Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 18

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Page 18
SKÁK Skák undir suðlægri sól Stundum flýtur inn á borð til mín tímarit um skák frá syðri helmingi hnattarins, AJEDREZ DE ESTILÖ, gefið út í Buenos Aires. Eins líklegt að það hafi ver- ið lengi að velkjast á leiðinni, vik- ur eða jafnvel mánuði sem annars, flokks póstur, að minnsta kosti er það sem nú liggur fyrir framan mig nóvemberhefti árgangsins 1985. En hingað er það þó komið eftir langa útivist, 48 blaðsíður þéttsetnar ýmsum fróðleik. Ajedrez de Estilo — það má ýmis- legt segja um stílinn Argentínu- menn eru að minnsta kosti á und- an Spánverjum í rithætti, þeir rita leikinn Rf3 sem Cf3 en ekki C3AR. Það er furðulegt hve seint hefur gengið að útrýma þessum gamla og þunglamalega rithætti hjá ensku-, frönsku- og spænskumæl- andi þjóðum. Útgefendur þessa tímarits eru sýnilega nokkuð seigir við að afla sér frétta víðs vegar að. Þarna sé ég frásögn af skákþingi Finnlands 1985 og skákir þaðan, þann fróð- leik hef ég ekki rekist á í blöðum okkar né eða grannþjóðanna. Qg hér eru fréttir frá Póllandi, Rúss- landi og Danmörku, frá Moskvu og Tilburg, auk frétta af heima- slóðum. Talsvert er fjallað um bréfskák í þessu hefti, hún virðist vinsæl þar syðra, enda eru sumir fréttamenn tímaritsins á norðlæg- um slóðum einmitt kunnir bréf- skákmeistarar. Áhugi á skák stendur á gömlum merg í Argentínu. Frægt einvígi um heimsmeistaratitilinn fór fram í Buenos Aires 1927. Þar áttust við Aljekín og Capablanca, Argen- tinumenn hafa oft sent sveit á ólympíumót skákarinnar þótt þeir eigi um langari veg að sækja, og tvívegis hafa þeir verið gestgjafar, eins og ætti að vera okkur íslend- ingum í fersku minni: þar unnum við forsetabikarinn 1939. í þessu hefti er líka frásögn af skákþingi Argentínu, hinu 59. í röðinni. Þar vann Oscar Panno yf- irburðasigur, var tveimur heilum vinningum á undan næsta manni. Oscar Robert Panno er fæddur 17. mars 1935, sama árið og Bent Larsen og Friðrik Ólafsson. Hann lærði að tefla sex ára gamall en fór ekki að tefla að ráði fyrr en hann var orðinn tólf ára. En hæfileikar hans komu fljótt í Ijós, hann skar- aði fram úr jafnöldrum sínum og raunar einnig þeim sem eldri- voru. Átján vetra gamall er hann sendur norður til Evrópu og þar verður hann heimsmeistari ungl- inga á móti sem haldið er í Kaup- mannahöfn. Sama ár verður hann skákmeistari Argentínu í fyrsta skipti. Tveimur árum síðar nær hann 3ju verðlaunum á millisvæðamóti í Gautaborg og vinnur sér þar með stórmeistaratitil tvítugur að aldri. Síðan hefur Panno verið fremsti taflmeistari heimalands síns. Hann hefur sex sinnum unnið sér rétt til þátttöku á millisvæðamóti, átta sinnum hefur hann teflt í sveit Argentínu á ólympíumótum. Sigr- ar hans og frábær frammistaða á alþjóðlegum skákmótum verða ekki rakin hér. Að vísu hefur hann tekið sjaldnar þátt í alþjóðamótum en ella vegna þess hve fjarri hann er þeim slóðum þar sem mest er um skákmót, og svo einnig vegna starfa sinna. Panno er einn þeirra manna er hélt sinu striki þrátt fyrir skákina og lauk prófi í verkfræði. Ég hygg hann starfi í sinni grein og þar liggi orsök þess að hann teflir minna á mótum en ella. Þó hef ég einhvers staðar séð hann titlaðan prófessor í skák við einhvern frægan knatt- spyrnuklúbb í Buenos Aires. Panno — Keller Ólympíumótið í Moskvu 1956. Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 a6 6. Bd3 dc4 7. Bxc4 b5 8. Bb3 Nú minnir staðan á þegið drottn- ingarbragð, með Bd3 hefði hvítur haldið á brautir Meranvarnarinn- ar. 8.. .. c5 9. 0-0 Bb7 10. De2Rbd7 11. Hdl Be7 Allt er þetta samkvæmt fræð- unum, en hér telja sumir vitringar betra að leika Dc7 fyrst til þess að vera nógu fljótur að ráðast að mið- borði hvíts með Rc5. Þetta er nefnt hér vegna þess að það skipt- ir líklega svolitlu máli í þessari skák. 12. e4 cd4 13. Rxd4 Dc7 14. Bg5 Rc5 15. Hacl! Nú kemur í ljós að svartur er í vandræðum með drottninguna á c-línunni og getur því hvorki drep- ið á e4 né b3 (Rxb3 16. Rxb3 Db6 17. Be3, eða 16.... Db8 17. Rxb5!). Ekki er heldur glæsilegt að hróka (15.... 0-0 16. e5!)Hér ferþví sem oftar þegar staðan er orðin örðug: 15.. .. b4 16. Bxf6! gf6 eftir Guðmund Arnlaugsson; Eða 16. ... Bxf6 17. Ra4 Be7 18. Bxe6! Svartur treystir á vörnina De5. 18. Bxe6! De5 Hann fær ekki nægjanlegt lið fyrir drottninguna með 18.-fe6. 19. Rxe6 Rxe6 Bxc5 20. Hxc7 Rxc7 21. Hd7. 19. Rxc5 20. Bf5! Þannig bjargar hvítur bæði bisk- upi og riddara. Hann hótar nú Dg4+ og Dh5, svo að svartur hef- ur ekki tíma til að taka riddarann. 20. ... Hfe8 21. Dh5 Bxd4 Meðal ógnana hvíts var 22. Hxc5 Dxc5 23. Bxh7+ og 28. Dxc5. 22. Hxd4! Dxd4 23. Hc7 og svartur gafst upp. GATAN Hvað sagði sadistinn, þegar masókistinn bað hann um að berja sig? •!8N :jbas SPILAÞRAUT Svo er hér annað spil, sem við skulum fara rólega í og spilágæti- lega. Suður gefur. Allir í hættu. * A-7-6-3 Q 10-8-5-2 O K-8-2 + K-2 ♦ 5-4 Á-D-7-6-4 O Á-G-6 + D-8-4 Sagnir: suður vestur 1 hjarta pass 4 hjörtupass norður austur 3 hjörtupass pass pass Vestur lætur spaða drottningu. Hvað gerum við nú? Við erum með tapslagi í báðum svörtu litun- um og jafnvel einn í tígli og einn eða tvo í hjarta. Sjá Iausnir á bls. 10. LAUSN Á KROSSGÁTU - m S O K B - & V ■ N B fí N K fí R Æ N 1 N G J ft R • '1 • O R ’O • R U r 'ft L D R ft 6 ft R s T U • r fí T r u R fí U 6 ft /n u L 1 G R fí U T u R • 'ft R N fí H £ m ft Ð • 'O F fí G U R T s m ‘ft R . fí Ð F Ö R . G K • F fí T fí N F / S K fí R * S R . Æ R ft s V O /< R U L L fí R • K fí r fí L 7 N ft • H R £ / N F £ r fí R ■ o /< ft N u m O i< K ft L Ð ft . S fí 5 S N fí P R 'o m fí K R fí F T U R • K R . K y r R ft N • r o R K £ N N ft R 1 .S • J fí S o N u R * ft /n o & • U í « fí U S ft N • ft D fí L V R fí U <3 u R ♦ / V N fí R • fí L Æ MkB MNW. fíueu ÚR- V /NDfl m'fíL. 'DKEfílN L/Nfí BLoTfí um - enTup- NfíR A SUTiÐ VÆ6jfí S PoR BUND/Ð ~~ZJ HRYSSfí ’/ HfíNfí SKEL SPfíNfí HRUKKr V/NNUR OGN 6fíB8-\ FHD y H'fíS Pr'fí mj'óe 'fíKRFfíR fíT- e£fív/ -tónn ii» i PúKfíR KÝL! fíTT /íLMG! V I . KÚ 6fíR TtV/R. ENL! 1£GUR F£/?У) m/qr l>R /="/-> /< LBJÐ/ -r / t/ZS/R <ö'erhl. TZoVA n Út STfíUR Sftmui . ) HKIK6/R TÓBfíK ~-r 'ol ÚT- „ lNpUR 2 £/N$ HElVuT l NN í 5KlrV/V verk-k ÚTÍFfí HVÉFS- /nh e?.'oÐ\R þliííTu /* VHL. KY&Jfl PRBTT //? PLfíSS SfíUPRfí K\/£NDií> £/NS u/n /< Konu . / FoT SOLTfí Fétfíb HfíLfí RbFfí fíUGNfí RfíD vÆlt/n fíR LB6GUR. F/tV 'fí ’fíST 5oRP TfíL 5 > 1 'ol'/kir VElKRK 5K/PU LíGGUR.1 ÓLDS LB/Ffífí fí-XLfí KlÆÐ/ mjöe ! L'fíG- Pórfí V Fj'fífí/ FoRfít) 6 ER/R HUHDUK GRuHfí Hfíf TflNE/HE h'opur efíP’Ð- 'TbL , u 5n'u<ju RVN/Ð LfíGfíR TD'yR. 'fíTT TÓNA/ /< FoKKÚi) KfíCDflH > LfíHÉfíH FóT- LE66 l, 'fíTT SV/Ð INGUR OfkflR 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.