Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 15
USTAPÓSTURINN Listahátíd 1986: Picasso- sýning tii Islands? Ekkja Picassos til landsins í júní aö skoða Kjarvalsstaði Talsverðar líkur eru á því, að /s- lendingar fái að njóta yfirgripsmik- illar sýningar á verkum hins heims- frœga málara Pablo Picassos í sam- bandi við Listahátíð á nœsta ári. Fulltrúaráðsfundur Listahátíðar sem haldinn var í fyrri viku, ræddi möguleikana á því að fá Picasso- sýningu til landsins og hefur verið haft samband við ekkju málarans og er hún vœntanleg til íslands íjúní að skoða Kjarvalsstaði sem sýning- arstað. Hrafn Gunnlaugsson, formaður Listahátíðar staðfesti í viðtali við Helgarpóstinn að rætt hafi verið um fyrirhugaða Picassosýningu en sagði að of snemmt væri að gera grein fyrir þessu máli að svo stöddu. Fulltrúaráðsfundur Listahátíðar var haldinn í fyrri viku og sátu fundinn fulltrúar allra listamannafélaga og aðrir aðilar, eða um 40 manns alls. Samkvæmt heimildum HP kom m.a. fram á fundinum að fyrir milli- göngu listmálarans Erró hafi náðst samkomulag við ekkju Picassos, Jacqueline Picasso, að íhuga stóra yfirlitssýningu á verkum hins heimsfræga listmálara Pablo Picassos á Islandi í tengslum við Listahátíð 1986. Hefur ekkjan sam- þykkt að koma hingað til lands í júní og mun þá m.a. skoða Kjarvalsstaði sem hugsaniegan sýningarstað mynda Picassos. Hér er um upp- runalegar myndir að ræða og því geysilega háar tryggingaupphæðir. A fulltrúaráðsfundi Listahátíðar voru þau mál rædd og kom þar fram í máli Davíðs Oddssonar borgar- stjóra að eðlilegast væri að veita ríkisábyrgð fyrir málverkunum. Ef úr Picasso-sýningunni verður er um heimsatburð að ræða. -IM Piablo Picasso árið 1936. Þráinn Bertelsson frumsýnir SKAMMDEGI um helgina: „Erum hóflega biartsýn“ |Eggert Þorleifsson sýpur hveljur af skelfingu I einu atriða SKAMMDEGIS. Þráinn Bertelsson kvikmyndaleik- stjóri er nýlentur eftir dramatíska flugferð frá Kaupm'annahöfn. Sam- kvœmt áœtlun átti hann að hafa fyrstu eintökin af nýrri kvikmynd sinni, SKAMMDEGI, í töskunni, en vegna verkfalla í Danmörku kom hann tómhentur heim. En kvíðið engu. Frumsýningin verður á tíma, á laugardag 6. apríl íNýja bíói jafnt og Borgarbíói á Akureyri. Þráinn skildi nefnilega Ara Kristinsson kvikmyndatökumann eftir í Kaup- mannahöfn og kemur hann síðar í vikunni með eintökin til landsins. „Ef hann kemst ekki með góðu, þá með illu," eins og Þráinn orðar það við HP. „SKAMMDEGl er fyrst og fremst spennumynd sem fjallar um fólk og hvað fyrir það getur komið óvænt,“ segir Þráinn ennfremur. „Nánar til- tekið um þrjú systkini á afskekktum bæ sem ekki hefur neitt gildi fyrr en hugmyndir um fiskeldisstöð á staðn- um skjóta upp kollinum. Þau vilja hins vegar ekki flytja af jörðinni. Upp úr dúrnum kemur að stúlka sem býr erlendis á helminginn á móti systkinunum. Hún er fengin til að koma einhverju tauti við þetta af- skekkta fólk og allur meginkafli myndarinnar fjallar síðan um hvað gerist þegar þessi stúlka kemur á staðinn. Þetta er spennumynd, „þriller", þótt mér sé illa við að nota það orð.“ í stærstu hlutverkum eru Ragn- heiður Arnardóttir, María Sigurðar- dóttir, Hallmar Sigurðsson og Egg- ert Þorleifsson. SKAMMDEGI var að mestu leyti tekin upp frá febrúar til apríl í fyrra, og ennfremur í janúar og febrúar í ár. Fyrir utan leikstjór- ann Þráin Bertelsson, stóðu eftir- taldir m.a. að kvikmyndatökunni: Jón Hermannsson var framleiðandi og hljóðmaður, Jón Karl Helgason farðari, Malín Örlygsdóttir annaðist búninga, Þorgeir og Sigurjón Gunn- arssynir sáu um leikmynd og Ingi- björg Briem var aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Og tilfinningin hjá leikstjóranum nokkrum dögum fyrir frumsýn- ingu? „Við prufusýndum myndina fyrir íslendinga í Kaupmannahöfn og fengum góðar undirtektir; fólk- inu fannst þetta þrælspennó. Við er- um þess vegna hóflega bjartsýn." -IM\ Megas og Passíusálmarnir: Klár í slaginn „Þetta eru bara 13 Passíusálmar eftir Hallgrím Pétursson við mína músík," sagði Megas við HP er hann var spurður um Passíusálmakon- sertinn er hann flytur í Gamla bíói laugardaginn 6. apríl og sunnudag- inn 7. apríl. Megasi til aðstoðar eru Ásgeir Óskarsson, trommur, Har- aldur Þorsteinsson, bassi, Björgvin Gíslason, gítar, Pétur Hjaltested, hljómborð, Jens Hansson, saxó- fónn, og kvennaraddir syngja þœr stöllur Ragnhildur Gísladóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir. Aðspurður um tilurð konsertsins svaraði Megas að Passíusálmarnir hafi sungið svo vel við ,,beatmúsík“ að þetta hafi allt komið sjálfkrafa. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel,“ sagði Megas, „og ég er alveg klár í slaginn um helgina." Þess má geta að Megas eða Magnús Þór Jónsson verður fertugur um páskana. -IM HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.