Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRAVEIFAN eftir Sigfinn Schiöth Föstudagur 27. júní 19.15 Á döfinni. 19.25 Krakkarnir í hverfinu. 20.00 Fréttir. 20.40 Listapopp. Svipmyndir frá fyrri popptónleikum Listahátíöar í Laugar- dalshöll. 21.15 Sá gamli. 22.10 Seinni fréttir. 22.15 Ósýnilega konan ★★ Phantom Lady) s/h frá árinu 1944. Leikstjófi Robert Siodmak. Aðalhlutverk: Ella Raines og Franchot Tones. Ungur maður á uppleið er sakaður um morðið á konu sinni. Fjarvistarsönnun hans veltur á vitnisburði stúlku sem enginn veit deili á. Hennar er ákaft leitað, en ýmis Ijón verða á veginum. 23.40 Dagskrárlok. Laugardagur 28. júní 16.00 Iþróttir. 17.25 Búrabyggð. 17.50 HM í knattspyrnu — 3. sætið. Bein útsending. 20.00 Fréttir. 20.35 Kvöldstund með listamanni — Björgvin Halldórsson. Jónas R. Jóns- son ræðir við Björgvin. 21.10 Fyrirmyndarfaðir. 21.35 Ljón á veginum ★★ (Avanti). Banda- rísk bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri Billy Wilder. Auðjöfur nokkur sem er í frfi á Ítalíu fellur frá og kemur það f hlut sonar hans að endurheimta jarðneskar leifar hans. Brátt kemur i Ijós að ítalskir skriffinnar eru honum þrándur í götu, en hann er ekki einn um vandann. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 29. júnl 17.15 Sunnudagshugvekja. 17.25 Andrés, Mikki og félagar. 17.50 HM í knattspyrnu — Úrslit. Bein út- sending. 20.00 Fréttir. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Aftur til Edens. 21.40 Annalisa Rothenberger og ungu söngvararnir. 23.20 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 26. júní 19.00 Fréttir. 19.50 Daglegt mál. 20.00 Stundarkorn með Bílurum. Um starf Bandalags íslenskra leikfélaga. 20.45 Ljóðasöngur. Jessey Norman syng- ur lög eftir Georg Friedrich Hándel og Alban Berg. 21.20 Reykjavík í augum skólda. 22.00 Fréttir. 22.20 Fimmtudagsumræðan. Fiskeldi. 23.20 Frá tónlistarhátíðinni á Salzburg. Shlomo Mintz leikur á fiðlu tónverk eftir Johann Sebastian Bach. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 27. júní 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 07.15 Morgunvaktin. 09.05 Morgunstund barnanna. 09.20 Morguntrimm. 10.05 Daglegt mól. 10.30 Sögusteinn. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fréttir. 14.00 Miðdegissagan: ,,Stjórnmála- námskeið". 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.20 Á hringveginum — Suðurland. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.03 Barnaútvarpið. 17.45 I loftinu. 19.00 Fréttir. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Sumarvaka. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveins- son kynnir verk sitt „Landet som icke Sr. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Lágnætti. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 28. júnf 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 07.30 Morgunglettur. 08.30 Fréttir á ensku. 08.45 Nú er sumar. 09.20 Óskalög sjúklinga. 10.05 Daglegt mái. 10.30 Sígild tónlist. 11.00 Fró útlöndum. 12.20 Fréttir. 13.50 Sinna. 15.00 Frá austurríska útvarpinu. Oktett í Fdúr eftir Franz Schubert. 16.20 Sínhúe. Séra Sigurjón Guðjónsson les egypska fornsögu í eigin þýðingu. 17.00 Barnaútvarpið. 17.40 Tríó í e-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. * Eg mœli meö Útvarp föstudaginn 27. júní, síð- degi klukkan 16.20: Fílasveitin í Berlín í undirheimum, Kammó- sveitin í Baden-Baden dansar Keisaravals, Fílasveitin í Berlín stígur flautudans og að lokum Fíla- sveitin í Varsjá sofnar þyrnirósar- svefninum langa, eins og þú. 19.00 Fréttir. 19.35 Hljóð úr horni. 20.00 Sagan: ,,Sundrung ó Flambards- setrinu". 20.30 Harmoníkuþáttur. 21.00 Úr dagbók Henrys Hollands frá árinu 1810. 21.40 (slensk einsöngslög. 22.20 Laugardagsvaka. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 29. júní 08.00 Morgunandakt. 08.30 Fréttir ó ensku. 08.35 Létt morgunlög. 09.05 Morguntónleikar. 10.25 Út og suður. 11.00 Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju. Hádegistónleikar. 12.20 Fréttir. 13.30 Huldumaðurinn Bertel Þorleifs- son. 14.30 Allt fram streymir. Um sögu kór- söngs á íslandi. 15.10 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests velur, býr til flutnings og kynnir efni úr gömlum útvarpsþáttum. 16.20 Framhaldsleikrit: ,,Villidýrið f þokunni" eftir Margery Alling- ham. 17.00 Benny Goodman 1909 — 1986. 18.00 Sunnudagsrölt. . 19.00 Fréttir. 19.30 Ólöf K. Harðardóttir syngur. 20.00 Ekkert mál. 21.00 Nemendur Franz Liszt túlka verk hans. 21.30 Útvarpssagan: ,,Njáls saga". 22.20 Strengleikar. 23.10 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir. 00.05 Milli svefns og vöku. 00.55 Dagskrárlok. £ Fimmtudagur 26. júní 09.00 Morgunþóttur. 12.00 Hlé. 14.00 Andró. 15.00 Djass og blús. 16.00 Nýræktin. 17.00 Einu sinni áður var. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö. 21.00 Um náttmál. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Heitar krósir úr köldu stríði. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 27. júní 09.00 Morgunþáttur. 12.00 Hlé. 14.00 Bót f máli. 16.00 Frítíminn. 17.00 Endasprettur. 18.00 Hlé. 20.00 Þræðir. 21.00 Rokkrásin. 22.00 Kvöldsýn. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 28. júní 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Hlé. 14.00 Við rásmarkið. 16.00 Listapopp. 17.00 Á heimaslóðum. Þáttur með ís- lenskri tónlist og spjalli við fólk úti á landi. 18.00 Hlé. 20.00 Bárujárn. 21.00 Milli strfða. 22.00 Framhaldsleikrit: ,,Villidýrið í þokunni" eftir Margery Alling- ham. 22.33 Svifflugur. 24.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags 17.03-18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. ÚTVARP Af útvarpsleikritum eftir G. Pétur Matthíasson SJÓNVARP eftir Margróti Rún Guðmundsdóttur Heimsmeistarakeppnin í einkastöðvar Útvarpið á í vök að verjast. Þó ekki rás 2, heldur gamla góða gufuradíóið, sem nú er farið að kalla rás 1. Rás 1 á í mikilli sam- keppni við sjónvarpið og rás 2 sérstaklega og einnig við myndbönd, bíó og aðrar af- þreyingar okkar nútímamanna. Ég hef það á tilfinningunni að mjög fáir hlusti á útvarpið á öðrum tímum en milli klukkan sjö og átta á kvöldin. Og meðan sýndir eru leikir frá HM í knattspyrnu á þessum tima er enn minna hlustað, reikna ég með. Ég hef það líka á tilfinningunni að ég sé ekki einn um þetta álit. Þessi tilvistar- kreppa rásar 1 er ekki ný af nálinni, margir hafa orðið til að minnast á hana. En minna virðist hafa orðið um breytingar sem duga til að gera rás 1 að þeim vinsæla miðli sem hún hefur verið í marga áratugi. Útvarp, annarskonar en tólistarútvarp, er mjög heillandi miðill. Ég nefni sem dæmi útvarpsleikrit og lestur framhaldssagna. Hvorttveggja er þetta útvarpsefni sem frá árdögum útvarpsins hefur notið gífurlegra vinsælda. En nú virðist mér sem einungis eldra fólk hlusti á þessa dagskrárliði; eða hlusti á rás 1 yfirleitt. Höldum okkur við útvarpsleikritin. Síð- astliðinn fimmtudag ætlaði ég að hlusta á leikritið Stríð og ástir eftjr Don Haworth. Heima hjá mér háttar þannig til að það er ekki komin ró á heimilishaldið eftir kvöld- matinn klukkan átta. Ég missti þannig af byrjuninni. Þar sem fimmtudagskvöld eru mikil bíókvöld voru nokkrir heimilismeð- limir að hugsa um bíóferð, einnig ég. Ég missti því líka nokkuð úr síðasta hluta leik- ritsins! Leikritið fór sem sagt að nokkru leyti fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Það er hægt að horfa á sjónvarp með öðru aug- anu en útvarpsleikrit krefjast allrar athygli hlustandans. Ég lít á það sem kost. En tím- inn á útvarpsleikritum klukkan átta er ekki nógu góður. Það mætti að ósekju færa þau aftur um einn klukkutíma eða svo, til klukkan níu. Þá er meiri von til þess að öll börn séu komin í rúmið og ró sé komin á. Það hefur verið nokkuð um það á laugar- dögum að auglýstir hafi verið dagskrárliðir á rás 1 með hætti rásar 2. Þetta hefur gefist mjög vel að mínu áliti. Og mætti taka upp þessa háttu oftar. T.d. mætti auglýsa út- varpsleikritin á þennan hátt, vekja athygli á þeim. Eg er hræddur um að margir at- hugi ekki að skipta yfir á rás 1 klukkan átta á fimmtudögum þegar vinsældalisti rásar 2 dynur á þeim. Slíkt gæti breyst með auglýs- ingum á leikritunum. Það er líka athugunarvert hvort alltaf þurfi að hafa leikritin á fimmtudögum. Ég er t.d. viss um að margir myndu frekar vilja hlusta á gott útvarpsleikrit í stað þess að horfa á lélega Hótelþætti á miðvikudags- kvöldum. Það er nauðsynlegt fyrir rás 1, vilji hún ná til fólks, að fylgjast með dag- skrá sjónvarpsins. Þess vegna mætti aug- lýsa útvarpsleikrit rækilega á miðvikudög- um, jafnvel í sjónvarpinu sjálfu, og þannig ná að brjóta niður einokun sjónvarpsins og breyta fjölmiðlanotkun neytenda. Til allrar hamingju fer nú þessari heims- meistarakeppni í knattspyrnu að ljúka og þá munu margir sem gersneyddir eru áhuga á þvílíkri fótafimi varpa öndinni létt- ar og sumir eflaust hoppa hæð sína af gleði. Síðastliðið laugardagskvöld máttum við hin áhugalausu þola þvílíkar raunir að elstu menn muna varla annað eins. Sjón- varpið var einn stanslaus fótbolti og það var ekki fyrr en nokkuð eftir miðnætti sem þar varð einhver breyting á og þeir sem beðið höfðu eftir því að koma sér þægilega fyrir til að horfa á létta hryllingsmynd fengu loksins ósk sína uppfyllta. í fjölmiðl- um hafa að undanförnu komið fram há- værar raddir um það að í næstu heimsmeist- arakeppni verði leikirnir sýndir á sérstakri rás og það er ein lausn á þessu máli. Og að fjórum árum liðnum, þegar næsta heims- meistarakeppni verður haldin (guði sé lof) að þessi ósköp eru ekki á hverju ári) verður þessi hugmynd líklega orðin að raunveru- leika. Islensk útvarps- og sjónvarpsfélög eru komin á skrið og ætla að fara út í út- varps- og sjónvarpsrekstur um leið og þau hafa getu til. Þá mun líklega hlaupa enn meira kapp í þá sem vilja ólmir að Ríkisút- varpið setji á fót aðra sjónvarpsrás, þótt einhverjar vöflur séu á mönnum um það hvort Ríkisútvarpið hafi yfirhöfuð efni á því. En hóf er best í öllu. Ef við fengjum aðra ríkisrás, einkastöðvar, kapalsjónvarp, gervihnattasjónvarp ofan í allt vídeóæðið færi nú gamanið aldeilis að kárna. Frjálsar stundir okkar, þeirra fáu hræða sem byggja þetta land,yrðu svo mikið bitbein allra þessara sjónvarpsstöðva að með ólíkindum væri. Og hvað þá með kvikmyndahúsin, leikhús, bóklestur o.fl. sem íslendingar hafa hingað til haft mikla skemmtun af? Það er ekki að furða að listamenn og menningarpostular hafi áhyggjur af fram- tíð íslenskrar tungu og menningar og tali áhyggjufullir um framtíð „Ljóðsins," „Bók- arinnar", „Kvikmyndarinnar", „Leikhúss- ins” o.s.frv. Sjálf tek ég heils hugar undir þann kór, sérstaklega þegar ég reyni að sjá fyrir mér glær augu sjónvarpsáhorfenda framtíðarinnar. Þess vegna finnst mér besta lausnin á þeirri togstreitu sem nú er risin upp milli íþróttaáhugamanna og þeirra sem ekki hafa snefil af áhuga á slík- um málum að einkastöðvarnar sem hér rísa væntanlega upp næli sér bara í einka- rétt á sýningu heimsmeistarakeppni í fót- bolta, handbolta og öðrum (bolta)íþróttum. Það held ég að sé jafnbesta lausnin á þessu vandamáli og kem henni hér með á fram- færi. Þá ættu allir að geta verið ánægðir, því allir fá þá sitt... 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.