Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 20
GOTT FÓLK / SÍA V ið segjum__frá því á öðrum stað í blaðinu að Össur Skarphéð- insson sé einn ráðgjafa Reyk- vískrar endurtryggingar, en get- um bætt þar um betur, því hann er viðriðinn að minnsta kosti eitt ann- að kunnuglegt fyrirtæki í höfuð- borginni. I nýjasta Lögbirtingi er nefnilega tekið fram að þessi geð- þekki Þjóðviljaritstóri og sérfræð- ingur í kynlífi laxa sé einn af mörg- um stofnendum Grammsins við Laugaveg, en það rekur sem kunn- ugt er fjöruga útgáfustarfsemi, hljómleikahald og ,,það sem við á hverju sinni," eins og HP heyrði í samræðum manna um firmað á dögunum. Össur er þarna í félagi með mörgiim mektarmanninum, svo sem Asbirni Morthens og hans bróður Þorláki Kristinssyni, Megasi, Páli Baldvin Baldvins- syni hjá Hinu leikhúsinu, Pétri trommara Grétarssyni, Einari Erni Purrk og Kuklara, og Ás- mundi sjálfum Jónssyni sem stjórnar á þessum bæ. Við vitum ekki en teljum það eins líklegt og hvað annað, að með því að koma sér í þennan mæta félagsskap, sé Össur að leggja drögin að útkomu að minnsta kosti einnar breiðskifu til að vera ekki minni maður en söng- konan sem fór fram með honum í borgarstjórnarslag allaballa á út- mánuðum, Kristín Á. Ólafsdótt- ir... ir ■ ■L.osningaskjálfti er kominn í ungliðahreyfingar flokkanna og þar er margur sem ráðgerir að hrifsa þingsæti af einhverjum gömlu mannanna. Ungir framsóknarmenn á þéttbýlissvæðunum sunnanlands vilja kenna gömlu skörfunum um slappt fylgi flokksins þar. Finnur | ú getur þú selt spariskírteinin þín 1 hvenær sem er þótt binditími þeirra sé ekki útrunninn. Þetta gildir um nær alla flokka spariskírteina - óháð aldri jreirra og verði. Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing íslands sem stofnað var á síð- asta ári hefur komið sér upp kaup- og sölu- markaði á spariskírteinum og fer verð þeirra eftir því gengi sem aðilar þingsins auglýsa. Aðilar Verðbréfaþingsins sem þú getur snúið þér til eru: Landsbankinn, Iðnaðarbankinn, Fjárfestingarfélagið og Kaupþing. í raun merkir þctta að þótt þú fjárfestir í spariskírtcinum ríkissjóðs eru peningarn- ir þínir lausir hvenær sem þú vilt með litl- um fyrirvara. Spariskírteini ríkissjóðs eru örugg- asta fjárfesting sem völ er á. Þú hefur eflaust veitt því athygli að nokkur fyrirtæki bjóða skuldabréf með hærri vöxtum en ríkissjóður. Spariskírteinin eru engu að síður besti kosturinn. Þau eru eignar- skattsfrjáls og njóta fullkomins öryggis, því að baki þeim stendur ríkissjóður og þar með öll þjóðin. Þetta öryggi er ekki til staðar hjá öðrum og því skaltu íhuga vandlega þá áhættu sem fylgir því að kaupa skuldabréf fyrirtækja þótt vextir sýnist álitlegir. Nú þegar frystingin er úr sögunni fyrir fullt og allt er ekkert sem ætti að hræða þig frá því lengur að kaupa spariskírteini ríkissjóðs. Þú átt ekki kost á betri fjárfestingu. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Ingólfsson hyggst reyna að bola Haraldi Ólafssyni úr fyrsta sætinu í Reykjavík, eins og við höfum áð- ur bent á, og nú ætlar Níels Árni Lund Tímaritstjóri að reyna að fella Jóhann Einvarðsson úr fyrsta sæt- inu á Reykjanesi. Ekki eru allir í flokknum sammála um að ungu mennirnir geti einir og óstuddir bjargað andliti flokksins og mikið er lagt að Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra að bjóða sig fram í öðruhvoru ofangreindra kjördæma og heyrist Reykjanesið nú æ oftar nefnt í þvi sambandi. l^Hins og menn muna var haldin heilmikil samkeppni meðal mynd- listarmanna um myndverk við nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar unnu þau Rúrí og Magnús Tómasson til verðlauna. Verk Magnúsar bar heitið Þotuegg og var það guilið egg sem nef á Concorde- þotu hafði brotið og var þotan á leið upp úr egginu. Þetta fannst mörgum smellin hugmynd og frumleg. Því renna tvær grímur á marga er fletta bókinni „It’s our world too“ sem World Wildlife Found“ gaf út. í bókinni er samansafn skopmynda af dýrum og ein þeirra sýnir Con- corde-þotu sem liggur á eggjum og úr einu eggjanna gæist goggur á lít- illi Concorde-þotu, ekki ósvipaðri þeirra sem gægist upp úr egginu hans Magnúsar... |k| I orðan af Húsavík fáum við þær fréttir að heilbrigðisfulltrúinn á staðnum hafi að gefnu tilefni brugð- ið sér í allar helstu matvörubúðir staðarins á dögunum í þeim tilgangi að taka sýni úr tilbúnum kjötréttum. Þessi skyndiprófun ku hafa leitt í ljós að mjög stór hluti þess sem rannsakað var hafi ekki verið mönnum bjóðandi. Ástand þessara mála um landið allt, samkvæmt heimildum Hollustuverndar, hef- ur ekkert skánað frá því þegar mest veður var gert út af lyktandi kjöti í Reykjavíkurbúðum um árið. Við höfum það reyndar eftir einum starfsmanni hennar að „subbu- skapnum" á bak við, þar sem þessu er grautað saman, hafi ekki linnt! Það sem er kannski hvað kald- hæðnislegast í þessu efni, er að það tekur aldrei minna en hálfa aðra viku að fá úr því skorið hjá rann- sóknaraðilum hvort matvara af þessu tæi er mönnum bjóðandi, eða svo gott sem viku eftir að almenn- ingur hefur neytt hennar hvort eð er... 20 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.