Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 12
OFT EINS OG KIOFIK
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart
Hér á landi er búsett heimsþekkt mezzósópransöngkona. Þegar hún var 19 ára aömul gerð-
ust þau fáheyrðu tíðindi að henni var boðið að syngja á konsert í Kreml; meðan nún var enn
við nám fékk hún atvinnutilboð frá Bolsoj-óperunni og nokkrum árum síðar lagði hún alla Evr-
ópu að fótum sér. Fyrir skemmstu batt hún enda á þennan glæsta söngferil og fluttist hingað
upp til Islands ásamt eiginmanni sínum. Það er Valentina Kosareva-Klepazkaja, eiginkona
rússneska sendiherrans á íslandi, Eygen Kosarev, sem mætir hér galvösk til leiks.
Fyrir milligöngu Viktors, blaðafulltrúa í rússn-
eska sendiráðinu, veitti hún blaðinu þetta viðtal.
Ekkert mál! Af erlendum tungumálum talar frú
Kosareva frönsku og ítölsku, en til að örugglega
ekkert færi nú milli mála við að koma orðaræð-
um hennar frá rússnesku yfir á íslensku, varð úr
að Ingibjörg Hafstað kæmi með blaðamanni
sem túlkur. Frú Kosareva tók á móti okkur á
heimili sínu að Túngötu 9 glettnisleg á svip og
með spurn í augum. Þegar við höfðum kynnt
okkur, hreiðrað notalega um okkur í hægindun-
um og þjónustustúlkan borið á borð kaffi, jarð-
arberjatertu og rússneskan kirsuberjalíkjör, seg-
ist frú Kosareva vera hálf hissa á því að hafa verið
beðin um þetta viðtal. Við fussum bara og svei-
um undan slíku lítillæti.
Valentina Kosareva hlær og litur okkur kank-
visum augum. „Já, en mér hefur nú einhvern
veginn fundist að fólk missti áhugann á mér eftir
að ég hætti að syngja." Svo biður hún okkur af-
sökunar á að hafa valið laugardaginn fyrir við-
talið. ,,Ég veit að útivinnandi konur þurfa að
nota helgarnar til hreingerninga og annars
bardúss." Við Ingibjörg fullvissum frú Kosarevu
um að þetta sé allt í stakasta lagi. Við hefðum
fengið kærkomið tækifæri til að fresta skatta-
skýrslu- og sviðasultugerð. Síðan förum við að
spjalla um hvernig frú Kosarevu líki að búa á fs-
landi, en þau hjónin fluttust hingað fyrir um það
bil hálfu ári.
Carmen og Stuðmenn
,,Vel,“ svarar hún. „Hér er svo margt hægt að
gera. Tónlistarlífið hér er t.d. á háu plani. Hér er
makalaust samsafn af hæfileikafólki. Uppfærsl-
an á Carmen fannst mér t.d. mjög góð. Ég tók
sérstaklega til hugvitssamlegrar leikstjórnar
Þórhildar Þorleifsdóttur. Hún hefur haft í huga
allan tímann að hér ætti fyrst og fremst að
syngja. Sumir óperuleikstjórar vilja gleyma því
að söngvarar þurfa að hafa mikið svigrúm m.a.
upp á öndunina.
Hér er tekist á við verk sem fjölmennari þjóðir
veigra sér stundum við að færa upp. Ég fæ ekki
betur séð en þið séuð menningarþjóð á háu
stigi."
Við Ingibjörg þökkum hólið en bendum á að
hér sé nú eigi að síður uppivaðandi diletantismi
í ýmsum greinum... Síðan minnumst við þess
að þau sendiherrahjónin tóku þátt í áramóta-
gleði útvarpsins. Það vakti athygli að Eygen
Kosarev og bandaríski sendiherrann, Marshal
Brement, tóku lagið með Stuðmönnum. Á
rússnesku.
„Á þessu balli kynntist ég annarri hlið á ís-
lensku tónlistarlífi. Þar var ekki síður vandað til
allra hluta." Valentina Kosareva hlær dillandi
hlátri og segir: „Þegar ég hef svo loksins ákveð-
ið að draga mig í hlé, þá gerir kallinn minn sér
lítið fyrir og fer að troða upp með grúppum og
öðrum sendiherrum. Hann er meira að segja
farinn að monta sig og segist fara beint í Bolsoj
þegar hann komi aftur heim til Moskvu!"
Rétt í því gengur Eygen Kosarev inn í stofuna
og heilsar upp á okkur og segist hafa verið að
horfa á íslenskan vísindamann í rússnesku sjón-
varpsfréttunum. Hann kveikir á sjónvarpinu og
glæsilegar fylkingar íþróttamanna storma inn á
skerminn.
„Já, það er ómetanlegt að geta fylgst með öllu
sem gerist heima í gegnum sjónvarpið," segir frú
Kosareva. „Og reyndar höfum við kynnst mörg-
um fslendingum í gegnum það. Þeir hafa sóst
eftir að fá að koma hingað til að fylgjast með,
íþróttaleikjum"
Og við víkjum aftur að Stuðmönnum. Hvort
hún hafi séð Hvíta máva?
„Nei, því miður. Við ætluðum á frumsýning-
una en komumst ekki þar sem við þurftum að
mæta í boð. Við misstum líka af frumflutningi H-
moll messunnar. Þá vorum við í boði hjá Ragn-
hildi Helgadóttur ásamt Vigdísi forseta og öðru
merkisfólki."
Valentina Kosareva andvarpar. „En það verð-
ur ekki á allt kosið. Þegar maður er nýr í svona
starfi verður maður að leggja sig allan fram við
að kynnast fólki. Ragnhildur Helgadóttir hefur
verið mjög ötul við að skipuleggja okkur sendi-
herrafrúrnar. Við höfum farið saman á sýningar,
heimsótt mjókurbúið á Selfossi, meira að segja
blótað þorra á Naustinu þar sem Árni Björnsson
hélt jafnframt fyrir okkur smátölu um íslenska
hátíðisdaga."
— Þannig að sendiherrafrúr hafa í nógu að
snúast?
„Já, það er óhætt að segja það. í þessu starfi
þarf tvo til.“
Fannst jafnvel að lífið
væri buið. . .
— Þess vegna ákvaðstu að draga þig í hlé sem
söngkona?
„Já, ég gerði það smám saman á síðastliðnum
árum og hætti svo endanlega í fyrra.“
— Var þaö ekki erfitt?
„Jú, óperan hefur verið mitt Iif. Þó að ég sé
hætt að syngja fæ ég oft martraðir, þá finnst mér
eins og verið sé að draga mig út úr gufubaði inn
á svið til að syngja. Og svo vakna ég upp í svita-
baði. . . Á tímabili fannst mér mjög erfitt að
horfast í augu við að ég væri hætt að syngja.
Fannst jafnvel að lífið væri búið. En ég hef þann-
ig mezzó-sópranrödd að ég hefði getað haldið
áfram að syngja lengi enn, rödd mín er ekki
bundin ungpíuhlutverkum eingöngu. En það er
nú þannig í þessu lífi að við verðum stöðugt að
velja og hafna. Hér fannst mér að ég yrði að
standa við hlið eiginmanns míns.“
Og nú er meira en kominn tími til að Valentina
Kosareva segi okkur frá söngferli sínum. Hve-
nær vaknaði áhugi hennar á söng?
„Strax í æsku eins og þvi er yfirleitt farið með
tónlistarfólk. Ég átti reyndar erfiða æsku, var
ung þegar stríðið skall á. Fjölskylda mín bjó þá
í Hvíta-Rússlandi, í litlu þorpi rétt hjá Brest. Það
var gerð loftárás á þorpið og það jafnað við
jörðu. Fjórði hver maður féll í Hvíta-Rússlandi,
í stríðinu. í stríðsbyrjun vorum við flutt til Ural
þar sem við lifðum við mjög erfiðar aðstæður
meðan á stríðinu stóð. Eftir stríðið ríkti hungurs-
neyð, en við börnin hópuðumst saman og sung-
um í okkur kjark, ef svo má segja, dönsuðum,
lærðum að leika á hljóðfæri. Þrátt fyrir erfiða
tíma var lífið áhugavert. Tónlistin hjálpaði okk-
ur að lifa þá erfiðu tíma sem fylgdu í kjölfar
stríðseyðileggingarinnar.
Erfitt að vera
skapandi frumherji
Skólakerfið í Sovétríkjunum er þannig upp
byggt að strax i barnaskóla er hægt að velja sér-
hæfðar brautir. Ég valdi tónlistarbraut og lærði
á selló. Og að loknu skyldunámi fór ég á
konservatóríið.
Þegar ég var þar á þriðja ári var þeim sem best
gekk boðið að halda konsert á nýárshátíð í
Kreml. Þá var ég 19 ára. Skömmu síðar var mér
boðið að syngja fyrir ráðstefnu í Bolsoj-leikhús-
inu. Fyrir stúdent á þriðja ári var fáheyrt að fá
að syngja þar við undirleik hljómsveitar sem
hafði þekktustu hljómlistarmönnum landsins á
að skipa. Stjórnandinn var Vassili Nebolsín.
Þetta var geysilega mikil lífsreynsla. Það var
ævintýri út af fyrir sig að kynnast þessu leikhúsi
sem hinn frægi arkitekt, Bove byggði 1776, allt
í gulli og gersemum og ekkert til sparað. Þar er
stórkostlegur útskurður á veggjum, stórkostleg
leiktjöld og hljómburðurinn frábær. Mér fannst
sviðið eins og torg. Á æfingunni fyrir konsertinn
gekk ég eftir því á tréfótum skjálfandi af hræðslu
og var alveg uppgefin þegar ég var komin á leið-
arenda á miðju sviðinu!"
Valentina Kosareva lifir sig inn í frásögnina,
hún lokar augunum og titrar þegar hún minnist
þessarar frumraunar sinnar á sviði Bolsoj-leik-
hússins.
„Þá tók ekki betra við,“ heldur hún áfram og
baðar út höndunum. „Hljómsveitin byrjaði að
spila en mér var lífsins ómögulegt að kreista upp
úr mér svo mikið sem tón! Hljómsveitarstjórinn
horfði hneykslaður á mig og mér fannst að öll
hljómsveitin horfði á mig með lítilsvirðingu. Svo
byrjaði hún á nýjan leik og þá tókst mér að
syngja eins og ég væri í tíma hjá kennara mín-
um. Eftir æfinguna fékk ég hrós frá tónlistar-
mönnunum sem var náttúrulega mikill heiður
að fá frá svo prófessjónal fólki.
Kvöldið eftir Kreml-tónleikana var hringt í
mig og mér boðið starf við Bolsoj-óperuna. Ég
hringdi í konuna sem kenndi mér söng í Sverd-
lovsk og sagði henni tíðindin en hún brást hin
versta við og sagði: „Snautaðu heim, þú verður
fyrst að ljúka náminu!"
Svo það varð úr að ég hélt áfram þessu fimm
ára námi við konservatóríið og þegar ég var þar
á síðasta námsári hófst ferill hinnar eilífu sam-
keppni: Fyrst söngkeppnir innanlands og síðan
tók ég þátt í minni fyrstu keppni erlendis, í Var-
sjá, þar sem ég vann til „Laureat-verðlaunanna.
Áð henni lokinni fékk ég svo aftur starfstilboð
frá Bolsoj-óperunni og lífið byrjaði fyrir alvöru.
Áður hafði ég haldið að söngferillinn væri
bein lína, að eitt táeki við af öðru á fremur auð-
veldan hátt. En því reyndist ekki þannig varið.
Söngvarinn er alltaf þræll raddar sinnar að ein-
hverju leyti, þú verður því að helga þig starfinu
gjörsamlega. Það er mikill ábyrgðarhluti að
starfa með Bolsoj-leikhúsinu því það hefur al-
þjóðleg stefnumið í flutningi óperu, balletts og
kórsöngs fyrir nú utan að þeir sem þar starfa eru
skapandi frumherjar sem móta smekk og þróun
í tónlistarlífi Sovétríkjanna, jafnframt því að
varðveita helstu hefðir þess.“
Eins og klofin
í herðar niður
— Hvað fannst þér erfiðast að takast á við í
Bolsoj?
„Að ná yfir þetta gríðarstóra svið sem er jafn
stórt og salurinn, en hann tekur 2.200 manns.
Það var mjög erfitt að komast upp á lag með að
syngja svona langt frá hljómsveitinni. Én smám
saman tókst mér að vinna bug á þessum byrjun-
arörðugleikum. Árið 1966 var ég komin með 26
óperuhlutverk sem ég hélt mig svo mestmegnis
við á ferli minum. Það ár fékk ég sérstaka heið-
ursviðurkenningu listamanna. Á þessum árum
var ég mikið á söngferðalögum bæði innan
lands og utan. Það lætur nærri að ég hafi sungið
í öllum löndum Evrópu."
— Og einhvern tímann skrappstu til íslands?
„Já, já. Ég söng í Þjóðleikhúsinu og einnig á
Akureyri og í Vestmannaeyjum. Mér var meira
að segja boðið að syngja á heimili Halldórs Lax-
ness. Það var afskaplega skemmtilegt. Ég man
eftir því að þess var vandlega gætt að allir skrif-
uðu í gestabókina! Bækur Laxness eru vinsælar
í Sovétríkjunum."
— Það hefur vœntanlega verið erfitt fyrir þig
að fá alþjóðlegan söngferil og fjölskyldulífið til
að falla í Ijúfa löð?
„Já, það er óhætt að fullyrða það. Ég barðist
gegn því að láta heimilið taka yfir, því listin
heimtar allt. Þetta fór að verða erfitt eftir að
maðurinn minn varð sendiherra. Hann var
sendiherra í Lúxembúrg ‘69—79. Oft fannst mér
ég vera klofin í herðar niður, ýmist fannst mér
ég vera að svíkja fjölskylduna eða leikhúsið.
Þegar eiginmaður minn var í Lúxembúrg
hafði ég þar aðalbækistöðvar, en þurfti oft að
fara í söngferðalög til Sovétríkjanna og annarra
landa. Síðan dró ég mig í hlé smátt og smátt og
tók samvistirnar við hann að lokum fram yfir
sönginn."
— Eigið þið hjónin börn?
„Við eigum eina 19 ára dóttur, Helenu."
Valentina Kosareva horfir angurvær á svip út
í reykvískt marssólskinið og segir: „Nú er vor í
Moskvu. Og þar er Helena... Það hentaði henni
engan veginn að koma hingað með okkur þar
sem hún er nýbyrjuð í tungumálanámi í háskól-
anum. Þannig að það er ekki þar með sagt að ég
geti sinnt fjölskyldunni sem skyldi þótt ég sé
hætt að syngja. Ég sakna dóttur minnar mikið.
Nú er hún að leggja grundvöllinn að sínu lífi sem
ég vildi eiga ríkari þátt í með henni, að gera það
gefandi og skapandi. Þess vegna hef ég afráðið
að fara til Moskvu eftir hálfan mánuð og vera
með dóttur minni þar alveg fram í október."
Mestar áhyggjur af
vopnaframleiðslunni
— Hvað er þér efst í huga þegar þú hugsar
heim?
„Ég hef mestar áhyggjur af vopnaframleiðsl-
unni í heiminum. Ástandið er orðið þannig að
maður hugsar stöðugt meira um stríð og frið. Ég
vil að dóttir mín geti alist upp í friði og notið lífs-
ins, að hún geti fengið vonir sínar uppfylltar og
komið áætlunum sínum í framkvæmd. En ég er
ekki alltof bjartsýn á að svo verði."
— Hefurðu starfað með friðarhreyfingum?
„Já, ég hef stutt þær eftir mætti bæði heima
í Sovétríkjunum og í Lúxembúrg. Og hér á ís-
landi starfa ég að þessum málum með Doris
Preen, sem er ekkja fyrrverandi sendiherra."
Valentina Kosareva hlær dillandi hlátri eins og
nýkomin lóa tilbúin í baráttuna fyrir blíðu vori.
„I Lúxembúrg var t.d. oft leitað til okkar í sam-
bandi við basara sem við gáfum til vodkaflöskur
og fleira gott." Hún verður alvarleg á ný. „Það er
mikil friðarumræða í gangi í Sovétríkjunum.
Sérstaklega meðal kvenna. Verkefni kvenna í
dag er ekki síst að taka saman höndum í þeim
efnum, að mynda alþjóðlegt friðarbandalag."
— Hvernig standa jafnréttismálin í Sovétríkj-
unum?
„Konur taka jafnmikinn þátt í atvinnulífinu og
karlmenn, en misjafnlega miðar í því að jafna
niður húsverkunum. Ég held þó ekki að jafnrétt-
ismálin séu mikið vandamál í Sovétríkjunum,
flestum mun ljós nauðsyn þess að hjón skipti
með sér húsverkum og barnauppeldi.
Eftir því sem ég kemst næst er lögð mikil
áhersla á jafnréttisumræðu í skólum og jafn-
framt að gera hvern einstakling ábyrgan gerða
sinna. í sovéska sjónvarpinu í morgun horfði ég
svo á þátt með viðtölum við krakka í efstu bekkj-
um grunnskólans sem sögðu: „Ég ætla ekki að
gifta mig fyrr en ég er búinn að marka mér lífs-
stefnu, ljúka námi o.s.frv." Það var skondið að
heyra það!“
— Klassísk viðtalsspurning: Er pláss í þínu lífi
fyrir einhver áhugamál?
Valentina Kosareva slær sér á lær og hnussar
svo ég verð hálf skömmustuleg. „Ég hef aldrei
skilið hvernig margt fólk getur skipt niður lífi
sínu í starf og áhugamál. Allt er eðlilegur hluti
af lífinu, rétt eins og maður hlustar á mismun-
andi tegundir tónlistar eftir því í hvernig skapi
maður er. Ég reyni að fá alla hluti til að ganga
upp í samræmi og mér fellur sjaldan verk úr
hendi.
Nú, ef fólk verður upptekið af starfi sínu verð-
ur það partur af lífinu sjálfu. Til dæmis eru þessi
26 óperuhlutverk sem ég hef aðallega haft með
höndum hluti af mér. Maður þróar þau ekki að-
eins með sér, heldur verður maður líka að
kynna sér menningarsögu þeirra, vítt og breitt,
þannig á sér stað stöðug víxlverkun milli starfs
og áhugamála."
— En hverniger að lifa ísvona lítilli sendiráðs-
nýlendu, ef svo má að orði komast?
„Lífið í sendiráðunum er mjög kollektíft, já,
þetta er nýlenda í orðsins fyllstu merkingu. Það
skiptir okkur miklu að geta horft á sjónvarpið,
fylgst þannig með og tekið þátt í því sem gerist
heima — þökk sé stóra móttökuskerminum sem
sumir hafa litið hornauga," segir Valentina
Kosareva hlæjandi. „Að geta horft á fréttir og
nýjustu bíómyndirnar. Við sem störfum við sov-
éska sendiráðið hér erum 28, að verslunarfull-
trúum, kennurum, túlkum, fréttamönnum og
börnum meðtöldum og við gerum okkur far um
að halda saman. En hingað kemur töluvert
slangur af Rússum í viðskiptaerindum, einkum
varðandi innflutning á bílum og olíu og svo nátt-
úrulega útflutning á síld og ullarvörum."