Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Qupperneq 8
brunamálastjóra til Danmerkur í september síðastliðnum. Þá sat hann námskeið um Haion slökkvi- efni og auglýsti síðan einkaumboð fyrir Halon 1301 á íslandi þegar heim kom. Utanlandsferðir borg- aðar af I. Pálmasyni hf., sem er eitt af stærstu fyrirtækjunum í bruna- vörnum á landinu, og Hagkaupum, þykja heldur ekki samræmast fylli- lega hlutlausum vinnubrögðum opinbers starfsmanns. I. Pálmason tok þátt í kostnaði við ferð Þóris til ýmissa Evrópuianda í þeim tilgangi að skoða brunavarnatæki og var forráðamaður fyrirtækisins með í förinni. Ferðalag brunamálastjóra á vegum Hagkaupa stóð í sambandi við brunavarnir í stórhýsi fyrir- tækisins í nýja miðbænum. Stjórn- armenn Brunamálastofnunar munu hins vegar ekki hafa reglulegar fregnir af ferðalögum brunamála- stjóra, né ku hann skila skýrslu eftir slíkar ferðir. Stjórn og róðherra ókunnugt um umfang kennslustarfa Þóris Þeir, sem ná þurfa tali af Þóri Hilmarssyni á vinnutíma, hafa það gjarnan á orði að ekki sé ljóst hvar best sé að leita hans. Brunamála- stjóra sé allt eins að finna á kontór Skanis h/f, ef hann er þá ekki að kenna í Tœkniskóla íslands uppi á Artúnshöfða, en það gerir hann alla daga vikunnar — í sínum vinnu- tíma. Vitneskja um umfang þessara kennslustarfa var þó aðeins að ber- ast til stjórnarmanna og ráðherra síðastliðinn mánudag. Þann dag var ráðherra jafnframt skýrt frá því að brunamálastjóri væri einnig með fyrirtæki á sviði eldvarna og mun Stefán Valgeirsson, framsóknarþingmaður og föðurbróðir brunamálastjóra, var feng- inn til þess að taka fulltrúa slökkviliðsmanna ,/i beinið". — Við útvegum allt viöurkennt efni í f ulibúin Halon-slökkvikerfi íhús og skip. — Sérþjálfaðir og iðnlærðir menn annast uppsetningu, eftirlit og viðhald á kerfunum. • Við sjáum um tafarlausa endurfyllingu á tæmdum halonflöskum í eigin áfyllingarstöð eða með áfylltum flöskum af lager. UMBÖÐ Á ÍSLANDI fyrir DANSK FIRE EATER APS NORRÆN VIÐSKIPTI Laugavegí 59 101 ReykjaviK Sími21800 Þetta er auglýsing um Halon efnið, sem brunamálastjóri fékk umboð fyrir (ferð sem hið opinbera greiddi. hann hafa orðið mjög undrandi við þær fréttir. Aðrir heimildarmenn Helgarpóstsins hafa aftur á móti þá sögu að segja, að Alexander Stef- ánssyni hafi verið fullkunnugt um tengsl Þóris Hilmarssonar við Skan- is h/f. Nú mun ráðherra hafa verið gerð nákvæm grein fyrir stöðunni og telja heimildarmenn að draga muni til tíðinda í málum Þóris Hilm- arssonar brunamálastjóra á næst- unni. Samkvæmt lögum um brunamál skipar félagsmálaráðherra þriggja manna stjórn, sem hafa á eftirlit með rekstri og starfsemi Bruna- málastofnunarinnar. Núverandi stjórnarformaður er fngi R. Helga- son, forstjóri Brunabótafélags Is- lands, en auk hans eru í stjórninni þeir Einar Ingi Halldórsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, og Gísli Kr. Lórenzson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri. Hvorki stjórnarmennirnir né Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, munu vera ýkja hrifnir af gangi mála innan stofn- unarinnar. Haft er á orði, að Bruna- málastofnun sé eins og stjórnlaust rekald og að alla festu skorti við daglega stjórnun. Einkaframtak Þóris fór ekki hátt, fremur en vitn- eskja um kennslustörf hans, en nú þegar stjórninni er orðið kunnugt um alla þá þræði, sem brunamála- stjóri hefur á sinni hendi, mun hún vilja taka á róttækan hátt á málinu. Vonuðust menn þó til þess að geta haldið þessari umfjöllun í sínum hópi og því kipptust stjórnarmenn allsnarlega við, þegar ljósmyndari Helgarpóstsins mætti á vettvang í upphafi stjórnarfundar síðastliðinn mánudag. Brunamálastjóri var ekki mættur á fundinn, en hafði sent þau skilaboð á fundinn að hann yrði veikur fram eftir vikunni. Hörð gagnrýni fulltrúa slökkviliðsmanna Sá stjórnarformaður, sem hve harðast hefur gagnrýnt störf eða að- gerðaleysi Þóris Hilmarssonar, er Gísli Kr. Lórenzson, fiokksbróðir hans og upphaflegur stuðningsmað- ur brunamálastjóra í embætti. Mun brunamálastjóri hafa fengið Stefán Valgeirsson frænda sinn til þess að tala hressilega við Gísla, en enginn árangur varð af því samtali. Gísli er fulltrúi slökkviliðsmanna í stjórn Brunamálastofnunar. Samkvæmt heimildum HP mun hann nú vera orðinn afskaplega afhuga bruna- málastjóra og er sagt að hann hafi lýst því yfir við stjórn slökkviliðs- manna, að ekki væri von á úrbótum í brunavörnum landsmanna fyrr en Þórir léti af störfum. Þegar dagblað- ið Tíminn birti síðan viðtal við ónafngreindan mann fyrir rúmri viku, sem reyndar var brunamála- stjóri sjálfur eins og fram kemur í viðtali við Þóri hér á síðunni, mun Gísla hafa verið nóg boðið og hann þá hafa samið bréf til ríkissaksókn- ara. í bréfinu var faríð fram á opin- bera rannsókn á ummælum Þóris í Tímanum, þar sem fullyrt er að beð- ið sé eftir stórum eldsvoða þar sem tugir manna láti lífið, áður en bruna- vörnum hér á landi verði kippt í lið- inn. Ekki hefur hins vegar bólað á bréfinu á borði saksóknara ríkisins og má því gera ráð fyrir að á stjórn- arfundinum á mánudag hafi Gísli fengið tryggingu fyrir því að ný stefna verði tekin í stjórn Bruna- málastofnunar. Þegar Helgarpósturinn hafði sam- band við Gísla Lórenzson og spurði um skoðun hans á ástandi bruna- varna á íslandi, kvaðst hann ekki ýkja hlynntur því að umræða um þau mál færi fram á síðum dag- blaða. Æskilegra væri að málin yrðu rædd á þeim skrifstofum, sem um þau ættu að fjalla. Þá fyrst væri árangurs að vænta. Sagðist Gísli þeirrar skoðunar, að ábyrgir aðilar ættu ekki að komast upp með að brunavarnir í landinu væru í því ástandi, sem raun bæri vitni. Þar Imeð væri hann sjálfur talinn, sem stjórnarmaður í Brunamálastofnun. Undanfarið hefði verið harkalega deilt á eftirlit með þessum málum í blöðunum og á Alþingi, en ljóst væri að þessu yrði aldrei kippt í lag með því að þora ekki að taka á málinu. Það yrði hins vegar óvinsælt — því yrði ekki á móti mælt. Ennfremur sagði Gísli: „Það voru grófar aðdróttanir í Tímanum um daginn. Einnig hrekkur maður við þegar forsvarsmaður ríkisspítal- anna lýsir því yfir að reykskynjarar veiti falskt öryggi, þegar staðfest er að slík tæki hafa bjargað þúsundum mannslífa um heim allan. Það á að láta rannsaka þessar fullyrðingar. Ef sjúkrahús landsins eru slík bruna- hólf, sem blöðin segja, er ekki um annað að ræða en flytja sjúklingana út úr þeim. Það á að íáta þjóðina vita af þessu og draga menn til ábyrgðar! Eg vil ekki sætta mig við það að tugir manna þurfi að brenna inni svo farið sé að gera einföldustu hluti í brunavörnum. Ég get hreinlega ekki sætt mig við það. Það á ekki að leyfa að hús séu tekin í notkun fyrr en þau hafa verið búin fullkomnum viðvörunarkerfum — þá lendum við ekki í þeim erfiðleikum, sem nú er við að etja. Þarna er meinsemdin." Embættismenn verði lótnir leita sér að annarri vinnu „Sá sem byggir hús, á ekki að láta það hvarfla að sér eitt andartak að hann komist upp með að hafa ekki í því eldvarnir og hið opinbera á að ganga á undan með góðu fordæmi. Ef þetta hefði verið gert, væri ekki ítrekað verið að setja fram þings- ályktunartillögur um brunavarnir og standa fyrir söfnunum meðal al- mennings. Alþingismennirnir sex- tíu, sem stjórna eiga landinu, þurfa að taka á sig rögg og segja embætt- ismönnunum, sem stjórna í þeirra nafni, að ef þeir standi sig ekki verði þeir því miður að leita sér að ann- arri vinnu! Auðvitað er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir eldsvoða í frystihús- um, svo dæmi sé tekið, en þeim er hægt að fækka verulega með því að 8 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.