Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 4
eftir G. Pétur Matthíasson INNLEND YFIRSYN Listahátíð er undarlegt fyrirbæri. Fyrir- bæri sem ekki er beint rifist um í þjóðfélag- inu en er þó alla tíð á milli tanna fólks. Þetta gildir fullkomlega um Listahátíð í Reykjavík 1986. Sú hátíð reyndi að fara aðrar leiðir, reyndi að bregðast við gagnrýni á fyrri hátíð- ir, t.d. með því að hafa færri atriði, frægara fólk, ekki gleyma jassinum eða poppinu. Samt sem áður er fólk á sama hátt og áður mismunandi ánægt og mismunandi óánægt. Er það bara ekki eins og það á að vera? Eða hvað? Eitthvað eru þó menn sammála um í sam- bandi við Listahátíð. Það er hægt að taka undir orð klippara Þjóðviljans Pö/s Valssonar í því sambandi þegar hann segir: „Vonandi greinir menn ekki lengur á um að öflug Lista- hátíð er nauðsynlegur þáttur t lífi fámennrar þjóðar sem sjaldan gefst tækifæri til þess að fá inn á borð til sín bitastæðustu molana í kúltúr heimsins. Listahátíð á að standa fyrir hingaðkomu viðurkenndra listamanna í hverri listgrein, en einnig og samhliða á hún að kappkosta að gefa landsmönnum færi á að kynnast af eigin raun þeim hræringum í samtímalistum sem merkastir þykja eða umdeildastar eru. Og Listahátíð, með stóru ,,elli“, verður að vera hátíð ísienskra lista, bæði þeirrar sem þegar hefur áunnið sér við- urkenningar í samfélaginu sem og þeirrar sem rétt er þornuð á papprínum, léreftinu eða nótnablaðinu." Margir viðmælenda Helgarpóstsins í þess- ari viku eru sammála um að Listahátíð 1986 hafi að mörgu leyti verið ágæt, þetta hafi ver- ið lítil og nett hátíð. Eins og gefur að skilja eru menn ánægðir með stóru nöfnin á hátíð- inni: Bergman, Picasso, Lessing, Claudio Arrau, Daue Brubeck og Herbie Hancock, Paala Burchuladze og Katia Ricciarelli. Neyðarleg óheppni að tvö þeirra síðast- nefndu komust ekki til landsins. Mörgum finnst þó alveg nóg um allar stórstjörnurnar. Listahátíð hefur t.d. verið gagnrýnd fyrir að gera of lítið með íslenska tónlistarmenn. T.d. skrifaði tónlistargagnrýnandi HP, Karólína Eiríksdóttir: „Ég hef ekkert á móti stórstjörn- um á heimsmælikvarða. /.../ En það má ekki gleyma að rækta eigin garð og hlutur ís- lenskra tónlistarmanna hefði mátt vera I fyrsta sinn útlit fyrir að ríki og borg þurfi ekki að greiða halla Listahá- tíðar, þökk sé ungling- unum á Listapoppi! Lítil og nett hátíð í bland við klaufaskap miklu stærri, það hefði ekki þurft að sleppa nema einni stjörnu. Það er nefnilega hægt að halda marga tónleika með íslenskum flytjendum og panta mörg ný verk fyrir það sem kostar að fá eina erlenda stórstjörnu hingað. Og Eyjólfur Melsted í DV sem segir í ljósi Iiðinnar hátíðar að ekki eigi einungis „að sækjast eftir skrautblómum að utan sem skilja í besta falli eftir fölnandi minningar, ef ekki tóm.“ Og þá er komið að fjármálahlið Listahátíð- ar. Listahátíð hefur áður en þessi kom tii ver- ið gagnrýnd mjög af þeim aðilum sem hafa gert með sér samning um að borga halla Listahátíðar — verði hann einhver — þ.e. af ríki og borg og sérstaklega af Reykjavíkur- borg sem þó á afmæli í ár. En það er önnur saga að til þeirrar veislu er hvergi til sparað. Vegna þessarar miklu gagnrýni frá peninga- mönnum — listamenn og listneytendur hafa ekki gagnrýnt fjárlagahalla listahátíða — hefur framkvæmdastjórn Listahátíðar 1986 einbeitt sér að miklu leyti að því að láta þessa hátíð standa undir sér. Enda er það kjörorð okkar tíma að allt eigi að standa undir sér! En hvernig var sparað? Listahátíðarað- standendur fóru ekki þá leið að hækka miða- verð upp úr öllu valdi, og er það vel. Hins- vegar brugðu þau á það ráð að semja við ÓlafLaufdal veitingamann og ber öllum við- mælendum Helgarpóstsins saman um að þar hafi ef ekki mjög illa verið að málum staðið þá a.m.k. mjög klaufalega. Hin sparnaðar- leiðin hefur verið nefnd, þ.e. fá en stór atriði, þannig að ekki væri verið að sýna fyrir hálf- tómum húsum. Síðan eins og venjulega eru það unglingarnir og aðrir unnendur popp- tónlistar sem sjá um að greiða upp tapið af öðrum atriðum. Áður en ljóst varð að upp- selt yrði á báða Listapoppstónleikana í Höll- inni var óvíst hvort hátíðin stæði undir sér. En það var uppselt á báða tónleikana — um 11.000 miðar seldir. Salvör Nordal, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, sagði í samtali við HP „að fjármálin litu þokkalega út og að ekki stefndi í mikinn halla.“ Að öllum líkind- um myndi Listahátíð 1986 vera einhvers staðar í kringum núllið." Það yrði þá í fyrsta sinn í langan tíma sem ríki og borg þyrftu ekki að punga út fjármunum vegna Lista- hátíðar. Smásagnakeppni Listahátíðar hefur ekki fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum, enda drukknaði hún að miklu leyti í opnunarhá- tíðinni, þegar tvær sýningar voru opnaðar, auk þess sem veitt voru verðlaunin í smá- sagnakeppninni. Viðmælendum HP þótti þetta mjög merkt framtak og einn taldi að með því að veita svo há verðlaun, sem raun bar vitni, hafi sú leið sannað ágæti sitt þar sem það hefði gefið af sér mikinn listrænan arð. Listapoppið í Laugardalshöll þótti takast vonum framar og telja menn að þar hafi ver- ið staðið ótrúlega vel að málum. En Lista- poppið er eitt þeirra atriða sem fram- kvæmdastjórnin sá ekki beint um heldur báru Steinar Berg og Reykjavíkurborg hitann og þungann af þeirri hátíð. Einn viðmæl- enda HP taldi að öll Listahátíðin mætti vera í anda Listapoppsins. Þ.e. að fá til landsins unga listamenn sem eru að slá í gegn, sem eru jafnvel að gera sína bestu hluti einmitt á sama tíma. Slíkt er að sjálfsögðu ekkert áhlaupaverk en ætti að vera mögulegt. Klúbbur Listahátíðar hefur mikið verið gagnrýndur og óþarfi að rekja þá sögu en þó ber að hafa í huga þegar klúbburinn nú er borin saman við fyrri klúbba, að veitinga- húsalíf borgarinnar hefur breyst mikið á síð- ustu árum og ekki víst að sami grundvöllur sé fyrir Klúbb Listahátíðar og áður. En Listahátíð hefur mest og réttast verið gagnrýnd fyrir að halda jasstónleikana í Broadway og þá skömm sem frábærum jass- istum hefur verið sýnd með því að ætlast til þess að þeir spiluðu í veitingahúsi eins og Broadway. Jassunnandinn Jón Múli gekk svo langt að skila miðum þeim sem Listahátíð hafði sent honum á tónleika Dave Brubecks vegna staðsetningar tónleikanna. Jón Múli sagði í samtali við HP að þetta hefði dregið úr sér allan mátt og að hann hefði við þetta misst allan áhuga á öðrum atriðum. „Þar sem ég þekki til launafólks þá getur það fólk ekki keypt sig inn á matarveislur í nætur- klúbbum til þess að hlusta á listamenn. Og ég veit að þessir listamenn hefðu ekki látið bjóða sér þetta hefðu þeir vitað fyrirfram hvernig staðið yrði að málum." Annar við- mælandi HP óttaðist mest að þetta „hneyksli" yrði til þess að óorð kæmist á Listahátíð, a.m.k. meðal jassista, og að þeir hreinlega fengjust ekki hingað til lands í framtíðinni. Við skulum vona að sá ótti sé ástæðulaus. ERLEND YFIRSYN Dr. James Curran hefur mestar áhyggjur af lævíslegu smitleiðinni Sexföldun ónæmisbæklunar- tilfella er spáð næstu fimm árin Á hálfs árþúsunds millibili virðast koma upp drepsóttir af tagi kynsjúkdóma, og valda því meira róti í hugmyndaheimi samtímans sem útbreiðsla þeirra ræðst af ríkjandi kyn- lífsháttum. Sýfíiis breiddist út um Evrópu í kjölfar fundar Ameríku og var ríkur þáttur í hugmyndasamfellunni bölvaðar ástir, sem mjög lét að sér kveða í hugarheimi manna alít til daga lbsens. Salvarsanið hans prófess- ors Ehrlich létti af mesta farginu, sem þeirri plágu fylgdi. Sýfilissýkillinn vinnur hervirki sín á líkamsvefjum á áratugum, svo sjúklingarnir voru einatt fallnir frá af öðrum kvillum, áður en gormsýkillinn hafði náð að spilla mið- taugakerfinu á þriðja stigi sjúkdómsins. Nýja plágan, áunnin ónæmisbæklun (AIDS), er fljótvirkari. Meðgöngutíminn frá smitun þar til einkenni koma í Ijós getur að vísu skipt ár- um eða jafnvel áratugum, en reynsla banda- rískra lækna er að ári eftir greiningu sjúk- dómsins er annar hver sjúklingur fallinn frá, og enn eru vart dæmi um bata, þar sem drep- sóttin nýja hefur einu sinni náð sér á strik. Áunnin ónæmisbæklun varð faraldur í Bandaríkjunum í uppafi þessa áratugs. Brátt kom í ljós að sýkin hafði einnig stungið sér niður í Vestur-Evrópu. Uppruna hennar þykj- ast menn helst geta rakið til Vestur-Afríku, og giska á að veiran hafi borist í menn úr apategund, sem þar er höfð til matar. Á ráðstefnu í Washington u miðjan þennan mánuð skýrðu embættismenn heilbrigðis- málastjórnar Bandaríkjanna frá, að þar í landi hefðu til þessa verið greindir 21.517 sjúklingar með áunna ónæmisbæklun. Af þeim eru 11.713 fallnir frá. Bandarísku læknarnir drógu upp dökka mynd af horfunum næstu árin. Þeim telst svo til að á næstu fimm árum muni tala sjúklinga með áunna ónæmisbæklun tífaldast, jafn- framt því sem sjúkdómurinn breiðist út um landið frá pestarbælunun New York og San Francisco. Samtímis tekur áunnin ónæmisbæklun í vaxandi mæli að herja á fólk utan raða nú skilgreindra áhættuhópa, segja bandarísk heilbrigðisyfirvöld. Konur og karlar, sem ekki leggja lag sitt við eigið kyn, verða í vaxandi smithættu. Útbreiðsla áunninnar ónæmisbæklunar er fylgifiskur lauslætis, sér í lagi meðal karla sem eiga mök saman, því greiðasta smitleið- in er með sæði og blóði, sem ber alnæmis- veiruna að sóttvarnarfrumum líkamans, þar sem þær eru berskjaldaðastar í endaþarmi og koki. Sprautunotkun við fíknefnatöku er önnur helsta smitleiðin. Vændisfólk af báð- um kynjum hefur einatt valið þá iðju til að fjármagna öflun fíkniefna og gerist því smit- berar með tvennum hætti. Heilbrigðismálastjórn Bandaríkjanna birti á ráðstefnunni sem áður gat ágiskun á þá leið, að nú þegar beri ein til ein og hálf millj- ón Bandaríkjamanna í sér ónæmisbæklun- arveiruna og geti því verið smitberar. Af þessum fjölda má gera ráð fyrir að tuttugu til þrjátíu af hundraði verði búnir að taka sjúk- dóminn fyrir lok ársins 1991. Dauðsföll af völdum hans eiga að sexfaldast, fjölga úr 9.000 í ár upp í 54.000 að fimm árum liðnum. Áætlun heilbrigðismálastjórnarinnar til næstu fimm ára er á þá leið, að fyrir árslok 1991 verði sjúklingar með ónæmisbæklun í Bandaríkjunum orðnir 270.000 og af þeim fjölda verði 179.000 þá þegar látnir. Kostnað- ur af umönnun sjúklinga með áunna ónæm- isbæklun á árinu 1991 er áætlaður minnst átta milljarðar dollara og mest 16 milljarðar. Á ráðstefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar, sem hófst í París á mánudaginn, var staðhæft að meðferð hvers og eins sjúklings með áunna ónæmisbæklun kostaði jafn mik- ið og hjartaflutningur, aðgerð sem óvíða er talin réttlætanleg kostnaðar vegna. Á ráðstefnunni í París lét Hafldan Mahler, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, frá sér fara ágiskun á þá leið, að smitberar áunninnar ónæmisbæklunar í veröldinni væru að tölu einhversstaðar á bil- inu fimm til tíu milljónir. Óvissan ríkir eink- um um raunverulega útbreiðslu sjúkdómsins í löndum Afríku. Á ráðstefnunni í Washington vöruðu tals- menn bandarísku heilbrigðismálastjórnar- innar við tortryggni á spá sína sökum hárra talna. Þvert á móti kváðust þeir fara svo var- lega í framsetningu talna, að samkvæmt við- urkenndum reglum líkindareiknings mætti við því að búast að þær reyndust fimmt- ungi of lágar. Vonir manna um að hefta útbreiðslu áunn- innar ónæmisbæklunar eru nú fyrst og fremst við það bundnar að bóluefni finnist við veirunni. Árangur rannsókna bendir til að það muni reynast unnt, en bandaríska heilbrigðisstjórnin gerir sér alls ekki von um að bóluefni verði tiltækt fyrr en 1993. Þá verða með sama áframhaldi og hingað til tugir milljóna sýktir, og enginn, hvorki í hópi rannsóknarmanna né heilbrigðisstjórnenda, dirfist enn að gera því skóna að lækning finn- ist við virkri ónæmisbæklun. Hún jafngildir næstum dauðadómi svo langt fram sem séð verður. Meðgöngutími frá smitun til sýking- ar hefur fram til þessa reynst fjögur ár að meðaltali í Bandaríkjunum. Á ráðstefnunni í Washington skýrði James Curran, yfirmaður aðgerða vegna ónæmis- bæklunar hjá sýkingavarnamiðstöð Banda- ríkjastjórnar, svo frá að hann og samstarfs- menn sínir hefðu mestar áhyggjur af þeirri smitleið sjúkdómsins, sem erfiðast er að henda reiður á. Hún er frá körlum og konum, sem bæði nota fíkniefni í æð og eiga mök við hitt kynið. Sömuleiðis óttast Curran vaxandi fjölda tilfella meðfæddrar ónæmisbæklunar, þar sem barnið fær í sig veiruna við fæðingu úr blóði móðurinnar. Jen-Claude Gluckman prófessor var á Parísarráðstefnunni í stórum dráttum á sama máli og bandaríski starfsbróðir hans. Sér- staka áherslu lagði hann á vaxandi tíðni ónæmistæringar meðal barna. Ekki fer milli mála að rannsóknir á áunn- inni ónæmisbæklun eru stundaðar með mestum árangri til þessa í Bandaríkjunum og Frakklandi, en það hefur orðið til að kom- in er upp hláleg staða. Rekið er fyrir banda- rískum dómstóli mál til að skera úr hvort Pasteur-stofnunin í París geti með rétti krafist einkaleyfisgjalds af smitprófinu, sem notað er til að ganga úr skugga um hvort menn hafa tekið ónæmisbæklunarveiruna eða ekki. Pasteur-stofnunin ersjálfseignarstofnun og aflar sér fjár til starfsemi sinnar með ágæti þess starfs sem vísindamenn hennar vinna. Bandaríska heilbrigðisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna að Frakkarnir urðu fyrri til en hennar starfsmenn að finna ónæmis- bæklunarpróf sem að gagni kemur. Verður því franski einakaaðilinn að sækja rétt sinn til umbunar fyrir hugvit og framtak í klær ríkisbákns Reaganstjórnarinnar bandarísku. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.