Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 17

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 17
Jón tók við starfi forstjóra Hagkaups. Var þessi staða nokkurn tíma auglýst? „Nei mér var boðin hún. Pálmi sem á Hag- kaup er móðurbróðir minn og það er best að segja það eins og er að mér var boðið starfið. Sjálfsagt vegna ten gsla — og vonandi vegna álits hans á mér." — I hverju felst starfið? „Hagkaup er all stórt fyrirtæki. Við erum með 560 manns í vinnu og seldum fyrir tæpar 1.900 milljónir á síðasta ári. Ég á að heita yfirmaður yfir öllum þessum rekstri en síðan er fram- kvæmdastjóri mér við hlið, Magnús Ólafsson. Það er það sem kallað er „team-work" milli okk- ar — hópvinna tveggja manna! Okkur til trausts og halds eru tveir innkaupastjórar, sölustjóri, starfsmannastjóri og rekstrarstjóri hjá IKEA. Starfið felst í stuttu máli í því að sjá til þess að þessir aðilar vinni saman að markmiði fyrir- tækisins. . .“ — Sem er. . .? „Markmið fyrirtækisins var birt í fyrstu aug- lýsingu þess fyrir 25 árum en þar stóð: „Drýgið lág laun — kaupið góða vöru ódýrt.“ Þessi setn- ing er og verður markmið fyrirtækisins, lífs- mottó þess og drifkraftur. Við viljum einfaldlega gera fólki kleift að drýgja laun sín með því að kaupa góða vöru ódýrt.“ Rassskellur í prófkjöri — Er þetta einhver gamall draumur um að komast á toppinn? „Nei eins og ég sagði áðan þá héld ég alltaf að ég yrði stjórnmálamaður en var rassskelltur svo rækilega í prófkjöri fyrir norðan 1982 að ég gerði mér grein fyrir að stjórnmálamaður^rði ég aldrei og afskrifaði þann möguleika. í því prófkjöri tókust á Pálmi Jónsson sem var ráð- herra í stjórn Gunnars Thoroddsen og Eyjólfur Konráð Jónsson — og ég var aggressivur stjórn- arandstæðingur. Pálmi fékk mjög góða kosn- ingu og Eyjólfur fékk sitt sæti en ég varð hins vegar lægstur af sex.“ — Tókstu því sem fólkinu fyrir norðan væri ekkert sérlega vel við þig? „Það er alveg ljóst að það fór fram smölun fyr- ir þetta prófkjör og það var engin tilviljun að ég varð lægstur því það voru fleiri hundruð seðlar nákvæmlega eins merktir. Ég gat því ekki betur séð en það væri ósk þorra manna að ég fengi slæma kosningu." — Varstu bitur yfir þessu? ,,Já“ segir hann hugsandi „ég hef sjálfsagt ver- ið bitur. Mér fannst þetta helv... skítt. Mér fannst ég bera af öllum þessum mönnum," segir hann, fyrst alvarlegur en skellihlær þegar hann sér að ég tek hann trúanlegan. „Nei í alvöru að tala þá fannst mér ekki nokkur ástæða til þess að ég yrði lægstur. Prófkjör leiða ekkert endilega til þess að hæfasta fólkið sé kjörið og verður ekki til þess að endurnýjun fari fram á listum, það er alveg Ijóst. Þarna tók ég því ákvörðun um að hætta afskiptum af stjórnmálum." — Og stóðst við það? „Nei, nei. Ég er nú svo góður í mér að ég tók sæti á listanum eins og beðið var um. Auk þess var ég aktívur í bæjarmálum á Sauðárkróki, var skólanefndarmaður, tók þátt í félagsmálum og sat í bæjarstjórn, sem varamaður í 4 ár og fasta- fulltrúi í 3 ár. Ég hefði sjálfsagt haldið því áfram hefðum við ekki flutt suður.“ — Var gott að búa á Sauðárkróki? „Já það var mjög gott og við söknum fólksins þar. Við lifðum í rauninni í vernduðu umhverfi og við eignuðumst góða vini og kunningja sem við höfðum samskipti við nær daglega." — Hefur fólk breyst gagnvart þér eftir að þú gerðist forstjóri Hagkaups? „Nei ekki aldeilis! Sjálfur hef ég ekkert breyst — ég er bara í vinnunni. Þetta er mjög skemmti- legt og spennandi starf en ég hef enga tilfinn- ingu fyrir því að ég hafi „meikað það“ eða eitt- hvað svoleiðis. Hagkaup á mikla framtíð fyrir sér og mig langar að vera í þessu starfi áfram.“ — Attu þér leyndan draum sem þig langar að rætist? „Engan sem er ofarlega í kollinum alla vega. En ef ég hefði tíma vildi ég helst upplifa árin mín í Danmörku aftur. Danmörk heillar mig og það væri gaman að heimsækja sjálfan sig aftur á æskustöðvarnar."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.