Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 4

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 4
INNLEND YFIRSÝN Það liggur nú ljóst fyrir að Kvennafram- boðið, sem bauð fram í síðustu bæjarstjórn- arkosningum í Reykjavík og á Akureyri, verður ekki með í slagnum í komandi kosn- ingum í maí næstkomandi. Eins og kunnugt er náðu þessi framboð álitlegri kosningu 1982 og fengu tvo bæjarfulltrúa kjörna í höf- uðstað Norðurlands og tvo borgarfulltrúa í höfuðborginni. Á Akureyri hefur forysta Kvennafram- boðsins lýst því yfir, að þörfin fyrir Kvenna- framboð væri ekki jafn brennandi og fyrir fjórum árum, auk þess sem ákveðið hefði verið að endurmeta stöðuna að afloknu þessu fyrsta kjörtímabili og meta árangur. Samkvæmt orðum Valgerðar Bjarnadóttur, annars af tveimur bæjarfulltrúum Kvenna- framboðsins nyrðra, þá hefur niðurstaðan orðið sú, að betri árangri sé unnt að ná fyrir hönd kvenna utan bæjarstjórna — með bar- áttu á öðrum vettvangi. Þessi sjónarmið kvenna fyrir norðan eiga nokkurn hljómgrunn meðal Kvennafram- boðskvenna í Reykjavík. Þannig var nokkur ágreiningur innan raða Kvennaframboðsins um það hvort bjóða ætti fram í næstu kosn- ingum. Hins vegar var þessi ágreiningur leyst- ur með málamiðlun. Niðurstaðan varð sú, að Kvennaframboðið byði ekki fram, en hins vegar gætu þær konur sem vildu áframhald- andi áhrif sérlista kvenna í borgarstjórn, far- ið í framboðsslaginn með Kvennalistanum. Fram að þessu hefur allskýr aðgreining verið á milli þessara tveggja kvennahreyfinga — Kvennalista og Kvennaframboðs — enda þótt ýmsar konur hafi látið til sín taka á báð- um vígstöðvum. HP hefur það eftir áreiðanlegum heimild- um að bæði innan Kvennalistans og Kvenna- framboðsins séu félagsmenn ekki allir jafn- glaðir með þennan samruna. Mörgum Kvennaframboðskonum þótti í of mikið ráð- ist, þegar ákvörðun var tekin um þingfram- boð árið 1983 og óttuðust að með því yrði' Á Akureyri verður ekki boðið fram. Kvennalist- inn tekur hins vegar upp merki Kvennafram- boðsins í Reykjavík. Ekki eru allar konur jafnánægðar með þá skipan mála. Kvennaframboð á krossgötum kröftunum dreift of mikið. Þá heyrast enn- fremur þær skoðanir innan Kvennalistans, að ímynd hins hefðbundna stjórnmálaflokks sé orðin æði sterk, þegar Kvennalistinn stendur orðið bæði fyrir framboði til þings og sveitarstjórna. Á báðum vígstöðvum er nefnilega lögð rík áhersla á að framboð kvenna séu á engan hátt sambærileg fram- boði hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka. En þrátt fyrir gagnrýnisraddir af þessu og öðru tagi, þá virðist fyrirliggjandi að meiri- hluti hinna virku kvenna, bæði í Kvenna- framboði og Kvennalista, telji það skynsam- legt að halda stjórnmálabaráttunni áfram — bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Almennt var álitið að báðir borgarfulltrúar Kvennaframboðsins, Guðrún Jónsdóttir oddviti listans árið 1982 og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem hin síðustu misseri hefur verið meira áberandi af þeim tveimur, myndu draga í hlé. Nú hafa hins vegar mál skipast þannig, að sú síðarnefnda mun skipa efsta sæti á borgarstjórnarlista Kvennalist- ans. Þess má og geta að í upphafi þessa kjör- tímabils var sú vinnuregla mótuð innan Kvennaframboðsins að konur skiptu með sér helstu trúnaðarstörfum, þannig að sama konan væri ekki of lengi á sama vettvangi. Þannig var reynt að gera aðal- og varamenn í nefndum borgarinnar jafnréttháa og jafn- ábyrga. Eitthvað munu þessar fyrirætlanir hafa gengið úr skorðum í tímans rás, því minna hefur orðið úr mannaskiptum innan borgarkerfisins hjá Kvennaframboðinu, en efni stóðu til. í samtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur kom fram að nú hefur Kvennalistinn sam- þykkt þá meginreglu að enginn sitji lengur en tvö ár í trúnaðarstörfum fyrir listann inn- an borgarkerfisins. „Þetta þýðir með öðru, að ég verð ekki borgarfulltrúi nema fyrstu tvö ár kjörtímabilsins, en þá tekur minn varamaður við,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún var spurð að því hvers vegna þessi regla hefði ekki dugað hjá Kvennaframboð- inu á yfirstandandi kjörtímabili, eins og ráð hafði verið fyrir gert. ingibjörg Sólrún svar- eftir Guðmund Árna Stefónsson aði því til, að ef til vill hefði ekki nægilega vel verið frá þeim málum gengið strax í upphafi. En nú væri þetta hins vegar niðurnjörvað. — Hefði ekki verið eðlilegt, að þú virtir þessar endurnýjunarreglur til fulls þegar til þess er litið, að þú hefur setið í borgarstjórn í fjögur ár og gæfir þannig öðrum konum kost á að spreyta sig núna? ,,Ég vil benda á að mikil endurnýjun er á listanum frá því sem var árið 1982. Mér finnst hins vegar ekki sáluhjálparatriði að skipta öllum út endilega núna. Auk þess finnst mér sú ábyrgð hvíla á mér að skila því áfram sem við höfum verið að gera.“ — Þú hefur sem sagt sótt það fast að fá að skipa efsa sæti Kvennalistans fyrir næstu kosningar? „Nei. Til mín var hins vegar leitað og ég fékk traust í skoðanakönnun sem fór fram innan raða Kvennalistans um skipan listans. Ég vildi ekki víkjast undan. Auðvitað er ég ekki alveg á móti því að halda áfram. Það væri óhreinskilni að segja annað. Hitt er ekk- ert launungarmál, að ég gæti vel hugsað mér að skipta um baráttuvettvang — hverfa frá borgarstjórnarþrasinu og láta til mín taka í kvennabaráttunni á öðrum vettvangi." Guðrún Jónsdóttir, kollegi Ingibjargar Sól- rúnar, mun hins vegar ekki hafa ljáð máls á því að halda áfram og svo mun hafa verið um fleiri sem skipuðu lista Kvennaframboðsins fyrir tæpum fjórum árum. En er það veikleikamerki að þurfa að skipta um framboðslista — þótt baráttumálin og áherslurnar séu keimlíkar? Er það klúður að þurfa að bjóða nú fram lista Kvennalistans í stað Kvennaframboðsins? Ingibjörg Sólrún svaraði þessu: „Nei, það fæ ég ekki séð. Það skiptir engu máli. Það var að sumu leyti erfitt praktískt mál að halda úti tveimur fylkjngum sem störfuðu á svipuðum grundvelli. Ég held því að þetta skýri línur, fremur en hitt.“ ERLEND YFIRSYN Það vakti nokkurn kvíða í Frakklandi þeg- ar forseti jafnaðarmanna, Francois Mitter- rand, forseti fól keppinauti sínum Jacques Chirac stjórnarmyndun í síðustu viku eftir nauman kosningasigur hægri manna. Kosn- ingabaráttan hafði gefið til kynna að óstöð- ugt ástand og jafnvel þráskák mundu taka við í frönskum stjórnmálum, ef jafnaðar- menn og hægrimenn skiptu með sér völdun- um. En valdaskiptin hafa gengið óvenju greiðlega fyrir sig og allt virðist hafa verið með felldu. Fljótt á litið fengu menn ekki annað séð en að góð samvinna mundi takast með forsetanum og hinum nýja forsætisráð- herra, þótt hann sé pólitískur andstæðingur hans. Mitterrand og Chirac komu sér fljótt saman um hvernig þeir mundu skipta með sér völdunum og töluverðar líkur virðast á því að þeir geti haft með sér gott samstarf fyrst um sinn að minnsta kosti, einkum vegna þess að þeir vilja það báðir og almenningur í Frakklandi vill það einnig. Hins vegar skilur svo mikið á milli þeirra í veigamiklum atrið- um að vandséð er hvernig þeim getur tekizt að sigla fram hjá alvarlegum ágreiningi þeg- ar fram í sækir og því er vafasamt hvort sam- vinna þeirra getur orðið varanleg. Kjarni málsins er sá að bæði Mitterrand og Chirac einblína á næstu forsetakosningar, sem eiga að fara fram eftir tvö ár, og sjá sér hag í því að vinna saman með tilliti til þeirra. Ef samvinna þeirra fer út um þúfur verður að flýta forsetakosningunum og hvorugur þeirra virðist hafa áhuga á því, a.m.k. ekki einsog málin standa nú. Mitterrand gerir sér t.d. grein fyrir því að sósíalistaflokkur hans er í minnihluta og að ólíklegt er að hann næði endurkjöri, ef gengið yrði til kosninga innan skamms. Chirac á við flóknari erfiðleika að stríða, en hlýtur að komast að sömu niðurstöðu. Hann á í höggi við voldugan andstæðing á hægra væng stjórnmálanna, Raymond Barre fyrrum forsætisráðherra, sem hefur notið meira fylgis en hann samkvæmt skoðana- könnunum í marga mánuði (þótt það kunni að breytast þar sem Barre kom ekki vel út úr kosningunum). Chirac mun því hafa það að -s \ Valdaskiptin hafa gengið óvenju greiðlega fyrir sig og allt virðist hafa verið með felldu. Breytingar án illinda höfuðmarkmiði að forðast skjótar kosningar og fá ráðrúm til að sýna að hann sé vel í stakk búinn til að taka við forsetaembættinu þegar þar að kemur. Um leið vonar hann áugsýni- lega að Barre hverfi smám saman í skuggann og verði ekki talinn eins sterkur forsetafram- bjóðandi hægri manna og hann sjálfur. Það er því Ijóst að hagsmunir forseta jafn- aðarmanna og hins nýja forsætisráðherra fara saman og þar við bætist að ýmislegt bendir til þess að franska þjóðin vilji rólegt stjórnmálaástand um hríð. Samkvæmt skoð- anakönnun, sem var gerð eftir kosningarnar, vilja Frakkar að Mitterrand sitji áfram og rík- isstjórn hægri manna fái tækifæri til að hrinda stefnu sinni í framkvæmd. Frakkar styðja með öðrum orðum samvinnu Mitter- rands og Chiracs og ef sú samvinna fer út um þúfur er hætt við að sá þeirra, sem ber ábyrgðina á því að dómi kjósenda, tapi fylgi samkvæmt skoðanakönnunum og stofni sig- urmöguleikum sínum í næstu kosningum í hættu. Ef til vill er þetta skýringin á því hve greið- lega valdaskiptin hafa gengið fyrir sig. Mitterrand virðist engum mótbárum hafa hreyft gegn yfirlýsingu Chiracs um að nýja stjórnin muni taka upp þveröfuga stefnu við þá sem sósíalistar hafa fylgt. Þannig hyggst Chirac t.d. leggja niður hlutfallskosningu, sem sósíalistar komu á og varð til þess hægri menn fengu ekki næstum því eins mikinn meirihluta í kosningunum á dögunum og þeir hefðu annars fengið. Chirac hefur einnig í hyggju að selja banka og fyrirtæki, sem sósíalistar hafa þjóðnýtt, og það furðulega er að stór hluti sósíalista, jafnvel meirihluti þeirra, virðist sætta sig við það, ef trúa má skoðanakönnunum. Til að auka hagvöxt og stuðla að aukinni atvinnu vill hann m.a. losa einkafyrirtæki við hömlur og eftirlit skrifstofustjórnkerfisins og draga úr hlutverki ríkisins í efnahagsmálum. Til dæmis vill hann leggja niður verðlagseftirlit og draga úr gjaldeyrishömlum, svo að fyrir- tæki eigi hægar með að flytja fjármagn inn í landið og út úr því. Chirac hyggst taka upp nánari samvinnu við Vestur-Þjóðverja og aðrar Evrópuþjóðir í hermálum. Hann styður þá stefnu að franskt herlið taki þátt í vörnum austurlandamæra Vestur-Þýzkalands ásamt herliði annarra NATO-þjóða, bæði með venjulegum herafla og kjarnorkuvopnum, þótt það brjóti í bága við þá stefnu sem de Gaulle hershöfðingi fylgdi á sínum tíma. Ætlunin er að auka her- eftir Halldór Halldórsson útgjöld úr 3,6% í 4% og meiri áherzla verður lögð á venjulegar varnir en áður. Hermálastefnan mun þó sem fyrr grund- vallast á öflugum kjarnorkuherafla og ekki er gert ráð fyrir að franski heraflinn verði aft- ur óaðskiljanlegur hluti af herafla NATO. Ný- lega sagði Mitterrand að Frakkar gætu fram- leitt nevtrónusprengju og nýja stjórnin vill að slíkt vopn verði smíðað til að efla kjarn- orkuheraflann. Stjórn hægri manna er andvíg því að Nýja Kaledónía og fleiri franskar nýlendur fái sjálfstæði, en sósíalistar hafa reynt að veita þeim aukna sjálfstjórn. Nýja stjórnin styður eindregið verndarstefnu Évrópubandalags- ins í landbúnaðarmálum, sem sætir vaxandi gagnrýni Bandaríkjastjórnar. Eins og sjá má er stefna Chiracs og Mitterr- ands ólík um margt og þegar frá líður er sá möguleiki auðvitað fyrir hendi að alvarlegur ágreiningur um eitthvert grundvallarstefnu- atriði verði til þess að þeir sjái sér ekki annað fært en að slíta samvinnunni. Ef algert þrá- tefli verður hlýtur að verða efnt til nýrra kosninga. Chirac gæti t.d. sagt af sér og not- að þingmeirihluta sinn til að koma í veg fyrir að Mitterrand skipaði nýjan forsætisráð- herra. Ef til vill gæti Mitterrand líka séð sér hag í því að nota vald sitt samkvæmt stjórn- arskránni til að rjúfa þing. Hvort tveggja mundi hafa nýjar kosningar í för með sér. Ef nýjar kosningar breyttu engu og sama sjálfhelda yrði á nýkjörnu þingi yrði eina lausnin sú samkvæmt stjórnarskránni að for- setinn segði af sér og að efnt yrði til forseta- kosninga. Mitterrand getur ekki neytt Chirac til að fara að vilja sínum og Chirac getur ekki neytt forsetann til að fara að vilja sínum. Stjórnar- skráin hefur ekki að geyma ákvæði, sem veita tryggingu gegn tímabili töluverðrar og jafnvel langdreginnar óvissu, en gerir ráð fyrir að þýðingarmikil mál séu borin undir þjóðaratkvæði. Ef stjórnarskráin verður höfð í heiðri er alltaf hægt að skjóta ágrein- ingsmálum til þjóðarinnar. Ef til vill verður það lokaniðurstaðan. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.