Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST VIÐ höfum frétt af því að suður á Keflavíkurflugvelli hafi kjötmál Alberls Gudmundssortar og Geirs Hallgrímssonar ekki beinlínis ýtt undir vinsamleg samskipti Islend- inga og Bandaríkjamanna. Hvort sem þetta tiltekna mál er að baki eða ekki, þá mun anda köldu milli bandarískra yfirmanna Public Works (sem sér um almennar framkvæmdir, viðgerðir, viðhald og fleira) og íslenskra starfsmanna stofnunarinnar. Á síðasta ári tók við yfirstjórn þar Commander J.F. Morrow og er HP tjáð að hann sé í e.k. stríði við íslendingana, leitist við að koma löndum sínum í störf Islendinga, vilji leggja niður máln- ingarverkstæði P.W. og hefur fund- ið ýmislegt að störfum viðgerðar- deildar meðal annars. Rétt fyrir mánaðamótin síðustu sendi Morrow síðan stjórum hinna ýmsu deilda minnisbréf, þar sem hann segist hafa tekið eftir því að starfs- menn virði ekki reglur um matar- tíma. Reglurnar kveða á um hálfrar klukkustundar matartíma mánudaga til fimmtudaga, en engan matartíma á föstudögum þegar íslendingar hætta kl. 13. Segir hann það hins vegar allt of algengt að starfsmenn taki sér klukkustundar matarhlé mánu- daga til fimmtudaga og hálftíma matarhlé á föstudögum. Segir hann það ábyrgð yfirmanna að sjá til þess að ,,við fáum fyrir fullar launagreiðslur fullan vinnudag". EINS og fram hefur komið í fjöl- miðlum síðustu daga hefur fram- kvæmdastjórn Listahátíðar þegar kynnt hátíðina í smáatriðum, er því með sitt á hreinu mun fyrr en áður hefur tíðkast. Hátíðin hefst 31. maí nk., sama dag og Reykvík- ingar ganga til borgarstjórnarkosn- inga. Arið 1978 bar upphaf Lista- hátíðar einmitt upp á um svipað leyti og kosningarnar og telur Hrafn Gunnlaugsson, formaður framkvæmdanefndar í ár, það síð- ur en svo hafa spillt fyrir kynn- ingu hátíðarinnar í fjölmiðlum; kvað alla hafa verið búna að fá sig pakksadda af pólitísku þrefi og tekið listinni fagnandi. En það verða fleiri en hinn almenni listunnandi fagn- andi og bráðkátir þennan dag. Þannig vill nefnilega til að það verður enginn annar en Davíö Oddsson borgarstjóri sem setur Listahátíð, og því má telja fullvíst að borgarstjórinn fái ókeypis kosn- ingaauglýsingu í útvarpi og sjón- varpi á sjálfan kjördag, en kjör- fundi lýkur ekki fyrr en kl. 11 um kvöldið. Þeir skyldu þó ekki hafa komið sér saman um þetta félag- arnir Hrafn og Davíd? Þetta er að minnsta kosti skrambi skemmtileg tiiviljun. Þótt framkvæmdanefndin hafi birt dagskrá hátíðarinnar nú þegar má þó alltaf gera ráð fyrir að eitt- hvert stórstirnið fái hálsbólgu eða togni í ökkla og dagskráin breytist eitthvað af slíkum ófyrirsjáanleg- um orsökum. Jafnvel er ekki loku fyrir það skotið að einhverjir bæt- ist við. Á fundi sem framkvæmda- stjóri Listahátíðar hélt með blaða- mönnum í vikunni sagðist Hrafn Gunnlaugsson jafnvel vera bjart- sýnn á að kanadíska ljóðskáldið og söngvarinn Leonard Cohen gæti látið sjá sig í vor. Hann sagð- ist hafa gert margítrekaðar tilraun- ir til að fá Cohen hingað til lands á liðnar listahátíðir en hann hafi verið svo rammgirtur umboðs- mönnum að sér hafi aldrei tekist að ná sambandi við hann. Þar hefði þó orðið óvænt og ánægju- leg breyting á þegar Hrafn brá sér eitt sinn í gufubað í Montreal. Maðurinn sem sat honum næst í gufunni fór að grennslast fyrir um hvaðan hann væri og spurði síðan hvort hann hefði vitað eitthvað um Kanada áður en hann kom til landsins. Hrafn sagðist einungis hafa þekkt til Leonards Cohens. ,,En gaman," svaraði maðurinn. „Ég var einmitt að ljúka við að gera um hann heimildarmynd og hann er ágætur vinur minn.“ Að afloknu gufubaðinu fóru þeir síðan og slógu á þráðinn til Cohens og þar með var hann kominn í samband við Listahátíð. Cohen hefur sýnt mikinn áhuga á Islandsför en óvíst er enn hvort Listahátíðin í vor passar inn í tímaáætlun hans. En ef ekki núna, þá seinna. Sérstaklega þótti hon- um vænt um að heyra að forseti Islands unni honum mjög. I LOK síðustu aldar skrifaði franski rithöfundurinn Emile Zola frægt stórpólitískt bréf vegna Dreyfusmálsins með fyrirsögninni „J’accuse", Ég ákæri. Nú, árið 1986, fetar Sigurdur læknir Árnason í fótspor Zola og skrifar bréf með sömu fyrirsögn, sem birtist í Þjóðviljanum á miðviku- dag. Þar skammar læknirinn blaðamenn og ritstjóra Þjóðviljans af nokkurri heift fyrir skif þeirra um kaffibaunamálið svokallaða. Heiftin kann að skýrast af því, að Sigurður er samvinnumaður, en fróðir menn telja þó nærtækast þá skýringu, að Sigurður Árnason (Böduarssonar málfarsráðunautar) er óvart tengdasonur Erlends Einarssonar forstjóra SIS. BÚVÖRUDEILD Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur verið nokkuð í sviðsljósinu hjá okkur og landbúnaðarkerfi Fram- sóknarflokksins í heild. Við höfum þannig haldið því fram að greiðslur ríkissjóðs í formi „vaxta- og geymslugjalds” hafi það í för með sér að SlS-veldið hefur meiri áhuga á því að geyma kjötið sem lengst, fremur en að beita sér fyrir söluátaki, t.d. til Bandaríkjanna. Þessu mótmælir vitaskuld fram- kvæmdastjóri búvörudeildar. En hvað segir Pálmi Jónsson á Akri, bóndi, þingmaður og vanur maður sem fyrrverandi landbúnaðarráð- herra? Niðri á þingi heyrðist til hans hvar hann lýsti því yfir að þetta fyrirkomulag væri „óviðun- andi hneyksli”, en við Helgar- póstinn sagði hann: „Það er alveg nauðsynlegt að finna nýtt fyrirkomulag á þessum greiðslum vaxta- og geymslu- gjaldsins. Það þarf að koma því þannig fyrir að það hafi að minnsta kosti ekki ietjandi áhrif á sölu, heidur hvetjandi. Það er nátt- úruiega augljóst að ef öil sambandsfyrirtækin sameinast um að seija einvörðungu í gegnum búvörudeild, þá verður sú deild nærri því einráð um kjötsölu í landinu og þar af leiðandi um þá möguleika sem eru á sölu út úr landi, á erlenda markaði. Manni gæti dottið í hug að stofnun félags sláturleyfishafa innan Sam- bandsins væri svar við þeim frels- istilburðum sem birtast meðal annars í stofnun Landssambands sauðfjárbænda og tilraunum þeirra til sölu á þessari vöru.“ HELGARPÚSTURINN Á leiðinda stund Þátturinn ef þátt má kalla, þynnist og verður tómari. Ekki vil ég um það fjalla, enda varla dómari, það er verið að spjalla og spjalla og spjalla um skallann á Ómari. Niðri. SMARTSKOT UÓSMYND JIM SMART Freyðir hún Jóhanna Þráinsdóttir, þýðandi Hotel-sápunnar „Hún freyðir mjög vel og gefur frá sér góðgjarnar sápukúlur." — Hvað meinarðu? „Ég á við að þetta sé óskaplega notalegur þáttur." — Eitthvað í líkingu við Dallas? „Áður en ég svara þessari spurningu verð ég fyrst að viður- kenna að ég er bara búin að sjá fyrsta þáttinn af þessari nýju seríu. Af honum að dæma virðist mér Hotel vera svipaður Dall- as nema að því leyti að í þeim fyrrnefnda eru allir góðir. Glysið er hinsvegar svipað." — Ertu að reyna að segja okkur að Hotel hafi enga joðerra að geyma? „Já. í Hotel er hjálpsemin allsráðandi. Þetta eru mjög mann- legir þættir að því leyti. Og persónur þeirra eru mjög skiljanlegt fólk, sýnist mér vera. Það heldur framhjá af sömu ástæðum og við hin, en ekki af því að það sé að reyna að fá olíusamninga undirritaða." — Hvenær var byrjað að framleiða Hotel-þættina vestra? „Veistu, að við þýðendurnir vitum oftast allra minnst um þá þætti sem við erum að fara að fást við. Við lesum gjarnan um það í blöðunum hverskonar efni þetta er og hvaða fólk sé til dæmis frægast sem leikur í þáttunum. En þú spyrð um aldur: Mér skilst að það sé þúið að sýna Hotel í liðlega tvö ár vestra." — Við vinsældir? ,Vá, geysilegar vinsældir." — Hvað skapar svona sápuóperum vinsældir að þfnu mati? „Ætli það séu ekki draumórarnir. Þarna sér fólk líf sem það getur sjálfsagt aldrei lifað, en gaman er hinsvegar að láta sig dreyma um í ró og næði uppi í sófa. í tilviki Hotel-þáttanna er um dýrasta og flottasta hótel íheimi að ræða, þangað sem eng- ir venjulegir menn leggja leið sína, hvað aurinn varðar." — Veistu hvaö nóttin kostar á þessum stað? „Mér sýndist við þýðingu fyrsta þáttarins það vera einhvers staðar í kringum 6000 krónur, en þá þer að hafa í huga að þar fer um þriggja ára gamall þáttur." — Sýnist þér sæmilega vandað tíl þessara þátta? ,Já, ég get ekki séð annað. Annars hef ég nú ekki stúderað mikið svona sápuóperur. Sá til dæmis bara einn Dallas-þátt- anna, þann fyrsta að mig minnir. En það er augsýnilega mikið lagt í gerð þessa efnis. Þættirnir eru vel leiknir og mér skilst að það sé lagt mjög mikið kapp á að fá góða gestaleikara í hvern þátt. Aðalleikararnir eru heldur ekki af óþekktari gerðinni, James Brolin og Betty Davis." — Þetta er í fyrsta skipti sem þú þýðir sápuóperu og fyrir þér liggja næstu 22 þættir af þessu. Finnst þér það vera yfirþyrmandi? „Það góða við starf þýðandans er að hann er alltaf að fást við ný verkefni. Hvað Hotel viðvíkur er ég að kljást við þá teg- und sjónvarpsefnis sem ég hef ekki kynnst áður. Mér sýnist sem betur fer að þessir þættir séu ekki algjör lágkúra eins og oft ku vera með sams konar efni. Samtölin snúast ekki þara um æ lovv jú og vill jú marrí mí, heldur fá þarna að fljóta með mjög vandlega skrifaðar senur. Þessvegna hlakka ég til næstu 22 þátta." Ný sápuópera hóf göngu sína (sjónvarpinu í gærkvöldi, miðvikudags- kvöld. Hún leysir Dallas af hólmi og heitir Hotel. Okkur hér á HP lék for- vitni á að vita hverskonar efni hér yrði á ferðinni og slógum því á þráðinn til Jóhönnu Þráinsdóttur, margreynds þýðanda á sjónvarpinu, en hún tekst einmitt á við^pxta Hotels. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.