Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 11
eflaust tekið eftir hófust fréttasend- Reiknaöu meó FACIT og dæmið gengur upp ingar fréttastofu útvarpsins á rás 2 á mánudag. Atli Rúnar Halldórs- son fréttamadur fylgdi þessum fréttum úr hlaði kl. 11 á mánudags- morgni og þrívegis síðdegis. Með þessum fréttasendingum varð ein breyting á framkvæmd dagskrár rásar 1. Hingað til hafa þulir út- varpsins lesið fréttirnar kl. 16, en með samtengingu rásanna var ákveðið, að fréttamaðurinn sæi um fréttalesturinn. Þessi ákvörðun mun ekki hafa fallið í góðan jarðveg meðal þula, sem telja að starf þeirra sé að þynnast út og brátt sitji þeir uppi með tilkynningalesturinn og dagskrárkynningu og annað ekki. Þetta mun vera ákaflega viðkvæmt niðrá Skúlagötu. . . ÍESins konar forkosningar hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík vegna kosninga til emb- ættis inspectors scolae í vor. Tveir ungir menn, Gunnar Auðólfsson og Árni Hauksson, munu keppa f kosningunum, en þeir fengu álíka mörg atkvæði. Árni hefur verið gjaldkeri skólafélagsins í vetur, en Gunnar í svokallaðri vídeónefnd. Árni er Heimdellingur mikill og raunar ekki illa liðinn og er talið að harðskeyttur Heimdellingahópur muni vinna stíft að kosningu hans. Ekki vitum við hvort Valhöll kemur inn í málið, þótt ekki sé ólíklegt að svo verði, enda mun Andrés nokk- ur Magnússon (Þórðarsonar hjá Nató) vera einn helsti stuðnings- maður Árna. Annars hafa Heimdellingar verið duglegir að troða sér í hinar og þess- ar trúnaðarstöður, þótt ekki segi það endilega til um fylgi íhalds- manna í skólanum. . . l kjölfar fjármálaóreiðu tveggja stjórnarmanna í Framtíðinni og af- sagnar fyrri stjórnar hefur ný stjórn verið kosin og er formaður hennar Jón Geir Þormar, sem var sjálf- kjörinn, gjaldkeri er Magni Páls- son og með þeim í stjórn er heitasti sjálfstæðismaðurinn í MR, Birgir Ármannsson, sonur Ármanns heitins Sveinssonar, sem var mjög virkur í félagslífi MR á sínum tíma og eitt mesta efni sjálfstæðismanna fyrr og síðar, á meðan honum entist aldur. Birgir, sem er 17 ára gamall, var m.a. ritari á hverfafundum Davíðs borgarstjóra á dögun- um. . . * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk eða undanrenna Á meðgöngutímanum er konum ráðlagt að bœta við sig um það bil 400 mg viðbótarskammti af kalki á dag. Þessari auknu þörf verður móðirin að mœta með aukinni kalkneyslu. Það er því mikilvœgtað móðirin drekki hœfilega mikið af mjólkurdrykkjum fyrir sjálfa sig og barnið sem hún fœðir. Afleiðingar kalkskorts geta valdið beinþynningu eftir að miðjum aldri er náð: stökkum beinum, sem gróa illa eða skakkt saman og getur bað bitnað illilegga á útliti fólks. Lágmarkskalkskammtur fyrir ófrískar konur og brjóstmœður samsvarar þremur mjólkurglösum á dag. Neysla mjólkureráreiðanlega einhversú besta leið sem til er til þess að tryggja líkamanum nœgilegt kalkmagn og vinna þannig gegn beinþynningu og afleiðingum hennar, Mjólk í hvert mál Aldurshópur Ráðiagður dagskammtur af kalki f mg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum(2,5dlglös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Böml-lOára 800 3 2 Unglingarll-18ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið 800*“ 3 2 Öfrfskarkonurog 1200”" 4 3 • Hór er gert ráð fyrir að allur dagskammturlnn af kalki komi úr mjólk. “ Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem likaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrœði. Hér er miðað við neysluvenjur elns og þœr tíðkast í dag hór á landi. ***Margir sórfrœðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftlr tfðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag. ""Nýjustu staðlar fyrir RDS I Bandaríkjunum gera ráð fyrlr 1200 tll 1600 mg á dag fyrir þennan höp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vftamín, A-vítamfn, kalíum, magnfum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í líkamsvðkvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvðtum. Tii þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem hann fcer m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaidnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glðsum af mjólk. MJÓLKURDAGSNEFND HELGARPÓSTURINN 11 AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN - MJÓLK ER GÓÐ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.