Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 24
M ■ W ■liktar innanhussdeilureru nú hjá Alþýðubandalaginu um hug- myndirnar varðandi inngöngu bandalagsins í Alþjóðasamband jafnaðarmanna og sýnist sitt hverj- um. Yngri menn með fortíð í Fram- sókn eins og Einar Karl Haralds- son framkvæmdastjóri flokksins og Ólafur Ragnar Grímsson mæla með þessari aðild, en harðlínumenn af gömlu kommakynslóðinni og yngri menn í verkalýðsstétt berjast mikið á móti. Er það nú altalað inn- an raða Alþýðubandalagsins að komi til inngöngu í Alþjóðasam- bandið muni flokkurinn klofna í tvo minni ftokka. Minnast margir flokksmenn sjöunda áratugarins þegar Alþýðubandalagið var stofn- að upp úr Sósíalistaflokknum og Hannibal klauf sig úr. Spáðu þá margir því að sagan myndi endur- taka sig, ef frjálslynd öfl fengju að leika of lausum hala. Er nú viðbúið að mikið muni reyna á Svavar Gestsson formann ef til inngöngu í Alþjóðasamband jafnaðarmanna kemur. . . ft uðmundur Einarsson þingmaður Bandalags jafnaðar- manna kemst oft hnyttilega að orði. Á dögunum voru bandalags- BananaS t '= Ti carrots ^pplesauce menn staddir á Húsavík á fundi og voru þá spurðir spurningar um það hvort ekki færi að líða að því, að þeir bandalagsmenn færu að hverfa aftur í raðir alþýðuflokksmanna. Guðmundur svaraði þessari spurn- ingu með því að benda á, að hesta- mannafélagið Fákur og Hunda- vinafélagið væru bæði í sama bransanum en hingað til hefði ekki verið talað um að þessi tvö félög ættu að sameinast. . . tryggingu yrði að setja. Davíð Oddsson borgarstjóri lagði þá til málanna að veitt yrði ríkisábyrgð, enda eina leiðin sem hinir erlendu aðilar gætu sæst á. Það vakti mikla kátínu er Davið gerði grein fyrir þessari tryggingu og útskýrði að ef ekkert kæmi fyrir verkin, féllu öll ið- gjöld sjálfkrafa niður. Borgarstjóri notaði nefnilega eftirfarandi orða- lag: „Þar sem sýningin kemur frá Frakklandi er best að viðhafa vinnu- brögð fjármálaráðherra. Ef ekkert kemur fyrir verkin beitum við sem sagt pennastriksaðferðinni. .. Lítið fréttist af könnun Ríkisút- varpsins á vinsældum efnis útvarps og sjónvarps. Hins vegar fréttum við að Ríkisútvarpið í heild fái mun já- kvæðari viðbrögð en yfirmenn þess bjuggust við. Hlustendur og áhorf- endur eru sem sagt ánægðir með Ríkisútvarpið sem stofnun. Hins vegar munu niðurstöður könnunar- innar liggja fyrir um næstu mánaða- mót... A frettastofum ríkisfjölmiðl- anna hefur löngum gætt reiði gagn- vart útvarpsráði vegna sífelldra at- hugasemda útvarpsráðsmanna við fréttaflutning og störf frétta- manna. Athugasemdirnar koma hins vegar aldrei beina boðleið til starfsmanna, heldur fréttist af orð- ræðum í útvarpsráði á göngum og oft seint og um síðir. Á fréttastofu út- varpsins er ráðgert að stofna til svo- kallaðrar „skítkastsbókar", bókar sem verður látin liggja opin frammi fyrir starfsfólk og gestkomandi til þess að gefa þeim kost- á því að hreyta skít í útvarpsráð á móti! Ekki er búið að útfæra hugmyndina nán- ar, en stungið hefur verið upp á því, að selja áskrift að bókinni til þess að drýgja tekjur fréttamanna og er þá gert ráð fyrir rabattprís fyrir út- varpsráðsmenn... E.i I ulltrúaráðsfundur Listahátíðar var haldinn í fyrri viku þar sem m.a. var rætt um að fá mörg merkustu verk Picassos hingað til lands í tengslum við Listahátíð næsta sum- ar (sjá Listapóst). Mönnum varð að sjálfsögðu mjög tíðrætt um hina miklu fjárhagslegu ábyrgð sem hvíldi á slíkri sýningu og hvaða Gerber barnamatur gæðanna vegna Fimmtíu ára reynsla ög 70% markaðshlutfall í USA segir meira en mörg orð um Qerber barnamat- inn. Venjuleg fæða er of bragðmikil eða skortir næringarefni, sem ungbörn þurfa á að halda til að dafna og þroskast eðlilega. Eftir áratuga rannsóknir færustu sérfræðinga hefur Gerber tekist að framleiða, úr bestu hráefn- um, mikið úrval af auðmeltanlegum og bragð- góðum barnamat, með réttum næringar- efnahlutföllum. Gerber gæðanna vegna það geta 30 milljón mæður staðfest. Einkaumboð mnw/i . , simi 82700 f DORINT^UMARHUSA ÞORPIDI MfSKUÆVM m Frekari upplýsingar um Dorint- sumarhúsaþorpið í Wlnterberg veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmennog ferðaskrifstofurnar Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg í Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi W/nferberger einnig ævintýri líkast. (grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dusseidorf, Köln, Bonn, Kobienz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferöir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverðfyrir4mannafjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608,- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952.- á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. Fjölskyláustemmning ásögnslóöum Grimmsœvintýra mm ÍÉJllllÍ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.