Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 7

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 7
FRETTASKÝRING HAFSKIPSMÁLIÐ: SIÐFERÐISKREPPA í LÝÐVELDINU - SKUGGADANS í STJÓRNMÁLUNUM eftir Óskar Guðmundsson ISLAND AÐ KOMAST A BÖR BÖRSSON-STIGIÐ? Að mati margra veldur íslenska stjórnkerf- ið ekki hlutverki sínu þegar á reynir. í síðustu upplýsingum tengdum Hafskipsmálinu hafa trúnaðarmenn fólksins lent í ljósi siðspilling- ar og jafnvel lagabrota — annars vegar ráð- herra Sjálfstæðisflokksins og hins vegar verkalýðsleiðtogi og þingmaður Alþýðu- bandaíagsins. Viðbrögð forystumanna þjóð- arinnar, sama hvort eru ráðherrar í ríkis- stjórninni, formenn stjórnmálaflokka eða jafnvel embættismenn ríkisins, séu nær öll á eina lund — þeir valdi ekki hlutverki sínu í lýðræðisþjóðfélagi, þeir bregðist við einsog þeir væru í bananalýðveldi. Þeir stígi allir á hýðið, renni á rassinn. Ekki fer á milli mála að Hafskipsmálið er stærsta hneyksli frá lýðveldisstofnun. Málið hefur á sér margar hliðar — ekki síst hliðar sem snúa að íslenskum stjórnmálum — stjórnkerfinu sjálfu. Veikleikar þess — sam- trygging og vanhæfni fulltrúa þess til að bregðast við eins og í siðuðu þjóðfélagi þeg- ar rifa kemur á potemkintjöld spillingarinn- ar — verða æ fleirum ljósari eftir því sem tím- inn líður og klúðrið og yfirklórið verður meira. Þrátt fyrir viðleitni fjölmiðla til að komast til botns í málinu, láta þeir stundum hræða sig til hlýðni við stjórnkerfið og valda- blakkirnar sem nú leggjast með ofurþunga á almenningsálitið. Sumir fjölmiðlar reyna jafnvel ekki neitt til að skýra málið fyrir les- endum sínum, aðrir reyna að klóra í bakk- ann, en engum hefur tekist að upplýsa dag- lega og skýra gagnrýnið frá hinni undarlegu atburðarás síðustu tveggja vikna, þar sem hver stórtíðindin hafa rekið önnur. Reynt hefur verið að kæfa tilraunir fjölmiðla eins og t.d. sjónv./hljóðvarps á dögunum; í því til- felli af hinu pólitíska sovéti, útvarpsráði. Taugaveiklun og ótti Auðvitað er auðvelt að skilja taugaveiklun- ina sem grípur um sig meðal leiðtoga stjórn- málaflokkanna þegar svo alvarlegur brestur í siðferði þeirra kemur upp. Forsætisráðherr- ann, Steingrímur Hermannsson, lýsir því yfir að áður en ljúki gætu „fleiri saklausir" átt eftir að lenda í málinu. Og Hallvarður Einvarðsson lýsir því yfir að „valinkunnir sæmdarmenn" séu til umfjöllunar hjá rann- sóknarlögreglunni. Þegar yfirmaður rann- sóknar er búinn að lýsa yfir sakleysi meðan á rannsókn stendur, er engin ástæða til að kanna málið betur? En það er örugglega einsdæmi á Vesturlöndum að svo háttsettur embættismaður geri sig beran að jafn frá- leitri yfirlýsingu. Hallvarður hefur aukin heldur átt fund með Steingrími Hermanns- syni og Jóni Helgasyni um Hafskipsmálið og er það vinnufag tæpast til að auka traust manna á að rannsókn málsins sé óháð póli- tískum þrýstingi. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, vísar málinu frá sér, en hann er, ásamt forsætisráðherra, ábyrgur fyrir ráð- herradómi Alberts Guðmundssonar. Og þegar alþingismaður Alþýðubandalagsins viðurkenndi að hann hefði tekið á móti fé frá ráðherra Sjálfstæðisflokksins — þá gat for- maður Alþýðubandalagsins ekki lýst yfir af- stöðu sinni til málsins. Dag eftir dag vísaði Svavar Gestsson málinu til einhverra ann- arra í fjölmiðlunum — og sýndi þannig al- þjóð enn einu sinni að leiðtogahlutverk hans er í myrkrinu. Formaðurinn missti þannig enn einu sinni af tækifæri til að rétta við hlut Alþýðubandalagsins og koma fram eins og leiðtogi í alvöru stjórnmálaflokki. Viðbrögð Morgunblaðsins við uppljóstrun- um um að Guðmundur J. Guðmundsson hefði tekið á móti fé af Albert Guðmunds- syni, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórn- arinnar, voru einkar athyglisverð. Blaðið fjallaði ekkert um „prinsipp" í málinu, held- ur keyrði á fréttaviðtölum, þar sem spurt var í þeim dúr og gefið í skyn að málið væri allt þeim að kenna, sem gagnrýndu þingmann- inn í eigin flokki. Þannig var meint siðferðis- brot þingmannsins notað í pólitískum slag, og blaðið var búið að finna sökudólgana áð- ur en þeir höfðu látið heyra í sér um málið: gagnrýnendur Guðmundar J. Guðmunds- sonar í Alþýðubandalaginu. Hagsmunir af þrósetu En af hverju létu allir flokkar eins og fjör- egg þeirra væri fólgið í því að þingmaður Alþýðubandalagsins yrði ekki fyrir viðurlög- um af neinu tagi? Nokkrar kenningar eru uppi um það atriði: 1) Margir telja að fleiri nöfn eigi eftir að koma við sögu Hafskipsmálsins. Meðal þeirra séu fleiri valdamiklir aðilar í Sjálfstæð- isflokknum. Ef þingmaður Alþýðubanda- lagsins yrði beðinn um að hætta þing- mennsku, væri kominn nýr mælikvarði, for- dæmi fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkur- inn vilji ekki fyrir nokkurn mun fá slíkan mælikvarða eða mörk í mórölskum efnum af skiljanlegum ástæðum. Framsókn hugsar um kaffibaunir og grænar í þessu sambandi. Alþýðuflokkurinn vill auðvitað hafa hina flokkana í sárum, á enda ekki sjálfur úr há- um söði að detta í siðferðilegum efnum. Það er líka gott að eiga hneyksli inni hjá hinum. 2) Fjórflokkarnir vilji ekki að neinn þeirra skapi sér sérstöðu umfram hina — partur af samtryggingunni að hafa fleina í holdi. 3) Hreinn „pópúlismi-flokkarnir telji að al- menningur haldi með „skúrknum" eins og svo oft áður — og því þori þeir ekki að taka faglega á málinu. 4) Flestir líti svo á, að ef Alþýðubanda- lagið geri ekki hreint fyrir sínum dyrum í málinu, þá muni það aldrei komast yfir þá kreppu sem það á nú í — flokkur sem þykist berjast gegn siðspillingu og vera skárri en hinir, yrði aldrei trúverðugur eftir þetta áfall, ef hann gerir ekkert í málinu. Þess vegna vilji aðrir að vandanum sé haldið við. Þá er sú skýring gefin á hægaganginum og viðkvæmninni að þeir Albert og Guðmund- ur njóti svo mikillar samúðar innan eigin flokka, að vinir þeirra treysti sér einfaldlega ekki til að hrófla við þeim. Þess utan standi þúsundir manna bæði í persónulegri og póli- tískri þakkarskuld við þá — og geti ekki með nokkru móti hugsað til þess að hrap þeirra verði meira en þegar er orðið. Persónuvin- sældir þeirra beggja eru gífurlegar. En eftir stendur sem álitamál hvað sé einnig þeim fyrir bestu. Osamkvæmnin Það hefur ekki mikið farið fyrir því að fjöl- miðlar færu yfir það sem sagt hefur verið í málinu síðustu vikur, þ.e. bæði í viðtölum og yfirlýsingum. Þar gætir bæði ósamkvæmni og mótsagna. Sem dæmi má nefna að Guð- mundur J. Guðmundsson kvaðst, í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sínu í málinu, aldrei geta hugsað sér að taka við peningum frá at- vinnurekanda eða viðsemjanda Dagsbrúnar. í næstu setningu viðurkennir hann svo að hafa tekið við fé frá Albert Guðmundssyni, þáverandi fjármálaráðherra, en Albert var þá ekki bara atvinnurekandi heldur einn stærsti viðsemjandi Dagsbrúnar. Það var ein- mitt Albert sem hylltur var á fundi Dags- brúnar haustið 1984 fyrir samninga sem hann gerði við félagið — og mun lengi í minnum haft. Viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar hafa verið mjög einhliða í málinu. Svo virðist sem það þyki ekki nema eðlilegt að verkalýðs- leiðtogi taki við fjárstyrk úr hendi ráðherra ríkisstjórnarinnar. I því sambandi er rétt að hafa í huga að verkalýðsleiðtoginn er á margföldu kaupi verkamanns og ríkisstjórn- in sú sama og afnam samningsrétt verka- lýðshreyfingar, verðtryggingu launanna o.s.frv. Ekkert lát virðist vera á traustsyfirlýs- ingum innan verkalýðshreyfingarinnar á leiðtoga sinn. Og enginn lýst efasemdum. Þó hefur heyrst að mörgum eldri leiðtogum þyki mælirinn fullur. Þegar farið er yfir sviðið síðustu vikurnar virðist svo sem ein allsherjar yfirhylming sé um málið. Þar sameinast flestir stjórnmála- flokkar, formenn þeirra, ríkisstjórn og valda- miklir embættismenn, fjölmiðlar með Morg- unblaðið í broddi fylkingar, útvarpsráðið og fleiri. Þó hafa stjórnmálamennirnir Guðrún Helgadóttir, Guðmundur Einarsson og Ólaf- ur Ragnar Grímsson tekið á málinu með svipuðum hætti og við þekkjum frá stjórn- málaheiminum í nágrannalöndum okkar. Bandalag jafnaðarmanna hefur eitt stjórn- málaflokka mótmælt ritskoðunartilhneig- ingum útvarpsráðs í málinu, en Kvennalist- inn virðist una sér vel í málamiðlunum og þagnarhjúpi fjórflokkanna. Frá bönunum til Börs Börssonar Það var ljóst frá upphafi að rannsókn Haf- skipsmálsins hlaut að renna eftir tveimur brautum — lagalegri og siðferðilegri; annars vegar rannsókn á saknæmum atriðum, þ.e. atriðum sem hugsanlega vörðuðu lög, og hins vegar hugsanlegri pólitískri spillingu, þ.e. hvers konar atriðum sem stjórnmála- menn höfðu haft afskipti af. Þegar málið kom til umfjöllunar Alþingis sl. haust mátti strax ráða að siðferðishliðin yrði ekki viðamikið umfjöllunarefni. í stað þess að reyna að hreinsa þingið af grunsemdum gerðu stjórnmálaflokkarnir í því að koma í veg fyrir að rannsókn beindist sérstaklega að pólitískri spillingu eins og hefði orðið aðal- atriði málsins í flestum lýðræðisþjóðfélögum sem við þekkjum til. Á þinginu kom að vísu fram tillaga um opna rannsóknarnefnd til að fjalla um málið, og í skoðanakönnun sem HP birti sl. haust kom í ljós að mikill meirihluti aðspurðra vildi þess háttar rannsókn. Engu að síður sam- þykktu flokkarnir að styðja lokaða rannsókn á vegum ríkisstjórnarinnar í staðinn, rann- sókn sem beinist ekki að því að upplýsa al- menning um pólitíska spillingu í málinu. Því stendur eftir að almenningur getur ein- ungis reitt sig á suma fjölmiðlana varðandi þennan þátt málsins. Ábyrgð fjölmiðlanna er risavaxin — þeir verða að upplýsa alla þætti málsins — hið opinbera kerfi stjórnmála- flokkanna hefur vísað þessum þætti, hinni pólitísku spillingu, frá sér. Það reynir því á þrek fjölmiðlanna. Og það sem þeir þurfa að segja kann að falla mörgum illa í geð, því heimsmynd margs mannsins er að hrynja eftir því sem fleiri upplýsingar berast um þetta stærsta hneyksli lýðveldisins. Á dögunum sagði gagnmerkur framsóknaw armaður við kunningja sinn að hann teldi að stjórnmálamennirnir í málinu fengju loks að finna fyrir siðferðiskröfum stjórnmálaflokka sinna. ísland væri nefnilega að komast af bananalýðveldisstiginu yfir á Bör Börsson- stigið. Því miður er ekki hægt að taka undir með þessum framsóknarmanni — alveg strax. Það mæðir mikið á þessum tveimur vinsælu þingmönnum, Albert Guðmundssyni og Guðmundi J. Guð- mundssyni — en staða þeirra f (slenskum stjórnmálum er vægast sagt ótrygg um þessar mundir. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.