Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 32
Þrusu rokk- og leiklistarhátíð á Seyðisfirði: Til eflingar menningarlífi á staðnum Nu mega Seyðfirðingar og ná- grannar aldeilis fara að vara sig, því um helgina, eða nánar tiltekið dag: ana 27., 28. og 29. júní, verður hald- in mikil rokkhátíd í Fjardarseli í fjarðarbotninum, sem er um 2 km frá Seyðisfirði. Skemmtikraftarnir sem koma fram á hátíðinni munu allir gefa vinnu sína til eflingar menningarlífi á staðnum. Á hátíðinni koma fram hljóm- sveitin Rikshaw, hljómsveitin Grafík ásamt nýstirninu Bjarna Tryggva, hljómsveitirnar Lóla, Algebra, Sue Ellen, Tríó Valgeirs og Fiff, sem allar koma frá Seyðisfirði, Neskaupstað eða úr næsta ná- grenni, og Jassband Tómasar R. Einarssonar og Sigurdar Flosason- ar ásamt söngkonunni Önnu Siggu. Auk þess mun karnevalflokkur Eddu Heiðrúnar Backman, Árna Péturs Guðjónssonar, Ágústs Péturs- sonar og Dominuque gangast fyrir leiksmiðju og árangurinn af því starfi á að verða heljarmikil uppá- koma í Fjarðarselinu á sunnudag. Lúðrasveit Neskaupstaðar, undir stjórn Jóns Lundberg, mun verða karnevalflokknum til aðstoðar. „Jú, það verður mikið um dýrðir og veðrið hérna ér ólýsanlega gott; við löbbum bara um hálfnakin í rúmlega 20 stiga hita," sagði Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt og far- fuglaheimilisstýra, en hún og stalla hennar Vilborg Borgþórsdóttir áttu hugmyndina að hátíðinni. BÓKMENNTIR Dapurleiki rádandi og eitt hneyksli eftir Ingunni Ásdísardóttur Út er komið smásagnasafn Listahátíðar 1986, gefið út í kiljubandi af Almenna bóka- félaginu. I bókinni eru verðlaunasögurnar þrjár, ásamt 11 öðrum sögum sem valdar voru til útgáfu, svo og pistlar frá dómnefnd og útgefanda og formáli eftir Hrafn Gunn- laugsson. Sögur þær sem í bókinni eru, eru að sjálf- sögðu ólíkar innbyrðis enda eftir ólíka höfunda, en þó verður að segjast að ýmsar þeirra eiga ýmislegt sameiginlegt. Svo til all- ar sögurnar eru frekar dapurlegar og mætti spyrja hvort þar ráði hinn íslenski veruieiki, sem gerður var að skilyrði fyrir samningu þeirra, einhverju um. Einmanaleiki er ráð- andi í mörgum sagnanna, — er hann tákn fyrir hið dæmigerða nútímalíf? Andstæðurn- ar elli og æska í samtímanum eru temu nokkurra sagnanna, — er þar komið eitt af stærstu vandamálum okkar daga? Fortíð (minningar) er sterkur þáttur, sumar sögurn- ar eru byggðar upp sem upprifjun atburða sem hafa valdið straumhvörfum í lífi sögu- hetjanna, — er það aðallega fortíðin sem gef- ur nútíðinni, veruleikanum gildi? Ástina, tilfinningarnar, mannlífið í öllum sínum breytileik er svo til hvergi að finna, hvað þá kynlífið, girndina, ástríðurnar, draumana. Það er kannski þess vegna sem svo fáar af sögunum eru verulega spennandi og gefandi lesning. Allar eru sögurnar fremur hefðbundnar að stíl og formgerð. Höfundar þessara sagna virðast ekki vilja feta ótroðnar slóðir í sagna- gerð sinni og dómnefndin haldið sig við hinar hættuminni brautir í vali sínu, en sé lit- ið til þess að í keppnina bárust tæplega fjög- ur hundruð sögur verður að teljast ólíklegt að enginn allra þessara höfunda hafi gert til- raunir með ný form í smásagnagerð eða að engin slík saga hafi átt heima i bók þessari. Þegar litið er á sögurnar í heild sinni virð- ist val þeirra bera dómnefnd nokkurt vitni, en val manna í dómnefnd vil ég gera hér að örstuttu umtalsefni. Án þess að kasta rýrð á þá einstaklinga sem dómnefndina skipa verð ég að taka til þess að í nefndinni sat aðeins einn bókmenntafræðingur, nýr í faginu og hefur frekar lítið frá honum komið enn sem komið er. Það hlýtur að teljast sjálfsögð krafa að í dómnefnd sem þessa sé valið fólki sem þegar hefur sýnt og sannað kunnáttu sína í faginu þannig að almennir lesendur geti efa- semdalaust treyst því að bestu sögur keppn- innar séu valdar til útgáfu. Þeir höfundar sem senda sögur í keppni eiga líka skilið að verkum þeirra sé sýnd sú virðing að reynt fagfólk fjalli um þau. En nóg um það. Of langt mál er að greina hverja sögu fyrir sig enda skulu aðeins nokkrar nefndar hér. Bestu sögur bókarinnar tel ég tvímæla- laust vera verðlaunasöguna lcemaster eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson og Endurkomu eftir Svövu Jakobsdóttur. Bygging sögunnar Icemaster er ákaflega vel gerð; brot, sem í fyrstu virðast sundurlaus og óskýrð, falla smátt og smátt saman í heild sem að lokum stendur sem fullgerð mynd, hvergi neinu of- aukið, hvert myndbrot á ákjósanlegasta stað. Faðirinn í sögunni er ásinn sem allt snýst um og í sögunni er hann hlutgerður: ísskápurinn er faðirinn, faðirinn ísskápurinn. Með þess- ari hlutgervingu verður dauðinn óhugnan- legri og nálægð hans sterkari en ella, dauði föðurins nær inn í nútíð og framtíð sögunn- ar; meðan ísskápurinn er til lifir dauði föð- urins. Endurkoma eftir Svövu Jakobsdóttur er heilsteypt saga og áleitin, en jafnframt hál eins og fiskur, — smýgur úr höndum lesand- ans svo hann þarf að snúa sér við í skyndi og reyna að grípa aftur. Leikur höfundarins með tímann er glæsilega gerður, fallegt stíl- bragð sett inn í þekkt íslenskt samhengi. Saga sem hægt er að lesa aftur og aftur sér til yndis. Nokkrar fleiri sögur vil ég nefna: Afmœli eftir Guðmund Andra Thorsson er vel gerð saga sem einkennist af hugsanastreymi einn- ar persónu. Það er byggt upp með mjög löng- um setningum sem brotnar eru upp með ör- stuttum setningum inn á milli. Við þetta verður stíllinn fljótandi og hæfir efninu vel. Litanotkun er skemmtileg í þessari sögu. Fagrafold Steinunnar Jóhannesdóttur er nútímasaga um nútímafólk og nútímavanda- mál þess, húsbyggingar og fjármögnun þeirra, og þann sálarskaða sem manneskjan verður fyrir við það stöðuga óöryggi sem hún þarf að búa við undir slíkum kringum- stæðum. Ágæt saga að mínu mati en nokkuð gölluð í uppbyggingu. Skíðaferðin í miðri sögunni brýtur hana upp þannig að ótti og öryggisleysi hjónanna verður ekki eins sann- færandi og sagan annars gefur tilefni til. Sögurnar Himnabrúður eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur og Örugglega langur tími eftir Omar Þ. Halldórsson eru hvor tveggja sögur sem standa fyrir sínu, ágætar sögur sem vel eiga heima í þessari bók. Það verður því miður ekki sagt um sögu Sveins Einars- sonar, Elskendurna í sveitinni. Það er barna- skapur að senda svona sögu í smásagnasam- keppni, en það er fullkomið hneyksli að velja hana sem eina af úrvalssögum samkeppn- innar. Að lokum vil ég aðeins drepa á útlit bókar- innar, sem því miður er bæði ljótt og billegt. Kápumyndin er fremur til þess fallin að vera utan á bæklingi frá ferðaskrifstofu en smá- sagnasafni, letur á bókarkápu er ómerkilegt og textinn aftan á bókinni er svo illa skrifað- ur að hann er eins og léleg þýðing úr ensku. Það er leitt til þess að vita að klúður sé að verða aðalsmerki i framkvæmd íslenskrar listahátíðar á flestum vígstöðvum. KVIKMYNDIR Ungt blóð Bíóhöllin: Youngblood Jf •¥■ Framleiðendur: Peter Bart og Patric Wells Leikstjórn: Peter Markle Handrit: Peter Markle og John Whitman Kvikmyndun: Mark Irwin Tónlist: William Orbit Aðalhlutverk: Rob Lowe, Cynthi Gibb, Patrick Swayze, Ed Lauter, Jim Youngs, Eric Nesterenko o.fl. í upphafi líður hann einsamall um í hálf- rökkrinu og frostþokunni og leikur fyrir okk- ur listir sínar á ísilögðum velli ísknattleiks- hallarinnar. . . takandi ákvörðun lífs síns. I þann mund er kredítlistanum hefur verið rúllað upp fyrir sjónum vorum er okkur fyr- irvaralaust varpað nokkrar vikur aftur í tím- ann og okkur gefnar nokkrar af nauðsyn- legri forsendum þessa atferlis hans. Hann er yngri sonur smábónda nokkurs, er að sjálf- sögðu orðinn hundleiður á að fóðra hænsni og moka skít undan búpeningi föður síns og dreymir, líkt og svo marga af jafnöldrum hans, um að verða atvinnumaður og stjór- stjarna í kanadísku hockey-elítunni. ísknattleikur er með harðsvíraðri og misk- unnarlausari íþróttagreinum, samkeppnin um bitastæðari stöður vægðarlaus og því ekki furða að faðir hins unga Youngbloods leggist gegn því að sonurinn fari út í þá bar- áttu. Eldri sonur hans hafði um árið verið haldinn sömu áráttu og orðið að gjalda fyrir með sjónmissi á öðru auga og 20.000 doll- ara lækniskostnaði. Dean Youngblood lætur átölur föður síns ekki á sig fá og fer í próf hjá Hammilton Mustangs, er tekinn í liðið og björt framtíð virðist blasa við, því hann er af náttúrunnar hendi búinn flestum þeim kost- um er prýða góða ísknattleiksmenn. Hann er lipur og leikinn með kylfuna, en vantar þó illu heilli þá hörku og virðingarleysi gagn- vart lífi og limum mótherjanna, sem er ein meginforsenda þess að honum megi takast að tolla í liðinu út keppnistímabilið. „Youngblood" er þroskasaga sveitapilts í frumskógi borgarlífsins og er dæmigerð fyrir þá heimsmynd, eða öllu heldur þá lífsfíló- sófíu, er kvikmyndaframleiðendum vestan Atlantsála hefur á liðnum árum þótt best henta neytendum sínum af yngri kynslóð- inni. Kvikmyndir og sjónvarp eru mikilvirk- ustu áróðurstæki samtíðarinnar. I þessa miðla sækir nútímaunglingurinn að miklu leyti heimsmynd sína... og jafnvel að nokkru leyti þá lífsreynslu, sem hann getur ekki orðið sér úti um frá fyrstu hendi. Hver eru svo megineinkenni jjessarar nánartil- teknu heimsmyndar? Jú, það er býsna harð- ur heimur sem við búum við, og það sem meira er um vert: Þessi heimsmynd er svo rígbundin á klafa darwinismans og hefur verið það svo lengi, að við neytendur þessa fjölmiðlaefnis lítum núorðið á þessar hug- myndir um lífið og tilveruna sem einskonar órjúfanlegt náttúrulögmál. Og megininn- takið? Jú, einstaklingshyggjan. Við fæðumst ein í þennan heim og frá vöggu til grafar er lífið einn allsherjar barningur, þar sem ein- staklingurinn, unglingurinn í frumskógin- um, stendur einn og óstuddur í baráttunni um lífsgæðin. Sá sterki lifir af, aðrir eru misk- unnarlaust troðnir undir. Með öðrum orðum: Youngblood getur ekki verið viss um að komast sómasamlega af í baráttunni á svelli lífsins fyrr en honum hefur fyllilega skilist eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur og Ólaf Angantýsson mikilvægi þess að vera fær um að berja dug- lega frá sér... að öðrum kosti verður hann einfaldlega undir í baráttunni. ÓA Frábœr tónlist en... Laugarásbíó: Sting — Bring on the Night (Verði nóttj ★★★ Bresk: Árgerð 1966. Leikstjórn: Michael Apted. Kvikmyndun: Ralph D. Bode. Tónlist: Sting og ný hljómsveit hans. Aðalhlutverk: Sting, Ómar Hakim (trommur), Darryl Jones (bassi), Kenny Kirkland (hljómborð), Branford Marsalis (saxófónar), Dolotte McDonald og Janice Pendarvis (baksviðsraddir), Trude Styles, umboðsmaður Sting o.fl. Framleiðandi: David Manson. Mynd þessi er heimildakvikmynd um Sting og þessa nýju hljómsveit hans sem stóð að sólóplötu Stings. Hún kom út á þjóðhátíð- ardag Islendinga í fyrra og ku heita Draumur bláu turtildúfunnar. Nýja hljómsveitin er skipuð úrvalshljóðfæraleikurum eins og trymblinum sem leikur í Weather Report, saxófónleikaranum og fleiri góðu blökku- fólki. Sting og félagar eru að fara að halda tónleika í Frakklandi og í fyrri helmingi myndarinnar æfa þau af kappi en síðari hluti myndarinnar fer í sjálfa tónleikana. Inn á milli eru síðan klippt viðtöl við Sting og aðra meðlimi hljómsveitarinnar, umboðsmanninn o.fl. Auk þess fáum við að fylgjast með Trude, sambýlis- eða eiginkonu Sting, sem framan af myndinni er kasólétt en síðan elur hún son og áhorfendur eru ásamt Sting við- staddir fæðinguna. Kvikmyndatakan er þokkaleg, en myndin er heldur einhæf og á köflum svolítið vand- ræðaleg. Vandræðaleg, venga þess að höf- undar hennar hafa reynt að forðast það að hún yrði úthrópuð sem egóflipp, sem hún er tæpast. Hinir blökku meðlimir hljómsveitar- innar gagnrýna Sting og hrósa honum auð- vitað líka en Sting reynir að halda sig í ákveðinni fjarlægð þótt hann gefi af sjálfum sér með því að leyfa áhorfendum að taka þátt í háheilagri stund í lífi sínu ávið þá er af- kvæmi hans er í heiminn borið. Einhæf, vegna þess að fyrri hluti myndarinnar er eig- inlega samfelld æfing en sá síðari samfelldir tónleikar. Það hefði auðveldlega verið hægt að brjóta myndina meira upp og reyna að kryfja meira samband hljómsveitarmeðlima, gefa áhorfendum færi á að kynnast þeim betur og fá um leið meiri innsýn í rokktón- listarheiminn í dag. Það hefði mér þótt mjög hentug lausn, því á köflum er myndin leiðin- leg. En fyrst og fremst skortir nauðsynlega einlægni. Sjálf hef ég aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi Sting og félaga í Police, en tónlistin er þrælgóð, og þær hræður sem voru í ellefu- bíó sátu annað hvort opinmynntar eða brostu gleitt af hrifningu yfir tónlistinni og hristust með taktinum. Sambland af Police- rokki, bræðingi og jazz. Hreint út sagt, þræl- gott. Og ekki spillti fyrir að Sting, eða Gordon Sumner, er rokna myndarlegur í svona miklu návígi... -Mrún 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.