Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.04.1985, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Qupperneq 17
LEIKUST Rokkaöur skólahúmor eftir Hlín Agnarsdóttur Leikfélag Hafnarfjardar sýnir í Bœjarbíói Rokkhjartad slœr, söngleik eftir Leiksmiðju Leikfélags Hafnarfjarðar. Leikstjóri: Pórunn Sigurðardóttir. Tónlist: Jóhann Morávek. Söngtextar: Hörður Zophaniasson. Leikmynd: Hlynur Helgason, Kristín Reyn- isdóttir. Búningar: Kristín Reynisdóttir, Helga Gests- dóttir. Ljós: Egill Ingibergsson. Leikarar: Félagar úr Leikfélagi Hafnar- fjarðar. Frumsýning: 23. mars. Áhugi á leiklist í þessu landi er alveg maka- laus. Fyrir utan allar sýningar atvinnuleik- húsanna í báðum höfuðborgunum úir og grúir af öðrum sýningum, sem maður kemst aldrei yfir að sjá. Undanfarin ár hefur það gerst í auknum mæli að áhugaleikfélög víðs- Lítiö og sœtt Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu Valborg og bekkurinn eftir Finn Methling í þýðingu Þrándar Thoroddsen. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikstjóri: Borgar Garðarsson. Leikarar: Guðrán Þ. Stephensen, Karl Ágúst Úlfsson. Harmonikkuleikur: Reynir Jónasson/Sig- urður Alfonsson. Frumsýning: 27. mars á alþjóðlega leik- húsdeginum. Valborg og bekkurinn er lítið og sætt leik- rit um ellina. Það boðar lífsgleði og lífsnautn og segir okkur á hnyttinn hátt að við þurfum ekki að hætta að gera hitt og fá okkur einn vegar um landið hafi sett upp frumsamin verk. í Hafnarfirði hefur leikfélagið þar nú sett upp söngleikinn Rokkhjartað slœr, sem er algerlega saminn af leikhópnum sjálfum, að undanskildum sjálfum söngnúmerunum. Þetta er að vísu engin nýlunda, eins og bent er á í leikskrá. Þar eru þessari hópvinnu gerð viðeigandi skil og henni hampað ákaft. Leik- stjórinn rekur þar einnig stuttlega sögu hóp- vinnunnar hér á landi, en leggur áherslu á að sönn hópvinna fari best fram í andrúmslofti þar sem enginn veit lengur hvar hugmynd- irnar fæðast. í Rokkhjartanu er kímnin og tónlistin allsráðandi. Minna fer fyrir texta- innihaldi og söguþráðurinn er ósköp einfald- ur. Efnið er félagslíf nemenda í gagnfræða- skóia á 6. áratugnum. I fyrri hluta er dregin upp skopleg mynd af því þegar nemendur undirbúa árshátíð ásamt kennurum sínum. Þar er kynjaskiptingin mjög augljós, strák- arnir syngja í kór undir stjórn Sveinbjörns söngkennara, en stelpurnar æfa leikfimi hjá frú Guðfinnu leikfimikennara. lnn í þetta gráan þótt aldurinn færist yfir. Valborg er komin yfir sjötugt og er að velta fyrir sér lífi sínu og fortíð, þar sem hún situr á bekk nokkrum með nestiskörfuna sína. Smám saman öðlast bekkurinn líf, verður að ung- um karlmanni, sem tekur þátt í hugsunum hennar, sorg og gleði. Textinn er nær allur í bundnu máli, fullur af kímni og hittir beint í mark. Samtal þeirra Valborgar og bekksins brestur svo með vissu millibili út í söng og léttan dans. Þau syngja alkunn lög við ham- onikkuundirleik. Þessi alþýðlegi, stutti gamanleikur er einnig háðsk ádeila á hræsni og fordóma hinna yngri gagnvart þeim eldri og ekki hvað síst á afstöðu nútímaþjóðfélags- ins til aldraðra. blandast svo aðrar persónur eins og hallæris- legu hlussudrottningarnar Hallgerður og Geirþrúður, sem enginn vill hafa með í neinu (alveg dæmigert), svo og veiklyndislegi fiðlu- leikarinn Hrannar. Hulda húsvörður og skólastjórinn koma einnig við sögu. í seinni hlutanum fer svo sjálf árshátíðin fram, vel undirbúin og æfð, nema hvað öllum að óvör- um breytist strákakórinn skyndilega í bull- andi rokkhljómsveit og sjálft rokkgoðið Elvis Presley tekur völdin. Rokkið hlífir engu, ekki einu sinni Rúnaslag Gríms Thomsens. í þessari sýningu er það landsþekktur skólahúmor, sem spilað er á, en innanum aulabrandarana voru bráðsmellin atriði, eins og t.d. æfingin á Rúnaslagnum, þar sem áð- urnefndir kennarar reyndu að sviðsetja inni- hald kvæðisins með aðstoð nemenda. í því atriði áttu Hallgrímur Hróðmarsson og Svan- hvít Magnúsdóttir afar skemmtilegan leik. Eins voru mörg uppátæki þeirra Hallgerðar og Geirþrúðar (Kristín Guðrún Gestsdóttir Þýðingin komst ágætlega til skila í þessu bundna og rímaða formi og vakti oft innilega hlátra og bros. Uppsetning Borgars Garðars- sonar var einföld og skýr og með nikkunni tókst að skapa þau dönsku huggulegheit, sem voru ríkjandi í kjallaranum þetta frum- sýningarkvöld. Guðrún Stephensen var Val- borg og tókst að skapa þessa lífsglöðu mann- eskju á einstaklega ljúfan og næman hátt, eins og hennar var von og vísa. Karl Ágúst Úlfsson lék Bekkinn og þurfti að bregða sér í ýmis gervi bæði karla og kvenna úr lífi og fjölskyldu Valborgar. Það gerði hann einung- is með látbragði og raddbreytingum og gerði vel. Hinsvegar skorti hann aðeins meiri mýkt og sveigjanleika í líkamsbeitingu, sem og Anna María Einarsdóttir) bráðfyndin og ágætt mótvægi við „listrænar" leikfimiæf- ingar hinna stúlknanna. Bergur, aðalgæinn í kórnum og hljómsveitinni (Haraldur Bald- ursson) sýndi einnig góð tilþrif í leik. Séni- stælar Hrannars (Ragnar Gautur Steingríms- son) voru einnig gott.dæmi um vel útfærðan gamanleik. Leikmynd og búningar Rokk- hjartans voru með einfaldasta móti, en gáfu samt ágætlega til kynna tímabilið og fátæk- legt skólahúsnæðið þar sem æft var. Þar hjálpaði einnig Bæjarbíó sjálft, sem er orðið nokkuð lúið. Árshátíðin í leiknum var snot- urt leikhús í leikhúsinu. Á bak við Rokk- hjartað stendur stór hópur ungs fólks, sem hefur lagt gífurlega vinnu af mörkum. Reynsla hópsins af ieiklist er heldur lítil og háði það fólki sérstaklega í framsögn og raddbeitingu í söngnúmerum. Tónlistin var yfirleitt vel flutt, en yfirgnæfði sönginn á' köflum. Rokkhjartað er ágætis dæmi um hvernig áhugaleikhús getur af dugnaði og krafti skapað góða skemmtun. leikurinn í þessu tilviki byggir mikið á. Sam- spil Karls og Guðrúnar var leikandi létt og notalegt eins og það á að vera í þessum tví- leik. Þessi sýning Þjóðleikhússins kemur ef til vill nokkuð seint, ef miðað er við efni hennar, sem hefði kannski átt betur heima á Ári aldraðra, og einnig ef tekið er tillit til þess að verkið er skrifað árið 1973. 011 gerð þess og uppsetning hentar einnig vel til sýninga annars staðar en á Litla sviðinu. Það er kjör- ið til flutnings á vinnustöðum og stofnunum og þá bæði í skólum og á elliheimilum. Og svo að lokum: Takk fyrir leikskrána, Árni Ibsen, þar má finna dágott yfirlit yfir ævi og verk Finn Methlings. JAZZ Líf og dauöi Það er fjörugt djasslífið í henni Reykjavík um þessar mundir. Síðasta vika var ein sam- felld djassvika. Á þriðjudags- og miðviku- dagskvöld var Jazzhátíð í Nausti þarsem Guðmundur Ingólfsson píanisti safnaði sam- an fjölda íslenskra djassleikara og þar djömmuðu þeir ásamt bresku söngkonunni Beryl Bryden, sem er auglýst Drottning blúsins. Það fer nú eitthvað milli mála, því blússöngkona er hún engin þó hún kunni vel að fara með djassblúsana. Hún er heldur ekki nein sérstök djasssöngkona — afturá- móti er hún frábær skemmtikraftur og geisl- ar af innbyggðu fjöri er smitar hvern þann er á hana hlustar og ég er viss um að djammið í Nausti hefði ekki verið nema svipur hjá sjón ef hún hefði ekki verið búin að hita hlustend- ur og hljóðfæraleikara rækilega upp áðuren það hófst. Allt var líka á suðupunkti er hún söng blúsinn hennar Billy Holliday: 1 Love My Man, sem stundum er kallaður Billie’s Blues. Björn R. Einarsson fór á kostum á básúnuna og minnti helst á Dicky Wells með Basiebandinu blásandi bakvið Jimmy Rushing — hvorki þó í tóni né töktum heldur var andinn hinn sami! Beryl var óborgandi þegar hún hristi kílóin hundrað og stakk hljóðnemanum oní bjölluna á saxinum hjá Rúnari Georgs og hrópaði: Play some sexy sax. Svo sló hún þvottabretti og allt var það harla gott. Jazzklúbbur Reykjavíkur var með mánað- arlega djasssessjón sína á Hótel Sögu á fimmtudagskvöld. Sætti það tíðindum að þar blésu gömlu Hawkinistarnir Sveinn Ólafsson og Stefán Þorleifsson. Sama kvöld lék svo kvartett Bjössa Thor í Djúpinu og var bein út- sending þaðan. Trúlega var djassað á ein- hverjum pöbbunum þetta kvöld. Það er engu líkara en við séum stödd í Kaupmannahöfn eða London — slíkt er úrvalið! Þetta fimmtudagskvöld var líka dálítið lær- dómsríkt. Þarna gaf að heyra samhengið í ís- lenskri djasssögu. Sveinn Ólafsson, sem er í hópi fyrstu djassleikara þjóðarinnar á Sögu og hámenntuð ungmenni úr djassháskólum vesturheims í Djúpinu — og þó sveifla þeirra sé ólík tengjast þeir sögulegum böndum hins bláa spuna. Zoot Sims látinn Andlátsfregn ZootSims kom djassgeggjur- um ekki á óvart. Chet Baker hafði sagt okkur að hann berðist við ólæknandi krabbamein og þó krabbinn hefði ekki komið til var glíma Zoot og Bakkusar konungs harla tví- sýn hin síðari ár. „Zoot er byrjaður að drekka aftur," sagði Percy Heath dapurlega er hann lék hér í sumar með The Modern Jazz Quar- tet. Kannski tók Zoot þessu öllu með brosi á vör einsog kollegi hans Paul Desmond, en sagt er að þegar Desmond veiktist hastar- lega og var sendur í lifrarskoðun hafi hann verið harla stoltur er honum var sagt að lifrin væri einsog í ungum manni þrátt fyrir alla drykkjuna. Þegar Desmond sagði frá þessari rannsókn bætti hann gjarnan glottandi við: „Afturámóti fundu þeir krabba í lungunum, en það er önnur saga og kemur brennivíninu ekkert við.“ Zoot Sims varð fyrst frægur sem einn hinna fjögurra bræðra í hljómsveit Woody Hermans. Hann lék lengi með Benny Good- man, Stan Kenton og Gerry Mulligan áðuren hann stofnaði kvintett með A1 Chon. Samspil þeirra var einstakt svoog samstarf — Zoot hinn magnaði einleikari og A1 hinn skemmti- legi útsetjari. Á síðari árum var Zoot á snær- um Norman Granz og hljóðritaði mikið fyrir fyrirtæki hans, Pablo. Þar var hann stundum í félagsskap Duke Ellingtons, Count Basie, Oscar Petersons og annarra jöfra sveiflunnar. Zoot Sims og Stan Getz voru mestir hinna svölu saxista af skóla Lester Youngs en ólíkir þó — Getz nær boppinu en Zoot svínginu. Kvartettskífur þær er Zoot hljóðritaði hin síðari ár fyrir Pablo eru melódísk snilldar- verk og þar er George Mraz gjarnan á bassa. Hin nýjasta er Suddenly it's spring (Pablo 2310-898) og fékk hún að sjálfsögðu fimm stjörnur í down beat. Sonny Stitt sagði eitt sinn um Zoot Sims: „Ég elska Zoot, hæfileika hans og framkomu. Hann er öðruvísi en aðr- ir. Mér finnst hann ekki einusinni hvítur; mér finnst hann svartur." Við þau orð er engu að bæta og vonandi blása þeir nú saman einhverstaðar vinirnir. Zoot was a real bad cat. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.