Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 3
Steingrímur talar við sjálfan sig — eða því sem næst!
★ Þér þarf ekki að koma á
óvart þó þú sjáir sjálfan
forsætisráðherrann á sunnu-
dagsrölti meðfram Tjörninni
talandi við sjálfan sig. Þegar
betur er að gáð, er hann nefni-
lega að orða hugsanir sínar inn
á pínulítið segulbandstæki sem
hann hefur falið í lófanum og
ætlar sjálfsagt að nota í næstu
ræðuna sína.
Steingrímur hefur ekki einn
frammámanna í þjóðfélaginu
tekið þetta snjalla tæki í þjón-
ustu sína. Jafnframt má nefna
forsetann, flesta þingmenn,
forstjóra, verkfræðinga, fisk-
matsmenn, jafnvel flutningabíl-
stjóra. Einn úr hópi þeirra
síðastnefndu fékk sér svona
tæki um daginn. Ástæðan?
Hann sagði að á löngum
ferðum sínum um landið dytti
sér jafnan eitthvað skáldlegt í
hug, og áður hefði hann þurft
að stöðva trukkinn til að nótera
hugmyndina á miða, en með
tækinu gæti hann hinsvegar
keyrt áfram á fullu, aðeins ýtt á
tökutakkann og létt á hjartanu.
Þetta er nefnilega galdurinn við
míkró-kassettutækið sem fyrir
fáum mánuðum kom á markað
hérlendis. Kostir þess eru margir
eins og til dæmis fyrirferðin, en
stærð þessa örnema, sem svo
má kalla á íslensku, er á við
vindlingapakka og passar
þannig vel í brjóstvasa. Tækið
er með innbyggðum míkrófóni
og getur tekið allt að þrjá tíma
upp á sömu spóluna. Þeir hjá
Radíovirkjanum við Skólavörðu-
stíg hafa sérhæft sig í sölu
þessa varnings og bjóða upp á
fjölmargar gerðir á verðbilinu
fimm til fimmtán þúsund kall.
Þið vitið það þá núna, hvað
Steingrímur er að gera þegar
svo virðist sem hann sé að tala
við sjálfan sig! ☆
LAUGAVEGI 27
S. 26850
I
HÁRSNYRTISTOFA
Dregur til tíðinda
í bjórmálinu?
Gunnar G. Schram
„Málið hefur verið í allsherjarnefnd neðri deildar og að
beiðni nefndarmanna hefur fjöldi manns komið til viðræðna.
Það hefur því þegar gengið í gegn um eina umræðu og við af-
greiðum það þann tíunda apríl."
— Það er ákveðið?
, Já, það á ekki að breytast og þá kemur það til annarrar um-
ræðu, sem er aðalumræðan. Þriðja umræðan er svo mjög fljót
þannig að frumvarpið á að geta farið til efri deildar fljótlega eftir
páska, — verði það ekki fellt í neðri deild. Þá er það auðvitað
úr sögunni."
— Hvað er þetta búið að vera lengi í meðförum þings-
ins?
„Frumvarpið var borið fram nokkuð snemma í vetur en það
er vel ráðrúm til að það fái fulla meðferð fyrir þinglok því þing-
inu lýkur sennilega ekki fyrr en seint í maí."
— Nú hafa skoðanakannanir í vetur sýnt aukinn
stuðning við að leyfa bjórinn, umfram það sem áður
var. Mikill meirihluti þjóðarinnar virðist styðja bjór á Is-
landi. Hefur þetta ekkert ýtt við þingmönnum?
„Það hefur engin könnun verið gerð á þessu meðal þing-
manna en manni heyrist á máli manna að það séu kannski fleiri
sem myndu gjalda jáyrði við þessu en verið hefur. Það gæti
virst svo en það er auðvitað ómögulegt að fullyrða um það."
— En innan nefndarinnar sjálfrar? Er afstaða manna
ijós þar?
„Hún klofnar náttúrlega. Sumir eru með og aðrir á móti en
menn hafa ekki gefið upp beina afstöðu þannig að hægt sé að
fullyrða hvort meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Það verður senni-
lega mjótt á munum."
— Hefur umsögnum um frumvarpið rignt yfir nefnd-
armenn?
„Jú, nefndin leitaði sjálf til margra aðila og svör sem komu
til baka voru flest andvíg. Það má nefna að t.d. var Samband
veitinga- og gistihúsaeigenda meðmælt málinu. Einnig Ferða-
málaráð. Vinnuveitendasambandið og Æskulýðsráð Reykja-
víkur sögðust ekki gera athugasemdir við frumvarpið en aðrir
voru andvígir."
— Hvað vefst helst fyrir mönnum?
„ Menn vildu fyrst og fremst heyra sjónarmið sem allra flestra
og það hefur farið mikil vinna í það og eins höfum við beðið
um álitsgerðir frá aðilum sem tengjast forvarnarstarfi í áfengis-
málum og öðrum sem starfa að þeim málum s.s. allmörgum
læknum. Yfirmenn ölgerðanna tveggja hafa setið fundi hjá
nefndinni og greint frá sínum sjónarmiðum svo dæmi séu tek-
in."
— Þegar þetta liggur nú allt fyrir má þá ekki reikna
með að eftirleikurinn reynist auðveldur? Að málið ætti
að geta gengið hratt þann spöl sem eftir er ef það verð-
ur ekki fellt?
, Jú, það er alltaf þannig í seinni deildinni og þá liggur þetta
allt fyrir þannig að þetta á að geta tekið mjög skamman tíma,
— í þessu tilviki í efri deild."
— Hvaða hliðar málsins hafa mest verið ræddar í
nefndinni?
„Þeir sem eru hlynntir frumvarpinu hafa velt fyrir sér ýmsum
atriðum t.d. hvort ætti að leyfa íslenskum ölgerðarhúsum að
brugga eingöngu s.s. fyrstu árin. Þau þurfi ekki að keppa við
innflutning. Eins hefur verið bent á að t.d. hafa Danir vegna um-
hverfissjónarmiða bannað bjórdósir. Fleiri ríki eru að íhuga það
og það hefur verið rætt. Hvaða styrkleika á að leyfa o.fl. svo
nokkur atriði séu nefnd. Svo hefur verið lögð á það mikil
áhersla af mörgum að ef til komi verði sala eingöngu leyfð í
áfengisverslunum."
— Þín afstaða hefur held ég ekki komið fram. Gef-
urðu hana upp?
„Nei, nefndarmenn hafa margir hverjir ekki gert það og ég
held ég geri það ekki á þessu stigi."
— En finnst þér sjálfum bjór góður?
„Ég vil ekkert gefa það upp. Nefndarformenn gefa síst upp
svoleiðis afstöðu, meðan þetta er allt óákveðið."
— Þú segir að tónninn í umsögnunum hafi yfirleitt
verið neikvæður. Var hann kannski svo eindreginn að
búast megi við hörðum viðbrögðum frá andstæðingum
bjórsins ef frumvarpið verður nú samþykkt?
„Nei, ég býst ekki við því. Þetta er allt ofstopa- og reiðilaust
svo ég held að það valdi engri borgarastyrjöld."
Hver verða afdrif bjórfrumvarpsins? Margir fylgjast spenntir með fram-|
vindu þess á Alþingi. Málið hefur verið um allnokkurt skeið í meðförum
allsherjarnefndar neðri deildar. Formaður hennar er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins Gunnar G. Schram. Hann var inntur fregna úr stöðunni.
HELGARPÓSTURINN 3