Helgarpósturinn - 27.03.1986, Qupperneq 2
UR JONSBÓK
Látum blómin tala
Mottó:
„Hertu upp huga þinn, lýstu allt í hnút.“
Magnús Eiríksson: „Gleðibankinn".
Um mannlíf undir fátæktarmörkum gildir hið
sama og um afskorin blóm: hvort tveggja er rótlaust
og sölnar. Skiptir engu um blómin hvort þau prýða
ráðherrastofu með angan sinni og lit eða hvort þau
skreyta hnappagat á verkalýðsforingja. Jafnvel þeir
sem hafa plantað sjálfum sér að eilífu inn í harðvið-
arhallir launþegasamtaka og lífeyrissjóða geta ekki
haldið lífinu í afskornum blómum nema í þrjá til fjóra
sólarhringa. Að því rekur að þeir verða að smokra
visinni rós úr hnappagatinu eða skrælnuðum vendi
úr postulínsvasa og horfa á eftir gjöfum sínum og
þakklætisvotti fyrir slmmmtunarmiðana hverfa ofan
í skarnfötuna. Sic transit gloria mundi! Cuncta, que
sub sole, assimilantur mole!
Menn færa samt hver öðrum afskorin blóm þó að
unaðsleikur hinnar fegurstu lilju sé skammær án
róta. Sumir boða jafnvel blaðamenn og láta smella af
sér ljósmynd til sannindamerkis um að þeir hafi gef-
ið góðvini sínum ilmþrungin blómstur. Þetta er skýrt
svo að stundum eru menn í þvílíkri þakkarskuld við
einhvern að þá — jafnvel þá sem hafa roð við Agnesi
— brestur mál til að tjá tilfinningar sínar. Þeir kjósa
heldur að láta blómin tala.
Þessu höfðinglega úrræði, þegar mönnum er orðs
vant í vinahóp, fylgir þó harla varhugaverður ókost-
ur. Hætta er á að það, sem blómin segja, glati merk-
ingu sinni og lit og gleymist um leið og rotnandi
blómsturleifunum er vöðlað saman niður í stórmark-
aðspokann og hent út í tunnu. Slíkt er afar hvimleitt
og gengur þvert á meginreglu sem gildir í samskipt-
um stjórnmálamanna og kjósenda og atvinnurek-
enda og verkalýðsleiðtoga og skjólstæðinga þeirra.
Þar eru óskráð lög að orð og gerðir skuli í minnum
höfð og aldrei fyrnast. Forkólfar í stjórn- og kjara-
málum virða þetta boðorð svo mikils að fátt fer jafn
ærlega í taugarnar á þeim og þegar almenningur
gleymir því gersamlega sem þeir hafa áður sagt og
gefið fyrirheit um. Þeir líta allir svo á að afburða gott
minni gegni ekki síðra hlutverki í þjóðmálum en af-
burða góðar yfirlýsingar. Þeir nota hvert tækifæri til
þess að skora á almenning að festa sér vel í minni
það, sem þeir hafa sagt, eru að segja og ætla að segja,
en það er ein af nöturlegustu staðreyndum, sem
eftir Jón Örn Marinósson
stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar verða að
horfast í augu við, að almenningi er ekki treystandi
til að muna hvert orð sem út af gengur þeirra munni.
Margur stjórnmálamaðurinn gæti eflaust notið þess
mun betur að sjá starfsbróður sinn tættan sundur í
kastljósi eða þingsjá ef hann gæti treyst því fullkom-
lega að almenningur væri ekki búinn að gleyma öllu
sem hann sjálfur hafði til málanna að leggja. Virðist
svo sem atvinnumenn í stjórn- og kjaramálum séu
hinir einu hér á landi sem hafa tamið sér að gleyma
því aldrei sem þeir kynnu að hafa sagt áður. Þeir
bjóðast jafnvel til að muna það, sem aðrir stjórn-
málamenn hafa sagt, þegar góðum framfaramálum
og árangursríkum aðgerðum stendur ógn af minnis-
leysi almennings.
Sjálfur hef ég svo lélegt minni að mér hefur aldrei
verið hleypt inn í raðir stjórnmálamanna, verkalýðs-
foringja og atvinnurekenda, en sagt hefur mér kunn-
ingi minn, sem var vísað úr röðum þeirra af því að
honum varð á að gera eitthvað sem stangaðist á við
það sem hann hafði sagt, að í þessum hópi sé frum-
skylda sérhvers manns að segja aldrei neitt sem ekki
sé unnt að rifja upp síðar eða muna eftir á að sé í
fyllsta samræmi við það sem maður sagði einhvern
tímann áður. Af þessum sökum hafa stjórnmála-
menn, atvinnurekendur og verkalýðsforingjar
megnustu óbeit til dæmis á félagsfræðingum og
félagsmálafulltrúum sem kalla það fátækt í dag sem
var ríkidæmi fyrir tvö hundruð árum. Verkalýðsfor-
ingjar leggja þvert á móti áherslu á það nú að ríki-
dæmi sé afstætt hugtak. Það sem hafi verið fátækt
fyrir tvö hundruð árum, sé ríkidæmi nú á mæli-
kvarða íslenskrar verkalýðshreyfingar. Verkamaður
í verkalýðsfélagi, sem á gilda félagssjóði og enn þá
gildari formenn, sé í sjálfu sér ríkur þó að hann eigi
ekki til hnífs og skeiðar fram að næstu útborgun;
þess vegna hafi hann efni á — þrátt fyrir allt — að
gefa ráðherrum blóm og láta þau tala sínu máli.
En minnisleysi almennings verður ekki einungis til
þess að stjórnmálamönnum og verkalýðsforingjum
líður illa. Afleiðingar minnisleysisins birtast í ýmsum
öðrum myndum. Taki ég dæmi af sjálfum mér, hend-
ir það æ oftar að ég man ekki lengur hver er hvað.
Síðan skaparinn komst að raun um að þurfti tvo til
og bjó til konuna (Þuríði formann, Bobbysocks,
Sigríði Dúnu og allar hinar), hafa tvenndir af ýmsum
toga verið næsta algengar og nauðsynlegt að una
hvor sé hvað. Dæmi um slíkar tvenndir eða pör eru:
Gög og Gokki, Denni og Steini; Don Kíkóti og Sansjó,
Björgúlfur og Raggi; Knold og Tot, Matti Bjarna og
Matthías Á; Karíus og Baktus; Halldór og Hafskip;
Abailard og Hélolse, Ásmundur og Aðalheiður; Njáll
og Bergþóra, Jón Baldvin og Bryndís; Gunnar og
Hallgerður, Svavar og Kristín; Sókrates og Xanþippa,
Ragnar álskalli og Hannes Há; Andy og George og
Páll M og Páll Magnússon. Um framantalin pör gildir
að mér hefur yfirleitt tekist að muna hvor sé hvað,
en upp á síðkastið hefur mér aldrei ætlað að takast
að muna um Tomma og Jenna hvor sé Tommi og
hvor sé Jenni. Þetta væri í sjálfu sér saklaus nafna-
ruglingur, sem skipti engu máli, hefði ég ekki upp-
götvað mér til hrellingar að misminni mitt eða minn-
isleysi er farið að ná til fleiri tvennda í samfélaginu.
Til dæmis rugla ég saman æ ofan í æ VSÍ og ASÍ.
Blinda mín á eðlismun þessara hagsmunasamtaka er
iðulega svo alvarlegs eðlis að jafnvel þó að mér sé
hótað með fjörutíu prósenta verðbólgu get ég ekki
greint á milli atvinnurekenda og verkalýðsleiðtoga
og kalla hvora um sig vitlausum nöfnum. í verstu
köstunum þjáist ég af slíku minnisleysi að ég man
ekki — fremur en Ásmundur og Magnús í febrúar —
hvorum ég fylgi að málum og því síður að ég átti mig
á hvorir séu mín megin og ætli að bæta mér kjörin.
Lengst var ég leiddur í síðustu viku þegar ég lá í
óráði og mundi ekki vitundar ögn eftir neinu af því
sem þessir menn hafa sagt og gert fyrir mig á undan-
förnum árum; fullyrti í ofanálag að enginn þessara
manna hefði áhuga á að bæta kjör íslenskra laun-
þega. Að sjálfsögðu tók ég orð mín aftur, þegar ég
rankaði við mér og viðmælandi minn dró upp úr vas-
anum skömmtunarmiða og nýjustu launataxtana og
sýndi mér svart á hvítu árangurinnn af baráttu
verkalýðsleiðtoganna.
Þetta dæmi nefni ég til vitnis um að minnisleysi al-
mennings á orð og athafnir forystumanna í þjóðlífi
voru getur orðið undirrót að hvers konar misskiln-
ingi og alröngum ásökunum. í sameiginlegri sókn
okkar allra til bættra lífskjara getur slíkt minnisleysi
haft jafn alvarlegar afleiðingar og þegar fólk man
ekki lengur hvað greinir í sundur þröst og starra.
Slíkt kemur fyrir og hélt maður þó að allir vissu að
þrösturinn er vinur okkar allra og syngur svo yndis-
lega að jafnvel í Breiðholti trúa menn því að velferð-
arríkið sé í nánd. Þröstur er friðaður á íslandi. í út-
löndum þykir hann herramannsmatur.
— Víst er ljótt að heyra. Látum heldur blómin tala.
HAUKUR I HORNI
2 HELGARPÓSTURINN