Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 27
eitthvað kemur fyrir hér fuðrar allt upp. En við erum á góðri leið.“ SLÖKKVILIÐIÐ í REYKJAVÍK Það er greinilegt á viðtölunum hér að ofan að ástand brunamála á þeim stöðum sem um ræðir virðist í mjög þokkalegu ástandi. I mun betra ástandi heldur en t.d. ýmsar aðrar stofnanir sem hýsa fólk en ekki söguleg verðmæti. Það kom ber- lega í Ijós ekki alls fyrir löngu þegar kviknaði í Kópavogshælinu. Sá bruni hefur vonandi orðið til að bæta ástandið á öðrum stofnunum. Ástandið er jafnvel svo gott að það virðist ótrúlegt en Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri staðfesti þetta ágætisástand í samtali við HP. „Ég held að það sé heilmikið til í því að ástand brunavarna sé nokkuð gott á þessum stöðum. Núorðið er ástand- ið almennt gott, þetta hefur verið að smákoma. Það eru t.d. ekki mörg ár síðan Ásgrímssafn tengdist hingað upp í Slökkvistöð. En þeir eru tengd- ir hingað þessir staðir þar sem mest verðmæti eru geymd. Og ég held að yfirleitt sé þessu nokkuð vel fyrir komið. En það er sjálfsagt að vekja at- hygli á því að víða í gömlum húsum eru miklar minjar og mikil verð- mæti og einnig hvað eldviðvörunar- kerfi gerir fljótt vart við eld. Með slíku kerfi er nánast útilokað að eld- urinn nái að búa nokkuð um sig að ráði. Og þegar slökkviliðið kemur á staðinn á að vera hægt að slökkva eldinn áður en hann breiðist út.“ — Nú eru brunaverdir í 1dnó og Þjódleikhúsinu, huad gerir bruna- vördur? „Brunavörður fer um húsið, fylg- ist t.d. með því að ekki sé reykt á stöðum þar sem ekki má reykja, hann fylgir fram þeim relgum sem í húsinu gilda, hann fylgist með því að hlutir séu í lagi; slöngur, slökkvi- tæki o.s.frv. En brunavörður er ein- göngu í húsinu meðan á sýningu stendur. Að næturlagi gæti eldur búið um sig í þeim húsum þar sem ekki eru eldviðvörunarkerfi. Ef eldur kemur upp í húsinu hefur brunavörður ákveðnu hlutverki að gegna. í leikhúsunum er líklegast að eitthvað gerist á sviðinu, þar er oft verið með eld og eins í sambandi við ljósabúnað. 1 Þjóðleikhúsinu er stáltjald á sviðinu og er það hlut- verk brunavarðar að koma því nið- ur og loka þannig sviðið af. Hann gerir náttúrlega viðvart strax. Þetta er öryggisvakt, brunavörður fylgir því eftir að öryggisreglum sé fylgt, t.d. vegna ljósabúnaðar og annars. í Óperunni eru allir hlutir í lagi, neyðarútgangur, viðvörunarkerfi, rafkerfi og annað. Það hús teljum við í mjög góðu standi. Iðnó er búið að vera að flytja í tíu til fimmtán ár, sem er líklega skýringin á því af hverju ekki er búið að setja þar upp eldviðvörunarkerfi, og eins í Iðn- skólahúsinu. En þar hefur alltaf búið fólk þar til fyrir stuttu. Það er samt full ástæða til að hafa viðvörunar- kerfi í húsum þrátt fyrir að þar sé fólk allan sólarhringinn. Þótt vakt- maður fari um hús t.d. á tveggja tíma fresti, getur eldur búið vel um sig á þeim tírna," sagði Hrólfur Jóns- son að lokum. SALIR Fyrir t.d. Ættarmót Stúdentsveislur Brúðkaup Afmæli Erfidrykkju Róðstefnur Fundarhöld Framreiðslumaður: Pétur Sturluson FREE STY FORMSKUM LOREAL r’Anis RISIÐ Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 Símar 29670 - 22781 SKÚMíbárii? J* — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL! og hárgreiðslan verður leikur einn. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu orkureikninginn hafa forgang! Þaðerdýrt rafmagnið sem þú dregur að borga HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.