Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN eftir Ómar Friðriksson „Þessari orkuveislu er lokið,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í blaðavið- tali fyrir skömmu. Kvað hann sín helstu ein- kunnarorð vera að greiða skuldir og eyða ekki, enda væri víða pottur brotinn í orku- málum. Hann er ekki einn um að tala á þess- um nótum. í seinni tíð hefur umræðan um orkumál og orkunýtingu nánast skauthverfst frá því sem var fyrir fimm árum. Þá vildu flestir virkja mikið og virkja fljótt því mark- aður fyrir orku myndi stóraukast á komandi árum og framtíðarhagsæld var talin liggja í hraðri uppbyggingu orkufreks iðnaðar — helst stóriðju — og var ágreiningur því sem næst eingöngu bundinn við hvernig eignar- hlutdeild skyldi háttað. Nú eru stóriðjudraumar æ sjaldnar viðrað- ir í máli manna. Flestir þeir iðnaðarkostir, sem ræddir voru sem væntanlegir orku- kaupendur, þegar Alþingi markaði sína stefnu um stóraukna uppbyggingu virkjana víðsvegar um landið næstu 10—15 árin á ár- unum 1981 og 1982, eru nú gleymdir ofaní skúffum eða hefur verið frestað. Sýnt þykir að orkuspár þær sem gerðar voru og lagðar til grundvallar stefnu og ákvörðunum í virkj- unarframkvæmdum voru alltof háar. Má vænta endurskoðaðrar raforkuspár með vor- inu og benda fregnir undanfarið til þess að sú spá muni sýna að eldri spár hafi ekki verið mjög áreiðanlegar til að byggja á við stefnu- mörkun i virkjun fallvatna og jarðvarma í framtíðinni. Nú mun um helmingur af erlendum lang- tímaskuldum íslendinga bundinn í orku- mannvirkjum. Ýmsum framkvæmdum hefur verið frestað og stjórnvöld dregið úr því fjár- magni sem Landsvirkjun hefur farið fram á að fá að taka að láni til framkvæmda. Engu að síður hefur miklu fé verið varið til og skulda- bagginn þyngdur í raforkugeiranum. Það fór varla fram hjá nokkrum manni þegar Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar og varamaður í stjórn Landsvirkjunar, hélt því fram með rökum, að Landsvirkjun hafi fjárfest í orkuveitum langt umfram þörf markaðarins, sem svaraðj til. 4—4,5 milljarða króna. Skiptar skoðanir Stefnir í að Blöndu verði enn frestað? Eftirköst orkudraumanna aö koma í ljós urðu um réttmæti reikninganna og staðhæfingar Finnboga en benda má á að hann lagði m.a. til að fjárfestingarþörf Landsvirkjunar á þessu ári yrði lækkuð úr 1400 milljónum í 800. í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar til lánsfjárlaga fyrir 1985 var Lands- virkjun gert heimilt að taka á árinu allt að 1200 milljónum til fjármögnunar á raforku- framkvæmdum. Athyglisvert er að þegar frumvarpið kom úr þingnefnd til annarrar umræðu sl. þriðju- dag höfðu stjórnarliðar tillögu um að þessi heimild yrði lækkuð niður í 884 milljónir. Felur sú ákvörðun í sér að framkvæmdum við 5. áfanga Kvíslaveitu er frestað um óá- kveðinn tíma auk þess sem beita á svo mikl- um niðurskurði á framkvæmdum við Blöndu á þessu ári sem unnt er, þó enn sé stefnt að því marki að fyrsta vél virkjunarinn- ar komist í gagnið 1988. Skiptingu þessara 800 milljóna er annars þannig háttað, að 516 milljónir renna til framkvæmda við Blöndu- virkjun og 368 milljónir til annarra fram- kvæmda. Það má svo geta þess að Finnbogi lagði einnig til í sinni umdeildu skýrslu að 5. áfanga Kvíslaveitu yrði frestað, eins og stjórnarliðar hafa nú ákveðið. Vaknar sú spurning hvort þarna sé verið að fylgja til- lögum hans og jafnvel þar með verið að taka undir gagnrýni hans á miklar fjárfestingar Landsvirkjunar í verki þó margir hafi orðið til að deila hart á skot hans á Landsvirkjun. „Þessar breytingar á lánsfjáráætluninni eru alveg í samræmi við það sem ég lagði til,“ segir Finnbogi Jónsson í samtali við HP. „Þessi 80 milljóna mismunur byggir á því að 4. áfanginn yrði kláraður, sem er þó ekki nauðsynlegt að gera. Það var þó talið ódýr- ara að klára hann fremur en stoppa og byrja svo allt aftur upp á nýtt einhverntíma síðar." Finnbogi segir í samtali við HP að hann teiji að það megi lækka lánsfjárheimildina enn frekar en hér er stefnt að, „og ég hef trú á að það verði gert,“ segir hann. „Það verði dregið úr framkvæmdahraða við Blöndu- virkjun og þá má lækka þetta enn meira, en ákvörðun um það verður tekin í vor.“ Aðspurður sagði Finnbogi það sitt álit að engin þörf væri fyrir Blönduvirkjun 1988, eins og markaðshorfur eru í dag. „Það má fresta henni um a.m.k. 3 ár og ég geri fast- lega ráð fyrir því að tekin verði ákvörðun um það í vor að fresta henni.“ Stjórnarandstöðuþingmenn sjá þann eina kost við breytingar á lánsfjárlagafrumvarp- inu að lántökuheimild Landsvirkjunar er lækkuð og vilja ganga enn lengra. í nefndar- áliti sínu segja þau Eiður Guðnason, Ragnar Arnalds og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir að draga þurfi verulega úr fjárfestingum í orkumannvirkjum þar sem ljóst sé að ekki verður þörf fyrir viðbótarorku eins fljótt og fyrri orkuspár hafa gert ráð fyrir. Finnbogi Jónsson er þó ekki á þeirri skoð- un að það sé glænýtt að raforkuspár hafi verið rangar: „Þessar umræður í vetur voru kannski helst til þess að finna nýja ástæðu til að lækka lántökur til framkvæmda. Að mínu mati lá það alveg ljóst fyrir þegar í ársbyrjun ’84, að allar þessar orkuspár voru mjög á skjön við veruleikann og þá var full ástæða til að endurskoða framkvæmdaáætlanir. Það hefði ekkert þurft að bíða eftir nýrri orku- spá.“ Erlendar skuldir þjóðarinnar slaga nú uppí hálft hundrað milljarða króna. Samkvæmt nýjustu fregnum stefnir í að langtímaskuldir þjóðarinnar fari í tæp 64% af þjóðarfram- leiðslu. Orkufjárfestingar vega þar þyngst. Arðsemin sem af því átti að hljótast sam- kvæmt hugmyndum stjórnmálamanna allra flokka fyrir fáum árum er ekki í sjónmáli. Framtíð Blöndu — fyrstu stórvirkjunarinnar af mörgum sem lög gera ráð fyrir — ræðst væntanlega af niðurstöðum úr samningum við Alusuisse um 50% stækkun álversins. Annars eru menn farnir að huga að annarri atvinnuuppbyggingu en orkufrekum iðnaði sem framtíðarkosti, s.s. líftækni, fiskeldi og upplýsingaiðnaði. „Orkuveislunni" er kannski að ljúka en afleiðingum hennar er þó engan veginn lokið og að sögn iðnaðar- ráðherra er ábyrgðin eingöngu „mistækra stjórnmálamanna". ERLEND YFIRSÝN Fyrir ári varð José Napoleón Duarte fyrsti þjóðkjörni forsetinn í E1 Salvador í hálfa öld. Duarte hefur sett sér það markmið að koma á friði í borgarastríðinu, sem hrjáð hefur landið hátt í áratug. Með milligöngu kaþ- ólsku kirkjunnar var komið á fundi með Duarte og foringjum Farabundo Marti þjóð- frelsisfylkingarinnar, sem stjórna úr útlegð skæruhernaði. En framhald hefur ekki orðið á viðræðum forsetans og þeirra. Ástæðan er ekki að of mikið beri á milli. Duarte á kosningu sína að þakka friðarvon- inni sem almenningur í E1 Salvador bindur við stefnu hans, og foringjar Farabundo Marti fylkingarinnar verða að taka tillit til þessa sama almenningsálits. Samt lögðust samningaviðræður niður eftir fyrsta fund. Því veldur fyrst og fremst, að Duarte forseti hefur fram til þessa ráðið fæstu öðru en for- setaembættinu í E1 Salvador. Á þingi hefur flokkur Kristilegra demókrata, sem forsetinn veitir forustu, ekki haft nema 26 þingmenn af 60. Meirihluti hægri flokkanna hafnar með öllu viðræðum við Farabundo Marti fylkinguna og vill berjast til fulls sigurs á skæruliðum. Herinn hrakti Duarte í útlegð árið 1972, þegar hann vann forsetakosningar í fyrra sinn. Það valdarán varð undanfari skæru- hernaðar af hálfu vinstri manna gegn her- foringjastjórn. Enn er grunnt á því góða milli forsetans og verulegs hluta af forustu hers- ins. Herforingjarnir féllust ekki á forseta- kosningarnar, sem lyftú Duarte loks til valda, fyrr en bandarísk hernaðaraðstoð var bund- in skilyrði um frjálsar kosningar til forseta- embættis og þings. I almennum kosningum á sunnudaginn til þings og sveitarstjórna gafst Duarte forseta og flokki hans tækifæri til að brjótast úr sjálf- heldunni. Forsetinn og menn hans börðust undir því kjörorði, að þeir þyrftu aukinn styrk frá kjósendum til að hrinda af stað raunhæfum viðræðum um innanlandsfrið. Svo er að sjá sem árangurinn hafi farið fram úr vonum Duarte og stuðningsmanna hans. Samkvæmt kosningaspám, sem byggja eftir Magnús Tórfa Ólafsson • CIA kærir sig ekki um að Duarte forseti fái bol- magn til að ráða við herinn. Salvadorbúar kusu friðargerð við skæruliða á talningu 60% atkvæða, eru allar horfur á að valdahlutföllin á þingi snúist við og kristi- legir demókratar hljóti þar meirihluta, álíka mikinn og hægri flokkar höfðu áður. Samkvæmt þessu eru kosningaúrslitin nýtt áfall fyrir Roberto d'Aubuisson, helsta keppi- naut Duarte í forsetakosningum í fyrra og leiðtoga hægriflokkabandalagsins ARENA á þingi. I fyrri viku komu fram á fréttamanna- fundi í Washington rækilegri upplýsingar en áður um feril dAubuisson. Þar skýrði Ro- berto Santivanez, fyrrum yfirmaður leyni- þjónustusveitar hers E1 Salvador, frá vitn- eskju sinni um forustu dAubuisson fyrir dauðasveitum hægri manna og aðild hans að morðinu á Oscar Arnulfo Romero, erki- þiskupi kaþólsku kirkjunnar. Santivanez var síðast ræðismaður E1 Salvador í New Orleans, en vikið úr embætti eftir að hann bar vitni fyrir bandarískri þing- nefnd um þátt opinberra aðila, hers og ör- yggislögreglu, í athæfi dauðasveitanna, sem orðið hafa að bana þúsundum óbreyttra borgara, sem taldir eru á bandi skæruliða. Nú hefur hann í fyrsta skipti leyst frá skjóð- unni opinberlega. Frásögn Santivanez, á fréttamannafund- inum í Washington og í viðtali við breska sjónvarpsstöð, er á þá leið, að Þjóðaröryggis- nefnd hersins hafi snemma árs 1980 skipað foringjum hers og öryggislögreglu að taka upp samstarf við dauðasveitirnar, sem d’Aubuisson veitti forustu. Þetta var gert, segir Santivanez, til að grafa undan áform- um stjórnar Adolfo Majanes ofursta um þjóð- félagsumbætur og friðargerð við skæruliða. Áhrifamesti talsmaður þjóðfélagsumbóta og innanlandsfriðar var Romero erkibiskup. Hann var skotinn til bana fyrir altari þar sem hann söng messu. Það morð var framið eftir beinni skipun dAubuisson, segir Santivanez. Banamenn biskups voru tveir byssumenn úr þjóðvarðliði E1 Salvador og tveir frá Nicar- agua. Öryggissveitir stóðu vörð til að sjá um ■ að ekkert truflaði framkvæmd morðáætlun- arinnar. Um svipað leyti myrtu dauðasveitir Mario Zamora ríkissaksóknara. Síðan Duarte forseti komst til valda, hefur stjórn hans lítt orðið ágengt að koma lögum yfir morðinga Romero erkibiskups og aðra ódæðismenn. Slíkt er ekki furða, þegar þess er gætt að landvarnaráðherra í núverandi stjórn er Carlos Eugenio Vides Casanova, sem sat í Þjóðaröryggisnefndinni þegar ákveðið var að herinn legði dauðasveitun- um lið. Robert J. McCartney, fréttaritari Wash- ington Post í E1 Salvador, segir að þar hafi vakið athygli, að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi ekki látið fé af hendi rakna til kosn- ingabaráttu kristilegra demókrata í ár, eins og gert var í forsetakosningunum í fyrra. Skýringin er sú, að sögn þeirra sem best fylgjast með stjórnmálaþróun í E1 Salvador, að Bandaríkjastjórn lætur sér vel líka að Duarte forseti hafi takmarkað svigrúm til að framkvæma stefnu sína að semja frið við skæruliða. Með hægri menn í meirihluta á þingi er úrslitavaldið í landinu í höndum her- stjórnarinnar, og á hana hefur Bandaríkja- stjórn bein áhrif með hernaðarráðunautum sínum og vopnagjöfum. Að þessu sinni hafði meginfylking skæru- liða í E1 Salvador sig ekki í iframmi til að trufla framkvæmd kosninganna. Varð það til að auka kjörsókn og auka sigurlíkur kristi- legra demókrata. Upphaflega réttlætti stjórn Reagans í Bandaríkjunum hernaðaríhlutun sína gegn Nicaragua með því að skæruhernaðurinn í E1 Salvador byggðist á vopnasendingum frá stjórn sandinista þar í landi. Verði friður í E1 Salvador, hrynur þessi stoð undir skæru- hernaði CIA gegn stjórn sandinista í Managua. Bandaríkjastjórn kýs því helst óbreytt ástand, meðan hún hefur ekki náð settu marki í Nicaragua. En í Mið-Ameríku er ekki fast undir fæti í pólitískum efnum. Fram til þessa hefur CIA aðallega rekið skæruhernað sinn gegn Nicaragua frá Honduras með lið- sinni hersins þar og Roberto Suazo Córdova forseta. Nú hefur forsetinn kært 53 þing- menn og fimm hæstaréttardómara fyrir landráð. Ástæðan er að þingið þefur vikið fimm fyrri hæstaréttardómurum úr embætti, fyrir að þiggja mútur af forsetanum og pólitískum bandamönnum hans svo rétt- urinn túlkaði kosningalög þeim í hag í vænt- anlegum forsetakosningum. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.