Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 23
B síðasta blaði skýrðum við frá
því, að Duus-hús skipti brátt um
eigendur að stærstum hluta. Vald-
imar Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Alþýðublaðsins og Al-prents
og Lára Lárusdóttir, eigendur
66% í bjórstofunni, ætluðu að selja
Kjartani Sveinssyni og Hrefnu
Kristjánsdóttur sinn hlut, en þá
brá svo við, þrátt fyrir bindandi
kauptilboð af þeirra hálfu, að þau
hættu við. Þriðji eigandinn Sigfríð
Þórisdóttir (Jónssonar í Ford),
ætlaði að halda sínum þriðja hluta.
En í viðskiptaheiminum skipast
veður fljótt í lofti, því nú hefur það
gerst í millitíðinni, að Valdimar og
Lára keyptu Sigfríði út úr fyrirtæk-
inu og í kjölfar þess seldi Valdimar
sín 50% Þorsteini Gunnarssyni,
Óðalsstjóra um árabil. Staðan í mál-
inu er þá þannig núna, að Þorsteinn
og Lára eiga Duus-hús að hálfu
hvort.
Allmargir sýndu áhuga og vildu
kaupa, að því er HP hefur fregnað,
enda bjórkrárnar vinsælir sam-
komustaðir núorðið.
Til fróðleiks má geta þess, að um-
ræddur Kjartan Sveinsson er tækni-
fræðingur sem teiknað hefur fleiri
hús en flestir aðrir á íslandi og á sér-
smíðaðan Fordbíl í lúxusklassa, sem
hann gæti selt fyrir svo sem and-
virði eins einbýlishúss, á 4—6 millj-
ónir eða þar um bil. ..
||
Bh ingað til hafa lögfræðingar
ekki haft heimild til þess að auglýsa
starfsemi sína og er þetta í samræmi
við samþykktir Lögmannafélags-
ins. Á aðalfundi Lögmannafélags-
ins á föstudag í síðustu viku var hins
vegar samþykkt með naumum
meirihluta að heimila lögmönnum
að auglýsa starfsemi sína. Nú bara
bíðum við eftir því hvaða mynd
þessar auglýsingar taka á sig...
ft
eysileg vanskil eru nu hja
bönkunum og segja fróöir menn
okkur í bankakerfinu, að á þessu
hafi farið að bera í haust og síðan
hafi verið viðvarandi vanskila*
ástand, sem einn bankastjórinn lýsti
sem ,,hræðilegu“.. .
REYKJAVÍK:
AKUREYRI:
BORGARNES:
VÍDIGERDI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAUDÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGIL.STADIR:
VOPNAEJÖRDUR:
SEYDISFJÖRDUR:
FÁSKRÚDSFJÖRDUR:
HÖFN HORNAFIRDI:
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
I réttir frá Kvikmyndahátíð: Við á
HP höfum sagt frá því í síðustu tölu-
blöðum að þýski leikstjórinn Wim
Wenders komi hugsanlega hingað
á Kvikmyndahátíð. Nú mun vera af-
ráðið að Wenders komi. Leikstjór-
inn hyggst nefnilega kvikmynda
hérlendis í sumar, eins og sagt var
frá í HP. Hann ætlar að sameina
þetta tvennt: Kvikmyndahátíð og að
Snídahnífur
til heimilisnota
Brennenstuhl sníðahnífurtil margvíslegra nota.
Sker efni, pappír, veggfóður o.fl.
Tilvalinn fyrir þá sem sauma heima og hönnuði.
Nákvæmur og öruggur, jafnvel fyrir börn við föndur.
Gengur fyrir rafhlöðu, hægt að skipta um blöð.
Útsölustaðir:
Reykjavík:
Brynja, Voguebúðirnar, Dömu- og herrabúðin, Mína, JL-húsinu.
Kópavogur:
Vefnaðarvöruverslanirnar Inga og Horn.
Hafnarfjörður:
Nafnlausa búðin.
PARKET
Einu sinni enn er Tarkett-parket í far-
arbroddi í parket-framleiðslu.
• Á markaðinn er nú komið parket með
nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum
endingarbetri en venjulegt lakk.
• Veitir helmingi betri endingu gegn risp-
um en venjulegt lakk.
• Gefur skýrari og fallegri áferð.
• Betra í öllu viðhaldi.
• Komið og kynnið ykkur þessa nýju og
glæsilegu framleiðslu frá Tarkett.
• Alger bylting á íslenska parket-markað-
inum.
Harðviðarval hf.,
Skemmuvegi 40, Kópavogi,
sími 74111.
finna staði hérlendis fyrir nýju kvik- „lókasjónir" verður Hrafn Gunn-
myndina sína. Hjálparkokkur laugsson, kvikmyndaleikstjóri og
Wenders á íslandi við að finna formaður Listahátíðar...
Þriggja maska meðferðin, örvar frumuskiptingu húðar-
innar, dregur úr hrukkumyndun.
Nýtt hér á landi.
Leitið nánari upplýsinga.
Óorás
SNYRTISTOFA
URRIÐAKVÍSL 18 - S. 38830
Lyftimaskar
trouver
Hverfisgötu 105. 2. hæð. Sími 621166.
Passamyndir
Ljósmyndastofa Reykjavíkur
er á horni Hverfisgötu
og Snorrabrautar
ÖII almenn Ijósmyndaþjónusta
Verið velkomin
HELGARPÓSTURINN 23