Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 26
Menningarsöguleg verdmæti í Ijósi Iðnskólabrunans: GOTT ÁSTAND í BRUNAVÖRNUM er niðurstaða skyndikönnunar HP í nokkrum söfnum og leikhúsum borgarinnar. Betra ástand en á stofnunum sem annast fólk! Einn af örfáum þáttum sem átti eftir aö endurnýja í gamla lönskólahúsinu viö Tjörnina, var rafkerfiö. G. Pétur Matthíasson mynd: Jim Smart^^^M^^^MMMMN^^^^HHMMMMH^^MaMNMaNNBB Nú hefur það gersl sem menn ótt- uðust: Stórbruni í gömlu timburhúsi í miðbœnum. Eldur kom upp í gamla Iðnskólahúsinu á laugardag- inn var. Þegar slökkuiliðið kom á staðinn um klukkan sex, leit ekki of vel út með húsið og jafnvel var talið að nœrliggjandi hús vœru I hoettu. Slökkvistarfið tók fjórar klukku- stundir með öllu tiltæku slökkviliði. En betur fór en á liorfðist. Bruna- veggur á mi/lisuður- og norðurenda hússins hélt og eldur náði heldur ekki að breiðast vestur Vonarstrœt- ið. Ris hússins eyðilagðist alveg en önnur hœð skemmdisl minna og fyrsta hæð slapp að miklu leyti. Það er mál manna að miklu verr hefði getað farið. Nýbúið var að gera hús- ið upp að utan og hefur verið staðið að því verki síðastliðin 4—5 ár. Nœst á dagskránni var að taka húsið í gegn að innan, þar með taldar raf- magnsleiðslur, og var einungis beð- ið eftir því að Leikfélag Reykjavíkur flytti alfarið í nýja Borgarleikhúsið í nýja miðbœnum. Það má því segja að það hafi verið síðustu forvöð að kviknaði í þessu húsi, svo kald- hæðnislegt sem það nú er. „Það er mikið áfall að verða fyrir þessu," sagði Stefán Baldursson, leikhusstjóri Iðnó, í samtali við HP. „Það brunnu þarna búningar í hundraðatali, sumir margra áratuga gamlir. Það er ómetanlegt tjón. Þetta voru gömul föt sem höfðu nýst mikið í sýningum og hefðu komið til með að gera það áfram. Líka er mik- il eftirsjá í upptökum á sýningum sem voru á segulböndum. Það nýj- asta er reyndar myndbandsupptök- ur og þær eru geymdar í eldtraust- um stað. Það eru upptökur frá síð- ustu sex til sjö árum. Segulbönd af eldri sýningum eyðilögðust eigin- lega alveg, því það virðist sem eld- urinn hafi komið upp í herberginu þar sem segulböndin voru. Það var spurning um eitt misseri að koma þessum hlutum inn í Borg- arleikhús. Við höfðum ekki haft að- stöðu til að hafa þessa hluti annars staðar sökum húsnæðiseklu, Sér- staklega eru búningarnirfyrirferðar- miklir en þeir eru reyndar líka i stöðugu sambandi við leikhúsið þannig að það er ekki annað hægt en að hafa þetta á staðnum. Megnið af leikmunum slapp al- veg, og reyndar líka eitthvað af bún- ingunum. Við héldum um tíma að húsið myndi allt fara, okkur fannst tvísýnt um að slökkviliðið myndi ráða við eldinn þegar hann var sem mestur, þannig að verr hefði getað farið,“ sagði Stefán. Nú er talið fullvíst að kviknað hafi í út frá gömlum radíófóni, sam- byggðu útvarpi og plötuspilara. Það þarf ekki að hafa verið kveikt á tæk- inu, því nægilegt er að tæki séu í sambandi til að kviknað geti í út frá þeim. En hvernig er háttað bruna- vörnum á öðrum stöðum í Reykja- vík sem geyma menningarsöguleg verðmæti? Helgarpósturinn gerði skyndikönnun á því. BORGARBÖKASAFNIÐ Þórdís Þorvaldsdóttir borgar- bókavörður sagði að Borgarbóka- safnið væri hvergi í timburhúsi. „Safnið í Gerðubergi er mjög vel bú- ið, þar er allt samkvæmt nýjustu kröfum, enda húsið alveg nýtt. Les- stofan í Þingholtsstræti er tengd beint við Slökkvistöðina í Reykjavík og betra verður það ekki. Einnig er nýbúið að gera húsið upi>, skipta um allar raflagnir og annað. í aðalsafnið var flutt 1936 og það er ekki bein tenging við slökkviliðið en hinsveg- ar er allt fullt af slökkvitækjum og starfsfólkið kann mjög vel á þessi tæki. Bækur eru nú þannig að ef kviknaði hér í og einhver eldur yrði að ráði, þá myndi allt eyðileggjast, ef ekki af eldi þá vatni og reyk. Þess vegna höfum við lagt áherslu á handslökkvitæki og þjálfun starfs- fólks." ÞJÓÐMINJSAFN „Hér eru þessi mál í þokkalegu standi, held ég að megi segja," sagði Geir Björnsson, húsvörður í Þjóð- minjasafninu. „Við erum í mjög góðu sambandi við Eldvarnaeftirlitið. Nú, svo er verið að setja upp eld- og þjófavarnakerfi frá Securitas. Þeir eru búnir að tengja þjófavarnakerf- ið og eldvarnakerfið verður fullfrá- gengið nú um mánaðamótin. Síðan er náttúrlega margt annað, svo sem handslökkvitæki um allt hús og brunaslöngur á rúllum, þannig að eftir mánaðamótin verður allt orðið viðunanlegt. Það má segja að það sé frekar eytt fé í þessa hluti heldur en margt annað sem einnig er brýn þörf á.“ ÍSLENSKA OPERAN, GAMLA BÍÖ „Þessi mál eru í mjög góðu lagi hér, held ég,“ sagði Kristín Kristjáns- dóttir sýningarstjóri aðspurð um brunavarnir í Gamla biói. „Eld- varnaeftirlitið kemur reglulega og yfirfer allt húsið. Sömuleiðs verða þeir að taka út hverja einustu leik- mynd og samþykkja hana. Og við erum a.m.k. í lagi á þeirra mæli- kvarða. Nú, síðan eru tvö ár síðan sett var upp í húsinu fullkomið brunavarnakerfi sem er tengt við Slökkvistöðina. Við getum t.d. ekki steikt okkur egg hér uppi í eldhúsi án þess að ailt fari af stað, ýli og væli. Þegar Óperan tók við húsinu var allt endurnýjað; það voru settar upp nýjar rafmagnstöflur með leka- straumsrofum þannig að ég býst við að raflagnir hafi einnig verið endur- nýjaðar, þótt ég viti það ekki alveg fyrir víst. Maður fékk óneitanlega í magann þegar kviknaði í nú um helgina og fór að hugsa um hvað gæti gerst. En í kjallaranu hjá okkur, þar sem bún- ingar og annað er, er tekið af raf- magn þegar við yfirgefum húsið." LEIKFELAG REYKJAVÍKUR, IÐNÖ „Það er mjög ströng brunavarsla hér í Iðnó,“ sagði Stefán Baldursson. „Á leiksýningum eru hér bruna- verðir, það er skylda. Það er einnig mikið og gott samband við bruna- eftirlitið, þ.e. slökkvistöðina, þannig að það á að vera mjög tryggt. Það er alltaf beint samband við slökkvi- stöðina á sýningum en ég bara veit ekki hvernig þessu er háttað að deg- inum til. KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS Kvikmyndasafn íslands er með yngstu söfnum landsins og er í frek- ar nýlegu húsi við Skipholl í Reykja- vík. „Hvað varðar geymsluna á kvikmyndunum sjálfum, þ.e.a.s. filmunum, þá er sú vörn nokkuð góð,“ sagði Guðbrandur Gíslason, forstöðumaður safnsins. „Við geym- um filmurnar í herbergi sem er sér- staklega einangrað og það er eld- traust hurð hér fyrir dyrum. Það er reyndar ekkert kerfi sem byrjar að blístra eða neitt slíkt. Eg myndi segja að brunavarnir væru í þokka- legu standi en þó má alltaf gera bet- ur og ef við förum í annað húsnæði þá geri ég ráð fyrir að við okkar kerfi verði settur rofi sem tengist beint niður á lögreglustöð eða beint til fyrirtækis. Þetta hér er bráða- birgðahúsnæði og óttalega lítið og þröngt um okkur en ég geri ráð fyrir að það breytist. Hvað varðar eld- varnir er ég nokkuð óhræddur um myndirnar okkar.“ LANDSBÓKASAFN Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður sagði að í Safnahúsinu öllu væri viðvörunarkerfi í beinu sambandi við Slökkvistöðina í Reykjavík. „Einnig tökum við raf- magn af öllu húsinu að degi lokn- um. Það eru einungis nokkur ár síð- an allar rafmagnsleiðslur voru end- urnýjaðar þannig að þar er ástandið ágætt. Eldvarnakerfið er hinsvegar nokkuð eldra, ég man ekki hve gamalt það er en það var sett upp einhvern tímann eftir 1970.“ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Það er alltaf vakt hér á hverri sýningu," sagði Vilhjálmur Hjör- leifsson eldvarnaeftirlitsmaður að- spurður um brunavarnir í Þjóðleik- húsinu. „Hér er einnig reglulegt eft- irlit, hver einasta leikmynd tekin út. Eigi að nota opinn eld eru gerðar sérstakar ráðstafanir eða sýningarn- ar bannaðar. Nú, húsið er nokkuð vel búið eldvörnum. Það var á sín- um tíma byggt eftir sömu kröfum og nú eru í gildi. Ég er hér alltaf með annan fótinn og ástandið er þannig að varla verður á betra kosið. Við er- um með beint samband upp í Slökkvistöð. Hér er slökkvibúnaður, bæði kolsýrubúnaður og vatnskerfi. Það er kerfi hér sem brunaverðir og starfsmenn geta sett í gang, þ.e. slökkvikerfi. Vatninu er t.d. hægt að stjórna frá ákveðnum stað í hús- inu. Ánnars er verið að setja hér upp fullkomið brunavarnakerfi sam- kvæmt nýjustu kröfum sem verður jafnvel komið í gagnið í haust. Þetta kerfi verður tengt beint við Slökkvi- stöðina. Ég sé líka um Iðnó. Þar er líka vakt á öllum sýningum en húsinu er, eins og gefur að skilja, mörgum sinnum hættara en hér. Þar eru bara hand- slökkvitæki en alltaf maður á vakt á öllum sýningum." ÁRBÆJARSAFN „Við höfum unnið að því undan- farin tvö ár að setja upp þjófa- og brunavarnakerfi í safninu," sagði Ragnheiður Þórarinsdóttir, borgar- minjavörður og forstöðumaður Ár- bæjarsafns. „Við erum komin í beint samband við lögregluna og erum í þann vegir.n að komast í beint sam- band með brunavarnakerfið við Slökkviliðið. Það er búið hér í tveim- ur húsum allt árið og kerfið er tengt við þau hús. Við erum að reynslu- keyra kerfið. Þar sem ýmsir gallar hafa komið í ljós er ekki enn búið að tengja okkur endanlega við lög- reglu og slökkviliðið en það verður gert í haust. Við verðum nefnilega að sitja á strák okkar á meðan safnið er opið. Það er ekki hægt að bjóða gestum upp á sundurgrafið safn. En við erum sem sagt tiltölulega vel á vegi stödd. Þetta tekur að sjálfsögðu allt sinn tíma. Við erum nýbúin að fá símalínu sem mun gefa okkur beint samband við Slökkviliðið, sem er al- veg nauðsynlegt því að um leið og Beint samband við slökkvilið endur- nýjaðar raflagnir bruna vakt eldtraust geymsla Árbæjarsafn X Borgarbókasafn lesstofa lesstofa Gamla bíó X X Kvikm.safn íslands nýtt X Landsbókasafn X X Iðnó X Þjóðleikhús á leiðinni X Þjóðminjasafn við Securitas Eldviðvörunarkerfi eru tengd beint frá 77 húsum og stofnunum við Slökkviliðið í Reykjavík. Auk ofantalinna má nefna Fríkirkjuveg 11, Höfða, Seðlabankasafnið, Listasafn Einars Jónssonar, Stjórnarráðið, Ásgrímssafn, Kjarvalsstaði, Menntaskól- ann í Reykjavík, Miðbæjarskólann o.fl. Auk þess eru mörg tengd við stjórnstöðvar öryggisvörslufyrirtækjanna Securitas og Vara. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.