Helgarpósturinn - 27.03.1986, Síða 14
Valur Arnþórsson: Kaupfélagsstjóri KEA,
formaður stjórnar SÍS, í framkvæmda-
stjórn Framsóknarflokksins, formaður
stjórnar Dags, formaður stjórnar Kaffi-
brennslu Akureyrar, stjórnarmaður í
Landsvirkjun.
Stefán Guðmundsson: Þingmaður Fram-
sóknarflokksins, stjórnarmaður í Steinull-
arverksmiðjunni, formaður stjórnar
Byggðastofnunar.
Davíð Scheving Thorsteinsson: Mið-
stjórnarmaður í Sjálfstaeðisflokknum, var
formaður stjórnar Þróunarfélagsins.
Rétur Sigurðsson: Þingmaður Sjálfstæð-
Jónas Haralz: Bankastjóri Landsbankans, isflokksins, formaður bankaráðs Lands-
i miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. bankans.
Á íslandi eru hagsmunaárekstrar ótrúlega alg
EKKERT GERT TIL ÞESS AÐ KOMAST HJA ÞEIM -OG!
Hér á landi hefur lítil umræða átt
sér stað um hagsmunaárekstra sem
ætla má að séu miklir t.d. í stjórn-
kerfinu vegna þess hvað náin tengsl
eru á milli framkvæmdavaldsins og
löggjafans þótt engum hafi lengi vel
þótt neitt athugavert við það. Eins
má ætla að um hagsmunaárekstra
sé að ræða í stærri stíl hérlendis en
erlendis sökum smæðar þjóðfélags-
ins. Hér þekkja allir alla og flestir, ef
grannt er skoðað, eru skyldir hver
öðrum ef ekki ættarlega séð þá
flokkslega séð. Allir vita að sumir fá
ekki vinnu sumsstaðar af því að þeir
eru ekki með rétta flokkslitinn.
Dæmi um slíkan hagsmunaárekstur
er nýleg ráðning í stöðu forstöðu-
manns dvalarheimilis aldraðra við
Dalbraut. Af þessu sést að hags-
munaárekstrar eru víðtækt efni og
eiga sér víða stað bæði hjá embætt-
ismönnum og hjá stjórnmálamönn-
um. Um hina fyrrnefndti er oft talið
að hagsmunaárekstrar þeirra séu
sjálfsbjargarviðleitni illa launaðra
embættismanna þ.e. þeir stundi at-
vinnurekstur á sama sviði og þeir
starfi hjá hinu opinbera til þess að
drýgja tekjurnar. Þar til á síðustu ár-
um hefur fólk verið grandalaust fyr-
ir þessu og hefur Helgarpósturinn
frá upphafi margoft upplýst um
hagsmunaárekstra.
Hagsmunaárekstrar
embættismanna
Tvö nýleg dæmi um hagsmuna-
árekstra embættismanna sem starf-
rækja eigin fyrirtæki. Fyrra dæmið
er að Helgapósturinn upplýsti að
brunamálastjóri og/eða börn hans
starfræktu fyrirtæki er hefði með
eldvarnabúnað að gera og að
brunamálastjóri sem yfirmaður
brunavarna í landinu hlyti að beita
áhrifum sínum í hagnaðarskyni fyr-
ir fyrirtæki sitt og/eða barna sinna.
Seinna dæmið og nýlegra er að
Þjóðviljinn upplýsti að húsnæðis-
fulltrúi Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar hefði notfært -
sér stöðu sína sér og fyrirtæki sínu
til framdráttar. Tilgangur fyrirtækis
hans er nær samhljóða hlutverki
hans sem húsnæðisfulltrúa hjá
borginni. Mýmörg svona dæmi er
hægt að finna.
Einnig eiga sér stað óhjákvæmi-
legir hagsmunaárekstrar í stjórn-
kerfinu hjá stjórnmálamönnum.
Stjórnmálamenn virðast ekki, þrátt
fyrir að þeir séu í sviðsljósinu, láta
það aftra sér frá því að taka að sér
verkefni þar sem óhjákvæmilega er
mikil hætta á hagsmunaárekstrum.
Þingsályktunartillaga
Gudmundur Einarsson alþingis-
Lúðvík Jósepsson: Fyrrv. formaður Al-
þýðubandalagsins, í bankaráði Lands-
bankans.
maður lagði fram í vikunni tillögu til
þingsályktunar um varnir gegn
hagsmunaárekstrum og hefur tekið
saman sérstaka greinargerð um það
efni. Lítum á nokkur dæmi úr grein-
argerð Guðmundar:
Valur Arnþórsson: kaupfélags-
stjóri KEA á Akureyri er formaður
stjórnar SIS, hann er í framkvæmda-
stjórn Framsóknarflokksins, for-
maður stjórnar dagblaðsins Dags,
formaður stjórnar Kaffibrennslu
Akureyrar og stjórnarmaður í
Landsvirkjun.
Steinullarverksmiðjan
Stefán Gudmundsson þingmaður
Framsóknarflokksins er einnig
stjórnarmaður í Steinullarverksmiðj-
unni og hann er formaður stjórnar
Byggðastofnunar, var áður formað-
ur stjórnar Framkvæmdastofnunar
og í stjórn hennar frá 1980. Stefán
hefur því vafalaust haft í mörg horn
að líta vegna Steinullarverksmiðj-
unnar. Stefáni Guðmundssyni hafa
verið hæg heimatökin þegar Stefán
Guðmundsson alþingismaður sam-
þykkti aðild ríkisins að Steinullar-
verksmiðjunni. Síðan hefur Stefán
gengið á fund Stefáns Guðmunds-
sonar stjórnarmanns í Fram-
kvæmdastofnun og mælt með því
að aðilar verksmiðjunnar fengju lán
til að koma henni á fót. Líka er at-
hyglisvert hvort Stefán hafi ekki haft
áhrif á innflutning SÍS á einangrun-
arefni.
Einnig má velta því fyrir sér hvort
engir hagsmunaárekstrar verði hjá
Guðmundur J. Guömundsson: Þingmað-
ur Alþýðubandalagsins, VMSÍ, Dags-
brún.
Vali Arnþórssyni vegna Framsókn-
arflokksins, SIS, KEA og eina dag-
blaðsins á Norðurlandi.
Þróunarfélagið
Þróunarfélagið átti að komast hjá
hagsmunaárekstrum með því að
vera hlutafélag en ekki ríkisfyrir-
tæki. En Davíd Scheving Thorsteins-
son miðstjórnarmaður í Sjálfstæðis-
flokknum var kjörinn í stjórn félags-
ins. Tveir varamenn í stjórn félags-
ins voru kjörnir Björn Þórhallsson
miðstjórnarmaður í Sjálfstæðis-
flokknum og Gunnar Ragnars einn-
ig miðstjórnarmaður og forystu-
maður Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórn Akureyrar. í stjórn Þróunar-
félagsins var einnig kjörinn Jón
Ingvarsson í ísbirninum stjórnar-
maður í Verslunarráði íslands og
OLÍS. Hann mun ekki vera ókunn-
ugur innviðum Sjálfstæðisflokksins.
Heldur ekki Hördur Sigurgestsson
forstjóri Eimskips og stjórnarmaður
í Flugleiðum sem einnig var kjörinn
í stjórn Þróunarfélagsins. En þegar
ráða átti framsóknarmann í fram-
kvæmdastjórastöðu félagsins þá
þótti sjálfstæðismönnunum Davíð
og Héðni í stjórninni nóg um og
gengu út!
Ríkisbankarnir
Hagsmunaárekstrar hljóta einnig
óhjákvæmilega að eiga sér stað inn-
an ríkisbankakerfisins. Jónas
Haralz bankastjóri Landsbanka ís-
lands er í miðstjórn Sjálfstæðis-
Karl Steinar Guðnason: Þingmaður Al-
þýðuflokksins, VMSÍ.
Guðmundur Einarsson BJ hefur lagt fram
þingsályktunartillögu
Varnir gegn
hagsmunaárekstrum
Guömundur Einarsson alþingis-
maður hefur lagt fram tillögu til
þingsályktunar um varnir gegn
hagsmunaárekstrum og hann hef-
ur samið greinargerð þá sem þessi
grein er að miklum hluta til byggð
á. Helgarpósturinn sló á þráðinn
til hans til að fá upplýsingar um
ástæðurnar fyrir tillöguflutningn-
um:
„Ég held að það sé grundvallar-
atriði að almenningur geti haft
traust á stjórnkerfinu og það á við
Guðmundur Einarsson: Leggur fram til-
lögu til þingsályktunar um varnir gegn
hagsmunaárekstrum.
þingmenn, ráðherra og starfs-
menn í opinberri þjónustu. I ná-
grannalöndunum hafa allsstaðar
verið settar strangar reglur um
þessi mál. Hérna hafa menn haft
á orði að ekki sé hægt að setja um
þetta reglur sökum fámennis en
ég held að það sé þvert á móti enn
brýnna vegna fámennisins. í
Bandaríkjunum, svo ég nefni
dæmi, þarf fólk sem er að ráða sig
í opinbera þjónustu að skýra frá
því ef það á skyldmenni einhvers-
staðar í kerfinu. Breskir þingmenn
verða að skýra frá eignum og við-
skiptatengslum sínum og það er
sett í opinber þingskjöl. Menn geta
ímyndað sér hvernig siíkur listi
myndi líta út hjá Albert Guö-
mundssyni og Geir Hallgrímssyni.
Grundvallarreglan er sú að
maður verður að útiloka þessa
árekstra, það er ekki nóg að reyna
að sýna fram á að þeir hafi ekki
orðið. Mín hugmynd er um fyrir-
byggjandi aðgerðir, það má aldrei
neinn vafi leika á því að kerfið
vinni heiðarlega. Það er hneyksli
að þessi mál skuii ekki hafa verið
tekin fyrir hér á íslandi, því ís-
ienska stjórnkerfið markast af
miðstýringu og fámennisstjórn og
það er vaðandi í hagsmuna-
árekstrum," sagði Guðmundur
Einarsson að lokum.
leftir G. Pétur Matthíasson myndir: Jim Smart o.fl.
14 HELGARPÖSTURINN