Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiösla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f ísland er að breytast Það hafa orðið umskipti i ís- lenskum fíkniefnaheimi. Sú tíð er liðin, að nokkrir aðilar tóku sig saman og gerðu út leiðang- ur eftir fíkniefnum til neyslu, eingöngu fyrir sig og sína. Innflutningur á fíkniefnum er skipulagður til dreifingar og sölu á íslenskum markaði. Dreifingarkerfið er flókið, og þannig uppbyggt að sem minnst hætta sé á leka. Það er nánast útilokað að henda reið- ur á því. Magnaður orðrómur er á kreiki um að fjársterkir aðilar tengist dreifingu fíkniefnanna; fyrirtæki, verslanir, veitinga- staðir og einstaklingar. Fíkni- efnalögreglan útilokar ekki þann möguleika að efnin berist með vöruflutningum fyrir- tækja. Gífurlegar fjárupphæðir eru í húfi. Sala fíkniefna er auðveld fjáröflunarleið. Innkaupsverð er lágt miðað við gangverð á ís- lenskum markaði, og útilokað er að komast yfir hreint efni, nema fyrir þröngan hóp manna. Fíkniefnaheimurinn er tví- skiptur. Annars vegar eru þeir sem hafa peningana á milli handanna, hins vegar svokall- aðir götuneytendur. Hjá þeim viðgengst ofbeldi; ógnanir, lík- amsmeiðingar. Þessi heimur hefur harðnað að sögn þeirra sem þekkja gjörla til. Menn bera á sér vopn, til dæmis hnífa og hnúajárn og vitað er um byss- ur. Enn hafa þessar byssur þó ekki verið notaðar. Kókaín er tískuefnið á íslensk- um markaði. Neysla þess er bundin við þá sem eiga pen- inga. Gangverð á einu grammi er 6—8 þúsund krónur. Neysla þess er algengust meðal fólks um þrítugt og þar yfir. Fátt er auðveldara en að smygla þessu, hvíta dufti inn í landið, segja viðmælendur HP í dag. Lögreglan á að hætta að beina athygli sinni að leður- jakkafólkinu segja þessir við- mælendur jafnframt. Hún á að beina sjónum sínum að biss- nessmönnunum með stress- töskurnar, yfirstéttinni í íslenska fíkniefnaheiminum. Hópur manna lifir góðu lífi á dreifingu fíkniefna. Jafn góðu lífi og þeir sem eru í fullri vinnu, segir lögreglan. Hversu miklu magni hún nær af öllu því sem kemur inn í landið, er útilokað að segja til um. Samkvæmt upplýsingum HP í dag, virðist þó um sáralítið magn að ræða, því markaðurinn er mettaður. 94 aðilar hafa verið kærðir það sem af er þessu ári, fyrir af- skipti af fíkniefnum á einn eða annan máta. En ef vel á að vera, segir lögreglan, þarf að setja miklu meirí peninga í rannsókn þessara mála og HP tekur undir það. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Ingibjörg Gudmundsdóttir svarar Útsýnarforstjóranum: Sannleikanum veröur hver sárreiðastur því verkin tala Hr. ritstjóri. Ísídasta tbl. HP birtist bréffrá íng- ólfi Gudbrandssyni forstjóra Feröa- skrifstofunnar Útsýnar. Petta bréf var um vibtal HP við mig, um sam- skipti mín og /ngólfs Guðbrands- sonar vegna starfs míns hjá Ferða- skrifstofunni Útsýn. Bréfið var því miður (hans vegna) svo uppfullt af rangfœrslum og skáldskap að ég sé mig knúna til að gera ítarlegar athugasemdir og leið- réttingar við það og biðja HP vin- samlegast um að birta eftirfarandi. Það er greinilegt að viðtalið sem HP birti nýverið um samskipti mín og Ingólfs Guðbrandssonar forstjóra Ferðaskrifstofunnar Útsýnar hefur heldur betur farið fyrir brjóstið á forstjóranum. A.m.k. hefur hann fundið sig knúinn til að láta birta eft- ir sig skrif, sem þeim sem til málsins þekkja finnst hvorki sæma honum né nokkrum öðrum að láta frá sér fara. Þessum skrifum vil ég hér með svara og gera lið fyrir lið viðeigandi leiðréttingar á rangfærslum þeim og tilbúningi sem þar er að finna. Pólitískar skodanir og Flokkur mannsins Forstjórinn sér ástæðu til að geta þess í skrifum sínum að ég sé einn af forsvarsmönnum Flokks mannsins. Hvað kemur það málinu við? Hann taiar líka um að fólk úr öll- um flokkum geti unnið fyrir Útsýn á meðan það reyni ekki að misnota aðstöðu sína og vinnutíma til að þröngva skoðunum sínum upp á aðra. Er hann að gera því skóna að ég hafi gert það? Ef hann er að reyna að láta fólk halda að ég hafi í vinnu hjá honum reynt að þröngva skoðunum upp á fólk þá er það rangt. Ingólfur reyndi að vísu að hlera sarhstarfsfólk mitt um mína pólitík en fékk ekki önnur svör en þau að fólkið vissi lítið annað um mína pólitísku skoðun en það að ég væri í Flokki mannsins. Varöandi umsókn mína og ráðningu til Útsýnar Þegar Ingólfur Guðbrandsson kallaði mig til viðtals vegna um- sóknar minnar um starf hjá Útsýn var ég löngu búin að gleyma þessari umsókn. Það var því ekki með minni vitund eða að minni ósk að talað var við forstjórann um starfs- umsókn mína. Ég þrýsti þar ekki á neinn. Maður skyldi líka ætla að Ingólfur Guðbrandsson væri maður til að láta ekki undan þrýstingi ef hann kærði sig um. Það er rétt að ég var í fyrstu ráðin í tímabundið starf hjá Útsýn. En þegar ég hafði starfað þar í fulla 3 mánuði kallaði forstjórinn mig til sín til þess að handsala við mig fast- ráðningu og lýsti hann við það tæki- færi yfir ánægju sinni með þá ráð- stöfun. Telji hann sig hafa sagt mér upp störfum þ. 17. des. sl. er mér ekki kunnugt um það. En að halda því fram að eftir tæp- lega 6 mánaða starf sé starfsmaður enn lausráðinn með 1 mánaðar upp- sagnarfrest sýnir annað hvort vísvit- andi tilraun til rangfærslu eða van- þekkingu á vinnulöggjöfinni. Hefnd og rógburður Ég hef aldrei hótað Ingólfi Guð- brandssyni hefnd. En ég lét þess get- ið við hann að ég myndi ekki þegja yfir samskiptum okkar. Að ég hafi rógborið fyrirtæki hans í leit að nýju starfi er líka alrangt. En væri ég spurð hvers vegna ég væri að hætta hjá Útsýn sagði ég bara sannleikann. Kristin trú og menning. Orgelsjódurinn Eitt af því grófasta í skrifum Ing- ólfs Guðbrandssonar eru aðdróttan- ir hans um viðhorf mín til kristinnar trúar og menningar og afstöðu mína til orgelsjóðs Hallgrímskirkju. Ingólfi Guðbrandssyni hef ég aldrei sagt annað um þessi mál en að ég teldi mig ekki réttu mann- eskjuna í orgelsjóðsstarfið og orð- rétt sagði ég við hann „að ég væri ekki nein kirkjunnar manneskja". Mér er ekki grunlaust að svo sé um fleiri íslendinga, jafnvel starfsfólk hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn. Ingólfur talar um hatursfull skrif og orgelsjóðinn í sömu andránni. Hvað er maðurinn að fara? Las hann ekki viðtalið? Þessar 4 vikur (ekki 14 daga eins og IG segir í grein sinni) sem ég vann fyrir orgelsjóðinn kynntist ég mörgu afbragðsfólki, sem vafalaust getur borið vitni um starf mitt þar. Ég get nefnilega vel unnt fólki þess að eiga sér áhugamál og vinna að því þó ég sjálf hafi ekki sama áhuga. Og ég sé ekki ástæðu til að standa í vegi fyrir slíku starfi, enda hef ég ekki gert það, eins og Ingólfur Guð- brandsson lætur að liggja. Ef einhverja langar til að hafa gott orgel í Hallgrímskirkju þá finnst mér það bara allt í lagi. En ég vil fá að ráða því sjálf hvort ég vinn að því eða ekki. Um það snerist málið. Atvinnurekandi og launþegi Um það hvort hann gæti ráðið fólk til Ferðaskrifstofunnar Útsýnar og látið það svo fara að starfa við eitthvað allt annað og óskylt því sem það var ráðið til, svo sem söfn- un í orgelsjóð, og hótað uppsögn ella. Þetta virðist IG eiga erfitt með að skilja. Samkvæmt hans viðhorfi er kannski bara tímaspursmál hvenær starfsfólkið á Útsýn fer í fjársöfnun fyrir Pólyfónkórinn eða verður sent inn á Laugarásveg, heim til 1G, til að skúra o.s.frv. Samstarfsfólkiö á Útsýn Ég hef áður (í síðasta tbl. HP) gert grein fyrir því að það voru nokkr- ir yfirmenn hjá Útsýn sem vís- uðu mér á dyr eftir útkomu HP með viðtalinu við mig án vitundar hinna og sendu svo yfirlýsingu frá „starfs- fólki" Útsýnar í biöðin, líka án sam- þykkis hinna. Að yfirlýsingunni var þannig stað- ið að starfsmenn voru kallaðir fyrir einn og einn og spurðir hvort þeir vildu undirrita plaggið. Þegar í Ijós kom að flestir vildu það ekki var yf- irlýsingin bara send blöðunum í þeirra nafni án vitundar þeirra og samþykkis. Það var kannski tilviljun að hún birtist sama dag og grein IG? Mannréttindi og málefnaleg gagnrýni Eins og ég hef líka áður sagt hér hefur IG margt gott gert og maður- inn hefur marga góða eiginleika. Og ég vil endurtaka þakkir mínar til hans fyrir góðar óskir mér til handa, Ég óska honum líka alls hins besta og vona að hann geri sér grein fyrir nauðsyn þess að geta tekið málefna- legri gagnrýni reiðilaust. Ég ber engan hefndarhug til IG. Fyrir mér er hann fyrst og fremst maður sem eins og allir aðrir menn á sína möguleika til að leggja eitthvað af mörkum svo við öll megum búa í betra þjóðfélagi. Þjóðfélagi sem Leiðrétting í grein sem birtist í byggingar- blaði HP 21.3. um íslenskan hús- búnað var komist svo að orði, að „erlendir hönnuðir (hafi) fram- leitt fyrir íslensk fyrirtæki". Þarna átti að sjálfsögðu að standa hannað fyrir o.s.frv. Þá var sagt, að hægt væri að fá áklæði í viðartegundum, en átti að standa í ýmsum litum. HP biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. virðir manninn. Þjóðfélagi sem ein- kennist af góðum samskiptum, sam- vinnu og frelsi. Þjóðfélagi þar sem mannréttindi eru virt og í hávegum höfð. Að lokum vil ég taka undir orð IG og segja: Forðist hefndarhug og reynið að byggja upp í stað þess að rífa niður. Sameinumst um að byggja upp mannlegra og betra þjóðfélag. Látum verkin tala. Reykjavík 2. apríl 1985, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir. i Sturla og steypan 777 ritstjórnar HP: í síðasta tölublaði Helgarpóstsins er viðtal við Sturlu Einarsson um léttsteypu í svalahandriði hússins að Klyfjaseli 2. Eftir upphafi greinarinn- ar að dæma virðist tilefni viðtalsins vera það að Sturlu hafi borist skýrsla frá undirrituðum sem auk annars er ranglega talinn til starfs- manna Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins. Nú skyldi maður ætla að það sem kæmi fram í grein- inni væri að einhverju leyti skylt því sem kom fram í áðurnefndri skýrslu, sem raunar er handskrifað- ir minnispunktar, enda hafa flestir álitið svo vera og talið að þær skoð- anir sem koma fram í viðtalinu séu settar fram í áðurnefndum minnis- punktum. Svo er þó engan veginn. Margir hlutir snúast algjörlega við. í minnispunktum mínum segir að ekkert alkalihlaup finnist í steyp- unni við smásjárskoðun. í greininni er steypan alkalivirk. í minnis- punktum mínum er talað um mjög hátt loftmagn. í greininni er talað um ónóg loftblendi. Undirritaður ber mikla virðingu fyrir baráttuþreki Sturlu og vilja hans til að reyna að breyta hefð- bundnum byggingaraðferðum til betri vegar þó það kosti hann per- sónulegar fórnir og áföll. En undir- ritaður ber ekki síður virðingu fyrir vísindalegum vinnubrögðum við úrvinnslu gagna. I þessu viðtali fóru þau lögmál hins vegar mjög svo halloka fyrir baráttugleðinni. Virðingarfyllst, Ríkharður Kristjánsson Félag áhugamanna um heimspeki: Siöfræöi, pyntingar og þjáning Á páskum 1985 gengst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir málþingi um siðfræði, pyntingar og þjáningu. Til þingsins koma Inge Kemp Genefke, læknir við Rehabiliteringscenter for torturofre í Kaupmannahöfn, og Peter Kemp, heimspekingur frá Kaupmanna- hafnarháskóla. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: Föstudaginn langa, 5. apríl: Kl. 15: Hjördís Hákonardóttir: „Pyntingar — hvar liggja mörk- in?“ Kl. 15.30: Inge Kemp Genefke: „Rehabilitation of torture victims". Laugardaginn 6. apríl: KI. 14: Peter Kemp: „Ethics and the unjustifiability of torture". Kl. 15.30: Páll Skúlason: „Siðfræði, trú og þjáning". Málþingið verður haldið í Lög- bergi, stofu 101, og er öllum heimill aðgangur. Fréttatilkynning. LAUSN Á SPILAÞRAUT S 3-2 H G-10-9-7-3-2 T 5 L K-7-6-4 S Á-K-6-5-4 H Á T K-10-8-6-2 L D-5 S D-G-10-7 H 8-4 T G-9-4-3 L Á-G-8 Útspil: Hjartagosi. Austur tekur á ásinn og lætur tígultvistinn. Láti suður lítið spil, þá er tekið á sjöu vesturs. En láti suður níuna, þá er tekið á ásinn og sjöunni spilað og hún látin flakka úr því norður fylgir ekki lit. Þessi spilamáti er til þess að eiga inn- komu á drottninguna og geta nýtt hjartahjónin. En betri vörn er til hjá norðri og suðri. Þeir geta látið austur vera oftar inni og sjálfir fengið einn tíg- ul, þrjú lauf og tvo spaða. En þetta er alls ekki svo augljóst. S 9-8 H K-D-6-5 T Á-D-7 L 10-9-3-2 Höldum heim að Hofi Velkomin heim að Hofi. -tjóíelj-loj Raudararstíg 18 - Simi 28866 Þar eru húsakynni við þitt hæfi. I veitingasalnum er boðið upp á Ijúffengan og ódýran mat i hádeginu og á kvöldin og þar er einnig glæsilegt úrval af heimabökuðum kökum. Á Hótel Hofi eru glæsileg salarkynni til veisluhalda. Þar eru einnig til staðar öll hjálpargögn til tunda- og ráðstefnuhalds. Ekki má gleyma þægilegu gistiherbergjunum. Þau eru vel búin húsgögnum, sturtu, snyrtingu, sima, útvarpio.fl. 10 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.