Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 12
FF <% æ m lAi ISLXNDI 1FÆREYJA OG SKOTLANDS 16.550.- OG HEIMAFTUR FYRIR AÐEINS KR. Flug til Færeyja er ekki aðeins ódýrt — það er skemmtilegt og það er iíka nýstárlegt því eyjarnar átján hafa ótrúlega margt að bjóða góðum gesti. Eftir dvöl í Færeyjum er hægt að fljúga beint þaðan til Skotlands — í innkaup í Glasgow eða skoða heillandi fegurð skosku Hálandanna. Aflaðu þér upplýsinga hjá næstu söluskrifstofu Flugleiða, umboðsmanni eða ferðaskrifstofu um þennan ódýra og nýstárlega ferðamöguleika. Seglagerðin Ægir hefur stækkað búðina Nú erum vió meó mikió úrval af hústjöldum Ægistjöldum og göngutjöldum. I 1 & nS* 200 1 ll Ll J Barnatjöld í miklu úrvali frá 1000,- kr. Hefur þú mátað alla sólstólana? Viðleguútbúnaður og garðhúsgögn í miklu úrvali. Hagstætt verð. e^\ager(/y Eyiðslód 7, Reykjavik Pósthólí 659 Simar 14093 - 13320 Nafnnr 9879 - 1698 Dallas 4ra manna, verð kr. ca. 19.850,- 6 manna, verð kr. 25.040,- l^lraunir búvörudeildar Sam- bandsins til að koma lambakjötinu okkar á markað erlendist hafa löng- um verið stirðbusalegar og fornfá- legar. Ein þessara tilrauna snerist um að selja svokallað Ladolamb til Svíþjóðar. Steindór Haraldsson, sem nú rekur fyrirtækið Marska á Skagaströnd og framleiðir rækju- rúllur og sjávarbökur, kom með uppskrift að Ladolambinu til þeirra Sambandsmanna og samdi við þá um að hann hefði sjálfur frjálsa markaðssetningu erlendis gegn vissri prósentu af hugsanlegri sölu. Steindór fór af stað ásamt Friðfinni Daníelssyni markaðsráðgjafa og komst fljótlega í samband við Sven Áke Boding, innkaupastjóra ICA- samsteypunnar, sem selur um þriðj- ung neysluvörunnar í Svíþjóð. Samningaumleitanir við hann stefndu í að fyrir Ladolambið fengist allt að 50% hærra verð en fengist hafði fyrir íslenskt lambakjöt á sænska markaðinum áður. Þeir fé- lagar kynntu Magnúsi Friðgeirs- syni, framkvæmdastjóra búvöru- deildarinnar, þennan möguleika og bentu honum á gríðarleg umsvif þeirra hjá ICA. Sambandinu hefur aldrei líkað vel að einhverjir menn úti í bæ væru að garfa í því að selja lambakjötið þeirra svo að þeir að- höfðust lítið í málinu. Þó sendu þeir Boding bréf þar sem þeir buðu hon- um mun lægra verð en Steindór og Friðfinnur töldu sig allt að því vera búna að semja um. Boding varð að vonum hissa og sendi fyrirspurn til Friðfinns sem var orðinn langþreytt- ur á tregðu búvörudeildarinnar og hætti afskiptum af málinu enda átti SÍS allt lambakjötið. Af samningum Sambandsins við Boding er það að segja að þeir lognuðust fljótlega út af og Boing sjálfsagt orðið þreyttur á að ganga á eftir búvörudeildinni með grasið í skónum. Ástæðan fyrir einkennilegri hegðun Sambandsins í þessu máli er víst sú að SCAN, sænska SÍS, var víst ekki alltof hrifið af því að bróðir þess á íslandi væri að selja einhverjum kaupmanna- samtökum vörur. Því heldur bú- vörudeildin áfram að sinna jafn æv- intýralegum samningum og að selja framparta til Japan fyrir 4 kr. kíló- ið. . . Þ að er víðar en við Haffjarð- ará sem bændur og borgarbúar elda saman grátt silfur. Norður í Húnaþingi, nánar tiltekið að Þingeyrum í Þingi, hefur bændum verið sagt upp ábúð á jörðinni án þess að nokkur skýring sé gefin. Að Þingeyrum búa tengdafeðgar mesta rausnarbúi og jörðin er ein sú besta á öllu Norðurlandi. Eigendur jarðar- innar eru Heklubræður, Ingimund- ur og aðrir synir Sigfúsar heitins sem keypti þessa laxveiðijörð fyrir margt löngu. Húnvetningar velta vöngum en eru jafnnær um það hversvegna ábúðinni er sagt upp. Það er á hinn bóginn ljóst að brott- för tveggja fjölskyldna úr Sveins- staðahreppi er mikil blóðtaka fyrir sveitarfélag þar sem fyrir eru tæp- lega 200 manns. . . Þ að er greinilega mikill áhugi á hvers kyns umfjöllun um kjör karla í lok hins margumrædda kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. í riti Kvenréttindafé- lags íslands, 19. júní, var kastljós- inu beint að karlmönnum og þeim áhrifum sem jafnréttisbaráttan hef- ur haft á líf þeirra, og eftirspurnin eftir blaðinu var með eindæmum góð. Ritið er nú uppselt á skrifstofu félagsins — á mettíma. Þeir sem hyggjast taka þátt í næstkomandi jólabókaflóði, geta eflaust dregið af þessu nokkurn lærdóm, eða hvað?... HREINNA LOFT Þaö er ekki bara hreinna lott og auöveldari þrif sem fylgja því aö velja TARKETT PARKETT á gólfin TARKETT PARKETT er heimsfrægt fyrir stööugleika. TARKETT PARKETT hefur sérstaklega sterka lakkhúð. TARKETT PARKETT er auðvelt I uppsetningu. Þeim fjölgar slfellt sem velja TARKETT PARKETT á gólfin, því þeir vita að þau veröa fallegrl og fallegri með hverju ári sem líður. HARÐVIÐARVAL KR0KHÁLSI 4 110 REYKJAVlK SlMI 671010 mm. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.