Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 34
fvnwfTm '*~íí *» «'«’i m ~w*'. k %% vt. <í.»í. x> fc mu auawwnA K.'WL*JM*» Kuklari og Þeysari gefa út diskóplötu — og munu ásamt breskum tónlistar- og kvikmyndagerðarmönnum fara í tónleikaför um ísland, gera heimildamynd og klofna LP-plötu Sjáið þið í anda Hilmar Örn Hilm- arsson galdrakarl og fyrrverandi meðlim hljómsveitanna Þeys og Psychic TV og Einar Örn Benedikls- son Purrk og Kuklara standa ásamt fleirum að gerð diskóplötu? Að óreyndu gæti HP ímyndað sér að það þætti nokkuð ótrúlegt. „Jú, þetta er rétt,“ sagði Hilmar Orn hlæjandi í samtali við blaðið, ,,og Einar Örn er bara eins og fæddur í að flytja svona músík, já og hann bæði syngur og talar.“ Hljómplatan sem hér um ræðir er 12 tommu plata og á henni eru 3 lög. Auk nafnanna Hilmars og Einars stendur að gerð plötunnar „dálítið af góðu fólki," eins og Hilmar orðaði það, eða Daue Ball, sem starfað hef- ur í hljómsveitini Soft Cell, og Rose McDowell, sem hefur ásamt annarri stúlku sungið í dúettinum Straw- berry Switchblade. Platan kemur út í júlí en þar með er ekki öll sagan sögð því í hóp ofangreindra tónlist- armanna bætast þeir David Tibet, úr hljómsveitinni Death in June og James Foster úr Monogramm Sett og tónlistarmennirnir munu ásamt breskum kuikmyndagerdarmönn- um og Fridriki Þór Fridrikssyni gera sér för um helstu söguslóðir á Is- landi í júlí, troða upp og gera heim- ildamynd. í tengslum við íslands- reisuna verður tekin upp LP-plata en lögin á henni verða ekki tilbúin fyrirfram heldur snöggsoðin og í heiminn borin á staðnum. ,,Þessi plata verður væntanlega mjög klof- in,“ segir Hilmar, ,,því tónlistar- mennirnir hafa verið í ólíkri tegund tónlistar." Útgefendur beggja hljóm- platnanna eru bandaríska fyrirtæk- ið Enigma og breska fyrirtækið Crass Records. En Hilmar hefur þess utan ekki setið auðum höndum. Hann hefur þegar sent frá sér frumsamda ball- etttónlist á stórri plötu sem ber nafnið „Mouth oftheNight". Að auki hefur hann lokið við gerð hljóm- plötu með David Tibet og James Foster en platan kemur bráðlega út í Evrópu. Þeir félagarnir, sem kalla sig „Arian Aquerians“ eða arísku vatnsberana, flytja á plötunni húmorískt popp og að sögn Hilmars fer hún alveg yfir mörkin og er eins konar uppgjör þeirra við þær hljóm- sveitir sem þeir hafa starfað í. Hilmar hefur að venju aðeins skamma viðdvöl hér á landi því hann heldur í ágúst aftur utan til að stýra upptökum og leika á diskó- plötum með söngkonunum Annie Anziety og Rose McDowell en þær eru, ásamt Hilmari og nokkrum breskum tónlistarmönnum, hluti Ornamental-hópsins sem hyggur á þróttmikið samstarf þvers og kruss í framtíðinni. Og munu hverju sinni leika þá tónlist sem þeim sýnist og skiptir þá ekki máli hvort hún heitir diskó eða „hardcore". -Mrún Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður er kankvís og hlédrægur þegar hann er spurður út í galleríið sitt, sem er lítt þekkt hér á landi þótt þar sýni að staðaldri erlendir listamenn sem margir eru mjög þekktir. Gallerí Gangurinn: Hógværasta gallerí borgarinnar „Já, þetta er mjög hógvært gall- erí. Það er opið á misjöfnum tímum og það er svolítið óþægilegt fyrir þá sem vilja koma að skoða en það koma sama sem engir hingað, bara kunningjar mínir og svo einn og einn ókunnugur," sagði Helgi Þor- gils Fridjónsson myndlistarmaður sem hýsir Gallerí Ganginn í gangin- um í íbúð sinni að Rekagranda 8. Mjög þekktir listamenn hafa sýnt í galleríinu og það er þekkt erlendis en fáir virðast vita um tilveru þess hér á landi. Að þessu sinni stendur yfir sýning á verkum Austurríkismannsins Franz Graf en hann sýnir nokkrar teikningar á transpharent-pappír, sem að sögn Helga eru mitt á milli þess að vera fígúratívar og abstrakt. Sýningin stendur fram til næstu mán- aðamóta en þá tekur við sýning annars Austurríkismanns, Fritz Grohs, sem sýnir litlar teikningar og málverk, þ.á m. landslagsteikningar. „Nei, nei, það kostar ekkert inn, þetta er bara frístunda-gallerí, það eru bara myndirnar sem kosta eitt- hvað ef einhver hefur áhuga,“ sagði Helgi hógvær og glettinn. — Má ég ekki segja frá símanúm- erinu þínu, fyrst galleríid er opid á suona misjöfnum tímum? „Ja, verður þá ekki stöðugur ágangur?" spurði Helgi og hló og bætti síðan við að hægt væri að finna sig í símaskránni en með því móti kæmu e.t.v. aðeins þeir sem einlægan áhuga hefðu á svona frí- stundagalleríi. HP ætlar hins vegar að skjóta Helga skelk í bringu með því að hvetja myndlistarunnendur til að fylgjast með því hverju sinni hvaða sýningar eru í boði og láta ekki merkilega listviðburði framhjá sér fara. -Mrún POPP Hallar-Popp-korn Stærsti hópur erlendra poppara sem hefur heimsótt landið er kominn og farin. Eftir lifa ánægjulegar endurminningar um vel heppn- aða tónleika í Höllinni. Og nú er búið að lofa okkur öðru eins að ári! Þó svo að Fine Young Cannibals, Lloyd Cole And The Commotions og Simply Red hafi ekki verið í hópi vinsælustu hljómsveit- anna hér fyrir Listapopp létu poppaðdáend- ur það ekki aftra sér frá að mæta til ieiks. Madness þekktu vitaskuld allir. Það er þó ekki sú þekktasta sem allar ánægjulegustu endurminningarnar eru tengdar heldur hin- ar. Og þar með má segja að Listapoppið hafi öðlast verðugan tilgang: að kynna fyrir okkur ungar og upprennandi hljómsveitir í heimskiassapoppinu. Á tónleikunum 16. og 17. júní var í fyrsta skipti notað hljómkerfi það sem Reykjavík- urborg fjárfesti í fyrir nokkru. Það reyndist ákaflega vel og gefur vonir um að hér verði í framtíðinni hægt að efna til boðlegra tón- leika — úti jafnt sem inni — og ýmiss konar skemmtana annarra. Þó að kerfið hafi verið svo dýrt að ekki þótti þorandi að leysa það út fyrr en eftir borgarstjórnarkosningarnar þá er það afar merkileg fjárfesting sem ég hef trú á að borgi sig þegar fram líða stundir. Notkunarmöguleikar kerfisins eru næstum óendanlegir. Meira um tónlistina. Fyrra kvöldið skemmtu Lloyd Cole og félagar og Simply Red ásamt Bjarna Tryggva og Grafík. Há- punktur kvöldsins var tvímælalaust Simply Red. Þetta er hljómsveit sem á eftir að ná í fremstu röð í heiminum og það áður en langt um líður. Tónlist hljómsveitarinnar nýtur stn mun betur á tónleikum en á plötum. Hún flytur að vísu enga keyrslutónlist heldur áheyrilega blöndu souls og popps með gospelláhrifum hér og þar. Hápunktur Lista- poppsins var tvímælalaust þegar Simply Red fluttu Holding Back The Years. Þá sýndu tón- leikagestir að þeir geta verið vel með á nót- unum, en eru ekki útúrdrukkinn lýður sem veður um brjótandi rúður og flöskur eins og sumir hafa viljað vera láta. Á fyrri tónleikunum kom vel í Ijós hversu vel menn þurfa að kunna til verka ef hljóm- kerfið nýja á að koma að tilætluðum notum. Þannig vantaði talsvert upp á að hljóðblönd- unin væri nógu góð meðan Bjarni Tryggva og Grafík fluttu sín lög. Hlutur Lloyd Cole og félaga var góður en hljómgæðin bötnuðu um allan helming þegar kom að Simply Red. Hljóðmaður þeirrar sveitar (reyndar kona á þrítugsaldri) vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Enda naut níu manna sveitin sín út í ystu æsar. Hárfínn og nettur leikur gítars- ins skar sig meira að segja svo úr heildar- hljómnum að maður gat heyrt nöglina strjúkast við strengi! Síðara kvöldið áttu piltarnir Fine Young Cannibals. Greifarnir, Rikshaw og Madness voru reyndar góðar en FYC sköruðu fram úr. Þeir Roland, Andy og David eru góðir laga- og textasmiðir og þeir kunna að auki að ná til hlustenda. Enda sýndu áheyrendur að þeir voru vel með á nótunum. Engan hef ég hitt sem beinlínis var óánægður með hlut Madness. En fólk bjóst greinilega við einhverju meira en hljómsveit- in bauð upp á. Sennilega meira sprelli og dáraskap. Myndbönd Madness gefa greini- lega ekki alveg rétta mynd af hljómsveitinni. Hún er sennilega eftir allt skipuð ungum og aivarlega þenkjandi tónlistarmönnum eins og Mark Bedford bassaleikari sagði í blaða- viðtali. Hljómsveitin hefur einnig starfað mun lengur en hinar sem heimsóttu okkur. Ásgeir Tómasson Heildaryfirbragðið er því farið að slípast og orðið fastmótaðra en hjá hinum sem enn eiga á brattann að sækja. Nú er sem sagt allt búið í bili. Á næsta ári fáum við nýtt Listapopp með öðrum hljóm- sveitum. Enn veit enginn hverjar koma. Það kom í ljós síðast að blanda reyndra og upp- rennandi, íslenskra og erlendra gekk ágæt- lega upp. Út frá þeirri formúlu mætti gjarnan vinna næst. Nokkur korn um Poppkorn Poppkorn, poppþáttur sjónvarpsins, hefur nú verið á dagskrá um nokkurt skeið. Hann er nú búin að vinna sér sess og flestir virðast hafa gleymt gamla og þreytta Skonrok(k)inu. Það þýðir þó ekki að þátturinn sé óaðfinnan- legur. Og satt að segja virðist eitthvað í fram- kvæmdinni vera virkilega brogað. Það gerðist til dæmis viku fyrir Listapopp að tilkynnt var að Stranglers yrðu meðal gesta í Laugardalshöllinni. Sem betur fer var kynn- irinn ekki svona illa með á nótunum né held- ur var hann að reyna að vera fyndinn. Þátt- urinn var einfaldlega tekinn upp svo löngu fyrirfram að Stranglers höfðu ekki enn boð- að forföll þegar hann var skeyttur saman! Dægurtónlistin er forgengilegur hlutur. Það sem er nýtt eða rétt í dag er úrelt viku síðar. Lag sem er á toppnum þegar Poppkorn er tekið upp getur verið fallið út af lista þegar þáttarómyndin er sýnd. — Svo fá kynnarnir skömm í hattinn þegar sýnt er hálfúrelt efni. Það er að vísu afstætt hvað er gott popp og slæmt. En ég leyfi mér að fullyrða að það heyri fremur til undantekninga en hitt að al- mennileg tónlist sé leikin í Poppkorni. Þætt- irnir eru allt of oft uppfullir af rusli sem ekk- ert erindi á hingað til lands meðan margt af vinsælustu tónlistinni í Bretlandi, Bandaríkj- unum og víðar berst hreinlega seint eða alls ekki. Þessu hlýtur að vera hægt að kippa í lag. Þó svo að það kosti sjónvarpið eitthvað meira að flytja inn músíkböndin sjálft en að fá þau frá umboðsmönnum erlendra hljóm- plötuútgefenda þá skilar mismunurinn sér í betra efni. Ég þykist vita að forráðamenn sjónvarpsins vilji vanda til dagskrárgerðar sinnar. Það eru ekki vönduð vinnubrögð sem eru viðhöfð í gerð Poppkornsins. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.