Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 16
MYNDLIST Milt og mjúkofid Ása Ólafsdóttir sýnir mjúkofin verk í Gallerí Borg um þessar mundir. Flest eða öll verkin eru einhvern veginn tengd kettinum. Á þeim er stundum ofinn köttur. í önnur skipti eru þau loðin eins og köttur. Ýmis eru loðin þannig að þau höfða jafnt til lófans og augans: mann langar til að strjúka þeim eins og ketti svo þau fari að mala. í þessu „augnamiði" kembir Ása flötinn svo augað geti gælt við hann. Og teppin eru ofin úr ull og mohair sem er einslags angóru- kattarhár. Þarna sjáið þið: þetta er allt upp á köttinn og ofið kattlipurt en ekki stórt. Enginn „mjá- vefnaður" samt. Sum verkanna fjalla beinlínis um köttinn. Eins og á sýningunni 1983 eru þarna kettir sem nota rófuna á sér næstum eins og ramma. Kötturinn rammar sig að mestu inn með rófunni, en hann „bítur ekki í sporð sér“ eins og drekinn. Allir kettir Ásu eru meinleysisgrey. Þeir sýna ekki klærnar. Og það gerir Ása ekki heldur með handbragði eða stíl. Engir endar fá að „leika lausum hala". Kettirnir veifa ekki rófunni út fyrir teppið. Ekkert er að brjótast út úr neinum viðjum heldur að láta sér bara líða vel á fletinum. Engin bylting er yfirvofandi. Ekkert lóðarí. Fráleitt hvás. Og svo auka litirnir mildina. Þegar komið er inn á sýninguna dettur manni í hug fljótt á litið að listakonan sé að vefa einslags myndasögu um ketti, að hvert lítið teppi sé reitur sem kallar á annan reit. En það er rangt. Þetta er að vísu myndvefn- aður en ekki ofin myndasaga sem hangir saman á „leyndum þráðum". Og þá fer maður að hugsa, sökum stærðar verkanna, að verkin eru í svolitlum sauma- púðastíl. Þau eru flest á stærð við púða. Og yfir þeim hvílir hin mikla ró lokaðra glugga sem ríkti á heimilum á meðan virkilegar „stássstofur" voru í húsum, þar sem enginn mátti koma nema á hátíðum. Þessari heimilislegu stássstofukyrrð sjávar- þorpa andar frá kisulúruköttunum. í verkun- um er líka talsverð heimþrá, næstum barns- leg eða naive tilfinning fyrir íslandi sem er langt i burtu og hefur yfir sér léttan fjárhús- blæ og sjávarangan, kannski anda manns sem rær en á líka nokkrar rollur í skúr. Og svo þegar komið er heim með hina barnslegu tilfinningu þá er kannski eðlilegt að listamaðurinn fari beint inn í „stássstofu- andann" án reiðilesturs með skyttu. I vefnað- inum er bara örlítið háðskur tónn. Kannski sjálfsmynd sem glott er að með gælum. í verkunum sem voru sýnd við heimkom- una var hærra til lofts — en núna er allt heim- ilislegra. Kettirnir eru orðnir meiri húskettir. Samt eru þeir ekki orðnir svo íslenskir að þeir leiki sér við plastrottur. Eða þekki yfir höfuð ekki mýs en aðeins dósamat. Stærsta verkið á sýningunni er það marg- brotnasta. Á því er stórt laufblað sem gæti verið tré, hið forna tákn aldingarðsins Eden. Tréð virðist vaxa út úr bergi eða klettum og teygist úr ljósi með dökkan bol inn í skugga. Og í skugganum er köttur, næstum svo svart- ur að hann sést ekki. Hann er næstum „sam- ofinn" myrkrinu. Og þá spyr maður: Hvaða köttur er þetta? Er þetta andskotinn hjá skilningstré góðs og ills að bíða eftir Adam og Evu eða hefur hann étið þau bæði? Veggteppi veita engin svör. Þau láta áhorfandann renna grun í þaö að kettirnir séu kannski ekki læður heldur fress- kettir sem líta út eins og læður. Þetta eru sem sagt nútímakettir með engar klær en fagur- lega ofnir og hafa orðið kattafóðrinu „að bráð". Sjálfir veiða þeir ekki annað en sjón manna. Það er kannski nóg. KVIKMYNDIR 77/ allra hólfa hjartans Stjörnubíó: ífylgsnum hjartans (Places in the Heart). Bandarísk, 1984. Kvikmyndataka: Nestor Almendros. Framleidandi: Arlene Donovan. Handrit og leikstjórn: Robert Brenton. Aöalhlutverk: Salfy Field, Lindsay Crouse, Ed Harris, Amy Madigan, John Malkowich, Danny Glover og fl. . Robert Brenton hefur átt nokkuð hægan feril í kvikmyndaheiminum. Eftir frægan fer- il í útgáfubransanum (art director hjá tímarit- inu Esquire), gerðist hann leiktjaldasmiður í kvikmyndum og handritahöfundur. Heims- frægð öðlaðist hann fyrir handritið að Bonny og Clyde (ásamt David Newman) og síðar hefur hann skrifað önnur fræg handrit, svo sem What's up Doc? og Superman. Síðar gerðist hann leikstjóri en sló fyrst í gegn sem slíkur er hann Ieikstýrði Kramer vs. Kramer (1979) sem færði honum Óskarinn fyrir leik- stjórn og handrit. 1982 kom myndin Still of the Night og tveimur árum síðar Places in the Heart. Brenton tæpti á æskuminningum sínum frá Suðurríkjunum í Bonny og Clyde, en í Places in the Heart tekur hann skrefið til fulls og sýnir tíðarandann, lífsbaráttuna, vináttu og kynþáttahatur í smábænum Waxahachie í Texas árið 1935. Þar fæddist Brenton sjálfur, og þar uxu fjórar kynslóðir fjölskyldu hans úr grasi. Flest atriði myndarinnar hafa beina eða óbeina skírskotun í uppvaxtarár Brent- ons. Það er einmitt hinn persónulegi stíll sem gerir Places in the Heart að því snilldarverki sem hún er. Ekkert nýtt undir sólinni Bíóhöllin: 2010. Klipping: James MitchelL Tœknibrellur: Richard Edlund. Tónlist: David Shire. Kvikmyndataka, handrit (eftir skáldsögu Arthur C. Clarke), framleiöandi og leikstjóri: Peter Hyams. Aðalhlutverk: Roy Scheider, John Lithgow, Helen Mirren, Bob Balabab, Keir Dullea o.fl. Peter Hyams (m.a. Outland, Capricorn One og Star Chamber) ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hann reynir 16 árum eftir 2001 (1968) að gera framhald við snilldarverk Stanley Kubricks sem þegar er orðið sígilt. Nú halda Rússar og Banda- ríkjamenn í sameiningu til Júpíters þar sem flakið af geimskipinu Discovery flýtur mann- laust á braut um plánetuna með tölvuheil- ann Hal 9000 óvirkan um borð. En Hyams eftir Guðjón Arngrímsson og Ingólf Margeirsson Myndin segir frá ungri ekkju, Ednu Spald- ing (Sally Field sem lék m.a. í Hooper, Ab- sence of Malice og Norma Rae) sem missir mann sinn fógetann á fyrstu mínútum mynd- arinnar. Hún berst við að halda bænum, jörðinni og börnum sínum tveimur með að- stoð flökkunegra sem ber að garði á réttum tíma. Annar maður blindur, Will að nafni (John Malkovich, m.a. í Killing Fields), flytur inn á ekkjuna og hjálpar til í eldhúsinu og vefur tágakörfur. í sameiningu tekst þessi þrenning, með dyggri aðstoð barnanna og vina, á við ill öfl, veðurguði og lánardrottna og bjargar bómullaruppskerunni í höfn. Inn í þessa sögu fléttast síðan nokkrar örlagasög- ur úr þorpinu, framhjáhald, Ku Klux Klan-of- sóknir og annað. Places in the Heart er vel sögð saga um tekst hvergi þar sem Kubrick sigraði; vitræn framtíðarsýn, tæknibrellur af áður óþekktri stærð, margbreytilegt þema um upphaf mannsins og stöðu í alheiminum og ekki síst pottþétt heildarstemmning — á þessu flaskar Hyams. Hinu er ekki að neita, að tæknium- gjörðin er öll hin veglegasta og handbragðið afbragðsgott-þótt þarna sé ekkert á ferðinni sem ekki hefur áður verið gert í 2001, Star Wars, Star Trek eða Close Encounters, svo baráttu alþýðufólks í kreppu fjórða áratugar- ins, hæg og djúp og fjallar um dyggðir sem því miður eru allt of sjaldgæfar í streitu- heimi líðandi stundar. Greindarleg nærfærni leikstjórans og persónulegar minningar gera handrit hans og leikstjórn að öruggum grunni. Síðan byggist ofan á framúrskarandi leikur, afbragðs leikumgerð og meistaraleg kvikmyndataka Nestor Almendros (Kramer vs. Kramer, Sophies Choice og Nótt mín með Maude (leikstjóri Rohmer) og Sagan afAdele H. og Síðasta lestin (leikstjóri Truffaut)). Það eru einkum hin evrópsku áhrif í kvikmynd- inni sem gera Suðurríkjastemmningu krepp- unnar svo eftirminnilega. Þetta er hjartahlý mynd um fólk með stór hjörtu og lítil, gerð án nokkurrar væmni og nær til allra hólfa hjartans. — IM nokkrar geimmyndir séu nefndar. Persónu- sköpunin er fremur flöt og samtölin óper- sónuleg eða ívið of tæknivædd til að við á jörðinni föttum hvað er stundum verið að fara. Lokalausnin þegar Júpíter breytist í nýja sól og bjargar yfirvofandi heimsstyrjöld milli Ameríkana og Rússa og gerir jarðarbúa friðsæla og hamingjusama, dæmir sig að sjálfsögðu sjálf. -1M Stríöiö fœrt nœr The Killing Fields er áhrifamikil og óhugn- anleg kvikmynd. Atburðarásin sem leiddi til gerðar hennar er að hluta sögð í myndinni sjálfri: Sidney Schanberg var fréttamaður New York Times í stríðshrjáðri Kambódíu um miðbik síðasta áratugar. Hann hafði sér til aðstoðar innfæddan mann, Dith Pran, sem túlkaði fyrir hann og sá um að koma honum á milli staða — var augu hans og eyru. Með þeim tókst sérstæð og einlæg vin- átta. Þegar ljóst varð að Rauðu khmerarnir myndu ná ölíu landinu undir sig og allir Vest- urlandabúar flýðu Kambódíu urðu þeir vin- irnir viðskila. Blaðamaðurinn fór heim en aðstoðarmaðurinn varð eftir meðal fjand- manna. Nokkur ár liðu án þess að til hans spyrðist, og hann var almennt talinn af. En hann lifði. Eftir endurfundina skrifaði Schanberg bók um allt saman, metsölubók, og strax þegar hún var á uppkastsstigi fóru að berast tilboð í kvikmyndaréttinn að henni. Kvikmyndunin hefur tekist vel. Líkt og önnur mjög góð mynd, Under Fire, fjallar hún um það hvernig fólkið sem flytja á „sannar" og „hlutlausar" fréttir af heimsat- burðum getur í raun ekki staðið hlutlaust ut- an við atburðina sem það á að lýsa, vegna þess að fréttamenn eru fólk — og fólk finnur til með öðru fólki. í Under Fire var lýsing á þéssum andstæðum aðalstefið, en er hér til hliðar. Killing Fields er fyrst og fremst saga vináttu tveggja manna og um leið kraftmikil stríðsádeila. Við fylgjumst með þeim félögum í starfi, sjáum í löngum en óhugnanlega trúverðug- um köflum í fréttastíl hvernig stríðið leggur blóðugar krumlur yfir venjulegt almúgafólk, sérstaklega börnin. Við fylgjumst með til- finningahlöðnum aðskilnaði Prans og fjöl- skyldu hans og atburðunum sem leiða til þess að hann verður eftir í landinu. Það er nánast dauðadómur vegna sambands hans við vestrænu blaðamennina. í síðari hluta myndarinnar er Schanberg kominn til New York, en Pran gengur í gegnum vítisraunir í fangabúðum Khmeranna. Þetta er í öllum aðalatriðum vel gerð mynd og trúverðug. Burðarhlutverkin eru í höndum Sam Waterston og dr. Haing S. Ngor og eru báðir góðir — Kambódíumaðurinn fékk Óskar fyrir. Handritið, leikstjórn Roland Joffe, að ógleymdri ytri umgjörð myndarinn- ar, er hnökralítið. Einstök atriði orka auð- vitað tvímælis, einkum eftir að blaðamaður- inn er kominn til New York. Þá eru dregnar inn persónur sem lítið sem ekkert gildi hafa fyrir frásögnina, svona eins og til að þakka þeim fyrir veitta aðstoð á sínum tíma. Þegar Schanberg tekur í myndinni við verðlaunum fyrir blaðamennsku í Kambód- íu lýsir hann starfi sínu sem tilraun til að sýna bandarískum almenningi að stríðsátökin í Kambódíu voru meira en kenningar banda- rískra stjórnmálamanna um mikilvægi valdajafnvægis o.s.frv. — hann vildi sýna frammá þær þjáningar sem stjórnendur yllu saklausu fólki með ákvörðunum sinum, teknum í órafjarlægð. Myndin er magnaður endapunktur þess ætlunarverks. — GA. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.