Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 5
því að flytja fréttir á rás tvö er ekki þar með sagt að samstarfið sé upp á það besta, að minnsta kosti af hálfu sumra einstaklinga. Þannig var, að um helgina fóru leitarmenn á Vatna- jökli þess á leit við Þorgeir Ást- valdsson forstöðumann rásar tvö, að fluttar yrðu fréttir af leitinni stöku sinnum um helgina. Þorgeir tók þessari málaleitan vel, en þegar hann hafði samband við fréttastof- una varð Helgi Pétursson frétta- maður fyrir svörum og neitaði að veita upplýsingar um leitina. Príma- donnustæla kalla sumir þetta. . . M ■ V ■örg ar eru siðan oliufé- lögin heimiluðu lánastarfsemi á bensínstöðvumim með sérstökum bensínkortum. Nú er mönnum ekki lengur heimilt að fá eldsneyti upp á krít og verða allir að punga út í harðri valútu þegar þeir fylla á bíl- ana sína. Þetta héldum við að minnsta kosti. Nú heyrum við hins vegar að æ algengara sé orðið að ákveðnir menn, vinir yfirmanna olíufélaganna og einstakra bensín- afgreiðslustjóra, séu í reikningi hjá bensínstöðvunum þótt þessu sé með öllu neitað opinberlega. Eru ýmsir viðskiptavinir bensínstöðv- anna orðnir langleitir þegar þeir draga síðustu hundraðkallana úr veskinu og heyra næsta mann segja sem svo: „Heyrðu, þú setur þetta á reikninginn minn. ..“ 2—3 herbergja íbúð Einn af starfsmönnum okkar vantar íbúö til J leigu. íbúöin þarf helst j aö vera í vestur- eöa I miöbæ, þó ekki skilyrði. Fyrirframgreiðsla og öruggar mánaöargreiðslur. Vinsamlega hafið samband viö afgreiöslu blaösins ísíma 81511. R ensinstöðvar vel á minnst: Það ku ekki vera neinn vandi að labba inn á bensínstöðvar og biðja um nótur fyrir bensínkaupum ef maður þarf að leggja slík blöð fram með öðrum reikningum til að sýna kostnað. Afgreiðslumennirnir eru mjög liprir og fúsir og skrifa oft út margar nótur sem samanlagt gætu haldið heilum bílaflota íyrirtækis í gangi allan sólarhringinn. . . mM ■ ýtt útvarpslagafrumvarp hefur hrist mikið upp í starfsmönn- um og yfirmönnum sjónvarps og út- varps, sem eru farnir að óttast sam- keppni á frjálsum markaði. M.a. hafa íþróttamál Ríkisútvarpsins mikið verið rædd á lokuðum fund- um útvarpsins. Hafa ýmsar hug- myndir fengið mikinn meðbyr. Einna hæst ber þá hugmynd að hefja fastar íþróttasendingar á rás 2 og mun þess ekki langt að bíða að þær áætlanir fái fast form. Þá hefur gagnrýni beinst að rás 1 fyrir að hafa ekki neina fjölbreytni í íþrótta- þáttum þótt lýsingarnar hafi verið álitnar góðar. Er því búist við mikilli byltingu eftir páska hvað varðar skipulagningu og uppbyggingu íþróttaþátta hjá gamla gufuradíó- inu. Við bíðum spennt.. . lEnn víkjum við að bókanapóli- tík útvarpsráðs. Klausur HP um mál- ið og ráðið hafa farið allverulega í fínu taugarnar á útvarpsráði og fór svo á fundi ráðsins í síðustu viku, að bókuð voru einhver orð um Slef- berann í útvarpsráði í framhaldi af fréttum okkar af umræðum þar. Mikill hiti var í mönnum vegna frá- sagna HP og kveðjur heldur óvandaðar. Hjá útvarpinu hlæja hins vegar starfsmenn að þessari súperviðkvæmni nýgræðinganna og „eldri“ útvarpsráðsmanna .. . Sól Saloon Sólbaðstofan Laugavegi 99 Simi 22580 Harnaudfo (>£ ekta ^u/ubad Laugavegi 52 Simi 24610 Slfndfftonf gTfnningar og vodvaþjálJuTuiTtaki hiab<nt i id stadbundinni Jitu 0f> vodvabólgu. bAðar bjöða breiða, nýja bekki Mj profeatonel og UW'F stuJio hne Dömur og hcrrar, vcnð vclkomin \<hiT þegar spurt er hvort þú viljir nótu - það er öruggara Það er freistandi að segja nei, þegar þér stendur til boða ríflegur afsláttur. En nótulaus viðskipti geta komið þér í koll. Sá sem býður slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum þeim sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. FjÁRMÁI ARÁÐUNEYTIÐ HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.