Helgarpósturinn - 27.03.1986, Síða 23

Helgarpósturinn - 27.03.1986, Síða 23
USTAPÖSTURINN „Fyrsta sýningin af mörgum“ — segir Halldór B. Runólfsson um sýningu sína í Nýlistasafninu Halldór B. Runólfsson: „Ég býst við að mála miklu meira í framtíðinni." Pólsk grafík í gallerí Gangskör Pólsk grafíklistakona, Anna Wejman, kennir nú grafíska tœkni í Myndlista- og handídaskóla íslands um mánaðartíma. A annan í pásk- um, mánudaginn 31. mars, verður opnuð í gallerí GANGSKÖR sýning á grafíkverkum listakonunnar og eig- inmanns hennar, Stanislaws Wej- man. Stanislaw Wejman er prófessor við Listaháskólann í Krakow en hann er kunnur grafíklistamaður. Á sýningunni verða 25 grafíkverk eft- ir þau hjónin og er um sölusýningu aö ræöa Gallerí GANGSKÖR er til húsa í Bernhöftstorfunni og verður sýning hinna pólsku grafíklistamanna opin daglega frá hádegi til klukkan sex síðdegis. Um helgar opnar grafík- sýningin hins vegar ekki fyrr en klukkan tvö eftir hádegi. JL Föstudaginn 28. mars eða á föstu- daginn langa opnar Halldór Björn Runólfsson sína fyrstu einkasýningu hér á landi í Nýlistasafninu á Vatns- stíg 3b. Sýningin verður opin frá kl. 16—20 virka daga og um helgar frá kl. 14—20 þar til henni lýkur 6. apríl. í samtali við HP sagði Halldór að hann hefði ekki fyrr haldið sýningu hér á landi en að hann hefði nokkr- um sinnum tekið þátt í samsýning- um í Frakklandi á sama tíma og hann lagði stund á listfræðinám. Annars er Halldór betur þekktur sem listgagnrýnandi en sem lista- maður og sagði hann að hér væri kærkomið tækifæri fyrir þá sem hann hafði gagnrýnt til að gagn- rýna sig. Halldór sýnir bæði málverk og vatnslitamyndir, mest fígúruverk og portrettmyndir. Halldór kvað þetta vera goðsagnamyndir byggðar á persónulegum hugmyndum. Hann sagði einnig að hann ynni mikið úr bókmenntum frá ýmsum tímum, hann væri að gera tilraunir með að segja sögu í málverkinu og með málverkinu þó að slíkt yrði að sjálf- sögðu aldrei einsog bókmenntirnar. „Eg byggi mikið á Odysseifskviðu Hómers, ég mála ferðalög, ferðir Oddysseifs, þetta eru ýmisskonar ferðalög bæði byggð á Odysseifs- kviðu og einnig eigin reynslu. Þetta er dálítið sviðskenndar myndir, leik- rænar,“ sagði Halldór. Halldór sagði að þessi verk væru öll unnin á síðustu tveimur árum og vegna þess að hann væri svo vel þekktur sem gagnrýnandi hefði hann þurft að byggja sig upp, herða sig til að halda þessa sýningu en sem sagt: hér væri tækifæri hinna til að rakka hann niður, rífa hann í sig. Halldór lagði stund á frjálsa myndlist í Myndlista- og handíða- skóla íslands en fór til Frakkiands í listfræðinámið án þess að Ijúka prófi héðan. En allan tímann var hann með annan fótinn í Myndlista- og handíðaskólanum. Þess vegna ætti það ekki að koma á óvart þó að list- fræðingurinn og gagnrýnandinn haldi málverkasýningu. „Þetta er væntanlega fyrsta sýn- ingin af mörgum, ég býst við að gera miklu meira af því að mála í fram- tíðinni," sagði Halldór B. Runólfsson að lokum. Sýningin er sem fyrr segir í Ný- listasafninu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis samkvæmt yf- irlýstri stefnu listamannsins. Og það má opna listsýningar á föstudaginn langa, listamaðurinn hafði a.m.k. fengið þær upplýsingar hjá lög- reglustjóraembættinu. -gpm KVIKMYNDIR Auðn lands og manns eftir Sigmund Erni Rúnarsson óttalegar og efans sem nagar þau bæði, Láru vegna ástar sinnar á Helga og hann vegna tómsins sem hann kemst æ betur að að ein- kennir hugann. Þessi spenna er krydduð fáum dularfullum atburðum sem eru ýmist ekki eða undarlega skýrðir. Áhorfandinn er oftlega skilinn eftir í óráðnum gátum, sem henta í sjálfu sér sumsstaðar: Það verður ekki allt skýrt. Og allra síst hugur manns, sem þessi mynd fjall- ar svo mikið um. Á öðrum stöðum er eins og fyllinguna vanti. Aðstæðurnar eru á ýmsan hátt van- nýttar og það er handritinu að kenna. Stíg- andin höktir þegar vel er komið fram yfir hálfnað verk og fyrir bragðið gætir lang- drægni. Shining-blærinn fær aldrei notið sín til fulls. Persóna Helga er of skammt skrifuð. Engu að síður sýnir Þröstur Leó Gunnars- son afburðaleik í því hlutverki. Það er ekkert fum á honum í þessari frumraun. Hann er heilsteyptur, sterkur og áhugaverður í túlkun sinni. Edda Heiðrún sigrast einnig á hlut- verki sínu. Það er ekki að sjá að hún leiki. Hún er Lára. Jóhann Sigurðarson er góður Baldur. Áður hefur verið vikið að því augngæti sem kvikmyndatakan er í þessari mynd. Tæknihliðin er að öðru leyti hnökralaus og sumir þættir hennar reyndar mjög vel af hendi leystir, svo sem klippingin. Tónlistin hentar efninu vel. Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son styrkir stemmningu verksins með sínum seið að sama skapi og Hilmar Oddsson kryddar það með notalegu poppi. Það er grunnt á kvikunni í þessu hæga og heillega verki. Það skilar okkur samskiptum manns og lands á grípandi hátt. Sjarmi þess felst einkanlega i tveimur þáttun; töku og leik, en að handritinu má ýmislegt finna. Hilmar Oddsson má samt vel við una. Þessi fyrsta kvikmynd hans er góð. Stjörnubíó, Eins og skepnan deyr: ★★★ íslensk, árgerð 1986. Framleiðandi: Jón Olafsson. Leikstjórn og handrit: Hilmar Oddsson. Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Pálsson og Þórarinn Guðnason. Hljóð: Gunnar Smári Helgason og Kristín Erna Arnardóttir. Tón- list: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Hilmar Oddsson og Mozart. Leikmynd: Þorgeir Gunnarsson. Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Aðalleikarar: Edda Heiðrún Backman, Þröstur Leó Gunnarsson og Jóhann Sigurðarson. ir eirðarlaus útum. Hún er lífsglöð stúlka, stolt og ástfangin að hún heldur. „Hún trúir því að í Helga leynist neisti sem geti orðið að miklu og sterku báli undir réttum kringum- stæðum," eins og höfundur skýrir í leikskrá. í myndinni leiðir Hilmar fram innri spennu milli þessara einstaklinga sem vex eftir því sem á líður, jafnt sakir aðstæðnanna sem eru Við byrjum í víðu skoti af eyðilegu dalverpi að sumarlagi. Það er dumbungur í lofti, dala- læðan liggur yfir, í senn óræð og ógnvekj- andi. Smám saman kemur hreindýrahjörð í Ijós. Dýrin eru á beit neðst í skvompunni, kyrr og tignarleg. En svo er skotið.. . Svona er andrúmsloftið í fyrstu kvikmynd Hilmars Oddssonar. Svona er það á enda, þó svo tvö ungmenni taki aðalhlutverkin af hreindýrunum mestan part sögunnar. En skepnan er heldur aldrei langt undan. Hilm- ar freistar þess að lýsa viðbrögðum ung- menna við auðninni — jafnt að utan sem inn- an. Honum tekst það ágætlega. Eins og skepn- an deyr er að mörgu leyti mögnuð kvik- mynd. Hún er fyrir það fyrsta mjög mynd- ræn. Að því leyti er hún úthugsuð. Svo virðist sem nostrað hafi verið við flest skotin. Altént er ekki einleikið hvað sumir rammarnir eru fallegir og stílhreinir. Loðmundarfjörður á líka vel við söguna. Hann er berangurslegur og dulúðugur í þess- ari eyði, einfaldur í fegurð sinni, kyrr en kröftugur. Þannig er líka sagan af Helga og Láru, unga parinu sem sækir þangað sumar- dvöl. Helgi er þarna á bernskuslóðum að leita „Sjarmi þessa verks felst einkanlega í tveimur þáttum; töku og leik, en að handrit- inu má ýmislegt finna," segir Sig- mundur Ernir m.a. um frumraun Hilmars Oddssonai -á sviði kvikmyndagerðar. Ljósmyndin er af Þresti Leó Gunnars- syni og Eddu Heið- rúnu Backman í aðal- hlutverkum Eins og skepnan deyr. hamingju æskunnar á meðan móðir hans var ekki ennþá flúin í fang Þjóðverjagaurs. Núna fullur örvæntingar, uppstökkur, lífs- leiður, en langar að skrifa. Loðmundarfjörð- ur hefur hinsvegar af honum þá einbeitingu sem hann bjóst við af honum. Lára er á lokaáfanga tónlistarnáms og flautar Mozart utan gluggans sem Helgi horf- HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.