Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 15
 '■> . ENGIN SLÍK GYÐJA HÉR Varðandi síðhærðu fegurðardís- ina með minnispunktana, sem svíf- ur um ganga og skrifstofur á Hóteli heilags Gregoríusar hafði Geirlaug eftirfarandi að segja: „Hér er engin slík gyðja! Hver deildarstjóri er ábyrgur fyrir sinni deild og verður að fylgjast með því sem þar gerist. Hér er hins vegar miklu meira fjör en í Hótel-þáttunum! Það er ávallt mikið að gera og hér eru gestir af ýmsu tagi. Nú nýverið hafa t.d. verið hérna gestir eins og The Shadows, Fats Domino, Dave Brubeck og fleiri og fíeiri. Þar að auki eru hérna stöð- ugt ráðstefnur af ýmsu tagi og veisl- ur. Stórhertoginn af Lúxemborg var t.d. með veislu hjá okkur um daginn og þá stóð bíll þeirra Shadows-fé- laga einmitt fyrir utan. Þá varð okk- ur að orði í gestamóttökunni, að þeir þarna í Ameríku ættu bara að koma hingað í svo sem klukkutíma. Það er miklu meira um að vera hérna á Loftleiðahótelinu en í þátt- unum í sjónvarpinu. Flugfarþegar, sem ferðast með rútunum, eru hér einnig daglegir gestir. Þeir koma gjarnan í gesta- móttökuna og biðja um ýmsar upp- lýsingar. Þess utan er mikið um það að farþegar með Ameríkuflugi gisti hér í einn sólarhring á leið sinni milli heimsálfa og því fylgir ákveð- inn erill. Einnig er töluvert um hópa af Norðurlandabúum á vorin og vet- urna. Þeir koma m.a. til þess að skemmta sér og fara út á dansstað- ina hérna.“ Geirlaug kvaðst ekki fylgjast náið með samdrætti einstakra gesta á hótelinu, en það mætti vel vera að eitthvað væri um ástarævintýri meðal þeirra innbyrðis. „Það gerist eflaust ýmislegt á herbergjunum, sem við vitum ekki um í gestamót- tökunni," sagði hún. „Við erum hins vegar ekki sífellt í sálusorgarahlut- verkinu. Þó gerist hér auðvitað eitt og ann- að og gestirnir geta lent í alls kyns vanda. Fólk slasast, verður veikt, týnir farangri eða flugmiðum og missir nákomna ættingja. Það verð- ur því að sjálfsögðu að leysa úr mörgum málum í gestamóttökunni, en þau eru oftast af viðskiptaiegum toga, þótt gestir séu miseinlægir, eins og gengur. Maður kynnist þeim misvel. Yfirleitt finnst gestunum við per- sónulegri en t.d. starfsfólk hótela í Bandaríkjunum. Eg treysti mér hins vegar ekki til þess að dæma um þetta, því þessir Hótel-þættir gerast á þvílíku lúxusshóteli að ég hef aldrei gist á slíkum stað.“ ALDREI NEIN ÞRÖNG í MÓTTÖKUNNI Geir Magnúsdóttir á Hótel Loft- leiðum var greinilega sammála Jón- asi Hvannberg um það að sjónvarps- þættirnir gæfu ekki raunsæja mynd af því sem á sér stað á „venjulegu" hóteli. Hún var spurð að því hvað henni þætti fjærst raunveruleikan- um í hinni títtnefndu þáttaröð. „Ef maður ber t.d. saman hluti eins og þegar viðskiptavinir eru að koma á hótelin, þá er ólíku saman að jafna. I sjónvarpsþáttunum kem- ur yfirleitt einungis einn gestur í einu og starfsfólkið getur einbeitt sér að honum einum. Það er aldrei nein þröng. Hérna kemur fólk með flugvélum til landsins og stórir hóp- ar koma inn í gestamóttökuna í einu. Það er því mjög ólíkt. Einnig er það áberandi að þegar gestir mæta á hóteliö í sjónvarpinu, eru alltaf sömu aðilarnir á vakt. Þar hefur maður ekki séð aðra í móttök- unni en ljóskuna og dóttur Harry Belafonte. A öllum venjulegum hó- telum er þetta hins vegar þrískipt vakt, því gestamóttakan verður að vera opin allan sólarhringinn, að sjálfsögðu!“ Það er greinilegt að ekki má líta á sjónvarpsþættina Hótel sem raun- sæja heimild um starfsemi hótela al- mennt, ef dæma má af ummælum þeirra Jónasar Hvannberg og Geir- laugar Magnúsdóttur. Starfsemi á hvaða vettvangi sem er, er háð ýms- um utanaðkomandi öflum. Þegar slíkir annmarkar eru fínpússaðir og að- lagaðir þeirri formúlu að „allt fari vel að lokum", má búast við því að raunveruleikablærinn skekkist, eins og greinilega hefur gerst með sjón- varpsþættina sem íslenska þjóðin hefur haft tækifæri til að fylgjast með undanfarnar vikur. í Mosfellssveit bjóða ferðafólk velkomið... Hvernig væri að koma við hjá okkur í WESTERN FRIED á leiðinni útúr bænum og fá sér gómsæta kjúklingabita frá ÍSFUGL, þeireru í umbúðum sem halda þeim heitum. Einnig er tilvalið að líta við á heimleiðinni og borða kvöldmatinn hjá okkur, eða taka hann með heim. ísfugl Mosfellssveit fríed GODAFERD - VELKOMIN HEIM i HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.