Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 7
Fíkniefnaheimurinn harðnar STRESSTÖSKU- BRANSI „Þaó kostar ekki nema 50—60 þúsund aó leigja menn“ „Dreifingarkerfió gengur í erfóir“ „Fullt af efnum í bænum — þú næró í sýru eins og poppkorrí' „Þaó eru okurlánarar í þessum bransa“ „Þú feró bara á klósettió og færó þér í nös. Ekkert mál!“ eftir Eddu Andrésdóttur mynd Jim Smart Aörfáum árum héfur íslenskur fíkniefnaheimur tekiö stakkaskiptum. Þar finnst angi af flestu, sem er til staöar í stórborg; flókiö dreifingarkerfi, fjárfúlgur, i okurlánarar, hótanir, líkamsmeiðingar, önnur afbrot og — vopn. Enn hefur enginn skotió byssuskoti út af fíkniefnum, en sumir hafa brugðið hnífum á loft, og sært. Byssurnar eru til. í grófum dráttum er þessum heimi lýst sem tvískiptum. Annars vegar er „götudeildin". Þeir hafa ekki efni á að kaupa jafn dýrt efni og kókaín. En þeir beita öllum brögóum til að komast yfir peninga og fíkniefni. Innbrot eru algeng. Menn brjótast jafnvel inn hjá hver öórum,- viti þeir af efni. Meðal þeirra viðgengst ofbeldið. Og þar eru vopnin; hnífar og skammbyssur. Hins vegar er „ríka deildin". Fólk, sem komió er yfir þrítugt, er efnaö, og „heldur andlitinu út á við". Fólkið sem á peninga til að kaupa kókaín. Sumir nota þaó við hátíóleg tækifæri, aðrir oftar, margir daglega. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í viótölum, sem Helgarpósturinn hefur átt vió menn, sem á einn eða annan máta hafa tengst fíkniefnum á síðustu árum. Þar kemur m.a. fram að sjaldan sé þurró á íslenskum markaði. Hann sé mettur, en þaö kosti peninga, og á bak við þaö hljóti að standa fjársterkir aðilar. Það eru miklir peningar í húfi. Fíkniefnalögreglan segir viö HP að það sé talsverður hópur manna á íslandi, sem lifir góóu lífi á innflutningi fíkniefna og dreifingu, og gerir ekkert annaö. SJÁ NÆSTU SÍÐU HELGARPÖSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.