Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 29
viku þegar Jóhannes Árnason,
sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
fékk það óvinsæla hlutverk að bera
Sigurð Oddsson, bónda og hrepps-
nefndarmann í Eyjarhreppi, út af
jörðinni Höfða. Á skjá landsmanna
komu þeir Sigurður bóndi og Jón
Steinar Gunnlaugsson lögfræð-
ingur landeiganda. 1 ræðu Jóns kom
fram að Sigurður hefði ekki borgað
eina einustu krónu í leigugjald af
jörðinni. Hið rétta er að Sigurður
borgaði af jörðinni fyrst eftir að
samningur við hann var gerður, og
auk þess er hann eini leiguliði
Thorsara sem borgað hefur leigu
fyrir jörð sína síðustu 30 eða 50 ár-
in, — ef ekki frá því að Thor Jensen
eignaðist þessar 10 jarðir sem land
eiga að ánni, snemma á öldinni...
Bóndinn Sigurður Oddsson er
nú borinn út á þeim forsendum að
leigusamningur hans og eigenda sé
úr gildi fallinn — sem báðir aðilar
eru sammála um. Það hefur aftur á
móti ekki verið dregið fram að lík-
legast er þessi samningur sá eini
sem gerður hefur verið við iand-
drottna þarna um ábúð í áratugi.
Annarsstaðar búa bændur á þessum
jörðum eins og þeir hafa alltaf gert
samningslaust og án þess að borga
nokkurt leigugjald. Það sem hugs-
anlega hefur orðið til þess að Sig-
urður var látinn víkja er að hann
hefur verið kokhraustari en aðrir
landsetar á þessum slóðum og óspar
á málaferli við landdrottna sína.
Þess er skemmst að minnast að í
fyrstu atrennu Jóns Steinars Gunn-
laugssonar hdl. vann Sigurður mál-
ið, og þá var verjandi, sem atti kappi
við hæstaréttarlögmanninn, enginn
annar en Sigurður sjálfur, óbreyttur
og hvatvís sveitamaðurinn. Kannski
svolítið neyðarlegt...
iSnn af málum Sigurðar í
Höfða. Margir furða sig á að
Jón Steinar Gunnlaugsson hdl.
og hans menn skuli sækja það fast
að fá úrskurði, sem kveðinn var upp
fyrir næstum ári, framfylgt núna.
Ástæðan er þessi, að því er heimild-
ir HP herma: Þeir hófsamari og frið-
samari úr liði eigenda eru í viðræð-
um við bændur um sölu á ánni, jörð-
unum öllum og öllu sem þeir eiga
vestra. í kringum þennan hóp stend-
ur allstór lögfræðiklíka sem hefur
lengi makað krókinn á laxveiðitekj-
um þessara eigna og sjá nú ofsjón-
um yfir tekjutapinu. Eina tiltæka
leiðin til þess að stöðva söluna er að
koma öllu í bál og brand einn gang-
inn enn — og allt er talið leyfilegt í
leik þar sem tilgangurinn helgar
meðalið...
o
^^^kkur hefur verið góðfús-
lega bent á dulítið fleipur sem við
fórum með á dögunum þar
sem við fullyrtum víst að Yngva
Kjartanssyni blaðamanni hefði
verið ,,sparkað“ af Degi á Akureyri
vegna lítillar fylgispektar sinnar við
norðlenska framsóknarmenn. Stað-
reyndin mun vera sú að Yngvi sagði
upp með nokkuð eðlilegum hætti,
en víst þykir þó að aðstandendur
Dags hafi tekið uppsögninni fegins
hendi. Og nú hefur Yngvi fært sig
um set, og kannski er hann kominn
í sínar réttu herbúðir — hann er
nefnilega orðinn fréttaritari Þjóð-
viljans á Akureyri...
2ja-5 manna hústjöld
Verð frá kr. 22.000. -
Tjaldteppi. Göngutjöld, 3ja-4ra manna
tjöld með framlengdum himni, kr. 12.000.
Tjaldbúðir, Geithálsi, sími 44392
l—'arís er full af lífi og krafti, fjöri og ferðamannalúxus.
J_ Þar blómstrar lifandi menning og sérdeilis lystaukandi
matarlist; kræsingar fyrir líkama og sál á hverju götuhorni.
Úrval býður farþegum sínum mikinn fjölda
hótela í París. Allt frá notalegum 3ja stjörnu
hótelurn uppí 5 stjörnu lúxushótel. Innifalið
í verði er flug, gisting og morgunverður.
Vika íglœsilegum
íbúdwn kastar Jrá
kr 20.934.- I
í boði eru glæsilegar íbúðir á besta M
stað í borginni. Þar eru öll þægindi. jjoB
Ef dvalið er lengur en 7 daga fæst
15% afsláttur og 30% ef dvalið er
lengur en 3 vikur. Innifalið: M
Flug, gisting, söluskattur, ÉÉM
hreingerning o.fl.
Brottfarir til Parísar: Alla JgM
miðvikudaga og sunnudaga §58
í júní, júlí og ágúst.
Sérstakar viku hóþ-
Jeröir 6.og20.ági)st
Gist er á fallegu 3ja stjörnu
hóteli-verðá mann í tvíbýli:
kr. 24.470,— eða lúxus-
hótelinu Lutetia Concorde -
verð á mann í tvíbýli: kr. 28.390,-. Innifalið:
Flug, gisting, morgunverður, akstur frá og að
flugvelli í París, skoðunarferðir um París og
Versali og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur.
Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900.
stærstu sérverslun
landsins með sport-
veiðivörur.
Valin merki - Vönduð
vara — Kynningarverð
Verslunin
eiöiv
Langholtsvegi 111
104 Reykjavík ) 6870'90
Allt í veiðiferðina
fyrir stóra sém
smáa.
Gott verð,
betri búð.
Eitthvað fyrir
alla, konur sem
karla.
Veiðivon
vonin sem ekki
bregst.
Cm
I
HELGARPOSTURINN 29