Helgarpósturinn - 04.04.1985, Page 20

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Page 20
Sorphreinsun betur launuð en ritstörf Siguröur Pálsson, formaöur Rithöfundasambandsins Rithöfundar í startholunum eftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Jim Smart Sú leiöinda lenska ríkir hér að opinber bókmenntaumrœða er mestmegnis bundin svokallaöri jólabókavertfð sem oft fylgir fjölmiðlaslabb. Fremur hljótt er um rithöfunda vora á þessum árstíma sem er þó vœntanlega þeirra hábjargrœðistími sé „flóðið“ haft í huga. Til að bœta ögn úr þessu fór HP á fjörurnar við fjóra rithöfunda og fiskaði eftir hvers konar blek og blóð rynni um œðar þeirra. „Hvaða slagæð viltu?" segir Sigurður Páls- son og brettir upp ermarnar þegar blaða- manni hefur eftir nokkurn eltingarleik tekist að króa hann af að Laugavegi 28 á milli Ak- ureyrarferða en þar var Sigurður að leikstýra Piaf. Og er aftur kominn í startholurnar þar sem hann tekur til við að ieikstýra sjónvarps- leikriti Steinunnar Sigurðardóttur, Bleikar slaufur, strax eftir páska. — Hefurdu einhvern tíma aflögu til eigin skrifta, Sigurður, eins og nú er ástatt? „O jú, alltaf finnast smugur. Það er náttúru- lega helvíti erfitt þegar leikstjórnarverkefni lenda svona samán óforvarandis; leikrit Steinunnar stóð til að taka upp í fyrra, svo lendir það núna beint ofan í Piaf, svo eitt- hvað verður undan að láta. Eitt sviðsleikrit sem ég er að semja, frestast fram á haust. Það er leikrit sem ég vann í framhaldi af starfslaunum frá Þjóðleikhúsinu í fyrra sem var að vísu enginn ákveðinn skilafrestur á. Þannig að þetta er stöðugt púsluspil að vera tilbúinn í startholurnar í ritstörfum þegar eitthvað frestast með litlum fyrirvara í leik- stjórninni, og öfugt. En þessar tvær greinar stunda ég: ljóða- og leikritun og leikstjórn'* — Hvaða meðulum beitiröu til að fá þetta allt til að ganga upp? „Enn sem komið er held ég talsverðri hæfni í að vinna að tveimur óskyldum efn- um í einu, en ég hef áhyggjur af því að þetta eldist af manni, því oft hefur maður lent í nokkuð kröppum dansi. Til dæmis varðandi leikritið Miðjarðarför sem var sýnt í hitteð- fyrra. Það var ekki stafur af því leikriti skrif- aður nema frá 11 að kvöldi til kl. 6 að morgni, einfaldlega af því að ég var við störf sem framleiðandi í kvikmyndaiðnaðinum á þeim tíma. Þetta er á vissan hátt komið upp í vana. En hjá móður minni lærði ég tvær gull- vægar reglur varðandi viðbrögð við „over- dose“ af verkefnum. í fyrsta Iagi að reyna ævinlega að gera allt eins vel og þú hugsan- lega getur. Og í öðru lagi að gefa þér góðan tíma. Ef þú fylgir þessum tveimur lögmálum þá hefurðu alltaf tíma, en ef þú svíkur sam- fellu þessara tveggja lögmála þá gengur ekk- ert upp og þú gerir heldur ekki neitt.“ — Hvað liggur fyrir hjá þér núna? „Að reyna að gera lokaatrennuna að ljóða- bók sem jafnframt verður fyrsti hluti nýrrar þríeindar eða trílógíu og ég get ljóstrað titl- inum upp af þú vilt. En í honum eru náttúru- lega tólf stafir eins og í öllum hinum: Ljóö námu land. Þar fyrir utan er einhvers konar prósaljóðabók eða prósaverk í smíðum, guð má vita hvar það endar. Varðandi leikrita- smíðina þá er ég að gera harða hríð að þjóð- leikhúsverkinu sem ég veit ekki hvar endar heldur, fyrir svið. Hins vegar er ég búinn með sjónvarpsleikrit sem heitir Nóttin, já nóttin.“ —Þýðingar? „Ég er um það bil tilbúinn með tvær, ann- ars vegar eina helstu metsölubók í ljóðum sem út hefur komið í Frakklandi og raunar hefur hún selst mjög vel víðast hvar annars staðar þar sem hún hefur komið út. Þetta er Paroles eftir Jacques Prevert. Útgefendur fá reyndar létt taugaáfall þegar þú minnist á ljóðabók, en það líður yfir þá þegar þú minn- ist á þýdd ljóð, þannig að umræður um út- gáfu þessarar bókar hafa verið stopular. Þýð- ingar mínar hafa þó viljað lenda aftast í bið- röðinni hjá mér, en af öðrum þýðingum ber helst að nefna Orðin — Les Mots eftir Sartre. Jú, og svo má ég ekki gleyma þýðingum á Madame Eduardo og fleiri erótískum sögum eftir George Batailie sem er einhver ótrúleg- asti höfundur aldarinnar. Þýðingar eru okkur algjör lífsnauðsyn og þá á ég við alvöruþýðingar af því að hallæris- bókstafsþýðingar eru verri en engar. Annars er erfitt að þýða ljóðlist í raun, því miður, það er einungis hægt að bera henni vitni með því að enduryrkja." — Hvað segir formaðurinn um kaup og kjör rithöfunda? „í þeim efnum vil ég vitna í samantekt í NT sl. mánudag sem byggir á riti Framkvæmda- stofnunar. Þar kemur fram að menningar- störf eru meðal lægst launuðu starfa þjóðfé- lagsins, meðallaun eru hærri í sorphreinsun en í ritstörfum sem fara stundum yfir í lang- varandi tuttugu tíma vinnudag. Þarf ég að segja meir?!" — Hvaða vopnum hyggstu beita í kjara- baráttu rithöfunda? „Sannfæringunni! Ég sakna þess í allri kjarabaráttu á Islandi að þar skuli ýkjur og — guð hjálpi mér — flokkspólitískur leikur taka alla alvöru frá staðreyndunum. Það sem ég legg aðaláherslu á er sannfæring og alvara. Að menn séu sjálfir sannfærðir um það sem þeir hafa fram að færa. Að ekki sé um að ræða þennan samkvæmisleik: að fara fram á óraunhæfa hluti, ýktar kröfur. Heldur eiga menn að byrja á því að tala saman í hrein- skilni, ekki aðeins enda á því. Málið er: vand- ræðalegu símtölin og erfiðu fundirnir. . . Ég hef ekkert við þennan flokkspólitíska grísa- barnaleik að gera!“ 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.