Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 8
Islenskur fíkniefnamarkaður er stór; það kostar sitt að metta hann. En hann er mett- aður, og meira en það. Engir aðrir en fjársterkir menn geta staðið á bak við það. Þeir sem eru á kafi í neyslunni eiga aldrei aur. Hann fer beint í efniskaup og síðan er hald- in veisla. Þú getur þurft að leggja allt að þrjú hundruð þúsundum í eina sendingu. Svo mikill pening- ur fyrirfinnst ekki hvar sem er. Eft- ir tíu ár í þessum bransa er ég nán- ast sannfærður um að það fyrir- finnast fjársterkir aðilar á bak við þetta. Sumir nota þetta eingöngu sem fjáröflunarleið, aðrir til að fjármagna jafnframt eigin neyslu. Orðrómurinn hefur stöðugt verið á kreiki. Hann er alltof magnaður til að eiga ekki við rök að styðjast. Það er fullt af efnum á mark- aðnum; kók, spítt (amfetamín), sýra (LSD), hass, gras, ofskynj- unarsveppir og morfín. Ef þú vilt heróín geturðu eflaust fengið það. Það er mikið af sýru (LSD). Fyrir tveimur árum var ekki hægt að fá hana. Núna nærðu í hana eins og poppkorn. Stundum hefur verið svo yfirfullt af efnum, að það hefur verið erfitt að koma þeim í verð. Ég sat einu sinni uppi með „kók“ í langan tíma. En þá var aftur á móti ekki möguleiki að ná í hass.“ — Lögreglan segist ekki hafa lagt hald á neitt kókaín það sem af er þessu ári. Hann skellir upp úr: „Ég gæti verið búinn að redda því áður en ég klára úr þessum kaffibolla!" „Reykjavík er orðin stórborg. Það er enginn þorpsblær á henni lengur hvað þetta snertir. Þetta er harðneskjulegur heimur; fullur af ofbeldi, hótunum, tortryggni og afbrotum. Menn nota byssur til að ógna með. Ég veit um að minnsta kosti tvær eða þrjár. Ennþá hefur þó enginn skotið úr þeim, Hnífar eru hins vegar notaðir. Með þeim hafa þeir skorið og sært hvern annan í slagsmálum. Ég tala ekki um ef framboðið af efnum er orðið svo mikið, að þeir bítast um mark- aðinn. Auðvitað kæra menn ekki. Þeir geta það ekki. Þeir sitja allir í sömu súpunni." „Menn hittast á ákveðnum stöð- um í bænum og díla, kaupa og selja. Þessir staðir eru til dæmis Kaffitorgið, Bólinghöllin, Borgin, billjardstofurnar og líkams- rœktarstöðvarnar. Ef menn vantar efni, fara þeir þangað. Það eru allt- af einhverjir staddir þar sem eiga eða selja." Þetta eru brot úr samtölum sem Helgarpósturinn hefur átt við nokkra, sem þekkja gjörla til í ís- lenskum fíkniefnaheimi. Þó þeir hafi snúið frá honum, neita þeir al- gjörlega að gefa upp nöfn. I sum- um tilvikum voru þeir heldur ekki reiðubúnir til að láta í té ákveðna vitneskju. Ástæða? „Ég bý yfir upplýsingum sem svo fáir hafa, að það yrði ósköp auðvelt að rekja lekann til mín.“ — Og hvað með það? Hvað œtti svo sem að gerast? „Ég yrði örugglega barinn, ef ekki eitthvað enn verra. Það kost- ar ekki nema 50 til 60 þúsund að leigja rnenn." Þetta hljómar digurbarkalega, kynnu einhverjir að hugsa. En sannleikurinn er sá, að þessi ótti var sammerkur viðmælendum HP. Allir þekktu þeir dæmi þess að menn hefðu verið beittir ofbeldi fyrir tungulipurð — fyrir að vera „stikkerar" Markaóurinn ekki úr skoróum, þó efni séu geró upptæk Að draga upp heildarmynd af fíkniefnamarkaðnum hérlendis virðist nær ómögulegt. Innflytj- endur, dreifingaraðilar, kerfi, inn- flutningsleiðir? Það er erfitt að henda reiður á hvernig dæmið gengur fyrir sig. „Ef það væri hægt að draga upp skíra mynd af þessu, væri eitthvað að. Ef maður gæti gert sér grein fyrir umfanginu, væri kerfið ekki eins pottþétt og það á að vera. Þetta byggist allt upp á því að ekk- ert leki út.“ „Dreifingin er flókin. Það er skipulagt kerfi í gangi, sem hefur þróast í gegnum árin. Öðru vísi er þetta ekki hægt. Mannabreytingar eru tíðar. Menn eru kannski með toppdreifingu í tvö ár. Svo hætta þeir; fara í meðferð, eru teknir eða fara einfaldlega á taugum. En kerf- ið gengur í erfðir. Það tekur annar við þar sem hinn hætti.“ „Ánnars eru nokkrir þrælrútín- eraðir menn í þessu. Þeir voru með í kjarnanum sem byrjaði, og hafa haldið áfram í gegnum árin. Þeir hafa ekki verið teknir lengi." „Hins vegar er mjög stór hópur sem stendur að þessu, stærri en ég hélt til skamms tíma. Ég hélt ég þekkti orðið töluvert á kerfið, en það er eins og hlutirnir hætti aldrei að koma manni á óvart. Það segir líka sitt um umfangið, að það skiptir engu þó að löggan geri efni upptæk. Það breytir engu um markaðsástand í bænum. í fyrra náðust 20 kíló. Það sá ekki högg á vatni. Hér á árum áður hefði al- deilis orðið hörgull við svona nokkuð. En það er bara nóg fyrir. Ég veit t.d. með vissu um 1 V4 kíló af ,,kóki“ sem hefur komið inn í landið á síðasta 1 'A ári“. „Það fer ýmsum sögum af því hverjir tengjast dreifingu fíkni- efna, þar á meðal eru nefndir nafntogaðir skemmtistaðir, mat- sölustaðir og ákveðnar verslanir. Það er reyndar furðulegt að lög- reglan skuli ekkert gera í þeim málum. Maður þorir líka að stað- hæfa að það séu stórir bissness- karlar í þessu." „Upphaflega var þetta þannig, að nokkrar grúppur voru í dóp- neyslunni, og hver gerði einn eða tvo menn út til að kaupa efni. Þeir voru kannski teknir, játuðu allt og hinir fyrirgáfu þeim. Nú er mönn- um ekki fyrirgefið slíkt kjaftæði." „Og það er eins gott að borga sínar skuldir í þessum bransa. Ná- ungi sem var nýkominn úr með- ferð, skuldaði enn töluvert vegna efniskaupa. Hann fékk vinnu hjá fyrirtæki, og endaði með að stinga af með tvö hundruð þúsund úr kassanum. Hann sá ekki aðra leið, því seljendurnir þjörmuðu svo að honum vegna skuldarinnar." „Svo eru okurlánarar í þessum bransa. Það er sagt að þeir viti í hvað þeir eru að lána, en láti sem þeir viti ekkert.“ „Kók“ á öllum skemmtistöóum tli það séu ekki um sex eða sjö ár síðan menn fóru að flytja inn hass til að græða á því. í kringum ’80 fór að bera á „kóki“ og „spítti". Upp úr því varð til harður kjarni af „spíttliði". „Kókið" var bara þekkt meðal þeirra sem áttu peninga; fólks á aldrinum 30 ára til 45 eða 50 ára. Nýríka fólksins, bissnessmann- anna og liðsins í skemmtanabrans- anum. '83 fót að bera meira á „kóki“ á markaðnum. En það er eingöngu í notkun hjá þeim sem eiga pen- inga. Það er ekki á götunni, ekki hjá unglingunum. Þeir gera meira af því að sprauta sig, með „spítti", brennivíni og pillum. Þegar grammið af „kóki“ kostar viku- laun verkamanns, 6-8000 krónur, segir það sig sjálft að það er bund- ið við þá sem eiga peninga. Það eru miklar fjárfúlgur í þessu. Þetta er auðveld fjáröflun. Innkaupsverð á grammi af kóki er 1200—2000 krónur. Það fer alltaf „köttað" á markað, sem þýðir að öðrum efnum — s.s. mjólkursykri, spítti, monytor (hægðalyf fyrir ungbörn) og staðdeyfilyfjum tann- lækna er blandað saman við það. Úr einu grammi verða auðveld- lega tvö góð grömm og þrjú vond. Þá eru peningarnir farnir að marg- faldast. Það er aðeins mjög þröng- ur hópur sem hefur aðgang að hreinu ,,kóki“. Neyslan? Það er nákvæmlega sama mynstur í þeim efnum á Is- landi og í Ameríku. Ef við getum talað um milli- og yfirstétt, þá er neyslan bundin við hana. Þá sem hafa seðla. „Kókið“ er tískuefni. Þú finnur það í tískuheiminum, skemmtanaiðnaðinum, hjá biss- nessmanninum, forstjóranum — ólíklegasta fólki. Sumir nota það daglega. Aðrir slá saman og nota við hátíðleg tækifæri. Þetta er ágiskun, en það gætu verið hundrað til þrjú hundruð manns hér á landi sem nota „kók“. Ef maður er meðvitaður um það, má sjá „kók“ í notkun á öllum skemmtistöðum borgarinnar. Það fer svo lítið fyrir því. Þú ferð bara’ á klósettið og færð þér í nös. Ekk- ert mál!“ Faldi dópió í klefa skipstjórans Innflutningsleiðir eru margar. Stærstur hluti fíkniefnanna er talinn berast sjóleiðina; með skipum og minni bátum sem fara í siglingar. Einn viðmælenda HP réði sig t.d. á „fraktará' til þess að smygla inn fíkniefnum. „Fyrstu kaupin fjármögnuðum við með innbrotum og bruggsölu. Ég smyglaði öllu sem ég náði í, hassi, amfetamíni og kókaíni. í eitt skiptið kassa af morfíni. Ég varð útsmoginn með tímanum. Ég komst upp á lag með að fela dópið í klefa skipstjórans, — í dýnunni hans, undir gólfinu og stundum kom ég því snyrtilega fyrir í pökk- um sem hann hafði keypt handa fjölskyldunni. Svo dreifði maður pipar um skipið til að rugla hass- hundinn, þegar von var á honum um borð.“ Fíkniefnalögreglan: Fjárfúlgur — mikil gróðavon „Það eru sjálfsagt notaðar allar hugsanlegar aðferðir til að koma fíkniefnum inn í landið," sagði Arnar Jensson lögreglufulltrúi fíkniefnadeildar lögreglunnar við HP. „En stærstu sendingarnar virðast koma sjóleiðina. Fólk kem- ur með þetta á sér og í farangri. Þetta kemur í pósti og í vörusend- ingum." — Hvað áttu við með vörusend- ingum? Eru það þá fyrirtœki sem flytja fíkniefni inn með vörum? „Við höfum heyrt sögur um að þetta fljóti með ýmsum vörusend- ingum, hvort sem þær eru á veg- um fyrirtækja eða einstaklinga. Þetta eru leiðir sem þarf að skoða, eins og allar aðrar leiðir. Þetta er möguleiki sem getur verið fyrir hendi. Menn úthugsa alltaf þá leið sem ólíklegast er að við finnum." — Þannig að það er ekkert úti- lokað að þeir sem reki fyrirtœki standi í þessu? „Alls ekki. Ekkert frekar en hvað annað. Við útilokum engan möguleika.” — Er þetta mjög skipulögð starf- semi? „Það er bæði um skipulagða starfsemi að ræða og svo tilviljun- arkennda. Dæmi eru um skipu- lagðan innflutning, þar sem mein- ingin er að græða." — Hafa menn orðið ríkir af þessu? „Það er spurningin. Ef við viss- um það, færum við strax í svoleið- is mál og reyndum að upplýsa þau. Það eru ýmsar sögur í gangi, og við þurfum að kanna þær. En það er öruggt mál, að fólk hefur fjár- magnað ýmislegt á fíkniefnum. Það er talsverður hópur sem lifir á þessu góðu lífi. Þá á ég ekki við stórgrossera eins og í bíómyndum. En þeir hafa það ekki verr en menn sem eru í fullri atvinnu." — Eru það neytendur, eða nota þeir fíkniefnin eingöngu sem fjár- öflunarleið? „Hingað til höfum við í öllum til- vikum, ef við höfum ekki getað sannað það, haft grun um að mennirnir væru neytendur." — Eru ,,stórir, fínir" menn íþess- um yiðskiptum? „Ég held að það sé orðum aukið, en það eru geysilega háar fjár- hæðir í þessum viðskiptum, og mikil gróðavon." — Hvað heldurðu að þið náið miklu af þeim efnum sem koma inn í landið? „Það er ómögulegt að segja. En það virðist vera mjög einfalt að ná í fíkniefni hérna, eftir því sem við heyrum." — Hvernig eruð þið í stakk bún- ir til að vinna að þessu? „Hingað til held ég að þessi fá- menni hópur sem hefur unnið að þessu, hafi unnið mjög gott starf. Hins vegar þarf að fjölga því fólki sem vinnur við þetta, og í dag er unnið að því að samræma aðgerð- ir lögreglu, tollgæslu og fleiri stofnana. Og það þarf að koma til meira fjármagn. Það verður að eyða miklu meiri peningum í þetta." — Hafið þið hugmynd um hversu margir tengjast fíkniefna- innflutningi og dreifingu? „Nei, enga hugmynd, en það er talsvert stór hópur. Ég tók t.d. sam- an núna um mánaðamótin mars/apríl þá einstaklinga sem hafa verið kærðir frá áramótum. Þeir eru 94 talsins. 91 var kærður fyrir neyslu, 12 fyrir innflutning og 26 fyrir dreifingu eða sölu. Stærsti hópurinn er á aldrinum 20—25 ára.“ — Menn segja að lögreglan líti framhjá fínu bissnessmönnunum með stresstöskurnar, 30 ára og eldri. Er aldrei leitað hjá þeim í tolli? „Lögreglan skiptir sér ekki af fólki sem kemur til landsins, nema hún gruni það um að flytja eitt- hvað með sér. En við höfum leitað hjá þessum mönnum, eða réttara sagt þeim sem mega kallast í hærri stiga en svokallaðir götu- neytendur. Það hefur komið fyrir að sú leit hefur borið árangur. En þessi efni eru í öllum stéttum þjóðfélagsins. Um kókaínið er það að segja, að það virðast lokaðir hópar sem neyta þess. Það er ekki boðið til sölu á götunni eins og hassið. Kókaínið er tiltölulega nýtt efni á íslandi. Þess vegna er ýmis- legt sem ekki er vitað um neyslu þess, eða hvernig þróunin verður." — Vopn í þessum heimi? „Það eru mörg dæmi þess að menn beri á sér vopn; hnífa og hnúajárn. En um byssur veit ég ekki. Þróunin er sú sama og í öðr- um löndum, nema hvað hún er aðeins á eftir og minni í sniðum." Einhver hluti fíkniefnanna berst með vöruflutningum, í gámum, í pósti, og flugleiðis með farþegum. „Það eru þúsund leiðir. Menn geta farið í gegnum tollinn með fullt af efni án þess að nokkuð finnist. í Amsterdam og Ameríku er hægt að kaupa golfkylfur, sem eru holar innan, og snyrtitöskur með fölskum botnum. Hver segir að þetta sé ekki notað hér? Eða hvenær leita tollarar á vel þekkt- um bissnessmönnum yfir þrítugt; snyrtilega klæddum með stress- töskurnar í höndunum? Þar gæti verið töluvert magn af litlum pok- um með hvítu dufti.“ Þá leið fór annar viðmælandi HP fyrir nokkrum árum: „Ég var ,,clean“, ekki á skrá hjá lögregl- unni, en liðtækur sukkari, og því beðinn að fara til Kaupmanna- hafnar að ná í kannabis. Sá sem bað mig um þetta fékkst sjálfur við innflutning, og var í sambandi við einhvern fjársterkan aðila. Ég fékk gjaldeyri í hendur til að versla fyr- ir, og það var miklu hærri upphæð en nokkur ferðamannagjaldeyrir, því ég keypti 3 kíló af kannabis. Ég fór druslulegur úr landi, og hafði með mér ferðatösku. I henni var stresstaska með skjölum sem ég hafði tínt til, jakkaföt, skyrta og bindi. Ég ætlaði sem sagt að skipta um gervi áður en ég færi heim. í Kaupmannahöfn hitti ég Islend- inga sem búið var að hafa sam- band við um kaupin. Ég þurfti engar áhyggjur að hafa af þeim. Þess í stað fór ég á snyrtistofu, þar sem ég var rakaður, klipptur og snyrtur. Þess vegna var ég eins og fínn maður þegar ég lenti aftur á Kefla- víkurflugvelli, eins og bissness- maður hreint út sagt. Tollararnir sýndu mér engan áhuga, opnuðu lauslega ferðatöskuna og snyrti- tösku ofan í henni, en ekkert ann- að. Ég fór með efnið á mér í bæ- inn. Ef ég hefði verið íklæddur leð- urjakka, hefði annað verið upp á teningnum. Þá hefðu þeir leitað." Brjótast inn hver hjá öórum Ofbeldið tilheyrir „götu- liðinu" segja þeir. „Menn brjótast inn til þess að ná sér í peninga fyrir fíkniefnum. Áður fyrr fóru þeir jafnvel með stolið silfur og frí- merki úr landi til að kaupa efni fyrir. Svo hefur það tíðkast að falsa ávísanir; menn bruna á milli sjoppa í bænum og kaupa alls staðar sígarettur. Þær geta allir notað. Afraksturinn er notaður í kaupin. Þess eru líka dæmi að tveir gaurar hafa fengið 14—15 ára smá- stelpur í lið með sér fyrir utan skemmtistaði. Þá er fiskað út fórnarlamb; t.d. sjómaður sem er líklegur til að hafa nóg af seðlum á sér. Stelpan fer á kreik, daðrar við hann og fær hann með sér. Þau ganga svo af stað, og hinir tveir fylgja í humátt á eftir. Einhvers staðar í skjóli ráðst þeir svo á manninn, og ræna hann. Oft verða hörkuslagsmál út úr svona, en sá sem verður fyrir barðinu kærir ekki. Málið myndi snúast í höndunum á honum; hvað var hann að gera með stelpu ur.dir lögaldri? Þetta er harður heimur, vegna þess að menn lifa í stöðugri spennu. Þeir tortryggja hver ann- an og virða fá lögmál sín á milli. Ef einn er settur inn, brjótast aðrir jafnvel inn til hans í von um efni eða peninga. Það er algengt að menn gangi með hnífa á sér, því það veitir þeim öryggi. Lendi þeir í slagsmál- um eru þeir vísir til að beita þeim, og gera það. Það eru fáir með byss- ur, en þær eru til í þessu. Það virð- ist vera miklu meiri harka ríkjandi en var fyrir nokkrum árum. Hver þróunin í þessum málum verður, veit maður ekki.“ 8 H ELGA RPÓSTU RIN N

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.