Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 19
lieonard Cohen, sá frægi og
vinsæli söngvari og ljóðasmiður,
kemur til íslands í vor eða á næsta
ári. Cohen hefur samþykkt að koma
í tengslum við Listahátíð, hvort sem
um er að ræða Kvikmyndahátíðina
í vor, en nýlega var frumsýnd kvik-
mynd með honum í aðalhlutverki,
eða á Listahátið á næsta ári sem
söngvari og ljóðskáld.. .
J
ón Páll Sigmarsson, krafta-
karl og lyftingakappi, hefur mjög
verið í fjölmiðlum síðustu dagana.
Það hefur líka vakið athygli hve
mikið Jón Páll kemur fram út á við
sem skemmtikraftur og pöblikk-
maður. Nýjasta sagan sem við
heyrðum segir að nú sé hægt að
panta Jón Pál í partí eins og Dallas-
stjörnurnar gegn vægri greiðslu og
hnyklar hann þá vöðva og sýnir á
sér ýmsar hliðar. Hvað sem því líður
var haldið mikið kvennapartí ný-
lega og var verið að kveðja eina
ungfrúna áður en hún hélt í það
heilaga. Var Jón Páll pantaður í
partíið og beðið um hann í sund-
skýlu einni klæða. Birtist Jón Páll
þegar liðið var á veisluna og kon-
urnar orðnar góðglaðar. Sveik
kappinn ekki frekar en fyrri daginn
og stökk á skýlunni einni inn á mitt
gólf og fetti vöðvana og bretti. Urðu
uppi miklir skrækir kvennanna og
kepptust þær allar um að fá að
þreifa á manninum og sannfærast
um stælta byggingu hans. Vakti
heimsóknin mikla kátínu og hefur
varla verið um annað talað í sauma-
klúbbnum síðan...
Okkar er ánœgjan að bjóða yður til
borðs í sérstæðu umhverfi í hjarta
borgarinnar, þar sem þér njótið
þjónustu og góðra veitinga.
Sérstakur morgunverðarseðill er
frá kl. 8:30 -11:00 og síðdegis eru á
boðstólum kaffiveitingar auk smá-
rétta. í hádegi og á kvöldín bjóðum
við Ijúffengar máltíðir, þ.á.m. fjöl-
breytta sjávarrétti sem eru okkar
umhverfi
Bankastræti 2 Sími 144 30 Opió 8:30-23:30 alla daga
Leigjum út veislusalina Litlu-BrekkuogHá-Brekku
HELGARPÓSTURINN 19