Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 40
sóknarmenri þrýst með krafti á Matthías A. Mathiesen utanríkis- ráðherra til þess að koma sínum manni í sendiherrastarf. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins hefur forysta flokksins lagt hart að Matt- híasi að veita Ingvari Gíslasyni aiþingismanni sendiherranafnbót og ,,brauðið“ í Kaupmannahöfn þar sem Einars Agústssonar var sendiherra. Þessu mun Matthías hafa hafnað eindregið. Það fylgdi reyndar sögunni, að utanríkisráð- herra hefði hugsað sér þetta emb- ætti handa sjálfstæðismanni, og mun sá hafa verið Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra — a.m.k. til skamms tíma. . . IJ ■ ú þykir það vont mál að tengjast Hafskipi á einn eða annan hátt. Reykvísk endurtrygging þykir heldur ekki lengur virðulegt fyrirtæki vegna tengsla sinna við helstu yfirmenn Hafskips. Össur Skarphéðinsson Þjóðviljaritstjóri hefur því ekkert verið að flagga því að hann er einn af helstu ráðgjöfum Reykvískrar endurtryggingar. Þannig er að fyrirtækið er eina tryggingafélagið er tryggir fiskeldis- stöðvar og til að hafa heimild til þess þarf að hafa fiskeldisfræðing á sín- um snærum. Slíkir fræðingar liggja ekki á lausu og Össur mun vera eini íslenski doktorinn í þeim fræðum. Hann hefur gert úttekt á mörgum fiskeldisstöðvum fyrir Reykvíska endurtryggingu en eitthvað mun beiðnum þeirra tryggingamanna um aðstoð Össurar hafa fækkað eft- ir að Þjóðviljinn fór að skrifa illa um fyrirtækið.. . . aaaa Unö! I ! 1 < 1 2 £ FIATUNO hefur ekkiaö ástædulausu hlotið fjölda alþjóða viðurkenninga og verðlauna, þ.á m. verið kosinn bíll ársins 1984 af kröfuhörðustu bíladómurum Evrópu. Vinsældir FIA T UNO undanfarin ár eru einkum að þakka frábærri hönnun yfirbyggingar, miklum aksturseiginleikum og sparneytni, eins og FIAT er einum lagið. Verð frá kr. 257.800.- (Uno 45 3 d) (gengi 18/6 '86) anna umboðið SKEIFUNNI 8 - SÍMI 688850 OPIÐ LAUGARDAGA 7-4

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.