Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 2
UNDIR SÓLINNI Vikurnar þegar menn vakna beinir af eftir Sigmund Erni Rúnarsson útsendingum Við Maradona erum ólíkir um margt, til dæmis hvað hæðina snertir — og yfirleitt út- litið. En við höfum báðir skallað í mark með hendinni! Mér hlýnaði svolítið um hjartaræturnar þegar ég sá hann skalla svona skáldlega í leiknum við enska á dögunum, 1:0. Mér fannst nefnilega sem áralangt samviskubit mitt yfir því að hafa skorað með sama brot- lega hætti linaðist við að sjá þarna annan mann komast upp með nákvæmlega það sama. Ég var ellefu, þetta var á Sauðaárkróki, á móti Tindastóli (sem alla jafna er fjall ofan bæjar, en þess utan þetta fótboltalið staðar- ins), læragrannur útherji á leið upp völlinn með tuðruna þetta í sveigum milli brúnna drullopollanna sem gerðu annað tveggja; að stöðva boltann skyndilega, þannig að maður hentist tómfættur framhjá, eða gusa yfir mann viðbjóði. Það síðarnefnda gerðist í þessu tilviki, en maður saup bara hveljur og herti á sér fyrir bragðið. Og fyrr en varði; kominn upp að endamörkum (sem er býsna vinsælt orð í munni Felxættarinnar) og gaf bananabolta fyrir markið. Það myndaðist þröng í vítateignum, eins og gjarnan þá sjaldan menn ná að gefa svona flott fyrir, þannig að ég hljóp inn í kösina til að redda mínum mönnum, en hrinda hinum. Mitt í þessum polladansi — þar sem fæstir vissu hvort boltinn var yfirleitt á staðnum — skaust hann upp í loft eins og kútur sem er búið að halda nauðugum í kafi. Og þá gerðist það! Fyrir einhverja stæla, en mestmegnis sakir kæruleysis og kannski innrætis, laum- aði ég hendinni í boltann á niðurleiðinni, staddur svo nærri markinu að annað var ekki hugsanlegt en tuðran læki inn. Mönnum fannst þetta skalli, öllum nema mér og manni úr mínu liði, Jóa Páls sem ég hef aldrei getað talað kinnroðalaust við upp frá því og þessvegna napurlegt að hann skyldi síðar meir leggja fyrir sig afgreiðslu- starf í Ríkinu þar sem einna mikilvægast er að maður tali saman með augunum. Og ekki er það úr hendi Guðs sem hann fær bleðlana fyrir bokku, þegar ég mæti til hans í vinn- una, en Maradona hefur einmitt lýst því yfir að Guð sé á ferðinni þegar maður skallar með hendinni. Eftir því sem ég best veit, er hann fyrsti maðurinn sem tekist hefur að blanda Guði inn í heimsmeistaramót og gera hann þar beinlínis að þátttakanda, meira að segja markaskorara. Þetta er áhyggjuefni, ef út í það er farið. Það er ekkert í lagi ef leikmenn eru farnir að nota anda af himnum sér til hægðarauka við þvælingar, tæklingar, skalla og skorun. Það er síst skárra en lyfin sem hafa verið FIFA svo mikið áhyggjuefni á sið- ustu misserum. Kannski það verði ráðnir prestar fyrir HM ’90 sem andhreinsi menn fyrir hvern leik eða andmæli þá í minnsta lagi. Guðsmönnum verði meinaður aðgangur. Nei, þetta er al- varlegt mál. Það er ekkert grín að hafa Guð á móti sér, ég tala nú ekki um ef hann skiptir sér niður á tíu frammi og einn í marki gegn jafnmörgum andlausum. Ég skil Tjaliana ágætlega. 2:1 ósigur þeirra gegn Argentínu á dögunum var leiðindaat- vik. Guðleg hlutdrægni er það reyndar alltaf. Guð í hendi vinar míns Maradona hefur það þó sér til málsbóta að þarna hafi hann verið að rétta hlut Argentínumanna frá því þeir töpuðu Falklandinu í hendur Thatcher, svo að maður fari nú að blanda henni inn í þetta svakamál. 1:1 á heimsmælikvarða. Meðhöld manna eru annars efst á baugi þessar vikurnar þegar menn vakna beinir af útsendingum. Ég hef haldið með Þjóðverjum frá byrjun, eða svo gott sem; hélt náttúrlega fyrst með Rússum (vegna þessara krítísku tíma um áframhaldandi síldarsamninga aust- ur) en svo neyddist maður til að skipta yfir á Dani, svo Brassa, þá Frakka, en sem sagt Þjóðverja lengst af, Iengst af, já, lengst. Þeir vinna! Þá hef ég hugsað mér að fara á apex suðureftir og taka upp vínakrana með þeim í Mosel. Segja svo alltaf á fimmta glasi að maður hafi nú lengst af haldið með þeim — og fá það sjötta fyrir bragðið. Talandi um vín, já. Skemmtilegt til þess að hugsa hvað vínneysla manna dregst svona saman þegar sjónvarpið á sellurnar óskiptar. Meira að segja kaffibrennsla hefur dregist saman, sekkjapantanir afturkallaðar, því húsmæður sjá að það tekur því ekkert að hella upp á, það kólnar bara ósnert fyrir framan þá pungsveitta af meðhaldi. Og núna hefur Ríkið sett sitt á útsölu, og þá einkan- lega það létta, enda vonlaust hvort sem er með það þunga. Þetta er leið fyrir stúkuna. Jói Páls, vinur minn úr Ríkinu sem veit einn manna að við Maradona höfum skorað eins, sagði mér einmitt um daginn — svo ég roðnaði auðvitað — að það væri einna helst mjög gamalt fólk sem liti við hjá þeim þessa dagana. Fór svo út í aðra sálma, helvískur, sagði: „Mér fannst nú Maradona geraða bet- ur!“ HAUKURIHORNI MEXIKOFARIÐ „Það er varla spurnlng hverjir eru réttnefndir heimsmeistarar '86; dönsku áhorfendurnir. . .!" * iH JlL ■ t -* ■ / f '1 / i,~f~y> 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.