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún verður lokað fram í maí vegna framkvæmda við safnhúsin. Kjarvalsstaðir við Miklatún Nú standa yfir tvær sýningar á Kjarvalsstöð- um. Annars vegar er afmælissýning Textíl- félagsins og stendur hún í vestursal og -gangi. Hins vegar er yfirlitssýning í Kjarvals- sal á málverkum finnsku myndlistarkonunn- ar Doru Jung. Sýningin verður opin alla daga páskavikunnar frá kl. 14—22. Sýning- unni lýkur þann 14. apríl. Listasafn ASf Grensásvegi 16 Á vegum Listasafns ASÍ er hingað komin sýning á verkum gríska listamannsins Fassianos. Á sýningunni eru 36 grafíkverk og 15 teikningar og eru allar myndirnar til sölu. Sýningin er opin um bænadagana, virka daga kl. 14—22 og um helgina kl. 14—22. Sýningunni lýkur þann 14. apríl. Listasafn Einars Jónssonar við Njaröargötu Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13:30—16, sem og garðurinn, sem hefur að geyma afsteypur af höggmyndum lista- mannsins. Heill heimur útaf fyrir sig! Farið bara, sjáið og sannfærist! Listmunahúsið Lækjargötu 2 í Listmunahúsinu við Lækjartorg stendur yfir málverkasýning Sigurðar Þóris sem hann nefnir Úr mannheimum. Sýningin er opin yfir bænadagana, á virkum dögum kl. 10—18 og um helgina kl. 14—16. Norræna húsið Sýningunni í kjallara Norræna hússins, Dönsk grafík, lýkur á annan dag páska, mánudaginn 8. apríl. Þar sýna 49 listamenn myndir sínar á vegum danska grafíkfélags- ins Árhus Kunstforening en sýningin hefur farið um Norðurlöndin. I anddyri og bóka- safni hefur að undanförnu staðið yfir sýning- in Kalevalahefð í klæðum og skarti og kemur hún frá Finnlandi. Sýningunni lýkur þ. 12. nk. Sýningarsalirnir eru opnir daglega kl. 14—19. Finnska sýningin er opin á venju- bundnum opnunartíma. Stofnun Árna Magnússonar Sýning á handritum í Árnagarði er opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar dögum kl. 14—16. Þjóðminjasafnið * við Hringbraut í Bogasal eru til sýnis Ijósmyndir Péturs Brynjólfssonar frá Reykjavík og nágrenni og lýsa athafnalífinu á árunum 1902—1915. S'''ningin stendur til lóka mánaðarins. Safn- ið er opiö á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13.30— 16. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolan|eg O léleg Stjörnubíó I fylgsnum hjartans (Places in the Heart) ★★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd A-sal, kl. 5, 7, 9:05 og 11:10. The Karate Kid Sýnd í B-sal, kl. 4:50. Háskólabíó Vígvellir (Killing Fields) ★★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Laugarásbíó Engin sýning fyrr en annan dag páska. Dune Bandarísk. Árg. 1984. Gerð eftir bók Frank Herbert. Leikstjóri George Lucas (Star Wars). Aðalhlutverk: Max von Sydow, Jose Ferrer, Francesca Annis, Sting. Þessi mynd hefur verið kölluð heimspekirit vísinda- kvikmynda. Sýnd í A-sal á annan í páskum, kl. 5, 7:30 og 10. Fyrst yfir strikið Myndin er byggð á sannsögulegum atburð- um um stúlku sem heillaðist af kappakstri og gat sér gott orð á þeim vettvangi. . Aðalhlutverk: Bonnie Bedelia og Beau Brid- ges. Sýnd á annan í páskum í B-sal, kl. 5,7, 9 og 11. Glugginn á bakhliðinni (Rear Window) ★★★★ Bandarísk. Árg. 1954. Handrit: John Micha- el Hayes, eftir smásögu Cornell Woolrich. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: James Stewart, Grace Kelly, Thelma Ritter, Wendell Corey, Raymond Burr. Rafmögnuð spenna frá upphafi til enda. Þeir sem ekki áttu þess kost að sjá þessa úrvals filmu verða bara að drífa í því. Sýnd á annan dag páska kl. 5, 7:30 og 10. Regnboginn Feröin lil Indlands (A Passage to India) ★★★ Bresk. Árgerð 1984. Handrit: David Lean. Eftir skáldsögu E.M. Forsters. Tónlist: Maur- ice Jarre. Kvikmyndataka: Ernest Day. Fram- leiðendur: John Brabourne, Richard Good- win. Leikstjórn og klipping: David Lean. Að- alhlutverk: Peggy Ashcroft, Judy Davis, James Fox, Alec Guinness, Nigel Havers, Victor Benerjee o.fl. „Þarna eru vissulega vel gerðar senur, góður j leikur og hárnákvæm leikgerð... En þetta er ekki nóg. Kvikmyndin er geysilega hæg í frá- sögn... [ogj einhvern veginn verður þessi blanda lítt spennandi". — IM. Sýnd kl. 3, 6:05 og 9:15. Kafteinn Klyde og félagar (Kaptajn Klyde og hans venner vender til- bage) Dönsk. Árg. 1984. Leikstjóri: Jesper Klein. Aðalhlutverk: Jesper Klein og Tom Mc- Ewan. Farsi á danska vísu, vesgú! Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hvítir mávar ★★ Alíslensk, grínagtug mynd með háalvarlegu ívafi, flippi og kannski sitthverju fleiru. Sýnd kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05 og 11:05. Hótel New Hampshire Bandarísk. Árg. 1983. Eftir metsölubók John Irvings. Leikstjóri: Tony Richardson. Aðalhlutverk: Nastassia Kinski, Judie Foster, Beau Bridges. Sýnd kl. 3:15, 7:15, 9:15 og 11:15. ísfuglar Dönsk. Árg. 1984. Leikstjóri: Sören Kragh Jacobsen (Sjáðu sæta naflann minn, j Gúmmí-Tarsan). Aðalhlutverk: Peter Hesse Overgaard, Michael Ehlert Falch. Þessi mynd er e.k. þroskasaga tveggja drengja þótt þýðingin á nafninu gefi annars tilefni til að halda að hér sé á ferðinni heim- ildarmynd um kjúklingarækt hérlendis! Sýnd kl. 3:10, 5:10, 7:15, 9:15 og 11:15. Nýja bíó Skuggaráðið (The Star Chamber) Bandarísk. Árg. 1983. Handrit: Roderick Taylor ásamt leikstjóranum Pete Hyms (The Telephone, The Capricorn, The Hunter). Framleiðandi: Frank Yablans. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Hal Holbrock o.fl. Sýnd kl. 5, 7, og 9. Skammdegi Sjá nánar í Listapósti. Sýnd á annan í páskum (8. apríl), kl. 3, 5, 7 og 9; 9. og 10. apríl kl. 5, 7 og 9. Tónabíó Safari 3000 Sýnd í dag, miðvikudag og á skírdag kl. 5, 7 og 9. Sér grefur gröf (Blood Simple) Bandarísk. Árg. 1984. Handrit: Joel og Eth- an Coen. Leikstjórn: Joel Coen. Framleið- andi: Ethan Coen. Aðalhlutverk: John Getx, Frances McDormand. Myndin var frumsýnd í nóvember á síðasta ári og er ísland fjórða sýningarlandið í röðinni. Efni: Ung kona er óánægð í hjónabandi, eins og gengur og gerist. Látum vera þótt hún leiti á aðrar slóðir. Einn af starfsmönnum í fyrirtæki ektamannsins verður fyrir valinu. Sá kemst á snoðir um leynimakkið. Lausnin er fólgin í því að ráða spæjara sem fær brátt að munda pístóluna. Margt fer þó öðruvísi en ætlað var... Sýnd á annan í páskum kl. 5, 7, 9 og 11:10. Bíóhöllin 2010 Bandarísk. Árg. 1985. Leikstjóri: Peter Hyams. Aðalhlutverk: Roy Scheider, John Lithgow, Helen Mirren, Keir Duella. Tækni- brellur: Richard Edlund (Ghostbusters, Star Wars). Byggð á sögu eftir Arthur C. Clarke. Sýnd í sal 1, kl. 2:30, 5, 7:30 og 10. Þrælfyndið fólk (Funny People II) Bandarísk brellumynd. James Ulys stendur nú sem fyrr á bak við þessa mynd. Ætti að falla að kvikincHslegum húmor landans. Sýnd í sal 2, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hvítir mávar ★★ Sýndísal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Hrói Höttur Teiknimynd frá Walt Disney verksmiðjunni. Sýnd í sal 3, kl. 3. Hot Dog Leikstjóri: Péter Markie. Aðalhlutverk: David Naughton, Patrick Reger, Tracy N. Smith, Frank Koppola. Sýnd í sal 4, kl. 5, 9 og 11. Reuben, Reuben ★★ Sýnd í sal 4, kl. 7. Sagan endalausa (The Never Ending Story) Sýnd í sal 4, kl. 3 og 5. Austurbæjarbíó Lögregluskólinn (Police Academy) Bandarísk. Árg. 1984. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Kim Cattrall. Farsi. Óþarfi að gera efninu frekari skil. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Tarsan apabróðir Greystoke — The Legend of Tarzan, Lord of the Apes ★★★ Sýnd í sal 2, kl. 5, 7:30 og 10. Frjálsar ástir Fyrir lebba af báðum kynjum. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. ísl. texti. Það gerir gæfumuninn! TÓNLIST Háskólabíó Laugardaginn 6. apríl verða haldnir tónleikar í Háskólabíói á vegum N.O.D. '85 á íslandi. Yfirskrift þeirra verður: Tónleikar gegn Ap- artheit. Fram koma: Bubbi Morthens, Með nöktum, Oxmá, Magnús Þór Sigmundsson, Guðmundur Ingólfsson. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Miðasala verður í skólum, hljómplötuversl- unum og við innganginn. Miðaverð 350- LEIKLIST Bæjarbíó Hafnarfirði Leikfélag Hafnarfjarðar flytur söngleikinn Rokkhjartað slær laugardaginn 6. apríl og á annan í páskum, mánudaginn 8. apríl, kl. 20:30 í Bæjarbíói. Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn Edit Piaf veröur á fjölunum um páskahelgina sem hér segir: Miðviku- dag, fimmtudag (skírdag) og mánudag (ann- an í páskum). Sýningarnar hefjast kl. 20:30. Alþýðuleikhúsið Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b Sýningar Alþýðuleikhússins á Klassapíum yfir páskahátíðina verða á skírdag, þ.e. fimmtudaginn 4. og annan dag páska, mánudaginn 8. apríl. Sýningarnar hefjast kl. 20:30. Miðapantanir eru í síma 14350. VIÐBURÐIR Kvennahúsið Hótel Vík Að þessu sinni ætla konur að sleppa laugar- dagskaffinu í Kvennahúsinu um helgina. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.