Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 37

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 37
lFOLKS og embættismanna við þingvallavatn staðalandi má til dæmis nefna sumarbústað Kjartans Sveinssonar arkitekts og sumarbú- stað Gardars Lárussonar tœkniírœðings, en hvor um sig var metinn á um hálfa milljón haustið 1984. Eldri sumarbústaði á þessu svæði eiga meðal annarra Auður Eydal kenn- ari, dóttir Ástvalds Eydal prófessors og kona Sveins R. Eyjólfssonar, kaupsýslumanns og stjórnarformanns Frjálsrar fjölmiðlunar, Bjarni V. Magnússon, framkvæmdastjóri ís- lenskur umboðssölunnar, Sameinaðra fram- leiðenda og stjórnarmaður í fjölda fyrirtœkja, Hannes 0. Johnson hjá 0. Johnson og Kaaber, Jón Ingimarsson lögfrœðingur, Kristján G. Gíslason kaupmaður, Páll Pálsson lögfrœðing- ur og Stefán G. Björnsson, fyrrv. fram- kvœmdastjóri Sjóvá. Sumarbústaður í Kára- staðalandi er einnig skráður á Ingibjörgu Thors, ekkju Ólafs Thors forsœtisráðherra. Að sjálfsögðu má tilgreina fleiri sumarbú- staðaeigendur í landi Kárastaða, upptalningin er máski þurrpumpuleg, en engu að síður for- vitnileg: Börge Petersen fulltrúi, dánarbú Olivers Steins Jóhannessonar bóksala, Valdi- mar Hansen lœknir, Hjálmar Vilhjálmsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri, Kristján Aðalsteinsson skipstjóri, Ragnar Kjartansson, fyrrv. stjórnar- formaður Hafskips, Þór Guðjónsson veiði- málastjóri, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri og mágur Steingríms Hermanns- sonar forsœtisráðherra, Órlygur Geirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi, Guðjón Eyjólfsson endurskoðandi, Þórir Jensen verslunarmaður og Njáll Ingjaldsson verslunarmaður. Á þessu svæði eru einnig skráð fyrir lóðum Thyra Loftsson tannlœknir og Tryggvi Ófeigsson út- gerðarmaður. Miðfellsland í Þlngvallahreppi austanmegin vatnsins, en nokkuð langt utan þjóðgarðsgirðingar, er mik- ið kraðak af sumarbústöðum og eru þar bæði lóðir og hús í einkaeign. Sé litið á fasteignaskrá þessa svæðis, í og við land Miðfells, má ljós- lega sjá að það er ekki nándar nærri eins „fínt“ að eiga sumarbústaði þarna og norðan og vestanmegin Þingvallavatns, enda er sumar- bústaðabyggðin öll miklu lágreistari og um- hverfið yfirleitt napurlegra. Þó getum við nefnt að þarna eiga sumarhús Einar Sœ- mundsson, fyrrv. formaður KR, Einar Her- mannsson skipaverkfrœðingur, Agnar Magn- ússon byggingaverkfrœðingur, Sigursœll Magnússon veitingamaður, svo fáeinir séu nefndir. En þetta er sumsé ekki „fína hverfið". Skálabrekkuland Skálabrekka liggur hinum megin við vatnið, á milli Kárastaða og Heiðarbæjar. Eigendur jarðarinnar Skálabrekku eru Guðmann Ólafs- son bóndi, Magnús Skaftfjeld, Unnur Samúels- dóttir og Svava Samúelsdóttir. Flestar sumar- bústaðalóðirnar í landi Skálabrekku eru í einkaeigu. Þekktastur sumarbústaðaeigenda í Skálabrekkulandi hefur óefað verið Gunnar heitinn Thoroddsen forsœtisráðherra, sem átti þar veglegan bústað. Þar á Ásgeir Thoroddsen lögfræðingur, sonur Gunnars, líka bústað sem haustið 1984 var metinn á um hálfa milljón. Ásgeir er kvæntur Sigríði Svanbjörnsdóttur, dóttur Svanbjarnar Frímannssonar, fyrrv. seðlabankastjóra, en á hans nafn er skikinn, sem sumarbústaður Ásgeirs stendur á, skráð- ur. Á nafn Svanbjarnar er raunar skráður ann- ar sumarbústaður í Skálabrekkulandi og ekki er örgrannt um að synir Svanbjarnar, Andrés byggingaverkfræðingur og Agnar fram- kvœmdastjóri eigi líka reisulega sumarbústaði á þessu svæði. Það er hægðarleikur að telja upp fleiri mekt- armenn sem eiga sumarbústaði í landi Skála- brekku. Þar er einn, skráður á nafn Björns Halldórssonar, fyrrv. framkvœmdastjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, annar á nafn Baldvins Einarssonar, fyrrv. forstjóra Al- mennra trygginga. Meðal íandeigenda á þessu svæði eru systurnar Svava og Unnur Samúels- dætur og náttúrlega eru eiginmenn þeirra skráðir eigendur sumarbústaða í Skálabrekku — það eru þeir Pétur Rafnsson forstjóri og Sig- urður H. Guðmundsson. Að öðrum sem eiga væna sumarbústaði á þessum slóðum má nefna Björn Vilhjálmsson garðyrkjumann, Erling Brynjólfsson fulltrúa, Pál Þorgeirsson heildsala og Magnús Magnússon, prófessor og tengdason Guðmundar Vilhjálmssonar sem lengi var forstjóri Eimskipafélagsins. Stíflisdalur Eigendur jarðarinnar Stíflisdals, sem liggur við Stíflisdalsvatn, norðvestan Þingvalla, eru Halldór Kristjánsson og Karl Eiríksson, for- stjóri hjá Brœðrunum Ormsson. í því landi á Karl sumarbústað, sem og Einar heitinn Agústsson, fyrrv. ráðherra og sendiherra. E\g- endur Syðri-Stíflisdals er aftur á móti Lilja Schopka, ekkja Júlíusar Schopka aðalrœðis- manns, og á sonur hennar, Otto Schopka, sumarbústað í landi Syðri-Stíflisdals. Otto er framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar. Undir Hallinum Og nú erum við komin aftur inn í sjálft Þing- vallalandið, í sumarbústaðaröðina sem liggur suður frá Vaihöll, suður með Hallinum svoköll- uðum og niður í Kárastaðanes. Þessir sumar- bústaðir hafa löngum verið umdeildir, þeir liggja í glæsilegu og sögulegu umhverfi niður við Þingvallavatn, en sjálfur landeigandinn er náttúrlega ríkissjóður, enda heyrir landið gömlu Þingvallajörðinni til. Þarna á Páll G. Jónsson, fésýslumaður og forstjóri í Pólaris, sumarbústað, Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar, á annan og sá þriðji er skráður á nafn Sigurgeirs Sigurjónssonar hœstaréttar- lögmanns, og sumarbústaður ásamt bátaskýli er eign Guðjóns Guðjónssonar verslunar- stjóra. Ekkja Vilhjálms Þórs ráðherra og seðla- bankastjóra, Rannveig, á sumarbústað þarna undir Hallinum, og einnig afkomendur Arna G. Eylands, sem var einn helstur búnaðar- málafrömuður á fyrri hluta þessarar aldar. Lárus Fjeldsted, hæstaréttarlögmaður og faðir Agústs lögfrœðings og stjórnarmanns í Sjóvá, er skráður fyrir sumarhúsi á þessu svæði og þarna eru líka sumarbústaðir skráðir á nöfn fjögurra kvenna: Vilborgar Gunnlaugsdóttur, InguDóru Gústafsdóttur, RagnhildarP. Ófeigs- dóttur og Sonju Benjamínsson. Vilborg er gift Gamalíel Sveinssyni viðskiptafrœðingi, lnga Dóra er dóttir Gústafs kaupmanns Kristjáns- sonar og eiginkona Einars O. Lövdal lœknis, en Ragnhildur er dóttir Ófeigs Jósepssonar lœknis. Tvo aðra sumarbústaðaeigendur á þessu svæði má nefna, þá Jón Arason Tryggvason og Kristján Steindórsson. Fast- eignamat þessara sumarbústaða haustið 1984 var á bilinu 200—500 þúsund krónur. Þess má svo geta að í Þingvallabænum sjálfum hefur forsœtisráðherra tvær burstir til afnota, en þjóðgarðsvörður og Þingvallaprestur þrjár. Grafningshreppur — Ölfusvatn f Grafningshreppi eru nokkrar eftirsóttar jarðir og er skemmst að minnast þess er Davíð Oddsson borgarstjóri beitti sér fyrir umdeild- um kaupum borgarinnar á Ölfusvatnslandi. Þau kaup urðu að kosningamáli og þóttu bera vott um greiðasemi við landeigendurna, einu nafni Engeyjarœttina. Ölfusvatnsland var í eigu Helgu Ingimundardóttur, ekkju Sveins Benediktssonar, útgerðarmanns og þing- manns Sjálfstœðisflokksins, og barna þeirra; Benedikts Sveinssonar lögfrœðings, Ingi- mundar Sveinssonar arkitekts, Guðrúnar Sveinsdóttur og Einars Sveinssonar, forstjóra Sjóvá. Það þótti ekki spilla fyrir kaupunum að forstjóri Hitaveitu Reykjavíkur er Jóhannes Zoéga, eiginmaður Guðrúnar Benediktsdótt- ur, systurSveins. Seljendurnir halda sem kunn- ugt er sumarbústaðaafnotum sínum næstu hálfa öldina. Meðal annarra sumarbústaðaeig- enda á landi þessu eru Ingvar Ingvarsson versl- unarmaður og Tryggvi Blöndal skipstjóri. Hagavík Þar með eru lönd Engeyjarættarinnar í Grafningshreppi ekki upptalin. Stórir landeig- endur í Hagavík eru einnig af sömu ætt og þekktar persónur; börn Helga Tómassonar, yf- irlœknis á Kleppi, þau Tómas Helgason, sem tók við af föður sínum, og Ragnhildur Helga- dóttir, alþingismaður og ráðherra. Þau hafa þarna sinn sumarbústaðinn hvort; bústaður Ragnhildar (byggður 1981) er þó öllu veglegri og meðal þeirra allra veglegustu á Þingvalla- svæðinu, á 5000 fermetra lóð. Á landi þeirra á síðan Skólastjórafélag íslands veglegan búst- að og bátaskýli á tveggja hektara landi. Bíldsfell Stórir landeigendur við Bíidsfell, Krók og Grímkelsstaði eru Egill Guðmundsson, Elfa Guðmundsdóttir, Þórdís Todda Guðmunds- dóttir, Guðmundur Ólafsson og Guðmundur Jóhannesson. Þetta voru jarðir Guðmundar Þorvaldssonar á Bíldsfelli. Þórdís Todda er eig- inkona Erlings Þorsteinssonar, yfirlœknis Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Þau hafa þarna veglegan bústað, sem byggður var 1971, en skammt frá er 7 ára gamall sumarbústaður Ragnars Þorsteinssonar vélvirkja, bróður Erlings. Þá á í landi Króks jafn gamlan sumar- bústað Sigurður Þorsteinsson vélstjóri. í landi Króks eiga jarðir Borghildur Edwald, Jón Haukur Edwald og Jón O. Edwald lyfja- frœðingur, börn Jóns S. Edwald kaupmanns og vararœðismanns. Nesjar í Nesjum eru flestallar jarðir skráðar á Ástu Pétursdóttur í Reykjavík og er um mjög víð- áttumikið iand að ræða. Þar á þó land og bústað Valgarð Briem, hœstaréttarlögmaður og fyrrv. forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins, valinkunnur sjálfstæðismaður. Sumarbústaðir í landi Ástu eru fjölmargir og í eigu nafntog- aðra manna. Meðal þeirra eru SigurðurE. Þor- valdsson skurðlœknir, Haraldur Björnsson framkvœmdastjóri, Vilhjálmur Ingvarsson, útgerðarmaður og ísbjarnarbróðir, Áki Jóns- son, framkvœmdastjóri Aco, Geir G. Zoéga framkvœmdastjóri, Hinrik Thorarensen fram- kvœmdastjóri (sonur Odds Thorarensen apó- tekara), Sverrir Ólafsson viðskiptafrœöingur, Einar Þorkelsson verkfrœðingur, Kjartan Þor- bergsson tannlœknir, Jón Aðalsteinn Jónas- son kaupmaöur, Gunnar Þormar tannlœknir og síðast en ekki síst Hilmar Fenger, fram- kvœmdastjóri Nathan og Olsen, stjórnarmað- ur í Tollvörugeymslunni í Reykjavík og tengda- sonur Vilhjálms Þórs, fyrrverandi ráðherra og seölabankastjóra. Nesjavellir — Villingavatn Landeigendur við Nesjavelli og Úlfljótsvatn eru Hitaveita Reykjavíkur og Rafmagnsveita Reykjavíkur, en þar eru nokkrir bústaðir af „minni" sortinni. Einna stærstur þeirra er bústaður Gunnars H. Pálssonar byggingaverk- frœðings. Landið Villingavatn er að mestu í eigu Sig- urðar Hannessonar, en einn hektara lands þar á Gísli Teitsson framkvœmdastjóri (Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar). Gísli er tengda- sonur Stefáns alþingismanns Stefánssonar í Fagraskógi, bróður skáldsins. Margir sumar- bústaðir þarna eru í eigu iðnaðarmanna, en þann stærsta og veglegasta á hins vegar Bessi Bjarnason leikari, en sá bústaður var byggður fyrir aðeins fjórum árum. HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.